Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 Skylt er að hafa það er sannara reynist — eftir Þór Benjamín Jónsson Sumar. Lund manna léttist og náttúran skartar sínu fegursta þegar grasið grænkar og blómin springa út eftir vetrarlangan dvala. En sumt er það sem leggst til hvílu eftir erilsaman starfsvet- ur. Mælsku- og rökræðukeppni . framhaldsskóla á íslandi, skamm- stafað MORFÍS, er einnig lokið og kosin hefur verið ný stjórn til að sjá um þetta stærsta sameiginlega fyrirtæki allra framhaldsskóla á landinu. Það er raunar víðtæk venja félagasamtaka að kjósa sér nýja stjórn að vori, en þau eru fyrst og fremst til að lýsa upp skammdegið og dreifa huga með- lima frá erfiðleikum og drunga svartnættisins. Þegar svo stendur á, að ein stjórn víkur frá fyrir annarri, sendir hún oftast frá sér skýrslu eða annál um liðinn starfsvetur og lætur þá yfirleitt fylgja með varn- aðarorð til viðtakandi stjórnar svo hún fái sneitt hjá þeim örðugleik- um sem reyndust fráfarandi stjórn ljón á vegi. Oftast nær verður slík skýrsla heimild þeirra er á eftir koma og til hennar vitn- að á ókomnum tímum. Þess vegna er mikilvægt að skýrslan sé ná- kvæm, að hún fari rétt með og hniki ekki til staðreyndum. Dæmi um félagsskap sem hér er átt við er JC hreyfingin og dæmi um skýrslu gæti verið „Greinar- gerð JC Reykjavíkur vegna aðildar félagsins að MORFÍS", og birtist í fréttablaði hreyfingarinnar. Auk þess er greinargerðin dæmi um ranga skýrslu, falsheimild, þar sem staðreyndum er hnikað til og ónákvæmni og misskilningur er ríkjandi. í stuttu máli skýrsla, sem alls ekki má renna í hirslur framtíðarinnar athugasemda- laust. Ég sendi því leiðréttingu og svar til ritstjóra JC-Frétta, Guðrúnar Skúladóttur, en hún sá sér því miður ekki fært að koma grein minni fyrir í síðasta blaðinu sínu og harmaði það mjög. Þess vegna leita ég á náðir Morgunblaðsins, svo hið sanna fái samt litið dags- ins ljós. Inngangur „Að leyfa fortíðinni að heyra sjálfri sér til, að ýfa ekki upp göm- ul sár, að horfa fram á veg og láta liðna atburði vera lærdómsríka en ekki spilla fyrir framtíðinni"! Á setningum sem þessum klifuðu umboðs- og samningsmenn JC á fundum sínum með stjórn MORFÍS liðinn starfsvetur, því þeim þótti keppninni best borgið með jákvæðri samvinnu og bjart- sýni, en að sjálfsögu skyldi ekki gera sömu mistök aftur og gerð höfðu verið árið áður. Ég vil taka það fram, að þó samningsaðilar JC •hafi oft verð harðir í horn að taka, létu þeir þó réttlætið sigra að lok- um og voru í hvívetna sanngjarn- ir. Skipulag og framkvæmd var al- gerlega og að öllu leyti í höndum stjórnar MORFÍS sem aðildarsk- ólarnir allir kusu sér, en JC skyldi aðstoða við dómgæslu, dómnám- skeið og að auki aðstoða þau ræð- ulið keppninnar við undirbúning sem það kusu. Það skýtur því skökku við, þegar „Greinargerð JC Reykjavíkur vegna aðildar félagsins að MORFÍS" er lesin og í ljós kemur að JC félagar þekkja ekki enn þá málavöxtu. Mér er það því ekki bara ljúft, heldur einnig skylt að leiðbeina hinum villuráfandi á rétta braut og ætla hér að telja upp staðreyndir um upphaf mælskukeppni framhaldsskól- anna, svo og leiðrétta þann leiða misskilning sem einkennir grein- argerð JC Reykjavíkur (JCR). Meira að segja í titlinum sjálf- um og í upphafi greinarinnar verður