Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 61 Laxinn hefur fyrir framan augun lyktarskynfæri. I 25 sm löngum fiski er um hálf milljón skynfruma. Með þessu skynfæri getur laxinn skynjað lyktina af eigin ættingjum og skilið á milli hennar og lyktar frá öðrum löxum. Þannig rakið sig heim eftir lyktarslóðinni. sameiginlegt með þeim laxfískum sem leituðu á nákvæmlega sama staðinn í ákveðinni á var að þar eru ættingjar þeirra fyrir. Og þar er komin kenningin um að ratvísin sé erfðabundin og tengd ákveðn- um stofnum. Þetta höfum við getað sýnt fram á.“ Rennur eftir sinni lyktarslóð I Atlantshafí, norður með allri strönd Noregs, er lax í sjó, geldlax og Iax sem er að verða kynþroska. Laxaseiðin hafa eðli sínu sam- kvæmt gengið úr ám allt frá Sví- þjóð og norður til Murmansk og úr öllum norsku ánum. Hans Nord- eng segir að þau sem tilbúin eru leggi af stað þegar hitinn í ánni er 6—7 stig. En hvemig rata þau þá á þær slóðir úti í hafínu þar sem þau mæta ættingjum sínum sem búnir eru að vera þar í 1—2 ár. Og þar eru ekki aðeins ættin- gjamir heldur ókunnugir laxar úr mörgum öðrum ám. Jú, þau fylgja hafstraumnum út, fyrst niður ána, þá straumnum með ströndinni og síðan út í straumhringrásina sem þar er, alveg eins og ættingjamir höfðu gert á undan þeim. Seiðin ganga í torfum á kvöldin, fara með 20—30 km hraða á sólarhring meðstraums og gefa frá sér þetta ákveðna lyktarefni, sem þau fram- leiða í lifrinni. Því eru 30 kílómetr- ar á milli torfanna, sem er dagleið hvers hóps. Og þegar þau em komin í þann hringstraum þar sem kynþroska laxinn heldur sig, þekk- ir hver þeirra sína lyktarslóð, sem hann rekur sig eftir heim og alla leið á sinn hrygningarstað. Laxinn syndir og heldur sig í ákveðnu dýptarlagi. Ef brenndar em úr honum lyktarstöðvamar, eins og gert hefíir verið í tilraunaskyni, þá leitar hann alla leið niður á botn og upp undir yfírborðið í hlykkjum af því að hann fínnur ekki lyktarslóðina sína. Sá lax sem er úti í sjó þarf því ekkert að vita hvar hann er, hvenær eða í hvaða átt hann á að halda. Honum er sagt það. Kynþroska fískurinn leggur af stað þegar fyrstu seiðin koma og slóðin með hans eigin lygt nær til hans. Eftir henni fer hann á sinn eigin fæðingarstað til að hrygna. Tilgangurinn er að halda erfðaeiginleikum stofnsins við. Ein ailsheijar fiskisúpa í fjörðunum Efnið sem fískanir rata eftir til samstofna físka og seiða myndast í lifrinni og fer út með saumum, en það skilst líka út um húðina. Svo hámákvæmt er það að ekki þarf nema einn dropa í hálfa millj- ón lítra af vatni. Hans Nordeng útskýrir hvemig þeir með tilraun- um hafa sett elektróður við heilann á laxfískum og þá slær út þangað til rétta efnasamsetningin kemur. Þannig er fundið með heilalínuriti nákvæmlega hvaða efni fískurinn svarar. í lyktarstöðvunum í 25 sm löngum físki em um hálf milljón lyktarfruma. En þama getur verið um óteljandi efnasamsetningar að ræða.„ Við vitum orðið nokkum veginn hvemig þetta verkar,“ segir Hans Nordeng, sem birti ekki niðurstöður sínar fyrr en um 1977. „Menn vissu ekki að um erfðir væri að ræða og höfðu ekki rannsóknir sem sönnuðu það fyrr en á 8. áratugnum. En síðan er líffræðileg vitneskja orðin svo mikil um þetta að enginn þarf að gera vitleysur í skjóli fáfræði." Þessar nýju rannsóknaniður- stöður hafa leitt til mikilla árekstra milli stjómvalda í Noregi og þeirra sem að rannsóknum hafa staðið. I Noregi hafa menn litið til gróða upp á milljarða króna af væntanlegri laxaræktun. En til að ná því sem fyrst hefur vantað seiði. Gefín hafa verið leyfí til að flytja seiðin víðs vegar að, t.d. komu löglega 5 milljón seiði frá Svíþjóð í einni sendingu. Og vegna seiðaskorts hafa svo komið til gróðabraskarar, sem til viðbótar við hinn löglega innflutning út- vega erlend seiði og selja. Þá er vitað að nú þegar hafa um 2 millj- ónir laxa af öllum mögulegum tegundum sloppið árlega úr eldis- kvíum og blandast öðrum stofnum. Um helmingurinn sem kemur út er þá lax sem sleppur úr kvíum. Sumir hafa kallað þetta „Norsku hönnungarsöguna“. Þá hafa menn ekki áttað sig á því við ræktun að fleiri en einn stofn getur verið í hverrri á, allt upp í 14 sem vitað er um og því ekki víst að fískar séu ræktaðir af sama stofni þótt foreldramir séu úr sömu á. í norskar ár er þegar komið mikið af ókunnum físki. Veiðifélög í frægum laxveiðiám, sem hafa sína sérstöku stofna, einn eða fleiri, hafa kannski fengið 