Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Þorsteinsskáli, skáli Ferðafélags Akureyrar í Herðubreiðarlindum. Áfangastaður: Herðubreiðarlindir eftir Sigurð Signrðarson Upp úr austurhluta Ódáða- hrauns rís tígulegt fjall upp frá hásléttunni, svo hátt og glæsi- legt, að önnur fjöU í nágrenninu, jafnvel á öllu landinu, blikna, líta út sem þúfur eða ómerkileg hrúgöld. Þetta er Herðubreið, fjallið sem nefnt hefur verið drottning íslenskra fjalla, eitt af hæstu fjöllum landsins 1.682 m á hæð. Herðubreið hefur nokkuð reglulega lögun, nær hvar sem á hana er litið, brattar hlíðar og snarbratt hamrabelti þar fyrir ofan. Akvegur liggur af Mývatnsöræf- um inn í Herðubreiðarlindir og áfram í Öskju. Vegurinn er ágætur flestum bílum, þartil komið er að Lindahrauni, skammt sunnan við Grafarlönd. Þar versnar í því og tekur nú við hlykkjóttur vegur á bylgjóttu helluhrauni og er eins gott að vera ekki á of lágum bíl, því margir hryggir eru á veginum sem nuddast illilega í bílgólfið. Núverandi vegur þykir þó hreinasta hraðbraut miðað við gamla veginn sem notast var við þar til fyrir nokkrum árum. Enn fyrr var ekið með áraurum Jöklu við hraunjaðar- inn. Áin tók þó þann veg af smám saman og varð því nauðsynlegt að aka í gegnum þetta illa hraun. Fyrst var ekið um hraunið í september 1937, en ekki var það fyrr en um 1960 að framsókn Jöklu lokaði veg- inum með hraunjaðrinum. Tvær ár eru til tafa á leiðinni í Herðubreiðarlindir, en það eru Grafarlandsáin og Lindáin, sem ekið er tvisvar yfir. Báðar eru þó vel færar flestum bílum og botninn traustur. Og nú er komið í Herðubreiðar- lindir og er landið þama með öðrum einkennum, en víðast í öllu Ódáða- hrauni. Ódáðahraun er eyðimörk hrauns og sanda. Óvíða er vatn að finna. Regnvatnið hripar niður í jörðu og sprettur fram undan hraunjöðrunum hér og þar. Helsta vinin era Herðubreiðarlindir, sem var lýst friðland árið 1974. Frið- landið er kennt við Herðubreið, og í daglegu tali nefnt Herðubreiðar- friðland. Það er um 175 km2/o að stærð og afmarkast af Jökulsá á Fjöllum í austri, í norðri, við Jök- ulsá, er Fremstafell og fra því er dregin lína að vesturhlíðum Herðu- breiðar eða rúmlega það, suður fyrir fjallið og síðan aftur út að Jökulsá, þar sem ármót Kreppu og Jökulsár era. Heiðblátt vatnið sprettur fram undan hraunjaðrinum til góða fyrir gróður og ferðafólk, en fyrir því liggur að hverfa í gragguga Jöklu og týnast þar. Nokkuð mikill gróður er á friðlandinu, sérstaklega um- hverfis uppsprettumar í Herðu- breiðalindum og ber þar mest á hvönn og kjarri. Alls hafa fundist 111 tegundir blómplantna og byrk- inga í friðlandinu. Þorsteinsskáli er í eigu Ferðafé- lags Akureyrar og hýsir 30 manns til næturdvalar. Hann er kenndur við einn af fyrstu forystumönnum félagsins, Þorstein Þorsteinsson. Skammt frá er ágætt tjaldsvæði. í Lindunum er gæsla á vegum Nátt- úravemdarráðs á sumram. Af Fjalla Eyvindi Saga landsins á þessum slóðum er frekar fátækleg. Þó er vitað, að sá frægi og alræmdi maður á sinni tíð, Fjalla Eyvindur Jónsson, dvaldi í Herðubreiðarlindum veturinn 1774 til 1775. Eftir Eyvindi er það haft, að þessi vetur hafí verið sá alversti á sínu útilegumannatíma- bili. Talið er að Eyvindur hafí verið eldlaus og lifað á hráu hrossakjöti og hvannarótum. Hreysi Eyvindar, Eyvindarkofi, er hranið, en árið 1922 var byggður nýr kofi á rústum þess gamla. Hann er um 100 m norðvestur af Þorsteinsskála. Eyvindur Jónsson og Halla Jóns- dóttir áttu sér merkilega sögu. Eyvindur fæddist 1714 í Hlíð í Hranamannahreppi. Hann var snemma talinn þjófur og meðal annars lýst eftir honum á Alþingi 1746. Hann réð sig sem vinnumann hjá ungri ekkju á Hrafnsfjarðareyri í Jökulfjörðum, Höllu Jónsdóttur. Síðar er hann talinn þar bóndi. Þau Halla og Eyvindur era talin hafa lagst út árið 1761. Fyrst vora þau á Hveravöllum, þaðan hröktust þau vestur á Amarvatnsheiði. Þar fundust þau og flúðu til Vestijarða, lágu á fjöllum og stunduðu rán og gripdeildir. Vorið 1763 handtók sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu þau við hreysi þeirra. Hjá sýslumannin- um í Strandasýslu vora þau dæmd til ævilangrar hegningahúsvistar og „húðstroku". Þau sóttu um uppgjöf á þessari