Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 125. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
tJ
72 SIÐUR   B
STOFNAÐ 1913
125. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 6. JUNI 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afríka:
Neyðin vex þrátt
fyrir aðstoðina
Hungursneyð í 19 ríkjum álfunnar
Suneinuðu þjóounum, New York, 5. júní. AP.
ÞRÁTT fyrir óhemjumikla alþjóðlega
aðstoð af öllu tagi hefur ástandið i
þurrk&svæðunum í ýmsum Afríku-
löndum versnað enn að því er segir í
skýrslu skrifstofu þeirrar sem fer
með neyðarhjálparmál við Afríku.
Ástandið er sagt alvarlegast víða
í norðurhluta Afriku. í Súdan er til
dæmis talið að um 11,5 milljónir
manna muni á einn eða annan hátt
verða óþyrmilega fyrir barðinu á
því að rigningin hefur látið á sér
standa. ( Súdan búa um 20 milljón-
ir svo að hér er um að ræða meira
en helming þjóðarinnar.
I skýrslunni er sagt að af öllu
verði ráðið að tala þeirra sem þurfi
á neyðarhjálp að halda muni því
stórhækka á næstu mánuðum og
samtals séu skortur og hungurs-
neyð í nítján Afríkuríkjum. Verst
er ástandið í Eþíópíu og Súdan, og
meðal annarra eru svo Chad,
Mosambik, Mali og Níger.
ítalíæ
Þjóðaratkvæði um
fullar vísitölubætur
Róm, S. júni. AP.
BETTINO Craxi, forsætisráðherra ít-
ala, sagði í dag, að stjórn hans myndi
tafarlaust segja af sér ef samþykkt
verður í þjóðaratkvæðagreiöslu um
helgina að taka aftur upp fulla vísi-
tölubindingu á laun en hún var af-
numin að nokkru á fyrra ári.
Þjóðaratkvæðagreiðslan verður á
sunnudag og mánudag og er til
hennar efnt að kröfu kommúnista-
flokksins. A blaðamannafundi í dag
sagði Craxi, forsætisráðherra, að
hann myndi biðjast lausnar fyrir
sig og ráðuneyti sitt „mínútu eftir"
ósigur í atkvæðagreiðslunni en hins
vegar kvaðst hann viss um, að kjós-
endur létu skynsemina ráða og
segðu „nei".
Takmarkanirnar við fullum visi-
tölubótum, sem voru samþykktar í
fyrra eftir miklar og ákafar deilur á
þingi, hafa verið einn af hornstein-
unum í efnahagsmálastefnu stjórn-
arinnar og baráttu hennar við verð-
bólguna. Á sex mánaða tímabili í
fyrra voru launauppbæturnar
skornar niður um fjögur prósentu-
stig en það þýðir. að meðallaun eru
Nordfoto/Símamynd
Þjóðhátíðargjöfin var sigur á Sovétmönnum
Danska landsliðið í knattspyrnu hélt í gær upp á þjóðhátíðardaginn með því að vinna glæsilegan sigur á
Sovétmönnum á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Skoruðu Danir fjögur mörg gegn tveimur Rússanna og
deildu þeir með sér mörkunum Preben Elkjær Larsen og Michael Laudrup. Á myndinni er Elkjær að
skora fyrsta markið en Danir eru nú efstir í 6. riðli HM. Danir væntu sér mikils af sínum mönnum og svo
mikil var ásóknin í aðgöngumiðana að leiknum, að þeir voru keyptir á svörtum markaði fyrir allt að 5.000
kr. danskar.                                                      Sjá nánar á fþróttasíðu.
Bettino Craxi
nú um 540 ísl kr. lægri á mánuði en
þau ella hefðu verið. Talsmenn rík-
isstjórnarinnar segja, að ef tillaga
kommúnistaflokksins verður sam-
þykkt, muni árlegur launakostnað-
ur í landinu hækka um 170 millj-
arða ísl. kr.
Craxi sagði um þjóðaratkvæða-
greiðsluna, að hún væri ástæðulaus
og skaðleg og hefði nú þegar valdið
nokkurri óvissu i efnahagsmálun-
um. Á ítalíu er verðbólgan nú 8,8%.
Utanríkisráðherrafundur NATO í Portúgal:
Geimvarnaáætlanir
og Salt II aðalmál
Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í dag í Estoril í
Portúgal og stendur i tvo daga. Segir í AP-fréttum, að h-lstu umræðuefnin
verði afstaða Bandarfkjastjórnar til SALT ll-samningsins, áaetlanir um
geimvarnakerfið, samskipti austurs og vesturs og tillogur um stóraukna
aðstoð við Portúgali, Grikki og Tyrki. Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra,
situr fundinn fyrir fslands hönd.
