Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 SOS Racisme Giinter Wallraffdulbúinn sem Tyrki við störfí Vestur-Þýskalandi — eftir Helgu Brekkan „Hvítir menn eru jafn ólíkit svörtum mönnum og apar eru ólíkir ostrum.“ Voltaire Með þessum ófleygu orðum Voltaire hef ég þennan greinarstúf þar sem ætlunin er að minnast á antirasisma eða and-kynþátta- hatrið sem vex nú í gömlu Evrópu. Fyrir rúmu ári voru í Frakk- landi stofnuð samtök sem nefnast SOS Racisme. Þetta eru ópólitísk samtök. Markmið þeirra er að berjast gegn vaxandi kynþátta- hatri í Evrópu og víðar. Samtökin byggjast af fjölda nefnda og hópa út um allt Frakkland. Meðlimir sem nú skipta hundruðum þúsunda eru flestir ungir innflytjendur og Frakkar. SOS Racisme hefur breiðst út um Evrópu og nú eru starfandi mörg þúsund hópar ungs fólks í nafni samtakanna. Tákn SOS Racisme er lófi. Á honum stendur: „Touche pas a mon pote“ — snertu ekki vin minn. Á síðast- liðnu sumri voru haldnir tónleikar á Place de la Concorde í París. Þar safnaðist saman hálf milljón manna í nafni SOS Racisme. Á þingi samtakanna sem haldið var í Brussel í september var samein- ast um fimm atriði. Fimm kröfur um almenn mannréttindi. Þessi fimm atriði eru meginmarkmið samtakanna, samtaka orða og ná- ungakærleika: 1. Réttur allra til þess að elska oglifafrjáls. 2. Réttur til þess að ferðast frjáls og fá réttláta meðhöndlun yfir- valda, óháð litarhætti. 3. Réttur til þess að velja sér bú- setu. 4. Réttur til kosninga og tjáning- arfrelsis. 5. Réttur allra til atvinnu án mismununar. Harlme Desir er ungur Parísar- búi og einn af stofnendum samtak- anna. Hann hefur undanfarið ár ferðast mikið um eigið land og Evrópu og talað á fjölda funda. National Front er öflug fasista- „Hinn 16. nóvember afhentu dagbiöðin Poli- tiken (Danmörku) og Dagens Nyheter (Sví- þjóð) samtökunum SOS Racisme friðarverðlaun að upphæð 75.000 skr.“ hreyfing í Frakklandi þar sem kynþáttahatur er langt í frá feimnismál. Undanfarið hefur hróður öfgahægrimanna undir forystu J.M. le Pen aukist í Frakk- landi. Þessir menn vilja „hreint Frakkland" eins og þeir kalla það og vilja kenna innflytjendum um helst öll efnahags- og félagsleg vandamál Frakklands. Hópar inn- an National Front og líkra sam- taka hafa undanfarið ár fengið Harlem Desir og aðra meðlimi samtakanna SOS Racisme í heim- sókn. Desir segir „að mátturinn liggi í orðum, að snúa sér beint að manneskjunum. Að meðvitund hvers manns, múgurinn hafi enga meðvitund. Að bera virðingu fyrir sjálfum sér og um leið öðrum." Hinn 16. nóvember afhentu dagblöðin Politiken (Danmörku) og Dagens Nyheter (Svíþjóð) samtökunum SOS Racisme friðar- verðlaun að upphæð 75.000 skr. Verðlaunin voru afhent í Stokk- hólmi og var 16. nóvember helgað- ur baráttunni gegn kynþáttahatri. t nóvemberkulda á gráu Sergels-torgi var stiginn allra þjóða dans, sungið og spilað. Innan dyra voru sýndar kvikmyndir, leik- ið og lesið. Meðal kvikmynda sem sýndar voru má m.a. nefna Apart- heid eftir J. Arce Scott. Blacks Britanica eftir Colin Prescod og mynd Fassbinders, Óttinn eyðir sálinni. í leikhúsinu