hegningu til konungs, en með konungsbréfí var boðið að rannsaka fym þjófnaði þeirra á Alþingi 1764. Áður en til þess kom straku þau frá sýslumanni og er talið að þau hafi eftir það hafst við á Hveravöllum. Á Brúaröræfum, í Hvannalind- um, era þau talin hafa verið árin 1766 til 1768, en það er þó óvíst, og era litlar heimildir um dvalarstað þeirra þar til þau fínnast árið 1772 við Hreysiskvísl fyrir austan Þjórsá, en þangað höfðu þau farið úr Ey- vindarveri, sem er litlu sunnar. Sá sem tók þau hét Einar Brynjólfsson og flutti hann þau norður að Reykjahlíð við Mývatn og afhenti hreppsstjóranum þar. Eyvindur strauk þar úr varðhaldinu á sunnu- degi, en hann hafði beðið um að fá að fara til messu. Hann laumaðist út úr kirkjunni og faldi sig í hraungjótu meðan leitin stóð yfir. Munnmæli herma að Eyvindur hafi dvalið í Herðubreiðarlindum næsta vetur. Um ævilok Eyvindar og Höllu er fátt vitað með vissu. Sagan seg- ir að þau hafí öðlast frelsi sitt og búið á Hrafnfjarðareyri óáreitt síðustu æviár sín. Kofínn í Herðubreiðarlindum er ekki handverk Fjalla Eyvinds nema að litlu leyti. Árið 1920 var hann hlaðinn upp til afnota í eftirleitum, en talið er að hann sé mjög svipað- ur þeim sem þar var áður. Engar dyr era á kofanum, en gengið ofan í hann um þakið. Á gólfinu á að vera gólfrúm fyrir liggjandi mann við hliðina á uppsprettulindinni. Fjalla Eyvindur átti að hafa sett hraunhellu yfír hana til hagræðis. í hrauninu, 3—400 m norður af Eyvindarkofa, er byrgi í kletta- sprangu sem gert er af mannahönd- um. I byrginu er hlaðinn bálkur. Þetta byrgi er talið vera frá sama tíma og Eyvindarkofínn. Göngnleiðir Gönguleiðir era ekki margbrotn- ar í Herðubreiðarlindum. Óhætt er að mæla með gönguferð eftir norð- urjaðri hraunsins fyrir ofan Lind- ánna. Ekki er víða að fínna svo sérstaka fegurð sem þama, þar sem undir hrauninu er mikill og fagur gróður, en næst er Lindáin og síðan fjær grasi vaxnar eyrar. Skammt sunnan við Lindimar era vötn, heit- ir það stærsta Álftavatn enda hafast þar við fagrar álftir. Aðal gönguleiðin er að sjálfsögðu á Herðubreið. Þetta er nokkuð löng leið, líklega tekur hún um 12 klst með göngunni á fjallið. Gangan úr Lindunum að uppgöngustaðnum tekur rúma tvo tíma og er gengið eftir merktri slóð. Besti uppgöngu- staðurinn er suðvestan í fjallinu. Hægt er að aka þangað á jeppa, en sú leið er löng og torfarin, aka þarf suður fyrir Herðubreiðartögl, sem tekur nærri því jafnlangan tíma oggangan úr Lindunum að fjallinu. Uppgangan er tiltölulega auð- veld, því eins og Hannes Hafstein sagði: „Brekkur eru oftast hægri upp að fara en til að sjá.“ Gangan upp fyrir hamrabeltið tekur um þijá klukkutíma og er þá eftir svolítill spölur upp á hátindinn, sem er norðurbarmurinn á gríðar- stóram gíg, sem er sunnan í fjallinu. Börmum hans hallar til suðurs og er hæsti hluti fjallsins. Útsýnið er gífurlega gott og veldur því mestu að fjaliið er mjög hátt, 1.682 m á hæð, og fjöll skyggja ekki á. Sjá má alla meginjökla landsins, austur á Héraðsflóa, norður á Langanes, Tröllaskaga og víðar. En Herðubreið er sýnd veiði en ekki gefín. Oftast er toppurinn hul- inn skýjum, þó svo að heiðskírt sé að öðra leyti. Það skipti einnig máli að um 10 klst. gangur er á Herðubreið sé farið fótgangandi úr Lindunum. Þegar að fjallinu er komið, kann að hafa dregið upp skýjahulu. Þrátt fyrir allt er Herðu- breið freisting, ögran áhugasömum göngumönnum. Ijengi töldu menn Herðubreið ókleifa. Að óathuguðu máli gæti svo verið, sérstaklega úr fjarska séð, t.d. úr Herðubreiðarlindum. Herðubreið var fyrst klifín árið 1908 svo óyggjandi sé. Þar var á ferð þýskur jarðfræðingur, dr. Hans Reck, og íslenskur fylgdarmaður hans, Sigurður Sumarliðason. Þeir fóra þá leið sem enn þann dag í dag er farin. Dr. Reck þessi er sá hinn sami og sagt var frá í síðustu grein, en þá var fjallað um Öskju. Dr. Reck kom með unnustu Walters von Knebels, sem týndist ásamt öðram í Öskjuvatni árið 1907. Margar árangurslausar tilraunir höfðu verið gerðar til uppgöngu á Hreinn Skagfjörð Pálsson og Sigrún Björnsdóttir, landverðir. Kvöldsólin vermir Herðubreið. Myndin er tekin úr norðaustri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.