Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 5. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
5.tbL?2.árg.
MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sýrlendingar
skjóta á her-
þotur Israela
Beirút/Nes Ziyyona, ísrael, 7, janúar. AP.
SÝRLEN DING AR skutu í morgun tveimur sovéskum S AM-6-loftvarn-
arskeytum á israelskar orrustuþotur í lágflugi yf ir Beka-dal i Líban-
on. Hvorugt skeytanna hæfði skotmark sitt. Israelar neita að árásin
hafi átt sér stað. Miklar deilur hafa staðið um það undanfarið að
Sýrlendingar skuli hafa sett upp eldflaugaskotpalla í Líbanon og
meðfram landamærum Sýrlands.
Hermt hefur verið að ísraelskar
orrustuþotur, sem vörpuðu sprengj-
um á bækistöðvar skæruliða í Líban-
on þrettán sinnum á síðasta ári,
Afganistan:
Uppljóstr-
anir valda
reiði Rússa
Islamabad, 7. janúar. AP.
FIMM hershöfðingjar afganska
hersins voru handteknir nýveríð
fyrír að veita skæruliðaforíngja
upplýsingar um herflutninga
Sovétmanna í Afganistan og
ðnnur leynileg mál, að því er
ónafngreindir heimildarmenn
sögðu f dag.
Einn heimildarmaður sagði að
fjórir herforingjar hefðu verið hand-
teknir í Kabúl 5. desember og annar
sagði að sá fimmti hefði einnig verið
handtekinn þegar afgönsk yfirvöld
létu til skarar skríða gegn uppljóstr-
urum.
Herforingjar þessir voru að sögn
háttsettir í varnarmálaráðuneytinu
áður en þeir voru handteknir og
bendir allt til þess að þeir hafi gefið
skæruliðaforingjanum Ahmadashah
Massoud upplýsingar. Ekkert er
vitað um örlög herforingjanna.
Massoud er einn nafntogaðasti
skæruliði Afgana og stjórnar hann
sveitum skæruliða f Panshjer-dal
norðaustur af Kabúl. Þar hafa farið
fram einhverjir mestu bardagar í
styrjöldinni í Afganistan og hafa
skæruliðar Massouds unnið þar
mikla sigra á herjum Afgana og
Sovétmanna.
Sovétmenn voru æfir yfir upp-
ljóstrunum herforingjanna og er
haft eftir áreiðanlegum heimildum
að framvegis fái yfirmenn stjórnar-
hersins aðeins að vita um liðsflutn-
inga Sovétmanna með fjögurra
klukkustunda fyrirvara.
Fyrstu viku ársins var barist á
götum úti í Kabúl. Stríðandi öfl í
kommúnistaflokknum, sem stendur
að leppstjórn Sovétmanna í Afgan-
istan, börðust með vélbyssum og
handsprengjum í miðbæ höfuðborg-
arinnar.
Kommúnistaflokkurinn í Afgan-
istan skiptist í tvo vængi, Pachram
og Khalq, og árum saman hefur ríkt
ágreiningur milli þeirra um það
hvernig koma skuli á kommúnisma
í Afganistan. Babrak Karmal, leið-
togi afgönsku stjórnarinnar, tilheyrir
Pachram-vængnum og ágerist nú f
Kabúl orðrómur um að andstæðing-
ar hans í Khalq-vængnum séu
ákveðnir í að bola Karmal frá völd-
um.
hafi í dag sett á svið loftárás á
herstöðvar í Beka-dal.
í útvarpsstöð kristinna manna í
Beirút sagði að ísraelsku þoturnar
^hefðu sleppt purpurarauðum belgj-
um, sem skeytin hefðu elt uppi.
Önnur sprengjan sprakk yfir þorpi
kristinna manna í Beka-dal án þess
að valda tjóni. Skeytunum var skotið
á loft í Jdeitat Yabous við sýrlensku
landamærin.
Síðar í dag flugu tvær fsraelskar
orrustuvélar yfir Beirút, Beka-dal
og suðurhluta Lfbanons og heyrðust
miklar drunur, þejrar þær sprengdu
hljóðmúrinn.
ísraelar neita að skotið hafi verið
á ísraelskar orrustuvélar, en viður-
kenna að þotur sínar hafi fiogið
könnunarflug yfir Líbanon.
Sýrlendingar, sem hafa margoft
varað ísraela við að fljúga í lfbanskri
lofthelgi, hafa varist sagna af at-
burðinum í dag.
Al'/Símamynd
Flugræningi leiddur fyrir rétt
Valletta, Möltu, 7.janúar. AP.
LÖGREGLAN á Mðltu bar í dag vitni fyrir rétti
f málinu, sem hðfðað hefur veríð á hendur Omar
Mohammed AIi fyrír að ræna Boeing 737-flugvél
egypska flugfélagsins Egyptair í nóvember. Þrír
flugræningjar rændu vélinni og létust tveir þeirra
þegar stormsveitir Egypta gerðu áhlaup á flugvél-
ina með þeim afleiðingum að 58 manns létu lífið.
