Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 Halldór ÁsgTÍmsson, sjávarútvegsráðherra, kynnir fréttamönnum samþykkt ríkisstjómarinnar í hval- veiðimálinu. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra; „Með þessu hefur tekist að tryggja framgang vísindaáætlunarinnar“ HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði á frétta- mannafundi í gær að hann hefði fengið tryggingu fyrir því að viðskiptaráðherra Bandaríkjanna myndi ekki staðfesta það við Bandaríkjaforseta að íslendingar hefðu gerst brotlegir við sam- þykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins. Haildór kynnti á fundinum samþykkt ríkisstjórnarinnar frá þvi á þriðjudag. Megininntak hennar er að veiddir verði 120 hvalir, en einungis 49% afurðanna seldar til útlanda, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Gildir þetta annars vegar um hvalkjötið sjálft og hins vegar aðr- ar afurðir hvalsins, lýsi og mjöl. Gert er ráð fyrir að hvalveiðar hefjist aftur 17. ágúst næstkomandi. óeðlilegt við það að ríkið tæki þátt í að bera kostnað af vísindaveiðun- um. Samkvæmt upplýsingum Krist- jáns Loftssonar forstjóra Hvals hf. hefur mjög lítið brot af hvalaafurð- unum verið selt innanlands undanfarin ár. Innan við 10% af hvalkjötinu fer á markað hérlendis og lítið sem ekkert af mjöli og lýsi. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins: „Tel samkomulagið vera illskásta kostinn í stöðunni“ — Dregur hins vegar í efa ensku- kunnáttu í sjávarútvegsráðuneytinu „UR ÞVI sem komið var, tel ég að aðeins hafi verið um þijár leiðir að ræða fyrir islensk stjórnvöld, engin þeirra góð en ein þeirra skást og vonandi að Bandaríkjamenn staðfesti það samkomulag," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins i samtali við Morgunblaðið í gær. „Fyrsta leiðin var sú, að halda okkar hlut til streitu og láta hótan- ir Bandaríkjamanna sem vind um eyru þjóta. Afleiðingin af því hefði hins vegar verið sú, að við hefðum misst markaði okkar í Japan og þá hefði öllum hvalveiðum verið sjálfhætt. Annar kostur hefði verið sá að byrja samningaþóf við Bandaríkja- menn um minnkun á hvalveiðum í vísindaskyni. Það hefði trúlega reynst tapað tafl. Það hefði líka þýtt meiri háttar pólitískan ósigur, þar sem við hefðum orðið að falla frá áætlunum okkar um hvalveiðar í vísindaskyni. Þriðji kosturinn, og sá sem tek- inn var, er að halda til streitu þessum veiðum. í staðinn verðum við að sætta okkur við túlkun ann- arra á skilyrðum um neyslu á allt að helmingi afurðanna innanlands. satt að segja verður texti sam- komulags þess sem gert var á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Málmey ekki skilinn á annan veg. Deilan virðist því eftir allt saman hafa snúist um enskukunnáttu sjávarút- vegsráðuneytisins. Tel ég, að varnarliðið eigi að taka þátt í þess- ari auknu neyslu, enda er hvalkjöt mun hollari fæða en hamborgaraó- hollustan." Jón Baldvin taldi hins vegar, að með þessu samkomulagi værum við að stíga ein 10-15 ár aftur í tímann í nýtingu hvalsins, þar sem horfið væri frá í auknum mæli að nýta hvalaafurðir til dýrafóðurs í stað manneldis. Að þessu leyti væri þetta samkomulag ósigur, en að öðru leyti illskásti kosturinn. „Halldór Ásgrímsson skuldar hins vegar þjóðinni skýringu á þeim yfirlýsingum, sem hann gaf að loknum fundi Alþjóða hvalveið- iráðsins, að sigur hefði unnist, þar eð málsaðilar reyndust vera ger- samlega ósammála um túlkun á samkomulaginu.