Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985
45
Nicklaus
úr leik
ÍRSKI golfleikannn Chrísty
O'Connor, sem lék (rábærlega
vel fyrsta dag opna breska
meistaramótsins, í fyrradag,
er hann setti vallarmet, missti
niður fjogurra högga forskot
sitt annan keppnisdaginn, í
gær.
Eftir fyrstu níu holurnar á
fimmtudag haföi O'Connors
slegiö 64 högg en í gær lék
hann á 76 hðggum. Samanlagt
140. Efstir og jafnir eftir gær-
daginn voru Skotinn Sandy
Lyle og Ástralíumaöurinn David
Graham. Báöir léku þeir á 71
höggi og hafa nú báðir notaö
139 högg. O'Connors er í þriðja
sætinu ásamt Ástraliubúanum
Wayne Riley og Bandaríkja-
manninum D.A. Weibring.
Jack Nicklaus, sá frábæri
kylfingur i gegnum tíöina, lék
illa i gær, eins og fyrsta keppn-
isdaginn. Eftir gærdaginn var
hann með samtals 152 högg,
12 höggum yfir pari, og seint í
gærkvöldi þótti líklegt aö hann
heltist úr lestinni nú þegar mót-
iö er hálfnaö. Eins fór fyrir hon-
um í Opna bandaríska mótinu á
dögunum. i gærkvöldi var ekki
talið líklegt aö þeir sem væru
meö yfir 149 högg kæmust
áfram í tvær síöari umferöirnar.
Sigurvegarinn í opna breska
mótinu í fyrra, Spánverjinn
Seve Ballesteros, hefur heldur
ekki náö sér á strik i mótinu nú.
Hann lék á 74 höggum í gær og
var því meö 149 högg saman-
lagt. Hann ætti því aö „skriöa"
áfram í keppninni. Veður hefur
veriö mjög leiðinlegt á Eng-
landi. Vindur míkill og erfitt aö
leika á St. George-vellinum í
Sandwich.
Hans til Spánar
HANS Guðmundsson, hand-
knattleiksmaður úr FH hefur
gengio frá samningi við
spánska fólagið Marlboro Cant-
eras Club frá Las Palmas á
Grand Kanarí. Hans mun halda
utan fyrstu vikurnar í ágúst og
hefja pá æfingar meö lioinu.
Hann sagði i gær aö hann
hefði náö góöum samningi en
vildi ekkert tjá sig nánar um þaö.
Hann sagöist ekki þekkja mikið
til liösins en Siguröur Gunnars-
son heföi tjáö sér aö liðið væri
skipað ungum leikmönnum. Liðið
kom úr annarri deild nú í vor og
er því nýtt í 1. deildinni.
Félagið hefur veriö á höttunum
eftir leikmönnum í sumar og þaö
veröa Hans og leikmaöur frá
Danmörku, sem skipa sæti út-
• Hans Guðmundsson
iendingana hjá liðinu. en hverju
liöi er heimilt aö hafa tvo erlenda
leikmenn. Þaö sem hefur háö lið-
inu hingaö til er skortur á góöri
skyttu og á Hans aö taka þá
stööu. Fólagiö hefur einnig ný-
veriö keypt markvörð frá Val-
encia og er greinilegt að félagiö
ætlar sér stóra hluti á komandi
keppnistímabili.
Fyrsti leikur liösins i deildinni
veröur 16. september og veröur
þá leikiö í öðru af tveimur glæsi-
legum íþróttahúsum sem félagiö
á. Annað húsiö tekur um 3.000
áhorfendur í sæti en hitt tæplega
2.000 þannig aö öll aöstaöa hjá
liöinu er góö. Liðið leikur í sama
riðli og lið Siguröar Gunnarsson-
ar og Einars Þorvaröarsonar,
Tres de Mayo.
KA vann öru
• Einar sigraði ( London ( gær-
kvöldi.
