Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 24. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64SIÐUR    B
tvgmiWafrife
STOFNAÐ 1913
24.tbl.72.árg.
FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Orsakir Challenger-slyssins:
Getgátur um bilun
í eldsneytisgeymi
Kanavcralhöfda, 29. janúar. AP.
FORSVARSMENN geimferju-
áætlunar Bandaríkjanna hafa
ekkert vujað láta hafa eftir sér
um orsakir þess að geimferjan
Challenger fórst með sjö manns
innanborð skðmmu eftir að
henni var skotið á loft frá
Kanaveralhðfða í gær. Að þvf
er hins vegar leitt getum að
orsakir slyssins megi rekja til
bilunar í aðaleldsneytisgeymi
ferjunUar og það rökstutt með
lilvísun til þess að á sjónvarps-
myndum f rá því skömmu fyrir
sprenginguna megi greina
bjartan glampa og síðan eld-
tungur í kringum geyminn. Sjð
daga þjóðarsorg hefur verið
lýst yfir { Bandarikjunum
vegna slyssins og forseti
Bandaríkjanna hefur haft sam-
band við fjölskyldur geimfar-
anna og tjáð þeim samúð sína.
Leit að braki úr ferjunni er haldið
áfram og hafa þegar fundist nokkur
brot, en ólíklegt er talið að líkams-
leifar geimfaranna sjö finnist. Leit-
arsvæðið er nokkúð stórt eða um
14.300 ferkílómetrar og dýpið á
hafsvæðinu er á bilinu 20-60 metr-
ar. Minningarathöfn um þá er fyrir-
huguð á föstudag á vegum Geim-
ferðastofnunarinnar og munu for-
setahjónin, Ronald og Nancy Reag-
an verða viðstödd hana. Þá. eru
einnig uppi ráðagerðir um það á
Kanaveralhöfða að nefna skóla eftir
Christu McAuliffe, kennara, sem
átti að yerða fyrstur almennra
borgara til þess að fara út í geiminn.
Rannsóknarnefnd hefur verið
sett á stofn vegna slyssins og hélt
hún sinn fyrsta fund í dag. Hún
hefur lagt hald á 5Ú gögn sem
snerta geimskot ferjunnar og skor-
að hefur verið á fólk að skila inn
öllu því sem það kann að finna á
strönd Flóridaskagans og getur
varpað ljósi á það sem gerðist.
„Við þurfum allt vegna þess að við
vitum ekki hvar visbendinganna er
frekast að leita," sagði Richard
Smith, yfirmaður Kennedy geim-
rannsóknastöðvarinnar.
Stærsti hluturinn sem fundist
hefur er málmbútur, 4x1,2 metrar
að stærð. Átta skip og níu flugvélar
taka þátt í leitinni og eru flestir
hlutirnir sem fundist hafa mjög
smáir. Engrar niðurstöðu um orsak-
ir slyssins er að vænta á næstunni,
en mannaðar geimferðir Bandaríkj-
anna hafa verið stöðvaðar, þar til
Lögreglumenn leita braks úr geimferjunni á strönd Flórídaskagans í dag.
AP/Símamynd
AP/SImamynd
Ronald Reagan flytur sjón-
varpsávarp sitt til bandarísku
þjóðarinnar eftir slysíð.
eitthvað liggur fyrir um tildrög
slyssins. Það hefur hins vegar verið
tekið skýrt fram að Bandaríkja-
menn munu ekki hætta mönnuðum
geimferðum, þó þær hafi nú verið
stöðvaðar í bili og yfirmenn geim-
ferjuáætlunarinnar segja að engin
breyting verði á því að geimferjur
eins og sú sem fórst, verði notaðar
til að flytja geimfara út f geiminn
næstu áratugina.
Það er talið ljóst að áhöfn geim-
ferjunnar hafi ekki fengið neina
aðvörun um það sem gerast myndi.
Geimferjan var á tvöföldum hljóð-
hraða í rúmlega 14 kílómetra hæð
er hún sprakk. Hjálpareldflaugar
ferjunnar sem sáust skjótast í sitt
hvora áttina frá ferjunni um það
bil sem sprengingin varð, þannig
að Y-laga reykský myndaðist, voru
sprengdar í loft upp af stjórnanda
á jörðu niðri, þar eð talin var hætta
á að þær myndu lenda í þéttbýli.