Klara teatern var haldin ráðstefna gegn kynþátta- hatri. Yfirskrift hennar var „Rac- ism in Europe roads of resistence". Ræðumenn voru frá flestum Evrópulöndumn auk Suður- Afríku. Fyrstur tók til máls suð- ur-afríski rithöfundurinn Breyten Breytenbach. Breytenbach er eitt stærsta skáld africaan- bókmennta. I byrjun sjöunda ára- tugarins flutti hann til Parísar og giftist víetnamskri konu. Þar með hafði hann, hvítur á hörund, brotið suður-afrísk lög og var honum meinað að snúa aftur til lands síns. Árið 1975 sneri hann þó aftur og tókst að komast inn í landið ólög- lega. Þegar hann hafði komist í samband við hvítu andspyrnuna var hann fljótlega handtekinn og dæmdur í níu ára fangelsi. Eftir sjö og hálft ár var hann loks látinn laus og er nú búsettur í París. Breytenbach talaði um tengsl aðskilnaðarstefnunnar í Suður- Afríku og kynþáttahaturs í Evr- ópu. Hann minntist á tvöfeldni fjölda stjórnvalda sem halda uppi fullum viðskiptum við S-Afríku á meðan þau fordæma aðskilnaðar- stefnuna á alþjóðlegum fundum. í Suður-Afríku eru verkamennirnir sendir heim til sinna landa þegar ekki er lengur þörf fyrir þá. Það sama er að gerast í Evrópu. Fólkið sem eitt sinn var boðið velkomið er nú rekið heim, þótt þeirra heim- ili sé í viðkomandi landi. Þegar t.d. Bretland vantaði vinnukraft voru innflytjendur nefndir „settl- ers“ en nú eru þeir það ekki lengur heldur „immigrants" sem liggur á að losna við. Fólk neitar að horfast í augu við það að þetta fólk er Evrópubúar rétt eins og aðrir. Það hefur sama rétt til þess að lifa eðlilegu lífi þar sem það býr. Bernard Henri-Lévy, franskur heimspekingur og rithöfundur, er einn af stuðningsmönnum samtak- anna SOS Racisme. B. Henri-Lévy var einn ræðumanna. Hann spurði sjálfan sig og áheyrendur hvernig Frakkland byltinganna hefði getað alið af sér martraðir eins og Nat- ional Front og le Pen. „Við vitum ekki enn hvort það verður Frakk- land upplýsingarinnar eða Frakk- land kynþáttahaturs sem mun sigra.“ Henri-Lévy talaði einnig um upphaf kynþáttahaturs, þessa evrópska sjúkdóms. Nýlendu- stefnu og hinn heilaga hvíta lit. hvítt, sem í ákveðnum trúarbrögð- um er tákn hins hreina, eina sanna. Fulltrúi V-Þýskalands á fundin- um var Gunther Wallraff. Wallr- aff er eflaust mörgum kunnur af verkum sínum. Hann hefur oft tekið áhættur á óvenjulegum ferli sínum sem blaðamaður. T.d. þegar hann mótmælti grísku herfor- ingjastjórninni 1974 og var fyrir vikið dæmdur í margra mánaða fangelsi. Hann afhjúpaði áætlanir Spinola fyrrverandi forseta Portú- gals þegar hann hugðist hrifsa til sín völdin á ný með hjálp hersins. Wallraff hrærði rækilega upp í hægri- og hneykslispressu V-Þýskalands fyrir nokkrum árum er hann réð sig sem blaðamann á Bild Zeitung. Nú hefur Gúnter Wallraff gefið út bók sem fjallar um líf hans sem dulbúins Tyrkja í V-Þýskalandi. Fyrir tveimur árum gerðist hann fyrst Ali og hefur með stuttum hléum lifað og starfað sem slíkur. Wallraff kynntist botninum á iðnríkinu. í bók sinni „Ganz unten" — lengst niðri, lýsir hann aðstæð- um sínum og annarra verka- manna, sem oftast eru Tyrkir