George P. Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, ræddi í
gær við utanríkisráðherra aðild-
arlandanna um afstöðu þeirra til
SALT H-samningsins en búist er
við, að Reagan, Bandaríkjaforseti,
ákveði nú um helgina hvort stjórn
hans muni áfram fara eftir hon-
um. Halda Bandaríkjamenn því
fram, að Sovétmenn hafi þver-
brotið samninginn, sem raunar
hefur aldrei verið staðfestur, með
smiði tveggja nýrra gerða lang-
drægra  eldflauga.  Bandamenn
Sovétríkin:
Ákveðið að veita í suður
vatni úr stórám Síberíu
Umhverfisverndarmenn óttast að framkvæmdirnar valdi veðurfarsbreytingum
M«tk»y, 5. júní. AP.
SOVÉSKUR ráðherra skýrði fri því í dag, að ákveðið hefði verið að
hrinda í framkvæmd gífurlega miklum áveituframkvæmdum, sem m.a.
eni fólgnar í því að veita í suour vatni úr ýmsum stórám, sem renna í
ishafio. Hafa umhverfisvernd&rmenn og veðurfreðing&r lengi haft
áhyggjur af þessum fyrirætlunum og óttast þeir, að þ»r geti breytt
hitaflæði í andrúmsloftinu og haft veruleg áhrif á veðurfarið.
Nikolai F. Vasilyev, nýræktar-
málaráðherra, sagði á blaða-
mannafundi í dag, að brátt yrði
hafist handa við einhverjar
mestu áveituframkvæmdir, sem
um gæti, og vatni veitt úr síber-
ískum  stórám  á  slétturnar  i
suðri. Sagði Vasilyev, að ekki
væri um annað að velja ef takast
ætti að auka matvælafram-
leiðsluna í landinu. í Sovétríkj-
unum sjálfum hafa orðið nokkrar
deilur um þessa framkvæmd og
einkum þann hluta hennar, sem
snýst um að veita stórum hluta
Ob-fljótsins suður til Aral-vatns
eftir 2500 km löngum skurði.
Aral-vatn er nú að þortia upp
vegna þess, að árnar, sem í það
renna, hafa verið stemmdar að
ósi og vatnið notað til áveitu.
Þessi ákvörðun þykir ekki síst
merkileg fyrir þá sök, að talið
var, að Gorbachev, hinn nýi leið-
togi Sovétmanna, væri andvígur
þeirri stefnu forvera sinna að
brjóta sífellt nýtt og nýtt land til
ræktunar með óskaplegum til-
kostnaði. Hefur hann látið þau
orð falla, að réttara væri að auka
afrakstur þess lands, sem væri í
ræktun.
Umhverfisverndarmenn     á
Vesturlöndum og í Sovétríkjun-
um líka hafa haft miklar áhyggj-
ur af framkvæmdinni og telja
þeir, að ef vatni úr stóránum
verði veitt í suður muni það auka
ismyndun í íshafinu og Hvíta-
hafi og hafa áhrif á veðurfar um
allan heim.
Bandaríkjamanna telja hins vegar
hyggilegast að virða samninginn
vegna afvopnunarvrðræðna stór-
veldanna í Genf.
Shultz mun einnig fara fram á
stuðning utanríkisráðherranna
við geimvarnaáætlanir Banda-
ríkjamanna en búist er við, að
hann muni i þvi eiga á brattan að
sækja og einkum gagnvart Frökk-
um. Af öðrum málum má nefna
samskipti austurs og vesturs og
tillögur um tvöföldun fjárhags-
aðstoðar við þrjú fátækustu ríkin,
Portúgal, Grikkland og Tyrkland.
Geir Hallgrímsson, utanríkis-
ráðherra, situr fundinn í Estoril
og sagði hann í viðtali við blm.
Morgunblaðsins, að ráðgerðar
væru viðræður við Shultz um skipa-
flutninga varnarliðsins. t gær
ræddi hann við utanríkisráðherra
og utanríkisviðskiptaráðherra
Portúgala og snerust viðræður
þeirra um 13% toll, sem settur
verður á íslenskan saltfisk þegar
Portúgal verður aðili að Evrópu-
bandalaginu um áramótin.
!
(íeorge P. Shultz
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64