Ef þær hefðu náðst óskemmdar ,
hefðu þær ef til vill geta varpað
ljósi á orsakir slyssins.
Sjá ennfremur leiðara blaðsins
á bls. 26 og fréttir og myndir
ábls. 10,22 og 23.
Þjóðvarðliðar umkringja
Gullna musterið í Punjab
Amritsar, Indlandi, 29. janúar. AP.
ÞÚSUNDIR   þjóðvarðliða   hafa
komið sér f yrir í kringum Gullna
Útlit fyrir lélegar þorskveiðar við Lóf óten:
Selurinn sækir á
Osló, 29. janúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
af fisk, hann eyðileggur einnig net
LÍKUR eru á að fiskveiðar við
Lófóten verði með minnsta móti
í ár, því samhliða þvi að þprskur-
inn er byrjaður að ganga á miðin,
er þar mikið um Grænlandssel.
Hafa bátar við tilraunaveiðar
fengið mikið af sel í netin. Kemur
þetta í kjölfar þess að fiskifræð-
ingar hafa spáð fyrir um eitt
lélegasta þorskveiðiár við Lófót-
en frá upphafi.
Selurinn étur ekki bara óhemju
sjómanna. Selurinn hefur ekki sýnt
sig svo sunnarlega áður og túlka
menn það þannig að hann sé í
örvæntingarfullri matarleit. Stofn
selsins við Grænland hefur vaxið
mjög eftir að grænfriðungum tókst
að stöðva selveiðamar þar. Telja
menn að vegna stækkunar stofnsins
hafi hann orðið að fara annað í
matarleit.
musterið, helgasta stað sikha-
trúflokksins og unnu við það i
dag að koma sér upp sandpoka-
virkjum, eins og gert væri ráð
fyrir löngu umsatri. Auk þess eru
þjóðvarðliðar á verði á húsþök-
um í kringum musterið. Herskáir
sikhar tóku musterið á sunnu-
daginn var og er þetta í fyrsta
skipti frá því indverskar her-
sveitir gerðu áras á musterið árið
1984, að þeir hafa þar yfirráð.
Þeir hafa fordæmt nærveru
þjóðvarðliðanna og sagt hana
þrýstiaðgerð sem minni á árásina
1984.
„Við leggjum til að þið kallið
þjóðvarðliða ykkar til baka, vegna
þess að upprifjun minninga um Blá-
stjörnu-árásina kemur ekki til með
að hjálpa ykkur," sagði Mokham
Singh, talsmaður sikhanna f must-
erinu. Blástjarna er dulnefni fyrir
árás hersins á musterið 1984. Hann
sagði ennfremur að ríkisstjórn hóg-
værra sikha í Punjab hefði mistekist
að uppfylla þau loforð sem hún
hefði gefið og hún væri einungis
verkfæri í hendi indversku ríkis-
stjómarinnar.
1.200 manns, flestir sikhar, lét-
ust í árás indverska hersins árið
1984. Ríkisstjórn Indlands, sem þá
var undir forsæti Indiru Gandhi,
taldi árásina nauðsynlega á þeirri
forsendu að herskáir sikhar notuðu
musterið sem miðstöð fyrir hryðju-
verk, en þeir_krefjast algjörs sjálf-
stæðis ríkisins Punjab frá Indlandi.
Sikhar á Indlandi eru 13 milljónir
talsins og eru litlu fleiri en hindúar
í Punjab.
Flestir sikhar líta svo á að með
árásinni hafi musterið verið van-
helgað og telja að það þurfi að rífa
krýningarherbergi æðstu presta
sikha, sem er helgasti hluti muster-
isins, og reisa það aftur fra grunni,
til þess að það haldi fyrri helgi
sinni. Sikharnir, sem tóku musterið
á sunnudag, hafa þegar hafist.
handa um þetta verk, en fyrsta
verk þeirra eftir töku musterisins
var að gera klerka hliðholla ríkis-
stjórninni brottræka og kalla á sína
eigin í þeirra stað.
Hógværir sikhar unnu sigur í
kosningum í september á síðasta
ári og hefur ríkisstjórn þeirra setið
þar að völdum síðan. Hún er nú
talin völt í sessi vegna töku muster-
isins og jafnframt eru blikur á lofti
hvað varðar friðarsamning þann,
sem þeir gerðu við indversku ríkis-
stjórnina í júlí i fyrra, en herskáir
sikhar telja hann svik við málstað
sinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52