Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 13. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64SÍÐUR B
*fgmil»IfiMfe
STOFNAÐ1913
13. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Líbanon:
Lið Gemayels
hratt sókninni
Ilcin'it, 16. janúar. AP.
HEKMENN hollir Amin Gcmay el, Líbanonsforseta, hafa hrundið sókn
múhameðstrúarmanna inn á svæði, sem eingöngu eru byggð kristnum
mönnum. í gær báru þeir sigur af trubræðrum sinum, sem hlynntir
eru Sýrlendingum, og féllu um 300 manns I þeún átökum.
AP/Sfmamynd
Kristnir hermenn ur flokki Gemayels, forseta Líbanons, flytja skotfæri inn í stððvar Elie Hobeika en
þær féllu þeim i hendur í gær eftir blóðug átök. Féllu í þeun 300 manns og rúmlega 600 særðust.
Liðsmenn     Falangistaflokks
Gemayels og sérsveitir krístinna
manna hrundu í nótt tangarsókn
múhameðstrúarmanna í miðhálend-
inu og í Batroun-héraði en þegar
dagaði urðu stöðvar kristinna
manna fyrir miklum stórskotaliðs-
árásum. Útvarpsstöðvar múham-
eðstrúarmanna sögðu í dag, að
drúsar, shítar og flokkar á bandi
Sýrlendinga væru nú að kveðja til
alla vopnfæra menn og óttast
margir, að borgarastyrjöldin kunni
að breytast í allsherjarstríð.
Um 300 manns féllu í gær þegar
hermenn trúir Gemayel réðust á
stöðvar Elie Hobeika, fyrrum yfir-
manns sérsveita kristinna manna.
Hobeika undirritaði samninginn,
sem gerður var að undirlagi Sýr-
lendinga, en á hann hefur Gemayel
ekki viljað fallast enn. Hobeika
hefur nú verið fluttur til Kýpur og
er búist við, að hann fari til Parísar.
Bretland:
Fór Brittan með
rangt mál á þingi?
London, 16. janúar. AP.
FRAMKVÆMÐASTJÓRI breska
fyrirtækísins British Aerospace
lýsti þvi yfir i dag, að Leon Britt-
an, innanríkisráðherra, væri
ósannindamaður og hafa þau
ummæli hans aukið enn á deil-
urnar um sölu Westland-þyrlu-
fyrirtækisins og á stjórnarkrepp-
una, sem málið hefur valdið.
Sir Raymond Lygo, fram-
kvæmdastjóri British Aerospace,
fyrirtækisins,  sem  vildi  kaupa
Afvopnunarmál:
Tillögum Sovét-
manria vel tekið
Washington, Genf, 16. januar. AP.
RONALD Reagan, Bandarikjaforseti, fagnaði í dag nýjum afvopnun-
artillögum Sovétmanna og sagði, að þær væru „ólíkar fyrri tillögum"
þeirra. Enn sem fyrr setja Sovétmenn það skilyrði, að Bandaríkja-
menn hætti rannsóknum sinum á geimvörnum. Afvopnunarviðræð-
urnar í Genf hófust aftur í dag með því, að Sovétmenn lögðu tillög-
urnar formlega fram.
Reagan,     Bandaríkjaforseti,
kvaðst í dag fagna tillögum Sovét-
manna og væri það sérstakt fagnað-
arefni, að með þeim væri gert ráð
fyrir álgerri útrýmingu kjarnorku-
vopna. „Tillögurnar eru ólíkar fyrri
tillögum sovéskra ráðamanna og
þær verða athugaðar mjög vel,"
sagði Reagan.
I tillögunum er lagt til, að hvort
stórveldanna fækki um helming
þeim kjarnorkuvopnum, sem unnt
er að skjóta á hitt, og að eytt verði
öllum meðaldrægum eldflaugum í
Evrópu á átta árum. Því á síðan
að fylgja bann um allan heim við
smíði nýrra vopna og loks alger
uppræting þeirra. Sovétmenn krefj-
ast þess hins vegar enn sem fyrr,
að Bandaríkjamenn hætti ölluin
rannsóknum á geimvörnum. Á því
hefur Bandaríkjastjórn ekki viljað
ljá máls.
Bretar og Vestur-Þjóðverjar
kváðust í dag mundu kynna sér
tillögur Sovétmanna og kom það
fram hjá talsmönnum ríkisstjórn-
anna, að þeim litist vel á þær um
margt. Ýmsir hafa þó látið þá
skoðun í ljós, að tillögur Sovét-
manna séu í raun alls ekki tillögur,
heldur óútfærðar hugmyndir.
