Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 27
?*{ r flswvfr/f-M tr íifín&fnrrs'fw •iraA.T«vnjogov ftS MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 27 Forsætisráðherra um uppstokkun bankakerfisins: Hlynntur sam- einingu Utvegs- og og Búnaðarbanka SKÝRSLA Seðlabankastjórn- ar, um uppstokkun bankakerf- isins, var lögð fram í þingflokkum í fyrradag og rædd á þingflokksfundum þar. Skýrslan gerir ráð fyrir 4 mis- munandi leiðum, en Seðal- bankastjórn mælir með að 1. leiðin verði farin, þ.e. að stofn- aður verði einn hlutafélaga- banki, með þátttöku Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka. 2. leiðin gerir ráð fyrir sameiningu Utvegsbanka og Búnaðar- banka, og það er sú leið sem Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra vill fara, en sjálfstæðismenn hailast að 1. leiðinni. „Við erum með þetta mál til athugunar,“ sagði Steingrímur í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins og bætti við: „Ég hef alltaf verið með því að sameina Utvegs- banka og Búnaðarbanka." Forsætisráðherra kvaðst telja að sú tillaga væri afgreidd og raun- ar afskrifuð á „afskaplega furðu- lega stuttaralegan hátt í skýrslu Seðlabankans. Þar sem einungis er sagt að ekki sé pólitískur vilji fyrir slíkri sameiningu. Ég vildi gjaman láta á það reyna. Það er ekkert sem sannfærir mig um það að það sé ekki rétt að sameina Útvegsbankann og Búnaðarbank- ann, með vissri tilfærslu yfir í Landsbankann," sagði Steingrím- ur. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, þingmaður Kvennalista: Góðra gjalda vert að athuga þann kost vel SIGRÍÐUR Dúna Kristmunds- dóttir þingmaður Kvennalist- ans segir að þingmenn Kvennalista hafi fyrir síðustu áramót lagt til að Utvegsbanki og Búnaðarbanki verði sam- einaðir, en þegar það hafi verið, þá hafi sú leið sem Seðlabankasijórn leggur til að farin verði, með sameiningu Útvegsbanka og tveggja einkabanka, ekki verið með í umræðunni. Hún segist telja góðra gjalda vert að athuga þann kost vandlega. „Skýrsla stjómar Seðlabankans er fróðleg," sagði Sigríður Dúna, „en um síðustu áramót, þá settum við fram þær hugmyndir að senni- lega væri heppilegast í stöðunni að sameina Útvegsbanka og Bún- aðarbanka. Þá var sá valkostur, sem Seðlabankinn leggur til, sem fyrstu tillögu, ekki á döfinni. Ég held að það sé allra góðra gjalda vert að athuga þann kost mjög vandlega, og það munum við gera.“ Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins: Viljum sameina Búnaðar- banka og Útvegsbanka Útilokar þó ekki aðra möguleika „SKOÐUN okkar alþýðu- bandalagsmanna hefur verið sú, að það væri eðlilegast að sameina Búnaðarbankann og Útvegsbankann," sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins, er hann var spurður álits á tillögum Seðla- bankastjórnar, hvað varðar uppstokkun bankakerfisins. Svavar sagði að jafnframt hefði komið til greina sú skoðun hjá al- þýðubandalagsmönnum að Út- vegsbankanum yrði skipt upp á milli Búnaðarbanka og Lands- banka. „Mér sýnist af þessari skýrslu bankastjóranna, að þeir taki þarna eina leið, fram yfir aðr- ar, án þess að flytja fyrir því sjáanleg rök, fyrir utan þau, að skuldbindingar ríkissjóðs yrðu minni við þá leið, en við samein- ingu Útvegsbankans og Búnaðar- bankans, en það er sú leið sem þeir mæla með sem leið númer tvö,“ sagði Svavar. Svavar sagðist telja að það áfall sem Útvegsbankinn hefði orðið fyrir, vegna viðskiptanna við Haf- skip, myndi leiða til þess að það yrði kallað á fé úr ríkissjóði, upp á fleiri hundruð milljónir króna, þó ekki væri nema til þess að standa við lífeyrisskuldbindingar við starfsmenn Útvegsbankans. „Ég tel óhjákvæmilegt að það verði leyst fram úr þessum málum nú í vetur," sagði Svavar, „og mun gera það sem í mínu valdi stend- ur, til þess að hjálpa til við að lausn fáist á þessum skipulagsmálum bankanna. í því sambandi útiloka ég engar leiðir. Ég vil skoða málið í heild, en mér lýst best á þá leið sem ég nefndi áðan.