misskilningsins vart og greinilegt er að hann stafar af vanþekkingu á efninu. Bein aðild JCR að MORFÍS hefur engin verið, en í þeirri keppni sem fram fór veturinn 1983—1984 og náði að- eins til skóla á Stór-Reykjavík- ursvæðinu lögðu þeir fram aðstoð sína. JCR sendi tvo félaga til að annast verkefnið af þeirra hálfu, — þá Kára Jónsson og Bárð Árna Steingrímsson. MORFÍS var hinsvegar stofnað í október 1984. Var fyrri keppnin auðvitað vísir að þeirri stærri, sem lauk með sigri Menntaskólans í Reykjavík í mars síðastliðnum eins og alkunn- ugt er, enda hlaut hún umfjöllun í helstu fjölmiðlum. Upphafið Þegar fulltrúar framhaldsskól- anna, sem síðar mynduðu stjórn MORFÍS, hófu í ágúst á síðast- liðnu sumri samningaviðræður um MORFÍS við Björn Ántonsson, umboðsmann JC, virtist ekki ætla að verða úr samvinnu. Nemendur vildu ekki Iíða sams konar fram- ferði JC og hafði verið árið áður þegar fulltrúi JC eignaði sér heið- ur sem annar átti skilinn. Vegna sáttfýsi fulltrúa nemenda og þess skilnings að nú væri góður maður á réttum stað þar sem Björn var, var samþykkt að gamlar erjur skyldu liggja í láginni en í samein- ingu skyldi hefjast handa við rekstur MORFÍS á þann hátt sem áður segir. Gagnrýni Þegar liðið var á veturinn og fyrsta umferð um garð gengin fór fyrst að bóla á skrifum nemenda um JC hreyfinguna, en sú grein sem mest fór fyrir brjóstið á fé- lögum Kára Jónssonar og Bárðar Árna Steingrímssonar í JCR var ritsmíð Jónasar Fr. Jónssonar, nemanda í VÍ, sem hann kallaði J’Accuse (Ég ákæri). Hermann Valsson úr JCR starf- aði þá með ræðuliði Fjölbrauta- skólans við Ármúla, en hlaut skömm í hattinn fyrir að sinna því hugðarefni sínu þrátt fyrir skoð- anir nemandans í Verslunarskól- anum, en ansa ekki ákvörðun stjórnar JCR að skipta sér ekki af keppninni. I þessu tilfelli átti alls óviðkomandi skóli að líða fyrir þvermóðsku og glópastolt eins JC félags sem ekki vildi sætta sig við hið rétta. Og á meðan verið var að agnúast við Hermann hélt annar félagi JCR áfram sinni iðju, þjálf- un ræðuliðs Samvinnuskólans, án þess að nokkur hreyfði við fingri. Það var Kári Jónson sjálfur, ein- mitt maðurinn sem hafði fengið slæma gagnrýni hjá Jónasi og Hermann Valsson átti að hætta sín- um leiðbeinendastörfum vegna. Það virðist ekki sama hvort menn heiti Jón eða senator Jón þarna í JCR, en Kári á einmitt sæti i öldunga- ráði hreyfingarinnar. Misskilningurinn Alvarlegasti misskilningur fé- laga JCR er sá, að þeir telja keppnina undan sínum rifjum runna. Raunin er nú ekki sú, held- ur leituðu nemendur til JC um að- stoð við sína hugmynd. Sá maður sem kom keppninni á heitir ekki senator Kári Jónsson JCR heldur Bjarki Már Karlsson úr Verslun- arskóla íslands. Hann hefur og verið stjórn MORFÍS mikil hjálp- arhella í ár. Þegar þessari staðreynd er hreyft svara andmælendur oft að bragði, að Kári hafi nú fengið hugmyndina fyrir sjö árum. Þeim vil ég benda á, að þó svo hugmynd hafi fæðst fyrir mörgum árum er hún einskis virði nema henni sé komið í framkvæmd. Þórunn Eg- ilsdóttir, þáverandi formaður málfundafélagsins í VÍ, og Bjarki veltu hjólinu af stað með því að hafa samband við alla formenn nemenda framhaldsskólanna og lögðu fyrir þá hugmynd sína um rökræðukeppni allra framhalds- skóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem