Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 SIÐUR OG LESBOK
tvgunliffiMfr
STOFNAÐ 1913
8.tbl.72.árg.
LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hryðjuverkamennirnir sem frömdu ódæðin í Vínarborg:
Vegabréf fengin hjá
yfirvöldum í Líbýu
Iþróttaiðkun kvenna:
Minni líkur á
krabbameini
Boston, 10. janúar. AP.
KONUR sem hefja íþróttaiðkun
á unglingsaldrí venja sig á líferni
sem stórlega minnkar hættuna á
þvi að þær fái krabbamein í
brjóst eða leg síðar á ævinni, að
því er fram kemur í rannsókn
sem gerð var við Harvard-
háskólann.
Rannsóknin náði til 5.398
kvenna, sem útskrifast höfðu frá
10 skólum í Bandaríkjunum á árun-
um 1925 til 1981. Teija þeir sem
að rannsókninni stóðu að hún sé
sú fyrsta, þar sem athuguð eru
tengslin milli íþróttaiðkunar og lík-
indanna á því að konur fái krabba-
mein. Samkvæmt niðurstöðum
rannsóknarinnar er tvisvar sinnum
algengara að konur sem lltt stunda
íþróttir fái krabbamein í brjóst og
2 V2 sinnum algengara að þær fái
krabbamein í æxlunarfæri. Til þess-
ara líffæra má rekja 40% krabba-
meins hjá konum.
Suður-Kórea:
7þingmenn
handteknir
Seoul, 10. janúar. AP.
Saksóknaraembættið i Suður-
Kóreu aflaði sér í dag dóms-
heimildar til þess að geta haldið
sjö þingmönnum stjómarand-
stöðunnar í sólarhrings varð-
haldi, en þeir haf a veríð ákærðir
um ofbeldisverk á þjóðþinginu.
Eiga ákærurnar rót sína að rekja
til átaka, sem urðu 2. desember
sl. á þingi, en þá kom það í ljós,
að stjómarflokkurinn hafði með
leynd samþykkt frumvörp um
ríkisútgjöld, án þess að stjórnar-
andstaðan kæmi þar nærri.
Þetta vildu stjórnarandstæðingar
á þingi ekki sætta sig við og kom
þá til handalögmála þar. Ákæra var
síðan gefin út á hendur 17 þing-
mönnum stjórnarandstöðunnar og
11 aðstoðarmönnum þeirra fyrir
ofbeldisverk og truflun á starfsemi
opinberra embættismanna. Hinir
ákærðu virtu allir kvaðningar lög-
reglunnar að vettugi og þá var
málið sent saksóknaraembættinu til
meðferðar.
Fulltrúar flokkanna beggja
reyndu þá að finna póhtíska lausn
á málinu, en þá tók saksóknaraemb-
ættið þá ákvörðun upp á eigin spýt-
ur að færa þingmennina með valdi
til yfirheyrslu með því að fá sólar-
hrings varðhaldsúrskurð yfir þeim
snemma í morgun.
Vfnarborg, 10. januar. AP.
TVÖ   vegabréfa   arabísku
myrtu saklausa flugfarþega á
flugveuinum í Vínarborg,
voru tekin af verkamönnum
frá Túnis, sem reknír voru í
fyrrái frá Líbýu, að sögn Karls
Blecha, innanrikisráðherra
Austurríkis. Blecha sagði líb-
ýsk yfirvöld hafa tekið vega-
bréf in af verkamönnunum, en
hann kvaðst þó ekki hafa
beinar sannanir fyrir þvi að
Líbýumenn hefðu átt aðild að
ódæðinu, eins og Bandaríkja-
menn saka þá um.
Blecha sagði yfirvöld í Túnis
hafa aðstoðað við rannsókn ódæðis-
ins í Vínarborg og komið hefði í
ljós að „alnafna" ódæðismannanna
væri að finna þar í landi. Voru þeir
í hópi verkamanna, sem vísað var
frá Túnis í fyrrasumar. Yfirvöld í
Líbýu gerðu vegabréf fleiri þúsund
Túnisbúa upptæk er þeim var vísað
úr landi vegna versnandi sambúðar
ríkjanna tveggja.
Ódæðismennirnir sýndu alltaf
sömu vegabréf meðan þeir dvöldust
í Vínarborg, en þann tíma bjuggu
þeir á sex mismunandi hótelum í
borginni. Hins vegar sýndu þeir
vegabréf frá Marokkó við komuna
til Austurríkis. Þeir eyðilögðu vega-
bréfin rétt áður en látið var til
skarar skríða. Blecha sagði einn
ódæðismannanna hafa verið búsett-
ann í Líbýu en farið úr landi á síð-
asta áratug.
