Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 23. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						-
48 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
23.tbl.72.árg.
MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1986
, Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ummæli Reagans um áhöf n Challenger eftir slysið:
Hetjur sem þjóðin
mun aldrei erleyma
Kanavcralhöfða, 28. ianúar. AP.                                                                                     ^^*"^^                    ^f
8.janúar.
„ÞETTA er dagur sorgar og saknaðar. Þetta er mesta áfall í sðgu
geimferðaáætlunarinnar. En við megum ekki láta bugast við mótlæt-
ið. Framtiðin tilheyrir ekki hinum kjarklausu heldur þeim hug-
rökku." Þannig komst Reagan, forseti, að orði í ávarpi til bandarísku
þjóðarinnar vegna hins hörmulega atburðar, er geimferjan Chall-
enger fórst skömmu eftir að henni var skotið á loft. Lýsti hann
geimförunum sem „hetjum, sem aldrei munu gleymast".
Geimferjan Challenger splundr-
aðist í geysilegri sprengingu, sem
varð í eldsneytisflaugunum einni
mínútu og 15 sekúndum eftir að
henni var skotið á loft. Augljóst var
talið, að allir þeir, sem voru með
geimferjunni, hefðu farizt. Á meðal
þeirra var 37 ára gamall kennari,
Christa McAuliffe, sem var fyrsti
óbreytti farþeginn I geimferð.
Brot úr geimferjunni, sem kostað
hafði 1200 millj. dollara að smíða,
féllu í Atlanthshafið um 30 km frá
skotpalli Kennedy-geimvísinda-
stöðvarinnar. Engin opinber til-
kynning var gefin út um, hvað orðið
hefði um geimfarana, en almennt
var talið útilokað, að nokkur þeirra
hefði getað lifað sprenginguna af.
Með geimferjunni voru 7 manns.
Þeir voru Francis R. Scobee, 46 ára,
sem var leiðangursstjórinn. Hinir
voru flugmaðurinn Michael J.
Smith, 40 ára, Judith Resnik, 36
ára, Ronald E. McNair, 35 ára,
Ellison S. Onizuka, 39 ára og Greg-
ory B. Jarvis, 41 árs auk Christu
McAuliffe, sem áður var getið.
Á meðal þeirra, sem fylgdust
með, er geimferjunni var skotið
upp, voru foreldrar Christu, Steve,
eiginmaður hennar, og börn þeirra,
Scott, 9 ára, og Caroline, 6 ára.
Með þeim voru einnig mörg skóla-
systkini. Þau fylgdust með þrumu
lostin, er geimferjan splundraðist
og brustu síðan í grát.
Jesse Moore, yfirmaður banda-
rísku geimferðastofnunarinnar
NASA, sagði í kvöld, að ekkert
væri unnt að segja að svo stöddu
um orsakir sprengíngarinnar og
vfsaði á bug öllum fram komnum
getgátum um bilanir í geimferjunni,
að hún hefði flogið of lágt eftir
flugtak, að hávaði hefði verið meiri
en eðlilegt var og að ísing sl. nótt
kynni að hafa valdið skemmdum á
eldsneytisflaugum geimferjunnar.
Viðbrögð um heim allan vegna
harmleiksins á Kanaveralhöfða
hafa verið á einn veg. Þjóðarleið-
togar jafnt sem almenningur hafa
lýst yfir hryggð og samúð sinni. í
Sovétríkjunum horfðu milljónir
manna á atburðinn, aðeins nokkrum
klukkust undum eftir að hann gerð-
ist. í Bretlandi liðu ekki nema
nokkrar mínútur frá slysinu, þar til
ein helzta sjónvarpsstöðin byrjaði
að sýna frá því.
Sjá nánar f réttir og myndir
ábls.20,21og28.
AP/Stmamynd
Gffurleg eldkula myndaðist, er geimferjan Challenger splundraðist skömmu eftir að henni var skotið
á loft frá KanaveralhSfða i gær. Fyrst varð minni sprenging í hliðarflaug en síðan feiknarleg spreng-
ing í aðaleldf laug geimferjunnar.
„Skelfinff greip um
sig er ferjan sprakk"
Þrír íslenskir sjónarvottar segja frá sprengingunni í Challenger
„RISASTÓR reykbólstrí myndaðist og þá var þegar augljóst að
enginn hefði lifað sprenginguna af. Maður bjóst við að sjá geim-
ferjuna halda áfram eftir að eldsneytisflaugarnar féllu af, en i
stað þess sáust aðeins örlitlir bitar úr flauginni falla niður."
Betsy Corrigan (fyrir miðju),
systir Christu McAuliffe, sést hér
skelfingu lostín, eftír að hafa
horft á geimferjuna splundrast.
Bak við Betsy standa foreldrar
þeirra systra, sem ekki virðast
enn hafa gert sér grein fyrir
þvi,  sem  gerst hafði.
Gerður Ríkarðsdóttir leggur
stund á markaðsfræði í Melbourne
í Flórida, sem er um 30 km. frá
skotstað á Kanaveral-höfða.
Hún var í kennslustund þegar
ferjunni var skotið á loft: „Kenn-
arinn fór með bekknum út til að
fylgjast með geimskotinu.
Það var gott veður og dúna-
logn. í fyrstu virtist allt vera með
felldu, en rétt eftir að geimferj-
unni var skotið á loft varð kröftug
sprenging og risastór reykbólstri
myndaðist. Það var augljóst þegar
í upphafi að allir hefðu farist,
því að ég rétt greindi ofurlitlar
agnir úr geimferjunni falla niður.
„Veðrið var svo stillt að reyk-
bólstrinn hékk f loftinu lengi eftir
sprenginguna.
Skelfing greip um sig meðal
. okkar,  sem  horfðum  á,  þegar
geimferjan sprakk og atburðurinn
hefur verið stanslaust í fréttum í
allan dag."
„Þetta er hræðilegur atburður.
Ég sat ásamt unnustu minni Höllu
Bryndísi og við horfðum á geim-
skotið í sjónvarpi. Þegar geim-
ferjan hófst á loft hljóp ég út til
að fylgjast með henni fljúga frá
jörðu," sagði Ólafur Höskuldsson,
flugstjórnarnemi í Melbourne í
Flórida, sem var sjónarvottur að
hinu hörmulega slysi.
„Við sáum sprenginguna og
bjuggumst alltaf við að sjá skuti-
una birtast upp úr reykbólstran-
um, sem myndaðist. Eldsneytis-
flaugarnar héldu báðar stjórn-
laust áfram, en það var ekki fyrr
en ég fór inn aftur að ég sá í sjón-
varpinu hvað hafði gerst: Geim-
ferjan hafði sprungið í loft upp
og öll áhöfnin farist með henni,"
sagði Ólafur í samtali við Morgun-
blaðið.
„Ég fylgdist með flugtakinu í
sjónvarpi og fór síðan út til að
sjá áframhaldið. Ég hef séð nokk-
ur geimskot og þegar sprengingin
varð sá ég að eitthvað óvenjulegt
var á seyði," sagði Gyða Jóns-
dóttir, sem einnig býr 1 Melbourne.
„Það kom fyrst fram f fréttum
hvað gerðist mínútu eftir spreng-
inguna. Fólk hér er alveg niður-
brotið vegna þessa harmleikjar
og í fréttum var sprengingunni
líkt við litla atómsprengingu,"
sagði Gyða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48