“ Steingrímur var spurður hvort honum jitist þá alls ekki á samein- ingu Útvegsbankans og einka- bankanna:„Eg vil ekkert afskrifa á þessu stigi, en mér er spum: Vill Verzlunar- og Iðnaðarbanki fara út í slíka sameiningu. Það er einnig talað um að hlutafé þessa nýja banka, verði 1700 milljónir króna, og þá þyrfti Seðlabanki að leggja fram, 850 milljónir króna í hlutafé. Það þarf að sannfæra mig um að það sé rétt, að Seðlabanki gerist hluthafi í slíkum banka. Ég sé nú ekki stóran mun á því að ríkissjóður og Seðlabanki sé hlut- hafi í slíkum banka. Ég held að það sé heldur verra að Seðlabank- inn sé hluthafi." Þær leiðir aðrar sem stjóm Seðlabankans nefnir sem þriðja og fjórða valkost em að Útvegsbank- anum sé skipt upp á milli Búnaðar- banka og Landsbanka og loks að Útvegsbankinn verði endurreistur sem ríkisbanki. Forsætisráðherra sagði að sér litist alls ekki á síðasta valkostinn, því sú stefna lægi fyr- ir, og löngu hefði verið ákveðið að stefna að fækkun ríkisbankanna. Þorsteinn Pálsson um tillögur Seðla- bankastjórnar: Stjómin þarf að taka af skarið eigi síð- ar en í næstu viku Vill fara þá leið sem Seðlabankinn mælir með „ÞAÐ SEM skiptir mestu máli nú að þegar í stað verði ákveðið hvað gert verður við Útvegs- bankann," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er hann var spurður álits á tillög- um Seðlabankastjómar. „Mín skoðun er sú, að ríkisstjómin geti ekki dregið það lengur en fram í næstu viku, að taka af skarið i því efni,“ sagði Þor- steinn. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: Höfum fyrirvara á mati Seðlabanka „NUVERANDI kerfi pólitísks ríkisrekstrar í bankamálum hef- ur gengið sér til húðar,“ sagði Jón Baldvinn Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins er hann var spurður hvernig honum litist á tillögur Seðlabankastjóm- ar hvað varðar uppstokkun bankakerfisins. Jón Baldvin bætti því við að þingflokkur Al- þýðuflokksins hefði ekki tekið afstöðu tU tillögu Seðlabankans. „Við þurfum að fara ofan í saum- ana á þessum tillögum Seðlabank- ans, fyrst og fremst vegna þess að við höfum efasemdir um getu þess- ara litlu einkabanka til þess að standa við undir sínum hlut, við slíka sameiningu. Við höfum því fyrirvara á því mati Seðlabankans að það sé tryggt að þessi kostur geti orðið, án þess að ríkissjóður leggji fram verulegt fé frá skatt- borgurum sem meðlag með hinum nýja banka.“ Þorsteinn sagði að tillaga Seðla- bankastjórnar sem lægi nú fyrir, um sameiningu Útvegsbanka, Iðn- aðarbanka og Verzlunarbanka, með verulega auknu eigin fé, og opnum möguleika á að aðrir aðilar, eins og sparisjóðir og aðilar í sjávarút- vegi kæmu þar inn, þyrfti nú að skoðast af ríkisstjóminni, sem hefði beðið bankastjóm Seðlabankans um tillögur í þessum efnum. „Ég er eindregið þeirrar skoðun- ar, að þetta verði að gerast, og tel að það verði að láta á það reyna hvort vilji sé fyrir því innan ríkis- stjómarinnar að þessi leið verði farin," sagði Þorsteinn og bætti við: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsinnis lagt á það áherslu að það þurfi að draga úr afskiptum ríkisins af bankakerfinu, og það kemur fram í skýrslu nefndarinnar, sem skoðaði viðskipti Útvegsbank- ans og Hafskips, að það megi að hluta til rekja málalok í þessu máli til ríkisbankakerfisins sjálfs, og þeirra lögmála sem í því gilda.