“ Og Jón Baldvin heldur áfram: „Lærdómurinn, sem við getum hins vegar dregið af þessu, er að við verðum að undirbúa okkur undir það, að taka harðar á málum í samskiptum okkar við Bandaríkja- menn, t.d. í sambandi við siglingar Rainbow Navigation, samskiptun- um við við varnarliðið og öryggi okkar í millirikjaviðskiptum. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður: Viðunandi niðurstaða ef hald reynist í henni í samþykkt ríkisstjómarinnar segir að ríkisstjómin líti svo á að áætlunin um hvalveiðar í vísinda- skyni hefði í einu og öllu verið í samræmi við samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins. Hins vegar _sé ágreiningur milli stjómvalda ís- lands og Bandaríkjanna um hvemig túlka eigi orðalag ályktun- ar Alþjóða hvalveiðiráðsins um hvalveiðar í vísindaskyni frá því í júní síðastliðnum, þar sem segir að kjötið, ásamt öðrum afurðum, eigi fyrst og fremst að nota innan- lands. íslensk stjómvöld túlki þetta svo að hvetja eigi til innanlands- neyslu, en alls ekki þurfi að takmarka eða útiloka útflutning. Bandarísk stjómvöld líti á hinn bóginn svo á að einungis megi flytja út innan við helming hval- kjötsins annars vegar og innan við helming annarra afurða hins veg- ar. Halldór Ásgrímsson sagði á fréttamannafundinum í gær að hann hefði auðvitað heldur kosið að fylgja upphaflegu áætluninni, en ákveðið hefði verið að gera það ekki til að tryggja að íslendingum yrði ekki legið á hálsi fyrir að virða ekki ályktun Alþjóða hvalveiðiráðs- ins og koma í veg fyrir frekari árekstra. Og umfram allt að tryggja framgang rannsóknará- ætlunarinnnar, sem hann taldi að hefði tekist. Halldór sagðist halda að hægt yrði að nýta 51% afurðanna hér- lendis. Bæði mætti auka neyslu hvalkjöts og nýta mjöl í dýrafóður í auknum mæli. Hins vegar ætti eftir að skoða þessa hlið málsins og yrði það gert á næstunni. í samningi Hvals hf. og ríkisins er gert ráð fyrir að hagnaður renni í sjóð sem varið verði til áfram- haldandi vísindarannsókna. Verði tap mun Hvalur hf. hins vegar bera það. Halldór var spurður hvort breyttar söluforsendur þýddu ein- hveijar breytingar á þessum samningi. Hann ítrekaði að fjár- hagsdæmið hefði ekki verið skoðað sem skyldi, en þó þætti sér ekkert „ÉG VIL í fyrsta lagi geta þess, að ég var efins um það, að yfir- leitt ætti að vera að hlaupa til viðræðna við Bandaríkjamenn, eftir þessar fordæmanlegu hót- anir frá þeim um viðskipta- þvinganir," sagði Hjörleifur Guttormsson þingmaður Al- þýðubandalagsins í samtali við Morgunblaðið í gær, „en fyrst það var gert, tel ég þessa niður- stöðu vera viðunandi, þótt auðvitað sé hún áfall fyrir stefnu sjávarútvegsráðherr- ans.“ „Niðurstöðuna tel ég þó aðeins vera viðunandi, ef eitthvað hald reynist vera í þessu samkomulagi, þ.e.a.s. ef Bandaríkin láta frekari afskipti eiga sig. Ég legg mikla áherslu á þetta og vænti þess, að Halldór Ásgrímsson og ríkisstjóm- in hafí tryggt að ekki verði um frekari íhlutun að ræða,“ sagði Hjörleifur Guttormsson. Hjörleifur taldi, að rannsóknará- ætlunin væri á áhættu ríkisstjóm- arinnar, þ.