KA SIGRAÐI KS 2:1 í 2. deildinni í
knattspyrnu á Akureyrarvelli í
gærkvöldi. Leikið var í kalsaveðri,
mikið rigndi fyrri hluta leiksins
og allan tímann blós duglega aö
norðan. Sannkallaö vetrarveöur.
Sigur KA var mjög sanngjarn.
Fyrri hálfleikurinn var þó nokkuö
jafn, Siglfirðingarnir léku þá undan
vindinum. Lítiö var um færi en KA
þó íviö atkvæöameira. Staöan í
leikhléi var 1:0 fyrir KA. Það var
Steingrímur Birgisson sem skoraöi
á 37. mín. Friöfinnur Hermannsson
lék upp vinstri kantinn, plataöi tvo
varnarmenn og gaf fyrír markið,
þar sem Steingrímur kastaöi sér
fram á markteig og skallaði fallega
KA—KS
2:1
i markið. Mjög vel aö markinu
staöiö.
KA yfirspilaöi Siglfirðinga í siðari
hálfleiknum — og átti hann eins og
hann lagði sig. Siglfiröingar áttu
aöeins eitt marktækifæri í hálf-
leiknum og skoruöu úr því.
KA komst í 2:0 á 60. mín.
Steingrímur Bjrgisson og Tryggvi
Gunnarsson leku saman í gegnum
vörn KS — Steingrímur gaf inn
fyrir vörnina á Tryggva sem hamr-
aði knöttinn í netið af 10 m færi.
Mjög gott mark. KA sótti mun
meira en Siglfirðingar náöu þó aö
minnka muninn á 80. mín. Friðfinn-
ur Hauksson, sem nýkominn var
inn á sem varamaöur, skoraöi eftir
aö Hörður Júliusson hafði gefiö
fyrir mark KA. Þorvaldur mark-
vörður haföi öll tök á að grípa
knöttinn en missti hann frá sér og
Friöfinnur fylgdi vel á eftir og átti
auövelt meö aö skora.
Erfitt var aö leika knattspyrnu á
rennblautum vellinum og í roki. En
sigurinn var mjög sanngjarn og
öruggur.                __ Ag
Einars-sigur í London
— kastaði 89,06 metra. Ottley annar meö 88,90
EINAR Vilhjálmsson sigraði I
spjðtkasti é enn einu Grand-
Príx-mðtinu í frjalsum fþrðttum í
gærkvöldi, að þessu sinni í Lond-
on. Þetta er fjórða Grand Prix-
mótið sem Einar vinnur é keppn-
istímabilinu. Sannarlega glassi-
legur árangur. Einar kastaöi
lengst 89,06 metra í gærkvðldi en
Bretinn Dave Ottley varð annar
með 88,90 m. Þriðji varð Fínninn
Raimo Manninen — kastaði 83,86
m.
Sovétmaðurinn Sergei Bubka
náöi ekki aö bæta nýsett eigiö
heimsmet í stangarstökki. Hann
stökk i gærkvöldi 5,80 metra og
reyndi síöan þrívegis viö 6,02
metra (heimsmet hans er 6 metrar)
en felldi í öllum þremur tilraunum.
A mótinu i gærkvöldí náöu
menn annars ekki sérstökum
árangri — aðal „hasarinn" var
utan vallar. Brasilíumaöurinn Jo-
aqium Cruz, Ólympíumeistarinn í
800 metra hlaupi í fyrrasumar,
mætti ekki til keppni en beöiö
haföi veriö eftir einvígi hans og
Bretans Sebastian Coe í 800 metr-
unum meö miklum spenningi.
Brasilíumaöurinn hætti við þátt-
töku á siðustu stundu og urðu
mótshaldararnir æfir af reiöi. Var
ákveöiö í gærkvöldi aö Cruz yröi
bönnuö þátttaka í næstu tveimur
Grand-Prix-mótum, í Edinþorg í
Skotlandi á þriöjudag og Bislet-
leikunum í Osló um næstu helgi.
