Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 14. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48SIÐUROGLESBÓK
t*ttmiliI*Mfe
14.tbl.72.árg.
STOFNAÐ1913
LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986
Prentemiðja Morgunblaðsing
Skoðanakönnun í Danmörku:
Fleiri voru með
EB-tillögunum
enámótiþeim
Kaupnuuinahöfn, 17. janúar. AP.
EF til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur í Danmörku um fyrirhugaðar
umbætur á Evrópubandalaginu (EB), þá eru þeir Danir fleiri, sem
styðja þær en hinir, sem eru þeim andvígir. Kom þetta fram i niður-
stöðum skoðanakönnunar um málið, sem birtar voru i dag. Poul
Schlilter forsætisráðherra hefur lagt til, að slík þjóðaratkvæða-
greiðsla fari fram.
Niðurstöður könnunarinnar voru
birtar í fjármálablaðinu Börsen. Þar
kom fram, að 40% af þeim 608
manns, sem spurðir voru, myndu
greiða atkvæði með EB-tillögum
stjórnarinnar, yrði kosið um þær
nú. 35% aðspurðra sögðust aftur á
móti vera tillögunum andvígir, en
24% voru óákveðnir og 1% sagðist
ekki ætla að taka þátt f atkvæða-
greiðslunni.
Málið allt setur nú æ meiri svip
á dönsk stjórnmál. Minnihlutastjórn
Schluters styður breytingarnar, en
allar líkur virðast þó á því, að þær
verði felldar á Þjóðþinginu í at-
kvæðagreiðslu næsta þriðjudag.
Schluter hefur varað Dani við
því, að fallist þeir ekki eins og aðrar
aðildarþjóðir EB á fyrirhugaðar
umbætur, þá muni þeir einangrast
innan bandalagsins. Jafnframt yrði
það til stórskaða fyrir efhahag þjóð-
arinnar og yrði túlkað á þá leið,
að Danmörk væri á leið út úr Evr-
ópubandalaginu.
Umbótatillögurnar gera ráð fyrir
ýmsum mikilvægum breytingum á
EB, þar á meðal auknum völdum
Evrópuþingsins og að bundinn verði
endi á neitunarvald einstakra aðild-
arríkja bandalagsins í sumum mál-
um.
liluthafafundurinn i Westland fór fram í Albert Hall i London i gær. Myndin sýnir Sir John Cuckney,
stjórnarformann fyrirtækisins i ræðustól við setningu fundarins.
Hluthafafundurinn í Westland:
Nigeria:
Shagari
verði
látinn
laus
FJÖLSKIPAÐUR dómstóU i
Nigeriu mælti með því i dag,
að Shehu Shagari, fyrrum
forseti landsins, yrði látinn
laus þegar í stað og án
nokkurra skilyrða. Honum
hefur verið haldið í stofu-
fangelsi, siðan honum var
steypt af stóli í byltíngu
hersins fyrir tveimur árum.
Dómurinn var skipaður fjór-
um óbreyttum borgurum og
tveimur mönnum úr hernum
og síðan var embættisdómari
formaður dómsins. í forsend-
um dómsins sagði m.a. að
engar sannanir hefðu komið
fram við rannsókn málsins,
sem réttlætt gætu, að Shagari
yrði haldið lengur í stofufang-
elsi.
Shagarí, sem er 59 ára að
aldri, var kjörinn forseti Níger-
íu árið 1979 eftir 13 ára stjórn
hersins þar í landi og síðan
endurkjörinn í kosningunum
1983. Herinn steypti svo stjórn
hans með valdaráni fyrir
tveimur árum.
Tilboð Sikorsky fékk
ekki nægan meirihluta
Úrslitin tulkuð sem signr fyrir Heseltine en ósigur fyrir Thatcher
London, 17. janúar. AP.
HLUTHAFAFUNDUR f brezku þyrlu verksmiðjun ni Westland hafnaði
i dag tilboði bandaríska fyrirtækisins Sikorsky og itölsku Fiat-
verksmiðjanna um aðstoð. Tilboðið hlaut samþykki 65,2% hluthafa,
en þurfti 75% til að hægt væri að ganga að þvf. Allt er þvi á reiki
um framtíð Westland nú.
