Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 1
64SIÐUR B STOFNAÐ 1913 148. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 4. JÚU 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lægra olíuverði spáð á næstunni Víb, 3. júlí. AP. OLÍUVERÐ á eftir að lækka á heimsmarkaði um 1 til 1,5 dollara hver tunna, úr 28 dollurum niður í 27 eða jafnvel 26,5 dollara. Var þetta haft eftir áreiðanlegum heimild í Kuwait f dag. Var því haldið fram, að meiri hluti aðildarríkja OPEC, samtaka helztu olíuútflutningsríkja heims, hefði þegar gert með sér bráðabirgðasamkomulag um þessa lækkun. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkj- anna 13 komu hver af öðrum til Vínarborgar í dag, en sumarfundur samtakanna á að hefjast þar á föstudag. Auk ákvörðunar um heimsmarkaðsverð á olíu verður væntanlega tekin ákvörðun um að minnka olfuframleiðslu aðildar- ríkjanna um allt að einni millj. tunna á dag til þess að draga úr offramboði á heimsmarkaðinum. Hámarksframleiðsla OPEC á dag er nú 16 millj. tunna, en talið er þó, að aðildarrfkin hafi ekki framleitt meira en 14,5 millj. tunna á dag tvo undanfarna mánuði. Talið er víst, að sum aðildarrfk- in, einkum íran og Alsír, séu mjög andvíg lækkun á olíuverðinu. Haft er eftir Belkacem Nabi, olíumála- ráðherra Alsír, að verðlækkun nú muni ekki nægja til þess að draga úr umframbirgðum þeirra. Austurríska lögreglan hefur skipulagt gífurlegar öryggisráð- stafanir vegna OPEC-fundarins. Ástæðan er fyrst og fremst hryðju- verkaalda sú, sem gengið hefur yfir í Vestur-Evrópu og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins að undan- förnu. Cossica sver embættis- Francesco Cossica tók við forsetaembætti á Ítalíu í gær við hátíðlega athöfn. Hann er áttundi forseti landsins. Allir fimm stjórn- arflokkarnir á Ítalfu og kommúnistaflokkurinn að auki studdu Cossica til for- seta, en hann er úr flokki kristiiegra demókrata. Mynd þessi var tekin er Cossica sór embættiseið sinn í gær. Við hlið hans stendur Nilde Jotti, forseti fulltrúadeildar italska þingsins. AP/Símamynd Fundur Reagans og Gorbachevs ákveðinn Washington og Mook*u. 3. júlf. AP. TILKYNNT var í Washington og Moskvu í dag, að þeir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, kæmu saman til fundar í Genf 19.—20. nóvember nk. Sagði George P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna í dag, að til- gangurinn með þessum fundi væri að „leggja grundvöll að raunhæf- um aðgerðum til að bæta sam- skipti Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna." Fyrr í dag hafði sovézka fréttastofan Tass tilkynnt, að Gorbachev færi til Frakklands 2. október nk. Það vekur at- hygli, að tilkynnt er um þessar fyrirhuguðu ferðir Gorbachevs í kjölfar mikilla mannaskipta 1 áhrifastöðum í Sovétríkjunum í gær. Með þessu hafi Sovétmenn gert það ljóst, að Gorbachev er valdamesti forystumaður Sov- étríkjanna, enda þótt hann hafi ekki tekið við embætti forseta þar. Sjá frekari frásagnir af manna- skiptum í valdastöðum i Sovét- ríkjunum á bls. 24. Alþjóðlegt bann á flug um Beirút-flugvöll? FRELSINU FEGNIR Tveir úr hópi líbönsku fanganna í ísrael láta í Ijós fögnuð sinn, eftir að þeir höfðu verið látnir lausir í gær. Bandaríkjamenn og Bretar hyggjast grípa til sameiginlegra aðgerða London, 3. júlf. AP. BANDARÍKJAMENN og Bretar lögðu til í dag, að komið yrði á alþjóðlegu banni á flug til og frá flugvellinum í Beirút vegna gísladeil- unnar. Kom þetta fram í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, og frú Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, í dag, þar sem