Og ekki nóg meö þaö heldur verö-
ur öllum öörum Brasilíumönnum
meinuö þátttaka é þessum tveimur
mótum.
Ahorfendur á Crystal Palace-
leikvanginum í London í gærkvöldi
voru 16.500. Uppselt var, en þaö
hefur vakiö mikla athygli aö aöeins
hafa selst rúmir 8.000 miðar fyrir
keppnina í dag, en þá mætast
bandariska stúlkan Mary Decker-
Slaney og Zola Budd, suöur-afr-
íska stúlkan meö breska ríkisborg-
araréttinn, en frægt varö þegar
þær mættust á Ólympíuleikvang-
inum í Los Angeles í fyrra i 3.000
metra hlaupinu. Þar rákust þær
saman meö þeim afleiöingum aö
Decker datt og varö aö hætta
keppni. Beðið er meö mikilli eftir-
væntingu eftir einvígi þeirra í dag á
hlaupabrautinni á Crystal Palace-
leikvanginum.
Sebastian Coe sigraöi í 800 m
hlaupinu í gærkvöldi, hljóp á
1:44,34 mín. Ray Flynn, írlandi,
sigraði í 1500 m hlaupi á 3:37,96.
Ekki gööur tími enda vantaöi flesta
bestu hlaupara heims aö þessu
sinni. Þess má geta að Tamara
Bykova, Sovétríkjunum. sigraöi i
hástökki kvenna. Stökk 1,95.
Thomas Jefferson, Bandarikjun-
um, sigraöi í 200 m hlaupi karla —
hljóp á 20,70 sek. Bandaríkjamaö-
urinn vinsæli Willie Banks sigraöi í
þristökki — stökk 17,05 m. Nánar
verður greint frá mótinu í þriðju-
dagsblaöinu.
• Birgh- Skúlason skoraði
mark Völsungs.
Stig til Húsavíkur
BREIÐABLIK og Völsungur gerðu
lafntefli, 2:2, í 2. deildinni {
knattspyrnu á Kðpavogsvelli í
gærkvöldi og voru það sanngjöm
úrslit.
Vðlsungar fengu óskabyrjun
þegar Birgir Skúlason skoraöi eftir
aöeins tvær mínútur. Hann skallaöi
knöttinn þá í net heimamanna eftir
hornspyrnu Kristjáns Olgeirsson-
ar. Þessari góöu byrjun náöu Völs-
ungar ekki aö fylgja eftir og Blik-
arnir áttu mun meira í fyrri hálf-
leiknum.
A 32. mín. náöu Blikar aö jafna.
Þorsteinn Hilmarsson skoraöi þá
eftir aö hafa fengið stungusend-
ingu inn fyrir vörnina. Staöan var
1:1 íleikhléi.
Breiöablik byrjaöi síöari hálfleik-
inn betur, sótti meira, og Kópa-
vogsbúar léku betur saman úti á
vellinum. En þaö voru Völsungar
sem skoruðu næsta mark. A 62.
mín. var dæmt víti á Breiöablik er
Björn Olgeirsson þrumaöi í hönd
Benedikts Guömundssonar. Jón
Leó Ríkharðsson náði knettínum
og þrumaði honum í markið en áö-
ur haföi Gunnar Jóhannesson
dómari blásið í flautu sinu. Víti
skyldi þaö vera. Jónas Hallgríms-
son skoraöi af öryggi úr vítinu.
Eftir markið jafnaðist leikurinn.
Liöin sóttu á víxl en Blikarnir náöu
svo aö jafna á 72. mín. Eftir
hornspyrnu barst knðtturinn til
Þorsteins Hilmarssonar úti í teig til
hliðar og þrumuskot hans réö
Gunnar Straumland markvöröur
Völsungs ekki viö.
— Örn/SH
r_______
Islandsmotið 1. delld
Kaplakrikavöllur kl. 16.00 í dag.
F.H. — Víöir   mitre
r___
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48