Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 10. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR
tramiftbiMfe
STOFNAÐ 1913
10.tbl.72.árg.
ÞRIÐJUDAGUR14. JANUAR 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Viðvörun frá dönskum lögregluyfirvðld til íslands:
Menn Abus Nidal
á Norðurlöndum?
Sænsk og ítölsk stjórnvöld vara við yfirvofandi
árás hryðjuverkamanna á Norðurlöndunum
Öryggis-
varsla
Lögregluvörður við bæna-
hús gyðinga í Stokkhólmi.
Reist hafa verið grindverk
um allt torgið fyrir framan
bænahúsið og lögreglu-
menn með alvæpni eru allt
í kringum það.
AP/Sfnamynd
STERKUR grunur leikur á að palestínskir skæruliðar úr liði
hryðjuverkamannsins Abus Nidal hafi komist inn á norræna
vegabréfasvæðið á síðustu dögum, skv. upplýsingum, sem Morgun-
blaðið aflaði sér f gærkvöld. íslensk yfirvöld fengu upplýsingar
um þetta frá lögregluyfirvöldum í Danmðrku síðdegis f gær.
Eins og kunnugt er eru Norðurlöndin fimm eitt vegabréfasvæði
og þurfa íbuar þeirra ekki að sýna vegabréf þegar þeir fara á
milli landanna.
íranir
írétti?
Washington, Manama, 13. janúar. AP.
Bandaríkjasljórn telur að
íranir kunni að hafa verið í
einh verjuin réttí er þeir stöðv-
uðu bandariskt kaupskip í
mynni Persaflóa undir þvi
yfirskyni að þeir væru að
athuga hvort um borð væru
vopn, sem flytja ætti til fjand-
manna sinna í írak. Hins
vegar hefur stjórnin alvarleg-
ar áhyggjur vegna þessa at-
burðar og íhugar hvernig
brugðizt  skuli  við.
íranir hótuðu að sökkva
kaupskipinu, Taylor forseta,
sem er 39.000 smálestir, ef það
næmi ekki staðar. Fóru herménn
um borð og skoðuðu farm skips-
ins, en fóru síðan frá borði.
Vegna þessa fylgdu skip úr
bandariska flotanum kaupskip-
um inn á Persaflóann í dag.
Talsmaður bandariska utan-
ríkisráðuneytisins segir ákyæði
reglna um sjóhernað veita Írön-
um „viss réttindi" til að ganga
úr skugga um hvort skip óháðra
ríkja séu notuð til að færa óvin-
inum vopn.
Þá bárust hérlendum yfirvöldum
um það upplýsingar frá alþjóðalög-
reglunni Interpol á ítalíu í gær, að
búast mætti við aðgerðum hryðju-
verkamanna í Vestur-Evrópu á
næstu 24 tímum - sá tími er liðinn
síðdegis í dag. í skeyti Interpol segir
að sérstaklega sé ástæða til að
auka varúðarráðstafanir á Norður-
löndum, I Hollandi, Spáni og ítalíu
auk NATO-stöðva í þessum löndum,
skv. upplýsingum Morgunblaðsins.
Lögregla á Norðurlöndum og víð-
ar f V-Evrópu hefur haft uppi sér-
stakan viðbúnað gegn hugsanlegum
árásum hryðjuverkamanna Abus
Nidal eftir að sænska leyniþjónust-
an hafði af því njósn, að menn
undir hans verkstjórn beindu aug-
um sinum sérstaklega að nokkrum
löndum í þessum heimshluta. Abu
Nidal hefúr lýst ábyrgð á hendur
sér fyrir morðárasirnar á flugvöH-
unum í Róm og Vínarborg um jólin,
auk fleiri árása á undanförnum
vikum og mánuðum.
Að skipan utanríkisráðuneytisins
hafa sérþjálfaðir lögreglumenn með
hríðskotabyssur staðið vakt í flug-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli sfðan
á sunnudag. Þegar fyrrgreindar
upplýsingar bárust hingað til lands
í gær var hert á þessari öryggis-
gæslu. í samtali við Morgunblaðið
sagði Geir Hallgrímsson utanríkis-
ráðherra það nauðsynlegt fyrir ís-
lendinga að gera sér grein fyrir að
hættan á hryðjuverkum væri fyrir
hendi hér á landi ekki síður en
annars staðar.
Sjá ennfremur: „Sænska
leyniþjónustan hafði njósii af
hugsanlegum aðgerðum Abu
Nidals" á bls. 4, „Segja
ómögulegt að gæta hugsan-
legra fórnarlamba" á bls. 20
og forystugrein í miðopnu.
Deilt á Thatcher í
Neðri málstofunni
Dregur Sikorsky tilboð sitt í Westland til baka?
London, 13. janúar. AP.