40% af útlend- ingum, en halda samt áfram að taka hrygningarfísk úti í fírðinum. Þar má kalla að sé orðin ein alls- heijar fískisúpa og þó sleppa þeir físki úr þessari blöndu í sínar eigin ár. Lengst ganga þeir sem lengi hafa gert þetta og eru því þegar komnir með mestu blöndunina. I Iandbúnaðinum eru menn vanir að velja það sem mest gefur af sér. En í þessu er engin stefna." En hvað gerist nú? „Engin óeining er um það leng- ur að afkvæmi blandaðra stofna eigi erfíðara með að rata,“ segir Hans Nordeng. „Og þá er ekki aðeins um það að ræða að viðkom- andi á tapi þeim, heidur villast þeir í rangar ár og blandast þar og rata ekki á sínar hrygninga- stöðvar. Blöndunin breiðist út meðfram stöndinni. Þá er það ekki orðið einkamál hvers og eins að rækta í sinni á. Það er heldur ekki bara mál Norðmanna eða ís- lendinga hvemig þeir fara með laxastofnana sína, heldur mál sem varðar allar þjóðir. Annars endar þetta með því að allir laxastofnar verða af sama uppmna og rata ekki. Og sá lax sem hentar við ákveðnar aðstæður lendir þar sem hann getur ekki þrifíst eða hrygnt." Bannaðar sleppingar nema á samstofna laxi „ í Noregi höfðu menn jafnvel í hyggju að sleppa allt upp í 10 milljón seiðum í sjóinn til hafbeitar á hvetju ári. Nú hefur verið ákveð- ið að það verði ekki gert. Á undan- 10' 20' 30' 't t ' \\ 1 vannmasse - slrömfordellng. (1) Kystvann, (2) Atlanlisk vann. (3) Polarvann. fömum tveimur árum hafa menn skilið hve fráleitt þetta er og em orðnir hræddir við afleiðingarnar. Ekki er lengur nein efnisleg óein- ing milli norskra gmnnrannsókna og opinberra aðila, sem hljóta að leggja rannsóknir til gmndvallar. Nú hafa stjórnvöld í Noregi því sett reglugerð, sem gekk í gildi 1. janúar sl., sem bannar allar sleppingar laxfíska í norskar ár nema sleppifískurinn sé samstofna viðkomandi árlaxi. Þá hafa verið settar strangar reglur um af- rennsli frá fískiræktarstöðvum, bæði vegna mengunar og sjúk- dómahættu, þannig að þeim er ekki leyft að leiða afrennsli út í ámar, en verða að leggja leiðslur einn kílómetra út í sjó og minnst á 7 metra dýpi. Markmiðið er að ekki fínnist ein einasta á sem affali kemur frá út í árvatnið." í nýju reglugerðinni er laxa- Samkvæmt 400 ára gömlum heimildum trúðu forfeður okkar að Guðlaxinn væri foringi laxanna og leiddi þá fyrir guðlega forsjá heim í árnar sínar. En síldin hafði líka sinn kóng, sem leiddi hana úr sildargarðinum mikla við ísland. Það var Sildarkóngurinn, sem er sjaldgæfur fiskur. Hér er teikning af honum. Uppvaxtarsvæði fullorðna laxins er í hafinu í svokölluðum straum- hvirflum eða hringstraumum. Með því að ganga með strauminum leiðast seiðin hvert á sinn stað, þ.e. þangað sem laxarnir af þeirra ætt, sem fóru fyrir einu ári eða tveimur, eru fyrir. Allir straumar enda í hvirfli. ræktendum gert að tilkynna við- komandi yfírvöldum um allar sleppingar, en þeim sem setur út fisk eða fæðudýr, að ferskvatns- humri meðtöldum, í trássi við reglugerð þessa eða brýtur þau skilyrði sem hún setur skal gert að sæta sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum, segir í 11. grein. Einn stofn á hverjum stað Nú hafa íslendingar haft stór áform um að feta í fótspor Norð- manna og græða milljarða á laxa- rækt. Hvað eigum við að gera til að lenda ekki í sömu fiskisúpunni? „Ef ég væri Islendingur og hyggð- ist setja upp eldisstöð þá mundi ég byggja á einum stofni og það stofni úr á frá þessum sama stað. Ekki sækja hann annað. Tryggja verður að halda sem mestu af erfðaeiginleikunum. Og gæta þess að stofninn úrkynjist ekki við ræktun með því að nota sem flesta klakfíska. Bæta við klakfískum úr sama náttúrulega stofni sem upp- haflega var notaður, ef þörf kref- ur. Ef slíkur fískur sleppur úr stöðinni er enginn skaði skeður. Þeir fískar vita hvar þeir eiga heima. Með því móti tekur maður minnsta áhættu. Sama lögmál ætti að gilda um landkvíar og sjók- víar. Ef á að nota kynbættan físk annars staðar að, þá verður hann að vera í landkvíum. Fjósið verður að vera lokað. Annars er tekin of mikil áhætta." Að lokum sagði Hans Nordeng að svo virtist sem í Noregi sé um þessar mundir að takast samstarf, sem leiða muni til nýtingarstefnu er hafi vísindalegan bakhjarl, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Hljótum við ekki líka að verða að gera það á íslandi, áður en skaði er orðinn? Vlðtal: Elín Pálmadóttir Mynd: Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.