“ Þorsteinn var spurður hvort hann væri bjartsýnn á að pólitísk sam- staða næðist um þá leið sem Sjálf- stæðisflokkurinn vill fara í þessu máli: „Ég hef trú á því að það sé hægt að ná fram samstöðu um þessa leið. Ég tel að það eigi að taka ábendingar þessarar nefndar um ágalla ríkisbankakerfisins mjög alvarlega og fyrsta skrefið til þess að bregðast alvarlega og raunhæft við þeim ábendingum, er að stíga þetta skref núna.“ Skýrslan um viðskipti Útvegsbankans og Hafskips Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra: Hörð aðför að Alþingi „ÞAÐ kemur fram í þessari skýrslu þungur áfellisdómur yfir stjórnendum bankans og auðvitað um leið stjórnendum Hafskips. Þá finnst mér aðförin að Alþingi, varðandi kosningu í bankaráð vera nokkuð hörð, og ég tel að nefndin hefði ekki þurft inn á það að koma,“ sagði Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið um gagnrýni þá sem kemur fram í skýrslunni um viðskipti Útvegsbankans og Hafskips. Viðskiptaráðherra sagðist ós- ammála þeirri skoðun nefndarinn- ar, að víkja hefði átt núverandi bankastjórum úr starfi. „Auðvitað verða þeir, eins og allir aðrir, að axla þá ábyrgð sem þeir bera, þegar réttir málsaðilar hafa farið yfir málið, sem eru dómsmálayfir- völd,“ sagði Matthías, „og ég hef aldrei tamið mér það, að dæma menn seka, eða sýkna þá fyrir- fram og það hefði verið mikið áfall að víkja þessum mönnum þannig frá starfi. Þetta eru menn með langa reynslu sem banka- menn, sumir þeirra, og aðrir með fjölhæfa reynslu. Þó að þetta mál sé úr sögunni, sem mál Útvegs- bankans, þá eru auðvitað tugir eða hundruðir mála, þar sem að mínum dómi að leita til nýrra reynsla þessara manna kemur að manna, sem ekki hafa þekkt neitt góðu gagni. Það hefði verið óráð til í bankanum." Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokks: Gagnrýnisatriði skýrsl- unnar mjög alvarleg ÞORSTEINN Pálsson formað- ur Sjáifstæðisflokksins segir gagnrýni þá sem fram kemur í skýrslunni um viðskipti Út- vegsbankans og Hafskips, á Útvegsbankann, Hafskip, stjórn bankans og hagsmuna- árekstra vera mjög alvarlegs eðlis. „Það er augljóst mál að í þess- ari skýrslu kemur fram gagnrýni á Útvegsbankann, það kemur fram gagnrýni á Hafskip fyrir að láta bankanum í té upplýsingar sem ekki gefa rétta mynd af rekstri fyrirtækisins og eiginijár- stöðu þess,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið, „Það kemur fram gagnrýni á stjóm bankans fyrir að huga ekki nægi- lega vel, upp á eigin spýtur að þessum atriðum. Það kemur fram gagnrýni á það, að á tímabili er hagsmunaárekstur á milli for- mennsku í bankaráði og stjómar- formennskunnar í Hafskip. Þetta em auðvitað allt atriði sem em mjög alvarlegs eðlis, en misjafn- lega alvarlegs eðlis." Þorsteinn sagði jafnframt, að eins og kæmi fram í skýrslunni sjálfri, þá væri oft auðveldara að sjá eftir á, hvað hefði átt að gera. „Frá mínum bæjardymm séð,“ sagði Þorsteinn, „þá skiptir núna mestu máli, að það verði tekin, þegar í stað ákvörðun um það hvað gert verður við Útvegs- bankann."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.