Morgunblaðið - 02.04.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.04.1986, Blaðsíða 43
, „MOftfiUNBIjAftip, MH?V«jJDAGIjR2;AmÍL1986 i43 Jón Sigmjóns- son - Minning Fæddur 14. október 1909 Dáinn 22. mars 1986 Hinn 14. október 1909 eignuðust hjónin í Litlu-Brekku á Höfðaströnd þau Helga Jónsdóttir og Siguijón Jónsson son. Drengurinn, sem skírður var Jón Gunnlaugur, var þriðja barn þeirra, en fyrir áttu þau tvær dætur, Guðrúnu og Kristínu. Á nútímamælikvarða hefði fjöl- skyldan í Litlu-Brekku ugglaust verið talin fátæk og kjör barnanna í uppvextinum kröpp. En í þeim mun ríkara mæli hlutu þau það sem alsnægtakynslóð okkar tíma skort- ir: Sterk fjölskyldubönd og náin tengsl við móður náttúru. Hið nána samneyti við ástríka foreldra, menn og málleysingja mótaði mjög lífsviðhorf Jóns á uppvaxtarárum hans. Þegar Jón var 7 ára fluttu for- eldrar hans að Móafelli í Fljótum og voru þar um fjögurra ára skeið og síðar á öðrum bæjum þar í sveit,_ en árið 1926 fluttu þau að Ytri-Á í Ólafsfirði til Guðrúnar dótt- ur sinnar, er þar bjó. Jón var þá enn í foreldrahúsum ásamt yngri bróður sínum, Jóhanni. Er Jón óx úr grasi kom í ljós að hann var mikill hagleikspiltur og hafði mikinn áhuga á handmennt- um, einkum þó smíðum. Því varð það úr árið 1931 að hann réðst í trésmíðanám hjá Eggert Guð- mundssyni er lengi rak verkstæði á Glerárgötu 3b á Akureyri. Síðar gerðist Jón meðeigandi í verkstæðinu og að lokum eignaðist hann það einn og rak það allt til síns hinsta dags, en hann lést á FSA 22. mars sl. eftir þriggja mán- aða legu þar. Jón var mikill gæfumaður á lífs- leiðinni. Hann var vel af Guði gerð- ur og dáður af þeim er til hans þekktu. í foreldrahúsum bjó hann við gott atlæti. Starf hans var honum hugleikið. Síðast en ekki síst eignaðist hann góða konu og fjöl- skyldu sem var honum mjög kær. 21. nóvember 1936 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Birnu Finns- dóttur frá Ytri-Á í Ólafsfirði. Þau bjuggu alla tíð á Akureyri og lengst af eða frá 14. maí 1938 í Holtagötu 2. Jón og Bima eignuðust 3 böm: Helgu sém gift er Grétari Ólafssyni, Kristínu sem er gift Rafni Sveins- syni og Sigurjón, en hans kona er Þóra Hjaltadóttir. Eina dóttur, Hlíf, eignaðist Jón áður en hann kvænt- ist. Heimili þeirra Jóns og Birnu var alla tíð rómað fyrir gestrisni. Þang- að sóttu ættingjar og vinir til að njóta góðgerða og hressandi sam- ræðna við húsráðendur. En á heim- ilið komu líka margir sem þau hjón- in vom beðin að hýsa og veita beina um lengri eða skemmri tíma. Öllum var jafn vel tekið. Allir fundu að þeir voru velkomnir. En hvernig stóð á öllum þessum gestagangi meira og minna ókunn- ugs fólks? Hér var oftast á ferð fólk frá tveimur byggðarlögum, sem bjó við erfiðar og ótryggar samgöngur, Ólafsfirðingar og Grímseyingar. Þetta fólk átti ýmis erindi til Akureyrar. Ungt fólk á leið í eða úr skóla. Sjúklingar er biðu eftir sjúkrahússplássi eða fari heim að lokinni sjúkrahússlegu. Sumir vom í viðskiptaerindum, aðrir höfðu þar viðdvöl á lengri leið. Það var dýrt að búa á gistihúsi og stundum var þar ekkert pláss að fá. Þá var leitað til þeirra sem höfðu húsrými og þó frekar hjarta- rými til að greiða götu þeirra sem í vandræðum vom. Holtagata 2 varð þá gjarnan fyrir valinu. Sjálfur varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að vera heilan vetur í fóstri hjá þeim Jóni og Birnu er ég var en á barnsaldri. Ég minnist þess frá þeim dögum og oft seinna er ég dvaldi í Holta- götunni að oft var þröngt, því einn kom þá annar fór. Húsakynnin vom ekki stór en öllum