lagt var til, að gripið yrði til öflugra alþjóðlegra aðgerða til þess að stemma stigu við flugránum og hryðjuverkum. fanga skömmu áður en þeir héldu frá Suður-Líbanon með her sinn og hafa haft þá í haldi síðan. Blaðið Los Angeles Times hélt Nabih Berri, dómsmálaráð- herra Líbanons og leiðtogi am- al-shíta, hótaði því í dag, að kæra Bandaríkjamenn fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag, ef þeir lok- uðu fyrir farþegaflutninga um flugvöllinn í Beirút. Sagði hann, að bandarísk stjórnvöld myndu „svíkja loforð sín,“ ef þau létu verða af þessu. ísraelsmenn létu í dag lausa 300 líbanska fanga, sem verið höfðu í haldi í Atlit-fangabúðun- um. Mikil fagnaðarlæti urðu í Tyros og öðrum borgum Líban- ons, er fangarnir komu heim og var þeim tekið með kostum og kynjum. Enn eru 435 líbanskir fangar í haldi í Atlit-fangabúð- unum. Tóku ísraelsmenn þá til Sjávarútveguriim fær of mikla ríkisstyrki Osló. 3. júní. Frá frétUriUra _ Osló, 3. júní. Krá frétUriUra Moripinblaðsins, J. K. Laure. NORSKA verðlagsráðið hefur mælt með því, að dregið verði úr ríkis- styrkjum til sjávarútvegsins þar í landi og að núgildandi lög þar að lútandi verði endurskoðuð. Mark- miðið er að auka samkeppnisgetu og ná fram betri hagnýtingu þjóðar- auðsins. „Stuðningurinn við sjávarútveg- inn virðist vera óþarflega mikill á segir norska verðlagsráðið stöðum, þar sem góðir atvinnu- möguleikar eru fyrir hendi í öðrum greinum. Minni styrkir við slíka staði ættu ekki að hafa í för með sér hættu á byggðarðskun," segir ráðið. Verðiagsráðið heldur því fram, að styrkirnir til sjávarútvegsins séu að verulegu leyti notaðir til þess að halda uppi umframgetu í þessari atvinnugrein. „Ef auka á arðsemi í sjávarútvegi, þá virðist vera fullkomin nauðsyn á skipu- lagsbreytingum þar í þeim tilgangi að aðlaga afkastagetuna betur þeim möguleikum, sem fyrir hendi því fram í dag, að Bandaríkja- stjórn hefði nú í huga að veita allt að 5 millj. dollara verðlaun þeim sem handtekið gætu flug- ræningjana, er rændu þotu TWA og myrtu Bandaríkjamanninn Robert Dean Stethem. Segir blaðið, að unnið sé að áætlun í Washington um að ræna flug- ræningjunum og kalla þá til ábyrgðar í öðru landi en Líbanon. Samtök norska sjávarútvegsins: Eitthvað komi á móti tollalækk- unum frá EB 08ló, 3. júlí. Frá TrétUriUra MorjfunblaAHÍnB, J. E. Laure. NORSKUR sjávarútvegur er þess ekki raegnugur að leysa einn þau miklu tollavandamál, sem útflutn- ingur á norskum sjávarafurðum til aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) stendur nú frammi fyrir. Norðmenn verða að standa að því sameinaðir að reyna að fá fram þessar tollalækkanir. Ef það er nauðsynlegt að láta eitthvað koma á móti þeim, þá verða Norðmenn einnig að taka til athugunar að lækka þá tolla, sem þeir leggja á landbúnaðar- afurðir frá EB og það þrátt fyrir þá samkeppni, sem slíkt myndi valda norskum landbúnaði. Þetta kemur fram í ályktun landssamtaka norska sjávarút- vegsins (Fiskindustriens iands- forening). Þessi samtök leggja nú megináherzlu á það að fá norsk stjórnvöld til þess að ganga til samninga við EB um endurskoðun á reglum þeim frá 1973, sem segja fyrir um útflutn- ing á sjávarafurðum frá Noregi til EB. Meginkrafa EB verður vafalít- ið auknar veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Noregs, eigi tollar á norskum sjávarafurðum að lækka í aðildarlöndum EB. Samtök norska sjávarútvegsins eru hins vegar mjög andvíg þessu. Það sé óhugsandi, að Noregur láti af hendi veiðiheim- ildir til þess að ná fram tolla- lækkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.