Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš B - Ķžróttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4  B
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986
Sanngjarnt jafntefli á Skaganum
IA — Fram
0:0
AKRAN ESVOLLU R 1. deild:
ÍA-FramO:0(0:0)
ÁhorfenduRl354
Dómari:G!sli Guðmundsson
Qul spJöld:Steinn Guðjónsson, Fram, Valgeir
Barðason, ÍA, Sveinbjörn Hákonarson, |A.
Einkunnagjöfin:
ÍA: Birkir Krístinsson 3, Hafliði Guðjónsson
3, Heimir Guðmundsson 2, Guðjón Þorðarson
4, Sigurður B. Jónsson 4, Sveinbjörn Hákonar-
son 2, Guðbjörn Tryggvason, 3, Olafur Þórðar-
son 2, Árni Sveinsson 2, Valgeir Barðason
3. Hörður Jóhannesson 2. Stefán Viðarsson
(vm. lékofstutt).
30 stig samtals.
Fram: Friðrik Friðriksson 3, Þorsteinn Þor-
steinsson 2, Ormarr Örlygsson 2, Viðar Þor-
kelsson 4, Jón Sveinsson 3, Krístinn R. Jóns-
son 2, Pétur Ormslev 4, Steinn Guðjónsson
2, örn Valdimarsson 2, Guðmundur Torfason
3, Guðmundur Steinsson 2. Þórður Marelsson
(vm. 2) Arnljótur Daviðsson (vm. lék of stutt.)
28 stig samtals.
Bæði ÍA og Fram sýndu ágætan
leik í blíðunni á Akranesi á laugar-
daginn þó uppskeran hafi verið rýr
í mörkum talin. Bæði liöin náðu
aö skapa sér nokkur ágæt mark-
tækifæri, en örugg markvarsla
beggja markvarða, og reyndar yfir-
leitt ágætur varnarleikur, kom í veg
fyrir mörkin.
Framarar byrjuðu betur, voru
ákveönari í sóknarleik sínum, og
höfðu undirtökin á miðjunni. í síð-
ari hálfleik fóru Skagamenn að
koma meira inn (leikinn og síðustu
15 mfnútur leiksins sóttu þeir
nokkuð stíft án þess aö geta skor-
að. Jafntefli voru því sanngjörn
•Besta marktækifærlð í leiknum á Akranesi. Kristinn Jónsson fókk
skotið geigaði — boltinn fór framhjá marki hœgra megin.
knöttinn frír inni f vítateig Skagamanna og markið blasti viö. En
Morgunblaðið/Bjarni
úrslit þegar upp var staðið.
Fram fékk nokkur ágæt færi í
fyrri hálfleik, en aðeins eitt sem
kalla má dauðafæri. Þá gaf Pétur
Ormslev góða sendingu á Kristin
Jónsson sem stóð óvaldaður á
vítapunkti, en hann skaut yfir. Þaö
sama á reyndar viö um Skaga-
menn — af nokkrum þokkalegum
færum telst eitt hafa verið dauöa-
færi. Þaö kom þremur mínútum
fyrir leikslok þegar Ólafur Þórðar-
son lék á Viöar Þorkelsson og
komst inn í vítateiginn óvaldaður.
En hann var aöeins of seinn að
skjóta og Viöar bjargaði deginum
fyrir sjálfum sér og Fram með því
aö komast á siðustu stundu fyrir
skotið og bjarga í horn.
Pétur Ormslev og Viðar Þorkels-
son lékur mjög vel fyrir Fram í
leiknum, en heimamenn á Akra-
nesi kættust yfir frammistöðu
tveggja nýliða i liði ÍA, miðvarðar-
ins Sigurðar B. Jónssonar og bak-
varðarins Hafliða Guðjónssonar,
sem báðir áttu framúrskarandi
góðan leik. Þá var Guðjón Þóröar-
son mjög traustur í miðvarðarstöð-
unni.
FH-ingar sterkari
íGarðinum
ÍSTUTTUMÁLI:
Qarðsvöllurl.deild.
Vlðir-FH3:1(1:1).
Mark Viðls: Helgi Bentsson é 7. min.
Mðrk FH: Ingi Bjðrn Albertsson á S. mínútu,
plafur Danivalsson á 70. min. og Krístjén
Gislason á 89. min.
Áhorf andur: 450.
Dómari: Guðmundur Haraldsson og dæmdi
hann mjög vel.
Guft spjald: Daníel Einarsson, Viði.
Einkunnagjöfin:
Víðir:  Gísli  Hreiðarsson  3,  Klemenz  Sæ-
mundsson 2, Vilhjélmur Einarason 2, Mark
Duffield 2, Danlel Einarsson 3, Guðjón Guð-
mundsson 3, Helgi Bentsson 3, Björn Vil-
helmsson 2, Ólafur Róbertsson 2, Vilberg
Þorvald8son 2, Guðmundur Knútsson 3, Svan-
ur Þorsteinsson (vm. 2) og Þórður Þorsteins-
son (vm. 3).
Samtals: 27.
FH: Gunnar Straumland 4, Viðar Halldórsson
3, Krístján Gíslason 3, Henning Henningsson
Víðir-FH
1:3
3, Pálmi Jónsson 3, Úlafur Danivalsson 2, Ingi
Bjórn Albertsson 4, Ófafur Hafsteinsson 2,
Ólafur Jóhannesson 3, Guðmundur Hilmars-
son 2, Magnús Pálsson 3 og Kristjén Hilmars-
son (vm. lék of stutt).