LEIÐTOGAR   og   þingmenn
brezku    stjóriiarandstöðuiiuar
gerðu harða hríð að Margaret
Thatcher, forsætisráðherra, í
Neðri málstof unni í dag. Thatch-
er var kraf in skýringa á af sögn
Þriðju flugvallar-
árásinni afstyrt
Rómaboiv, 13. janúar. AP.                                                         V/
Rómaborg, 13. janúar.
ÍTALSKAR orrustuþotur stugguðu við tveimur sovézkum Ilyushin-
38-fIugvélum, sem stefndu tii SikUeyjar, og sneru þeim tíl Líbýu,
en þaðan komu þær. Flugvélarnar voru með sovézkum einkennis-
merlgum en hafa bækistððvar í Líbýu, að sögn ftalskra heimUda.
ítölsku þoturnar voru sendar til
móts við sovézku flugvélarnar er
þeirra varð vart í ratsjám. Spenna
ríkir á Miðjarðarhafi f kjölfar
hryðjuverka á flugvöllunum í Vín
og Róm 27. desember sl. vegna
gruns um að Líbýumenn háfi stutt
ódæðismennina. Fjöldi ítalskra her-
stöðva og herstöðva NATO-ríkja er
á Sikiley og suðurhluta ítalíu.
Að sögn Oscars Scalfaro, innan-
ríkisráðherra ítalíu, kom í ljós við
rannsókn ódæðisins á flugvellinum
í Róm að sjálfsmorðssveit var í
þann veginn að láta til skarar skríða
á  þriðja  flugvellinum  í  Evrópu.
Tekizt hefði að vara þarlend yfir-
völd við í tæka tíð og afstýra hryðju-
verki. Ráðherrann sagði ódæðis-
mennina, sem að verki voru í Róm
og Vín, og þriðju sveitina, alla til-
heyra sömu „stóru samtökunum".
Öryggisvarzla og viðbúnaður
hefur verið aukinn víða af ótta við
hryðjuverk. í dag vöruðu t.d. starfs-
menn bandaríska sendiráðsins í
Hollandi um 10.000 Bandaríkja-
menn þar í landi við hugsanlegum
hryðjuverkum.
Michaels Heseltine, varnarmála-
ráðherra, sem sagði af sér ráð-
herrastarfi vegna ágreinings í
stjórninni um sölu brezka þyrlu-
fyrirtækisins Westland. Að sögn
Financial Times kann svo að fara
að kauptílboð í Westland, sem
Heseltine viU að ekki verði tekið,
verði afturkaUað.
Neil Kinnock, formaður Verka-
mannaflokksins, sagði Thatcher
hafa synjað beiðni sinni um að hún
svaraði ásökunum, sem Heseltine
hafði uppi eftir afsögn sína. „Hér
fer heigull undan í flæmingi og
bregst skyldum sfnum við þessa
samkundu," sagði Kinnock. Thatc-
her tók ekki til máls f þinginu í
dag, en Kinnock hótaði að knýja
hana til svars á miðvikudag, en þá
gefst þingmönnum Verkamanna-
flokksins tækifæri til að spyrja
forsætisráðherrann f þaula.
Thatcher var sökuð um að ganga
gegn þjóðarhag í Westland-málinu.
Hún var krafin skýringa á stefnu
stjórnarinnar í málinu. Leon Britt-
an, viðskiptaráðherra, varði stjórn-
ina og sagði aldrei hafa komið til
þess að hún tæki afstöðu til kauptil-
boða í þyrlufyrirtækið. Aðeins hefði
verið ákveðið að ráðherrar skyldu
ekki draga taum tilbjóðenda og að
þeirri ákvörðun tekinni hefði
Heseltine sagt af sér.
Að afsögn lokinni lýsti Heseltine
stuðningi við málstað brezk-
evrópskrar samsteypu, sem gerir
tilboð f þyrlufyrirtækið, en stjórn
Westland vill taka tilboði Sikorsky-
fyrirtækisins bandarfska og ítalska
fyrirtækisins FIAT. Stjórnin hefur
hvatt hluthafa í Westland til að
taka þvf tilboði, en hluthafafundur
er boðaður á morgun, þriðjudag.
Blaðið Financial Times skýrði frá
því í dag að Sikorsky íhugaði að
draga tilboð sitt til baka hljóti það
ekki tilskyldan stuðning hluthaf-
anna. Telur blaðið ólíklegt að tilboð
Sikorsky hljóti stuðning eigenda
75% hlutabréfa i Westland og að
svo kunni að fara að það verði
afturkallað.
Brezkir stjórnmálaskýrendur eru
sammála um að málið hafi dregið
úr trausti almennings á yfirvöidum
og rýrt álit á Thatcher. Vangaveltur
eru jafhvel á kreiki um að málið
kunni að leiða til þess að Thatcher
dragi sig í hlé og hverfi úr ráð-
herrastóli á árinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48