Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 1
128 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 122. tbl. 72. árg.____________________________________SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosningar í Grikklandi: Sósíalismi eða markaðs- hagkerfi Aþenu, 1. júní. AP. GRÍSKIR kjósendur ganga að kjörborftinu á morgun, sunnudag, og greiAa atkvæAi um þaA hvort áfram skuli haldiA tilraunum meA sósíalisma eAa hvort frjálst mark- aAshagkerfi og náin samvinna viA Vesturlönd skuli hafin til vegs á ný. Kosið er um 300 sæti á þjóð- þinginu og eru frambjóðendur 2.500 frá 19 stjórnmálaflokkum. Búist er við Sósíalistaflokkur Andreasar Papandreous, for- sætisráðherra, og Nýi lýðræðis- flokkurinn, sem lýtur forystu Constantine Mitsotakis, fái mest fylgi. Skoðanakannanir að undanförnu benda þó til þess að hvorugur flokkurinn fái hreinan Þessa mynd tók fréttaritari Morgunblaðsins á Höfn i Hornafirði, Haukur Sveinbjörnsson, um borð i humarbát, en humarveiði hófst fyrir skömmu og hefur verið mjög góð. B-blað Morgunblaðsins i dag er helgað sjómannadeginum og er aflað fanga í það með viðtölum við sjómenn viðs vegar á landinu. Friður í Miðausturlöndum: Papandreou Mistsotakis meirihluta og er hugsanlegt að Kommúnistaflokkur landsins, sem er á „Moskvulínunni", kom- ist í oddaaðstöðu á þinginu. Kjósendur eru tæplega átta milljónir og eru allir Grikkir 18 ára og eldri skyldugir til að mæta á kjörstað að viðlögðum sektum. Kjósendur, sem komnir eru yfir sjötugt, hafa þó rétt til að sitja heima. 1 þingkosningunum árið 1981 fékk Sósíalistaflokkurinn 174 þingmenn kjörna, Nýi lýðræðis- flokkurinn 113 og Kommúnista- flokkurinn 13 menn. Hugmynd um alþjóða- ráðstefnu vísað á bug Wishington, 1. júní. AP. fc W Wnshington. I. júní. AP. GEORGE P. Shultz, utanrík- isrádherra Bandaríkjanna, kvaðst í dag vera reiðubúinn til að eiga fund með sameig- inlegri sendinefnd Palestínu- manna og Jórdaníumanna ef það mætti verða til að greiða fyrir friðarsamningum í Mið- austurlöndum. Hann vísaði hins vegar á bug hugmynd- inni um alþjóðaráðstefnu með þátttöku Sovétmanna og í sama streng tók í gær Yitzh- ak Rabin, varnarmálaráð- herra ísraels. Á blaðamannafundi í dag sagði Shultz, að hann væri hlynntur því að ræða við full- Bresku knattspymufélögin: Álitshnekkir og mikill fjármissir af leikbanni London, 1. júní. AP. FYRIR bresku knattspyrnufélögin, sem nú hafa verið úti- lokuð frá Evrópuleikjum næsta keppnistímabil, er bannið ekki aðeins mikill álitshnekkir heldur einnig alvarlegt, fjárhagslegt áfall. Bresku liðin hafa haft miklar tekjur af Evrópuleikjunum og kemur þar til aukin aðsókn, greiðslur frá sjónvarpsstöðvum og auglýsingar og það eru þessir leikir, sem hafa gert þeim kleift að ná endum saman og greiða leikmönnum há laun. Banninu, sem var ákveðið I gær vegna harmleiksins í Brussel, hefur ver- ið fagnað hjá EUFA, Knatt- spyrnusambandi Evrópu, en bresku félögin hafa hins vegar brugðist illa við og sakað yfirvöld um að gefast upp fyrir skrílnum. Þótt félögin uni illa sfnum hlut er ekki ólfklegt, að þau eigi eftir að þakka breskum yfirvöldum og stjórn knattspyrnumála fyrir að verða fyrri til, þvf að nú þykir það ekki eins sennilegt og áður, að EUFA samþykki á fundi sínum 2. júfí bann við leikjum breskra liða f Evrópu en það hefði hugsanlega getað staðið í þrjú ár. Að þvf er fram kemur í bresku blöðunum í dag munu lið eins og LiverjX)ol, Manchester United, Everton og Tottenham tapa allt að hálfri milljón punda á banninu og tapið er i raun ekki minna fyrir smærri liðin. Hjá þeim hafa tekjurnar af Evrópuleikjunum lengi ráðið því hvort þau geta keypt dýra og eftirsótta leik- menn. John Smith, formaður Liv- erpool-liðsins, sem ákvað strax og upp á eigin spýtur að hætta þátt- töku í Evrópuleikjunum, segir hins vegar, að ekki hafi verið um annað að ræða. „Vissulega verðum við fyrir gffurlegu fjártjóni en það skiptir ekki máli þegar heiður þjóðarinn- ar og æra eru í veði,“ sagði Tlann. trúa Þjóðarráðs Palestínu- manna ef þeir vildu taka þátt í slíkum viðræðum „af góðum hug“ og væru ekki félagar í PLO, Frelsisfylkingu Palestínu- manna. Hussein, Jórdaníukon- ungur, lagði hins vegar til nú í vikunni, þegar hann var gestur Reagans, Bandaríkjaforseta, að efnt yrði til alþjóðaráðstefnu um frið í Miðausturlöndum með þátttöku Sovétmanna, en Shultz kvað hugmyndina fráleita. Fyrir það fyrsta væru Sovétmenn andvígir frumkvæði Husseins og Yassers Arafat, leiðtoga PLO, og hefðu auk þess ekki stjórn- málasamband við ísrael. Yitzhak Rabin, varnarmála- ráðherra ísraels, var sama sinn- is og Shultz í viðtali, sem birtist við hann í gær í franska blaðinu „Le Monde". Sagði Rabin, að fulltrúar stórveldanna myndu aðeins deila sín á milli á friðar- ráðstefnu af þessu tagi og ekk- ert yrði úr samningum. Shultz sagði í dag, að merki- leg væri sú yfirlýsing PLO, að samtökin væru ekki andvíg ályktun Sameinuðu þjóðanna um tilverurétt Ísraelsríkis en meira þyrfti þó til. „Yfirlýsingin verður að vera formleg og skrif- leg til að Bandaríkjastjórn geti tekið á henni fullt mark,“ sagði Shultz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.