brautskrá stúdenta. Á þessum fyrsta fundi full- trúanna kom í Ijós einhugur um að koma keppninni á, en hart var deilt um hvort JC skyldi koma þar nærri eður ei. Töldu sumir skólar sig eiga þar undir högg að sækja og er það engin launung að Menntaskólinn í Reykjavík gekk hvað harðast fram í málinu. MR og þeirra stuðningsmenn sam- þykktu því ekki að ræða við JC fyrr en á þriðja fundi fulltrúa- ráðsins og þá fyrst hafði Þórunn Egilsdóttir samband við hreyfing- una. Á fjórða fundi mætir svo sen- ator Kári Jónsson, en honum hafði verið falið verkefnið af hálfu JC. Hann samþykkti möglunarlaust, að af þriggja manna dómnefnd skyldi aðeins oddadómari koma frá JC en hinir dómararnir tveir frá nemendum, en þeir skyldu ljúka sérstöku dómnámskeiði JC. Þessi krafa var lögð fram til að JC gæti ekki styrkt stöðu sína og „eignast“ keppnina með tímanum. Kári fékk svo til liðs við sig Bárð Árna Steingrímsson eins og fyrr segir, eftir að hafa samið við Þór Benjamín Jónsson „Útkoman í reynd er sú, ad keppnin í fyrra var í umsjá skólanna sjálfra og atriði sem þurfti að framkvæma voru flest í höndum þeirra einnig, eins og reyndar í ár.“ fulltrúaráðið um hlut JC í keppn- inni, — samningur sem var fótum troðinn á hinn „níðangurslegasta" hátt (svo ég noti orðskrípi JCR stjórnar í greinargerð þeirra) í Háskólabíói í úrslitakeppninni 1984. Einnig skal geta þess að Kára var fengin skipulagshugm- ynd fulltrúaráðsins í hendur og fór framkvæmd keppninnar nákvæmlega eftir henni. Af þessu má fullljóst vera hvað- an frumkvæðið er komið og hver eigi þar af leiðandi heiðurinn af keppninni. Framkvæmdin Það kom í hlut Kára og Bárðar að útvega dómara í hverja keppni. Það er rétt með farið í grein stjórnar JCR, en það gleymdist að taka fram að þeir ættu einnig að boða skóladómarana. Það fórst iðulega fyrir svo oftsinnis þurfti að kalla á áheyranda úr sal til að dæma. Þess voru dæmi að Kári Jónsson útvegaði áheyrandann sjálfur, jafnvel í undanúrslitum, en reyndum manni sem Kára á að vera ljóst að slíkt er ótækt. Enn- fremur má benda á dómnámskeið það sem Bárður Árni hélt, en sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum úr sveitum hans sjálfs var það hvorki fugl né fiskur, enda tók það ekki nema hálftíma. í greinargerðinni segir að um „2.000 manns hafi fylgst með úrslitakeppninni (innsk: MR/MH í Háskólabíói 1984) sem fór í alla staði hið besta frarn". Þetta þykir mér furðu sæta, þar sem Háskól- abíó tekur ekki nema 976 manns í sæti, og er enn eitt dæmið um óná- kvæmni sem ríkir i greinargerð stjórnar JCR. I bíóinu var og mikil óstjórn og húsinu skilað „í rúst“, svo ég noti orð forráðamanns kvikmyndahússins, og einmitt vegna þessa reyndist MORFÍS stjórninni örðugt að fá salinn leigðan undir úrslitakeppnina í ár. Stjórn JCR ritar orðrétt í grein- argerð sinni: „... en láta skólana sjálfa alfarið um framkvæmdina (þ.e. keppninnar í ár). Þóttust ýms- ir sjá þess merki hvernig það myndi ganga.