var komið fyrir. Umgangur var að sjálfsögðu mikill og nánast á öllum tímum sólarhringsins. Helsta farartækið við útbyggðir Eyjaíjarðar var þá Drangur og ferðir hans vom mjög háðar veðri og vindum einkum yfir veturinn. Öllum var veittur beini áður en ferð var hafin eldsnemma að morgni og einnig er komið var, jafnvel á miðri nóttu. Þau hjónin vom einkar samhent í þessu sem öðm. Alla tíð vom þau veitendur, sem af mikilli ástúð og ósérplægni greiddu götu hvers manns er á dyr þeirra knúði. Jón var mikill náttúmunnandi. Einkum hafði hann dálæti á fuglum. Hann safnaði að sér hvers kyns fróðleik um þá og margar stundir var hann við athuganir á lifnaðar- háttum þeirra. Þá átti hann nokkurt safn eggja og uppstoppaðra fugla. Jón var reyndar safnari að eðlis- fari og á síðari ámm þegar frístund- imar urðu fleiri, fór æ meiri tími í söfnun og grúsk af ýmsu tagi. Hann átti t.d. margt merkilegra steina. Fyrir nokkmm ámm hóf Jón söfnun tímarits- og blaðagreina um einstakar fugla- og dýrategundir. Af mikilli kostgæfni kembdi hann þá staði þar sem eitthvað hafði verið skrifað um þessar tegundir. Síðan klippti hann efnið saman og gerði úr bækur sem hann batt sjálf- ur. Ég veit að af þessu hafði hann ómælda ánægju. Já, Jóni Sigurjónssyni var margt vel gefið. Eitt skal að lokum nefnt. Það var einstaklega létt lund og dagfarsprýði. Hann var glaðvær og gamansamur, fljótur að sjá spaugi- legu hliðarnar á hlutunum. Ég tel að návist hans hafi verið mannbætandi og hveijum manni kær. Því éignaðist hann stóran vinahóp. Þessi vinahópur eygir nú tómleika er Jón er horfinn yfir móðuna miklu. Mér er orða vant er ég kveð frænda minn kæran er hann leggur upp í hinstu förina. En þakkir fylgja honum frá litlum dreng er hann fóstraði einn betur fyrir margt löngu og gerði síðan margan greiða í gegnum áranna rás. Guð launi Jóni öll hans góðu verk og blessi honum þessa för. Hreinn Bernharðsson V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! s fltoigMtilfrlteftifo NiJK-ÐSS’fOHSMj Ouncc to rtpo**** ffljfflBS&k,. NowuUO""44 .N0N-DRH>C0KrMT ADHESIVE Chance to reposition. l Nowasteormess. m, Easytousfc Chancetorepo*^ k Nowaju°rmT JHIXOð ILiwn-dm’KSk DUNLOP THIXOFIX; brúnleitt hlaup sem ekki drýpur og límir næstum allt Thixofix var fyrst og fremst lagað til þess að líma harðplast, en er auk þess alhliða griplím sem límir flest annað en einangrunarplast. Hinir sérstöku eiginleikar límsins gera það miklu þægilegra í notkun en flest önnur griplím. Þetta lím er mjög sterkt og eru höfuðkostir þess: • Það er hlaup- kennt og drýpur ekki, er þar af leiðandi þrifalegra og miklu fljótlegra í notkun. • Hefur langan „opnunartíma", eða allt að 25 mínútur. Líming getur því farið fram frá 7-25 mínútum frá því límið er borið á. • Hægt er að stilla nákvæmlega af hina límdu fleti eftir.að þeir hafa verið settir saman. ÚTSÖLUSTAÐIR • BYKO: HAFNARFIRÐI • BYKO: KÓPAVOGI • BYGGINGAMARKAÐURINN: MÝRARGÖTU REYKJAVlK • SAMBANDtÐ BYGGINGAVÖRUR: SUÐURLANDSBRAUT • NYBORG: SKÚTUVOGI4 REYKJAVlK • MALNINGAV. P. HJALTESTED: REYKJAVfK • HUSASMIÐJAN: REYKJAVlK • LITAVER: REYKJAVÍK • MÁLARINN: REYKJAVlK • OFNASMIÐJAN: REYKJAVlK • BB BYGGINGAVÖRUR: SUÐURLANDSBRAUT REYKJAVlK • BB BYGGINGAVÖR- UR: NETHYL 2 REYKJAVlK • BYGGINGAVÖRUDEILD KEA: AKUREYRI • FRIÐRIK BERTELSEN: REYKJAVlK • JON FR. EINARSSON: BOLUNGARVlK • SG-BUÐIN: SELFOSSI • JARN OG SKIP: KEFLAVlK • KAUPFÉLAG RANG- Æ|NGA: HVOLSVELLI • KF. AUSTUR SKAFTFELLINGA: HÖFN HORNAFIRÐI • TRÉSMIÐJA FLJÓTSDALS- BJARNI DAGUR/SfA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.