eða aðrir útlendingar. Wallraff segir m.a. frá því hvernig ólöglegir og aðrir innflytjendur eru notaðir sem tilraunadýr fyrir lyfjaiðnað- inn. Sjálfur tók hann þátt í slíkri tilraun en gafst upp eftir nokkra daga sökum slæmrar heilsu. I bók- inni er einnig sagt frá mönnum Hvað er að? Hvað á að gera? — eftir Guðlaug Ellertsson Hvað er líkt með stjórn efna- hagsmála og íslenzka vegakerfinu? Við þurfum að leita til Afríku til þess að fá samanburð. Ef við lítum yfir stjórn efnahagsmála frá því að ísland varð lýðveldi, þá hefur átt sér stað stórfelldari sóun fjár en orð fá lýst. Efnahagsstjórn á Íslandi undanfarna áratugi hefur verið tóm þvæla og vitleysa, ein samfelld drulluklessa. í stríðslok áttum við um 50 prósent þjóðar- framleiðslu í erlendum gjaldeyri nettó. Nú eru nettóskuldir þjóðar- búsins við útlönd um 60 prósent ,l af þjóðarframleiðslu. Það hefur hver einasta ríkisstjórn staðið fyrir eða látið viðgangast lög- verndaðan þjófnað sitt á hvað á þessum tíma. Þetta hefur átt sér stað með vitlausum skattalögum, rangri stefnu í vaxtamálum, rússnesku vöruskömmtunarkerfi í peningamálum, óeðlilegum af- skiptum ríkisvaldsins af samning- um um kaup og kjör og fjárfesting- arglapræði á mörgum sviðum svo nokkrar skýringar séu nefndar. Við vitum öll hvaða flokkar hafa farið með völd á þessum tíma. Þjóðin er nú að byrja að taka út timburmennina fyrir sóun og skuldafyllerí þessa tímabils og það er byrjað með því að ráðast á kaupmátt launafólks. Það er þess hluta þjóðarinnar sem minnst áhrif hefur haft á framvindu mála. Forsætisráðherra sagði nýlega á spástefnu um framvindu efna- hagsmála á næsta ári, að þjóðin væri komin á yztu nöf í erlendri skuldasöfnun. Ýmsum kann að þykja gagnrýni mín full harkaleg, en ég væri ekki að setja hana fram, ef ég gæti ekki beint á leiðir til úrbóta. Til þess að ná árangri í efna- hagsmálum verða viðfangsefni þjóðfélagsins að vera vel skil- greind á hverjum tíma og sett fram í formi skýrra þjóðfélagsmark- miða sem endurspeglast í aðgerð- um stjórnvalda. Ekki er nóg að hafa háleit markmið, það þarf líka að stilla hagstjórnartækin í samræmi við þau. Þetta tel ég að hafi brugðizt hingað til m.a. vegna lélegs stjórn- kerfis og þröngrar sérhagsmuna- vörzlu. Ég mun nú kynna 5 markmið undir heitinu „Fjármagnsnýting- arstefna" en þau eru: 1. Lækkun erlendra skulda 2. Aukinn kaupmáttur kauptaxta 3. Aukinn innlendursparnaður 4. Betri nýtingfjárfestingar 5. Félagslegt öryggi og réttlæti fyrir alla Nú kann einhver að spyrja hvort öll þessi markmið geti samrýmst. Hvort aukinn kaupmáttur kaup- taxta þýði ekki vaxandi viðskipta- halla og þar með hækkun erlendra skulda. Það hefur okkur yfirleitt verið sagt hingað til. Ég tel hik- laust að öll þessi fimm markmið geti náðst samtímis en til þess þarf almenn löggjöf á öllum svið- um þjóðlífsins að miðast við það, að skynsamlegar ákvarðanir ein- staklinga og fyrirtækja verði jafn- framt þjóðhagslega hagkvæmar. Völd og ábyrgð verða allsstaðar að fara saman. Eg mun nú fjalla um tillögur í efnahagsmálum í 5 liðum en þær eru: 1. Frelsi í inn- og útflutningi þar með talið gjaldeyrisverzlun. 