“ Þessa setningu má að sjálfsögðu túlka á ýmsa vegu, en ég tel að hér sé beinlínis verið að gera lítið úr starfi stjórnar MORFÍS í ár og samstarfsaðila hennar úr röðum JC. Litla keppnin árið áður, sem ég kýs að kalla nokkurs konar til- raunakeppni framhaldsskólanna áður en lagt yrði út í stærra fyrir- tæki, er notuð til viðmiðunar, en ég get fullyrt að JCR hefði haft meiri sæmd af að sinna MORFÍS keppninni en tilraunakeppninni árið áður. í ár tóku alls 19 skólar af 20 sem brautskrá stúdenta þátt í keppninni sem fór fram um land allt. Já, það hefði verið mun skynsamlegra að fylgja vitru ráði landsstjórnar JC og vinna með unga fólkinu en ekki gegn því. Niðurlag Útkoman í reynd er sú, að keppnin í fyrra var i umsjá skól- anna sjálfra og atriði sem þurfti að framkvæma voru flest í hönd- um þeirra einnig eins og reyndar í ár. Þess vegna sveið það sárt, þeg- ar senator Kári Jónsson eignaði sér hugmyndina og framkvæmd- ina í Háskólabíói við úrslitin 1984. Að auki kom hann svívirðilega fram við þau Bjarka Má Karlsson og Þórunni Egilsdóttur í blaðavið- tali við annan JC félaga, Jón G. Hauksson blaðamann hjá DV, en þar þakkar hann Þórunni fyrir að boða „krakkana á sinn fund“ og hve gott og gaman hafi verið að vinna með þeim. Ætti þessi ritgerð mín um keppnina í fyrra að skýra afstöðu framhaldsskólanemenda og þá ákvörðun að keppa ekki um verð- launagripinn sem Kári Jónsson og Bárður Árni Steingrímsson gáfu til keppninnar 1984. Einnig ætti að vera lýðum ljóst hví við kusum að þeir yrðu hvergi viðriðnir keppnina í ár, — og einmitt af sömu ástæðu afþakkaði Mennta- skólinn í Reykjavík aðstoð JCR á meðan hún ennþá stóð til boða. Að lokum bendi ég stjórn JCR á, að eftir þennan vetur, þar sem framhaldsskólanemendur hafa staðið að stærstu ræðukeppni í ís- lenskri sögu, munu þeir aldrei koma knékrjúpandi til JCR og biðja um aðstoð eins og mér virð- ist vera þeirra helgidraumur í niðurlagi greinargerðarinnar. Við höfum sannað það, að við getum gert þetta og það hjálparlaust. Hitt er að sjálfsögðu mun ánægju- legra að eiga JC sem hauk í horni fremur en óvin í leynum og þess vegna var það skynsamleg ákvörðun landsstjórnar JC að „hafa þat er sannara reynist" og taka upp þráðinn þar sem hann var slitinn í fyrra. Læra af mis- tökunum og sýna samstarfsaðila sínum virðingu, en ekki taka mis- tök tveggja JC félaga nærri sér. Maður hefur líka heyrt það, að menn séu í JC til að læra af mis- tökunum! Þór Benjamín Jónsson Vindur er ókeypis orkugjafi Vindmyllusýning í Grímsnesi SelroBsi, 18. júní. MEÐ vindmyllu við sumarbústað- inn, útihúsið, í bátnum eða við hjól- 'hýsið, sættum við okkur betur við hvimleitt rokið, sögðu eigendur Hljóðvirkjans, sem héldu sýningu á vindmyllum daga 15. og 16. júní sl. undir yfirskriftinni: Vindur er ókeypis orkugjafi. Vindmyllusýningin var haldin við Álftavatn í Grímsnesi þar sem vindmylla var í gangi við sumar- bústað. Vindmyllan sem sýnd var er af gerðinni Ampair 100 með 6 spaða sem knýja „magnet altern- ator“, þannig útbúinn, að þegar hámarksorku er náð hættir hann sjálfvirkt að bæta við. Vindmyllan framleiðir 12 volta rafmagn inn á venjulegan raf- geymi. Kristinn Jónsson, annar eigenda Hljóðvirkjans, sagði að nokkuð væri um það nú þegar að fólk setti upp vindmyllur við sumarbústaði. Þær væru hand- hægar, auðveldar í uppsetningu og öruggar. Hann benti á að sífellt fjölgaði þeim heimilistækjum sem gerð væru fyrir 12 volta rafmagn. Nú væru í boði ísskápar, sjónvörp, ryksugur o.fl. tæki. Hann sagði vindmyllurnar þola mikið álag, upp í 100 hnúta vind, og væru gerðar til að vera uppi allt árið. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.