á m. kostnaðarlega og taldi að það hlyti að hafa verið gert ráð fyrir vissum kostnaðar- auka vegna veiðanna, í sambandi við þetta samkomulag, enda væri ekkert óeðlilegt við það að ríkið fjármagnaði þessar tannsóknir, frekar en væri með aðrar rann- sóknir. „Rannsóknaráætluninni er ætlað að skapa gmndvöll til að meta áframhald hvalveiða eftir 1990 og er hér um náttúruvemdar- stefnu að ræða og því mikilvægt að áætluninni verði haldið áfram. Ég er út af fyrir sig ekki dómbær á það, hvort fjöldi dýranna, sem veidd em, er of mikill, en hins vegar tel ég hvalveiðar ekki vera neitt bannorð í þessu sambandi, og ekkert að því að nýta hvalinn hóflega eins og aðrar auðlindir,“ sagði Hjörleifur Guttormsson að lokum. Samþykkt ríkisstj órnarinnar um hvalveiðar í vísindaskyni: „Ljóst að þjóðirnar geta ekki komið sér saman um túlkun“ I framhaldi af ákvörðun Al- þjóðahvalveiðiráðsins um hlé á hvalveiðum í atvinnuskyni á árunum 1986-1990 ákváðu Al- þingi og ríkisstjóm íslands að framfylgja þeirri samþykkt. Jafnframt var ákveðið að stór- auka rannsóknir, þannig að sem bestar visindalegar upplýs- ingar lægju fyrir, þegar tekin yrði ákvörðun um það, hvort hvalveiðar í atvinnuskyni hæf; ust að nýju eftir 1990. í samræmi við þessa stefnu gerði Hafrannsóknastofnun ítarlega áætlun um hvalrannsóknir á þessu tímabili og hefur áætlun- inni þegar verið hrundið í framkvæmd. Ríkisstjórn Is- lands telur lífsnauðsyn að ávallt séu fyrir hendi sem bestar upp- lýsingar um lífríkið innan fiskveiðilögsögu landsins. Rannsóknaráætlunin er mjög þýðingarmikill þáttur í þeirri viðleitni íslendinga að nýta auðlindir hafsins með sem skynsamlegustum hætti. Ríkis- stjórnin vill því ítreka að áfram verður unnið í samræmi við rannsóknaráætlunina sem gerð er á grundvelli stofnsamnings Alþjóðahvalveiðiráðsins og að teknu tilliti til ályktunar ráðs- ins um hvalveiðar í vísinda- skyni frá júní sl. Vísindaáætlunin hefur að mati ríkisstjómarinnar verið fram- kvæmd í einu og öllu í samræmi við samþykktir Alþjóðahvalveiði- ráðsins og framangreinda álykt- un. Þar kemur m.a. fram að kjötið, ásamt öðrum afurðum, ætti fyrst og fremst að nota innanlands. Orðalag þetta hefur verið túlkað af íslendingum á þann hátt, að með því sé hvatt til innanlands- neyslu en á engan hátt sé útflutn- ingur útilokaður eða takmarkaður verulega, sérstaklega þar sem í ályktuninni er einnig vitnað til stofnsamnings Alþjóðahvalveiði- ráðsins, þar sem aðildarríkin taka á sig þær skyldur að nýta afurð- imar eftir því sem aðstæður leyfa. Orðalag ályktunarinnar var m.a. ákveðið til að koma í veg fyrir mikinn ágreining innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins og því ljóst að ágreiningur gæti orðið um túlkun. Bandarisk stjómvöld túlka orðalagið þannig, að ekki megi flytja út nema innan við helming af því lq'öti, sem til fellur við rann- sóknaveiðamar annars vegar og hins vegar ekki nema innan við helming af öðm sem til nýtingar kemur. Ljóst er að þjóðirnar geta ekki komið sér saman um túlkun á orðalagi þessu. í samræmi við túlkun sína telur viðskiptaráðu- neyti Bandaríkjanna sér skylt að gefa út tilkynningu til forseta um að íslendingar hafi ekki farið í einu og öllu eftir ályktuninni. Til þess að tryggja að því verði ekki haldið fram að ályktun al- þjóðahvalveiðiráðsins sé ekki fullnægt og til að koma í veg fyr- ir frekari árekstra í máli þessu hefur verið ákveðið að aðeins verði fluttur út tæpur helmingur af kjötinu og einnig tæpur helmingur annarra hluta hvalanna og það sem eftir er nýtt innanlands, enda mun það tryggja framgang nauð- synlegra rannsókna og veiði á 80 langreyðum og 40 sandreyðum í því skyni. Reykjavík, 6. ágúst 1986.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.