Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 298. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986
Árið 1986 annað mesta aflaár sögunnar:
Verðmæti sjávarfengs
meira en nokkru sinni
VERÐMÆTI sjávarfengs lands-
manna hefur aldrei verið meira
en á árinu sem nú er að ljúka.
Talið er að verðmæti útfluttra
sjávarafurða verði um 36 millj-
arðar króna, sem er 34% meira
en árið 1985, þegar verðmætið
var tæplega 26 milljarðar kr. I
dollurum reiknað jókst verð-
mæti útflutnings um tæp 40%
en um 22% ef miðað er við SDR
(sérstök dráttarréttindi). Ljóst
er   að   verðmæti   sjávarfengs
landsmanna er meira en árið
1981, sem áður skUaði hvað
mestu raunvirði. Fiskifélag ís-
lands telur að árið verði eitt
hagstæðasta ár sögunnar fyrir
sjávarútveginn.
Fiskifélag íslands áætlar að
heildarafli landsmanna verði 1.662
þúsund tonn á árinu. Samkvæmt
því yrði árið næstbesta aflaár sög-
unnar, næst á eftir árinu 1985
þegar heildaraflinn var 10 þúsund
tonnum meiri, eða 1.672 þúsund
Sj ómannaverk-
fall annað kvöld
VERKFALL sjómanna á fiskiskipum skeUur á á miðnætti annað
kvöld. Árangurslaus samningafundur var í gær og þá ákveðið að
boða til nýs fundar föstudaginn 2. janúar og reyna tU þrautar að
ná saman samningum. Fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegs-
ins, sem vera átti seinnipartinn í gær, var frestað til klukkan 11 í
dag, en deiluaðilar bíða eftir ákvörðun fiskverðs.
„Við munum reyna til þrautar
um helgina. Ef ekki næst saman
þá, munum við ekki mæta á samn-
ingafund aftur fyrr en þau skip eru
komin í land, sem við teljum að séu
að brjóta gegn verkfallinu. Þá mun
því færast full harka í málið," sagði
Hólmgeir Jónsson hjá Sjómanna-
sambandi íslands.
Hólmgeir sagði að það væru um
það ákvæði í samningum sjómanna
við útgerðarmenn, að öll skip, önn-
ur en þau sem fiskuðu fyrir sölu
erlendis, ættu að vera í höfn frá
því klukkan fjögur á gamlársdag
til miðnættis á nýársdag. Skipin
myndu því ekki leggja úr höfn eftir
áramótin, fyrr en deilan væri leyst.
Kostnaðarhlutdeildin er það sem
deilum veldur í þessum samningum.
Sjómenn vilja að það hlutfall sem
gengur beint til útgerðarinnar af
brúttóaflaverðmæti verði lækkað,
en útgerðarmenn vilja að það verði
óbreytt.
tonn. Árið 1984 var heildaraflinn
1.527 þúsund tonn.
Afli helstu físktegunda fór vax-
andi ef loðnan er undanskilin.
Heildarbotnfiskaflinn verður um
634 þúsund tonn og er það 53
þúsund tonnum eða rúmlega 9%
meiri afli en í fyrra. Þar af var
þorskaflinn 358 þúsund tonn og
hefur aukist um 35 þúsund tonn
eða nærri 11% frá fyrra ári. Um
52 þúsund tonn veiddust af humri,
rækju og hörpudiski og er það 8
þúsund tonnum, eða 18% meira en
í fyrra. 67 þúsund tonn af síld feng-
ust, 18 þúsund tonnum eða 36%
meira en árið 1985. Þá fengust
898 þúsund tonn af loðnu, 95 þús-
und tonnum minna en árið 1985
og er samdrátturinn 9,5% frá fyrra
ári. Er þessi samdráttur í loðnu-
afla rakinn til eindæma stirðrar
tíðar á haustvertíð.