2. Pólitísk úthlutun fjármagns takmarkist við fjárlög ríkisins og fjármál sveitarfélaga. 3. Til þess að á íslandi geti mynd- ast heilbrigður lánamarkaður, þarf að brjóta niður miðstýr- ingu fjármagns. 4. Afnema skal þau ákvæði skatta- laga sem ýta undir ranga fjár- festingu. 5. Sem nauðvörn í kjaramálum skal standa við upprunalegt loforð ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts einstakl- inga um einn milljarð króna á árinu 1986. í fyrsta lið er miðað við ákveðinn aðlögunartíma. Gert er ráð fyrir að uppfylla þurfi fyrirfram ákveð- in skilyrði. þessi skilyrði þurfa að vera glögg og í aðgengilegu formi þannig að ekki verði gerður munur á Jóni og séra Jóni og öll viðskipti gangi greiðlega. Liðir 2 og 3 fjalla um peningamarkaðinn og leiðir til þess að vextir geti ráðist af mark- aðsaðstæðum í framtíðinni. í dag má segja að um 90 prósent af láns- fé lúti pólitískri stýringu með einum eða öðrum hætti. Það er út í hött að tala um, að framboð og eftirspurn eigi að ráða vöxtum við slík skilyrði á sama tíma og bankar eru að reyna að laga neikvæða lausafjárstöðu gagnvart Seðla- banka. Verðbréfamarkaðir (löglegir og ólöglegir) eru eins konar hitamæl- ar á helsjúkt peningakerfi og af- föllin eða ávöxtunarkrafan eru hitastig sjúklingsins hverju sinni. Það er dæmigert fyrir umfjöllun „fjórflokkanna" um efnahagsmál og aðra þætti stjórnmála, að þeir eru yfirleitt að lýsa afleiðingum en ekki orsökum. Síðan ganga flestar tillögur þeirra út á það að ráðast á eða milda þessar afleið- ingar, þannig að sömu eða svipuð vandamál koma upp aftur og aftur, og oft hálfu magnaðri en áður. Við í Bandalagi jafnaðarmanna höfum þá undarlegu sérstöðu að vera að velta því fyrir okkur hvers vegna hlutirnir gerast. Þess vegna þykjum við vart viðræðuhæf. Fjórði liður fjallar um tillögur í skattamálum. Hann tengist lið- um 2 og 3 um peningamál vegna þess að skattalög hafa áhrif á fjár- festingar, sparnað og eftirspurn eftir lánsfé. Stjórnmálamenn líta oft á skattalög sem tæki til tekjuöflunar og kjarajöfnunar. Ég tel skattalög- in vera lang öflugasta hagstjórn- artækið ekki sízt vegna sálrænna áhrifa. Þau hafa ótrúlega mikil áhrif á ákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Það er hrein undantekning ef skattalegt uppgjör í atvinnurekstri sýni raunverulega afkomu þótt allt sé löglega fram talið. íslensk skatta- lög eru það vitlaus. Vegna mis- ræmis í skattalegri meðferð vaxta- tekna og -gjalda hjá einstaklingum annars vegar og fyrirtækja hins- vegar þá geta eigendur fyrirtækja náð út skattfrjálsum tekjum sem eru frádráttarbærar hjá fyrir- tækjum og þar með stýrt skatta- legri afkomu þeirra. Guðlaugur Ellertsson „Þad er dæmigert fyrir umfjöllun „fjórflokk- anna“ um efnahagsmál og aðra þætti stjórn- mála, að þeir eru yfirleitt að lýsa afleiðingum en ekki orsökum. Síðan ganga flestar tillögur þeirra út á það að ráðast á eða milda þessar af- leiðingar, þannig að sömu eða svipuð vanda- mál koma upp aftur og aftur og oft hálfu magn- aðri en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.