Þegar yfirheyrslurnar hófust f gær bannaði Gino
Camilleri, dómari, birtingu sönnunargagna að ósk
verjanda Omars Mohammeds Alis, sem sagði að það
kynni að hafa áhrif úrskurð tilvonandi kviðdómenda.
Réttarhöldin fara fram í virkinu St. Elmos, sem
reist var á sextándu öld. Ali gengur fyrir miðju á
myndinni hér að ofan með járnaðar hendur í skauti
sér.
Reagan bannar öll
viðskipti við Líbýu
Waahington, 7. janúar. AP.
SEINT I kvðld lýsti Ronald Reag-
an, Bandarfkjaforseti, yfir því að
bandarískum borgurum og fyrir-
tækjum yrði skipað að hætta öll-
um viðskiptum við Libýumenn.
Forsetinn sagði að þetta hefði
veríð ákveðið vegna þess að óræk-
ar sannanir lægju fyrir því að
leiðtogi Líbýu, Moammar Kad-
hafy, hefði lagt hryðjuverka-
mönnunum lið í árásunum á flug-
vellina í Róm og Vfn.
Reagan sagði að fyrirtækjum,
sem brytu bannið, yrði refsað harð-
lega. Allir bandarfskir borgarar,
utan blaðamenn, verða að yfirgefa
Líbýu. Hver sá, sem dvelur áfram í
Líbýu og stundar þar viðskipti —
þar með talin kaup á matvöru —
getur átt yfir höfði sér allt að 10
ára fangelsisdóm.
Utanríkisráðherrar ákváðu á ráð-
stefnu samtaka 45 þjóða múham-
eðstrúarmanna að gefa út stuðn-
ingsyfirlýsingu við Líbýumenn, sem
telja landi sínu ógnað af bæði Banda-
ríkjamönnum og ísraelum.
Vestur-Evrópuríki eru treg til að
taka undir efnahagsþvinganir
Bandaríkjamanna gegn Líbýumönn-
um vegna þess að þúsundir Vestur-
Evrópubúa vinna þar og einnig
kaupa Evrópumenn mikla olíu frá
AP/Símamynd
Flugmóðurskipið Coral Sea er nú statt skammt frá Lfbýu ásamt öðrum
bandarískum herskipum.
Líbýu. Það eru helst Bretar, sem
hafa beitt Líbýumenn efnahags-
þvingunum. Bretar bönnuðu vopna-
sölu til Líbýu eftir að lögreglukona
var skotin til bana úr libýska sendi-
ráðinu í London 1984.
Hans-Dietrich Genscher, utanrik-
isráðherra Vestur-Þýskalands, sagði
á blaðamannafundi með Roland
Dumas, utanríkisráðherra Frakk-
lands, að stjórnin í Bonn hefði ávallt
farið gætilega þegar um viðskipta-
bönn væri að ræða. Dumas sagði
að Frakkar vildu fá að vita hvaða
aðgerðir Reagan myndi leggja til
áður en þeir tækju afstöðu til þess
hvort grípa ætti til efnahagsþving-
ana.
ítalar hafa um langt skeið haft
náin samskipti við Líbýumenn og
flytja mikið inn af olíu þaðan. Bett-
ino Craxi, forsætisráðherra ítalíu,
sagði f dag að endurskoða þyrfti
samskipti þjóðanna ef sannaðist að
Líbýumenn legðu hryðjuverkamönn-
um lið.
Leopold Gratz, utanríkisráðherra
Austurríkis, sagði eftir ríkisstjórnar-
fund að stefna Austurríkismanna
gagnvart Líbýu myndi haldast
óbreytt, en það gæti breyst á
skömmum tíma. Bent var á það að
engar sannanir lægju fyrir um aðild
Líbýumanna að árásinni á flugvöll-
inn í Vín og Fred Sinowatz, kansl-
ari, sagði að stefna stjórnarinnar f
Miðausturlöndum réðist ekki af
verkum glæpamanna.
Caspar W. Weinberger, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, varaði á
mánudag við því að nota Bandaríkja-
her til hefndaraðgerða fyrir hryðju-
verk.
Afstaða bandarískra yfirvalda til
þess hvort gripið verði til hernaðar-
legra hefhdaraðgerða gagnvart
Líbýumönnum er mjög óljós. Larry
Speakes, talsmaður Bandaríkja-
stjórnar, segir hyggilegast að halda
Líbýumönnum milli vonar og ótta
um það til hvaða hernaðaraðgerða
verði gripið - og hvort til slíks komi.
Khadafy, leiðtogi Líbýu, hélt því
fram í dag að ísraelskar herþotur
væru um borð í bandaríska flug-
móðurskipinu Coral Sea, sem nú er
með öðrum bandarískum herskipum
við heræfingar skammt undan
Líbýu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48