Brezka sjónvarpið hafði beina
útsendingu frá fundinum hjá West-
land, sem sýndi glöggt, hve þýðing-
armikið málið er orðið f brezkum
stjórnmálum. Sir John Cuckney,
stjórnarformaður f Westland, skýrði
frá úrslitunum f fundarlok, en þá
hafði fundurinn staðið yfir f 6 V*
klukkustund. Sagði hann, að fyrir-
tækið væri nú komið í þrástöðu og
allt í óvissu um framtíð þess.
Sir John Cuckney skoraði á
samsteypu vestur-evrópskra fyrir-
tækja, sem einnig hefa sýnt West-
Iand mikinn áhuga, að hætta öllum
tilraunum til þess að eignast hlut f
fyrirtækinu. Þetta tilboð var hins
vegar ekki á dagskrá fundarins og
var þvf engin afstaða tekin til þess
þar.
Um 500 hluthafar mættu á fund-
inum og var það miklu færra en
búizt hafði verið við. Eftirvæntingin
fyrir fundinn var gífurleg og var
gert ráð fyrir, að þúsundir hluthafa
kæmuáfundinn.
Suður-Jemen:
Brottflutningur út-
lendinganna hafinn
Manama, Bahrain, 17. januar. AP.
BARDAGAR brutust út í dag milli skriðdrekasveita hinna striðandi
afla í Suður-Jemen, sem verið hefur einangrað frá umheiminum í
fimm daga vegna borgarastyrjaldarinnar í landinu. Landið er enn
nær sambandslaust við umheiminn, landamærin eru lokuð og flug-
vellir landsins lokaðir fyrir umferð.
Erlend sendiráð í Suður-Jemen
undirbjuggu í dag sameiginlegar
aðgerðir til þess að koma þegnum
landa sinna burt úr landinu sem
fyrst. Þessi lönd voru Sovétríkin,
Bretland, Frakkland og Vestur-
Þýzkaland. Þrjú brezk skip sigldu
í dag í þessu skyni inn í höfnina í
Aden, höfuðborg landsins. Þeirra á
meðal var Brittannia, snekkja Bret-
landsdrottningar.
Seint í kvöld skýrði brezka utan-
ríkisráðuneytið frá því að byrjað
væri að flytja þetta fólk um borð í
skipin. Sovézkt skip var þá einnig
komið á vettvang til þess að aðstoða
við brottflutning fólksins.
Um 130 Frakkar eru búsettir í
Suður-Jemen, en þar eru ennfremur
80—90 Bretar,   16 Þjóðverjar og
einnig nokkrir ítalir. Sovétmenn eru
þó lang fjölmennastir allra útlend-
inga í landinu, en ekki er vitað um,
hve margir þeir eru.
Talið er, að Sovétmenn geri nú
allt til þess að koma á vopnahléi
milli hinna strfðandi marxistafylk-
inga f Suður-Jemen. Þess sáust þó
engin merki f dag, að bardögum
væri að linna. Þannig geysaði síð-
degis f dag mikil skriðdrekaorrusta
nærri flugvellinum í Aden og virtust
báðir aðilar leggja ofurkapp á að
hafa flugvöllinn á valdi sínu.
Bill Paul, varaformaður stjórnar
Sikorsky-verksmiðjanna, sagði eftir
fundinn f dag, að fyrirtæki hans
myndi ekki hætta tilraunum sfnum
til að „bjarga" Westland, þrátt fyrir
að ekki hefði náðst nauðsynlegur
stuðningur á fundinum.
Úrslit fundarins eru talin mikill
sigur fyrir Michael Heseltine, frá-
farandi varnarmálaráðherra Bret-
lands, sem sagði af sér embætti 10.
janúar sl. Sakaði hann Margaret
Thatcher forsætisráðherra um að
reyna að koma í veg fyrir tilraunir
sínar til þess að koma í veg fyrir,
að Sikorsky-fyrirtækið næði tang-
arhaldi á Westland.
Niðurstöður skoðanakönnunar,
sem birtar voru í dag, bentu greini-
lega til þess, að deilan um Westland
og afsögn Heseltines hefði dregið
mjög úr vinsældum Thatcher og
einnig úr fylgi íhaldsflokksins.
Ákvörðun um
göng undir
Ermarsund
Parfe, 17. janúar. AP.
Samgöngumálaráðherrar
Bretlands og Frakklands sam-
þykktu í morgun áætlun um
byggingu ganga undir Ermar-
sund. Þar með rætíst 180 ára
gamall draumur Frakka og
Breta um bættar samgöngur
milli landanna með þessum hætti.
Ekkert verður látið uppi fyrr en
á mánudag um nánara fyrirkomu-
lagágöngunum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48