Ingi Björn Albertsson hafði
skoraö eftir aðeins 4 mínútur og
fimmtíu sekúndur í Garðinum og
margir bjuggust við því að hann
hlyti Markabikar Morgunblaðsins
•^»*nr

ifmpv
• Ingi Björn og Mark Duffield, nýi maðurinn hjá Víði, kljást um
knöttinn.
fyrir að skora svo snemma. En sú
varð ekki raunin því Bjarni Svein-
björnsson, Þór, gerði enn betur
gegn Val því hann skoraði eftir
tæpar þrjár mínútur. Ingi Björn
skoraði meö skalla eftir góöa
sendingufrá PálmaJónssyni.
Þaö liöu aðeins tvær mínútur
þar til Víðismenn höfðu jafnað leik-
inn. Helgi Bentsson skoraði þá
með föstu skoti út við stöng frá
vítateigslínu og þannig var staðan
í hálfleik.
FH-ingar voru mun aðgangs-
harðari í seinni hálfleik og komust
aftur yfir á 70. mínútu. Ingi Björn
óö upp hægri kantinn og upp að
markinu og í stað þess að skjóta
eins og flestir bjuggust við gaf
hann laglega út á Olaf Danivals-
son, sem stóð einn og óvaldaður
við markteigshornið og átti auðvelt
með að skora. Eftir markið sóttu
Víðismenn meira en Gunnar
Straumland, markvörður, var betri
en enginn og varði oft meistara-
lega.
Kristján Gíslason innsiglaði síð-
an sigur FH er hann skoraði gott
mark einni mínútu fyrir leikslok.
Sigur Hafnfirðinga var sanngjarn
og sáust oft skemmtileg tilþrif hjá
þeim.
Cðfflllll'll III lil——Bas^
Texti:            |
ÓlafurThordersen    \
G
• I*
byrjun
hjá Blikum
UBK-IBK
1:0
KÓPAVOGSVÖLLUR1. deild:
UBK-lBK 1:0(1:0)
Mark UBK: Jón Þárír Jónsson (Á 18. mín.)
Áhorf endur: 7
Dómari: Magnús Jónatansson.
Gult spjald: Skúli Rósantsson IBK
Einkunnagjöfln:
UBK: örn Bjarnason 3, Ingvaldur Gústafsson
2, Ólafur Björnsson 2, Magnús Magnússon
2, Benedikt Guðmundsson 2, Jðn Þórír Jóns-
son 3, Hákon Gunnarsson 2, Jóhann Grétars-
son 2, Guðmundur Guðmundsson 3, Guð-
mundur Valur Sigurðsson 2, Helgi Ingason
2. Vignir Baldursson vm, lék of stutt.
Samtals 26.
ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 2, Sigurður Guðna-
son 2, Valþór Sigþórsson 2, Freyr Sverrisson
3, Skúli Rósantsson 2, Gunnar Oddsson 2, Jón
Sveinsson 1, Kjartan Einarsson 2, Ivar Guð-
munrlsson 2, Sigurjón Sveinsson 1. Sigurður
Björgvinssonvm. og Ingvar Guðmundsson
vm., léku of stutt.
SamtalslB.
Örlitið meiri hugmyndaugði
Blika í sóknarleiknum var það sem
skildi þessi tvö annars áþekku lið
að á laugardaginn. Sigurinn færði
nýliðunum 3 kærkomin stig, en
skildi Keflvíkinga eftir með ótal
vandamál að leysa.
Frá því í fyrra hefur liðið misst
Ragnar Margeirsson, Sigurjón
Kristjánsson og Helga Bentsson -
eitt stykki góða framlínu - og það
sást í leiknum. Þar fyrir utan gat
Hólmbert Friðjónsson ekki stýrt
liðinu á laugardaginn vegna veik-
inda. Keflvíkingar voru ekki minna
með knöttinn, Ifklega öllu meira,
en þegar þeir komust að teignum
hjá Blikum gerðist lítið sem ekkert.
Miðverðirnir Valþór og Freyr eru
kjölfestan í liðinu og eru mikið með
knöttinn,  en  Keflvíkinga  vantar
öfluga framliggjandi tengiliði eða
framlínumenn.
Blikarnir voru jafnari, í vörninni
kraftmiklir og stórir jaxlar, en fram-
arlega á vellinum voru þeir Guö-
mundur Guðmundsson, ungur og
snarpur miðvallarleikmaður, Jón
Þórir Jónsson, sem gerði mjög
mikið af mörkum í annarri deild í
fyrra, og Hákon Gunnarsson á
köflum útsjónarsamir og náöu aö
skapasérfæri.
Eina markið í leiknum kom eftir
misheppnað útkast Þorsteins
keflavíkurmarkvarðar í fyrri hálf-
leik. Keflavíkurvörnin var í róleg-
heitum á leið fram völlinn þegar
hann henti boltanum beint til Há-
kons á hægri kantinum. Hann lék
upp að vítateig og renndi til Jóns
Þóris hægra megin í teignum sem
skoraði úr fremur auðveldu færi.
Besta færi KefKkinga var víta-
spyrna sem Kjartan Einarsson
fiskaði rétt fyrir leikhlé og misnot-
aði síðan. örn blikamarkvörður
varöiglæsilega.
Leikurinn í heild var tilþrifaiítill,
og lítill raunverulegur mælikvarði
á getu liðanna.
¦*s^l
• Magnús Magnússon skallar
frá Blikamarkinu.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12