Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 26. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
48SÍÐUROGLESBÓK
STOFNAÐ 1913
26.tbl.72.árg.
LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Challenger-slysið;
Er áhafnarklefinn
heill á hafsbotni?
Kanaveralhofða, 81. janúar. AF.
LITLUM kafbáti var f dag hleypt af stokkunum til að rannsaka stór-
an málmhlut, sem fannst á hafsbotní undan Kanaveralhöfða með
hjálp hljóðbylgjutækis. Verið getur að málmhluturinn sé sá hluti
geimferjunnar Challengers, sem stjórnklefi og vinnusvæði áhafnar-
innar voru í. Hafi þessi hluti komist óskaddaður frá sprengingunni
er jarðneskar leifar áhafnarinnar þar að f iiuia.
I dag var haldin minningarathöfn
um geimfarana sjö, sem fórust
þegar geimferjan Challenger
sprakk á þriðjudag. Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseti, og kona hans,
Nancy, voru viðstödd athöfnina og
flutti Reagan ávarp. 10 þúsund
manns sóttu minningarathöfnina,
þar á meðal ættingjar og vinir hinna
látnu.
Bandaríska geimvísindastofnun-
in NASA gaf út yfirlýsingu í dag
þess efnis að ekkert yrði látið uppi
um það hvort fundist hefðu per-
sónulegir munir eða lík geimfar-
anna af tillitssemi við fjölskyldur
þeirra.
Sterkir hafstraumar komu í veg
fyrir að kafarar gætu farið til að
skoða málmhlutinn, sem fannst á
botni Atlantshafsins, að sögn Char-
les Redmonds, talsmanns NASA.
Aftur á móti væri lítill ómannaður
kafbátur að störfum neðansjávar
og annar stærri á leiðinni.
Þótt áður umgetinn hluti ferjunn-
ar sé sá rammgerasti að allri bygg-
ingu töldu verkfræðingar að hann
gæti hafa sprungið og lík geim-
faranna myndu aldrei f innast.
Talsmaður bandarísku strand-
gæslunnar, James Simpson, varar
þó við of mikilli bjartsýni og ekki
þurfi að vera um áhafnarklefann
að ræða: „Þetta gæti verið rækju-
bátur, sem sökk fyrir tuttugu árum
eða þrjúhundruð ára gömul spænsk
galeiða."
Um þrjú þúsund kg úr flaki ferj-
unnar hefur nú verið skipað á land
í höfhinni á Kanaveralhöfða. Þar á
meðal er framendi ferjunnar, dyr
farmrýmisins og hlutar úr stéli og
vængjum Challengers.
Sérfræðingar rannsökuðu í dag
fimm stærstu brotin úr skrokki
geimferjunnar og veltu fyrir sér
hvort mögulegt væri að eldblossi
frá annarri hjálparflauginni hefði
hleypt af stað sprengingunni, sem
grandaði geimferjunni og áhöfn
hennar.      Sjá nánar á bls. 20.
Rcagan, Bandaríkjaforseti,
segir nokkur huggunarorð við
Alison Smith, dóttur flug-
manns gcimfcrjunnar Chall-
engers, Michaels Smith.
Myndin var tekin í Houston í
Texas við minningarathöfn
um geimfarana sjö, sem fór-
ust þegar Challenger sprakk
skðmmu eftir flugtak á
þriðjudag. T.h. á myndinni er
systír Alison, Erin.
AP/Slmamynd
Brak úr geimferjunni, sem áhöfn
skips bandarísku strandgæslunn-
ar veiddi úr hafi á fimmtudag.
AP/Símamynd
Amin á leið
til Uganda
Manaimi, fiahrain, 31. januar. AP.
IDI AMIN, fyrrum forseti
Uganda, hringdí i dag i frétta-
stofu AP í Bahrain og til-
kynnti að hann værí í þann
veginn að fara yfir landamæri
Súdan til Uganda.
Amin kvaðst hafa heitið nýju
stjórninni í Kampala fullum
stuðningi.
„Ég býst við að koma til
Kampala á laugardagskvöld,"
sagði Amin.
Neyðarástandi hefur
verið lýst yfir á Haiti
PortauPrince, Haití, 31.januar.AP.             ^M   _________________^^                                       _   ,         .
FREGNIR um það hver færi með
völdin á Haiti voru uijög á reiki
í dag. Um miðjan dag barst til-
kynning f rá Larry Speakes, tals-
manni Bandarikjaforseta, þess
efnis að Jean-Claude Duvalier,
forseti Haiti, hefði flúið land og
stjórnin væri fallin, en þessar
fregnir voru síðar dregnar til
baka.
í Miami á Flórídaskaga þustu
flóttamenn frá Haiti út á götur til
að fagna því að Duvalier hefði verið
steypt af stóli, en fagnaðarlætin
umbreyttust í blóðugar óeirðir
þegar maður nokkur ók bifreið á
fullri ferð inn í mannfjöldann. Ein
kona og lögreglumaður biðu bana
og tugur manna særðist.
Sjónarvottar í Port au Prince,
höfuðborg Haiti, greindu frá því að
Til átaka kom i Miami á Flóridaskaga þegar fagnandi mannfjöldi
tók skyndilega hamskiptum. Kviknaði i bíluin og einn lögreglumaður
var skotinn til bana. Ein kona lét lífið og tugur manna særðist.
Duvalier forseti hefði ekið um götur
borgarinnar í herfylgd.
Duvalier sagði í útvarpsútsend-
ingu í dag að hann hefði neyðst til
að sýna sig opinberlega til að stað-
festa að hann væri enn við völd.
Ekki hefur fengist staðfest hvort
hér var um beina útsendingu eða
upptöku að ræða.
Mótmælendur létu ófriðlega á
götum Port au Prince í dag og
reistu götuvígi. Lögreglan skaut á
mannfjöldann og yfir hann. Engar
fregnir hafa borist um manntjón.
Duvalier lýsti í dag yfir neyðar-
ástandi í landinu og stendur það í
þrjátfu daga. Yfirlýsingin var lesin
f sjónvarpi og útvarpi á hádegi og
siglir hún í kjölfar mestu óeirða
gegn stjórninni á Haiti frá því að
Francois Duvalier, faðir Jeans-
Claudes, komsttil valda 1957.
Sex manns hafa beðið bana og
a.m.k. 30 særst síðan óeirðirnar
hófust sl. sunnudag í Cap Haitien,
Sjá náuar á bls. 21.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48