Blecha sagði að tekizt hefði að
sannreyna að hryðjuverkamennirn-
ir, sem náðust, hafi alltaf logið til
um nafn og þjóðerni. Annar kveðst
frá Kuwait en hinn frá Líbanon.
Hins vegar sé ljóst að þeir hafi'
hlotið þjálfun í búðum í Bekadalnum
í Líbanon.
Líbýumenn unnu pólitískan sigur
öðru sinni á nokkrum dögum er
fundur ríkja Múhameðstrúarmanna
samþykkti ályktun þar sem refsiað-
gerðir Bandaríkjamanna voru for-
dæmdar og hvatt til gagnaðgerða
gegn Bandaríkjunum. Hermt er að
Bandaríkjastjórn hafi fryst eigur
líbýskra aðila í bandarískum bönk-
um þar sem borið hefði á tilraunum
til að fiytja þær úr landi.
*i í
Meðhjarta heitsveinsins
AP/Símamynd
Donna Ashlock, 14 ára Kaliforníustúlka, faðmar brúðuna sína, aðeins fjórum dögum eftir aðgerð
þar sem hjarta unnusta hennar var grætt í hana. Unnustinn sá dauða sinn f yrir og ánaf naði Donnu
hjarta sitt en nýlega kom í ljós að ofvöxtur værí í hennar cigin hjarta ög að hún yrði að gangast
undir hjartaigræðslu. Með Donnu á myndinni eru amma hennar, foreldrar, bróðir og bezta vinkona.
Meirihluti Breta styð-
ur afstöðu Heseltines
London, 10. janúar. AP.
ÍHALDSFLOKKURINN brezki
skiptist i tvennt í afstöðunni til
afsagnar Michaels Heseltine
varaarmálaráðherra og sölu
Westland-þyrlufyrírtækisins og
blaðið The Times segir að með
afsögn Heseltine sé flokkurínn
nú „klof inn i herðar niður".
Samkvæmt skoðanakönnun
brezka sjónvarpsihs (BBC) telja
tveir þriðju Breta að Heseltine hafi
gjört rétt með því að segja af sér
og 62% aðspurðra kváðust þeirrar
skoðunar að selja bæri Westland
samsteypu brezkra og evrópskra
fyrirtækja.
----------         .....—*w~
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra, sagðist í kvöld ekki ætla að
þræta við Heseltine í fjölmiðlum.
Hún kvaðst sjá eftir Heseltine en
afsögnin yrði ekki tekin aftur. Hún
lét líta út fyrir að brotthlaup Hes-
eltines hefði ekki mikla þýðingu.
Fréttaskýrendum ber saman um að
því sé öðru vísi farið, og að málið
í heild sé ínikill álitshnekkir fyrir
Thatcher.
Einn þingmaður íhaldsflokksins,
Martin Stevens, lézt í dag og verður
flokkurinn því að fara út í harða
kosningábaráttu í Fulham-kjör-
dæminu á næstunni. Koma kosn-
ingarnar  á  slæmum  tíma  fyrir
stjórnina, þar sem fylgi hennar
hefur dvínað upp á sfðkastið og
afsögn Heseltines mun sízt auka
orðstír hennar.
Nánustu samverkamenn Thatc-
hers komu foringja sínum til aðstoð-
ar í dag og reyndu að gera afsögn
Heseltines vafasama. Sir Geoffrey
Howe, utanríkisráðherra, sagði
Hesejtine hafa gefið ýkta og skakka
mynd af meðferð stjórnarinnar á
Westland-málinu. Norman Tebbit,
formaður íhaldsflokksins, sagði
hann mikinn tilfinningamann og
þverkálf, sem ekki hefði látið undan
síga þótt hann hafi róið einn gegn
öllum samráðherrum sínum í mál-
Stór hluthafi í Westland, Alan
Bristow, hefur keypt hlutabréf fyrir
4,8 milljónir sterlingspunda síðustu
daga og kveðst nú ráða yfir nógu
mörgum hlutum til.að knýja fram
frestun á hluthafafundi nk. þriðju-
dag. A fundinum eiga hluthafar að
taka afstöðu til kauptilboða, sem
kennd eru við bandaríska þyrlufyr-
irtækið Sikorsky annars vegar og
evrópskrar fyrirtækjasamsteypu
hins vegar. Stjórn fyrirtækisins vill
taka boði Sikorskys, en stuðnings-
mönnum evrópsku samsteypunnar
vex nú fiskur um hrygg með hverj-
um degi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40