Westland-þyrlufyrirtækið ásamt
evrópskum fyrirtækjum, lýsti því
yfir í dag, að Leon Brittan, innan-
ríkisráðherra, hefði faríð með rangt
mál á þingi þegar hann sagði, að
ekki hefði verið lagt að British
Aerospace að falla frá kauptilboði.
Væri þessu þveröfugt farið. Brittan
hefði á fundi með Lygo 8. janúar
sl. sagt, að vegna „þjóðarhags-
muna" væri betra, að British Aero-
space hætti við. Brittan neitar
þessum fullyrðingum Lygos og
heldur þvf fram, að hann hafi sagt,
að þjóðarhagsmunir krefðust þess,
að óvissunni um Westland-fyrirtæk-
ið lyki sem fyrst.
Yfirlýsingar Sir Raymond Lygos
hafa enn aukið á deilurnar um
LeonBrittan
Westland-fyrirtækið og er stjórnin
augljóslega ekki búin að bíta úr
nálinni með það mál. Evrópuþingið
samþykkti í dag með 180 atkvæðum
gegn 21 að skora á hluthafa i
Westland-fyrirtækinu að taka boði
evrópskra fyrirtækja en hluthafa-
fundurinn verður á morgun, föstu-
dag. Gallup-könnun, sem birt var í
Bretlandi f dag, sýnir, að íhalds-
flokkurinn hefur nú minna fylgi en
hinir flokkarnir tveir. Er kosninga-
bandalagið með 3556, Verkamanna-
flokkurinn með 3496 og íhaldsflokk-
urinn 29,5%.
Búlgaría:
Poppmúsík
bönnuð á
diskótekum
Belgrað, Júgóslaviu, 16. janúar. AP.
YFffiVÖLD i Búlgaríu hafa
tilkynnt, að bannað sé að
flytja „poppmúsik og aðra
urkynjaða tónlist" f diskótek-
um f landinu en þau eru 450
talsins. Júgóslavneska frétta-
stofan Tanjug fluttí i dag
þessar f rétt ir frá Sofiu.
Búlgarskir embættismenn
segja, að þessi ákvörðun hafi
verið tekin til að leggja áherslu
á, að diskótek i Búlgaríu hafi
samfélagslegu hlutverki að
gegna, þau eigi að „iniðla upp-
lýsingum um stjómmál, félags-
mál og menningarmál". Hér
eftir verður litið á vestur-
evrópska, bandaríska, júgóslav-
neska og gríska tónlist og
sfgaunamúsik sem „úrkynjaöa
og óholla búlgörskum æskulýð"
og hafa forstöðumenn diskótek-
anna veríð varaðir við að láta
plötur með slíkri tónlist sjást á
stöðunum.
í haust var hafin herferð fyrir
auknum aga meðal ungs fólks
í Búlgaríu. Hefur það verið
varað við að eiga kynmök nema
hjónaband sé á næsta leiti, við
þvf að fara of seint f háttinn,
við leti og skólaskrópi og við
því að klæðast lufsulegum fatn-
aði.
Reynt að koma á vopna-
hléi og sátt í S-Jemen
Manama, Bahrain, 16. janúar. AP.
HARDIR bardagar geisuðu enn í dag milli andstæðra fylkinga
hersins i Suður-Jemen en fréttír eru um, að fulltrúar fylkinganna
hafi f dag setið sáttafund i sovéska sendiráðinu f Aden.
Fréttastofan í Kuwait sagði í
dag, að fulltrúi forsetans, Ali Nass-
er Mohammeds, og andstæðinga
hans hafi f morgun hist á fundi f
sovéska sendiráðinu í Aden og hafi
þar verið rætt um sættir og vopna-
hlé. Ekkert var sagt um árangur
þeirra viðræðna.
Ákafir bardagar standa enn f
landinu en flestar fréttir benda til,
að herflokkar hollir forsetanum
hafi náð yfirhöndinni þegar f gær.
Talið er, að uppreisnarmenn séu
andvígir þeirri stefnu forsetans að
lina tök ríkisins á efnahagslffinu
og koma á vinsamlegum samskipt-
um við nágrannarikin, sem eru
vinsamleg Bandaríkjamönnum.
Stjórnin í Suður-Jemen hefur hallað
sér að Sovétmönnum allt frá því
landið losnaði undan Bretum áríð
1967.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48