Sé litið á verðmæti aflans upp
úr sjó koma enn hagstæðari tölur
í ljós. Talið er að verðmæti aflans
verði rúmlega 18 milljarðar króna,
sem er 41% meira en árið 1985.
Reiknað í dollurum fæst hlutfalls-
lega sama aukning en ef reikað er
í SDR er aukningin rúm 23% á
milli ára. Fiskifélag íslands segir
að til þessarar verðmætaaukningar
liggi margar ástæður. Aflasam-
setningin sé hagstæðari þar sem
meira hafi verið veitt af verðmæt-
ari tegundum en árið áður. Þá
hafi almennt verið hátt verð á
mörkuðum sem komi fram í hærra
verði hráefnis. Einnig hafi auknar
sölur á erlenda ferskfiskmarkaði
áhrif til hækkunar á hráefnisverði.
Póstur og sími:
Dregið verður úr muninum á
langlínu- og staðarsamtölum
SAMGÖNGURÁÐHERRA, Matt-
hías Bjarnason, hefur ákveðið
að gerðar verði breytingar á
uppbyggingu gjaldskrár fyrir
símaþjónustu og falið Pósti og
síma að gera tiHögur þar um.
Meðai annars verður dregið úr
þeim mun sem er á verði
íanglínusamtala og staðarsam-
tala.
Meðal annars verður lagður niður
gjaldflokkur 1 fyrir sjálfvirk símtöl
og verður hann sameinaður gjald-
flokki 0. Hefur þetta í för með sér
að símtöl sem verið hafa í gjald-
flokki 1 lækka í verði, vegna þess
að 6 mínútur verða í hverju skrefi
samkvæmt dagtaxta í stað 1
mínútu. Sem dæmi um þetta má
nefna að samtöl innan Arnessýslu
verða öll í gjaldflokki 0, en áður
var gjaldflokkur 1 í gildi þegar
hringt var á milli símstöðvasvæð-
anna 11, sem eru Selfoss, Ara-
tunga, Brautahr., Eyrarbakki,
Flúðir, Hamar, Hveragerði, Laug-
arvatn, Minniborg, Stokkseyri og
Þorlákshöfn. Sem annað dæmi má
nefha samtöl á milli símnotenda við
stöðvarnar á Akureyri, Grenivík og
Hrafnagili. Á að framkvæma þessa
breytingu eins fljótt og kostur er,
eftir því sem tæknibreytingar leyfa.
Reyndar hafa slíkar breytingar ver-
ið gerðar á einstaka stöðum á
landinu.
Þann 1. janúar hækkar gjaldskrá
fyrir símaþjónustu almennt um
10%. Þannig hækkar til dæmis af-
notagjald fyrir síma úr 530 krónum
f 585 kr. og verð fyrir umframskref
úr 1,20 kr. f 1,32 kr. Stofngjald
síma hækkar nokkuð meira eða úr
3.500 krónum í 5.000 kr. Gjald
fyrir 10 orða símskeyti hækkar úr
43,90 í 48,60 kr. og gjald fyrir
hverja  mínútu   í  farsímaþjónustu
hækkar úr 6 kr. í 6,60 kr. Gjöld
þessi eru öll án söluskatts.
Þá er gerð sú breyting á nætur-
og helgidagagataxta sjálfvirkra
símatala að afsláttur er lækkaður
úr 50 í 33%. Afsláttur þessi hefur
gilt frá klukkan 19 til 8 frá mánu-
degi til föstudags og frá klukkan
19 á föstudögum til næsta mánu-
dag. Er þetta gert vegna þess mikla
álags sem orðið er á símkerfinu á
þessum tíma. Jafnframt er stefnt
að því að veita viðbótarafslátt á
langlínusamtölum frá klukkan 23
til 8 frá mánudegi til föstudags og
um helgar, en sú breyting kemur
til framkvæmda þegar breyting á
uppbyggingu gjaldskrár símans
samkvæmt ákvörðun ráðherra kem-
ur til framkvæmda.
Stj órnarskrárnef nd:
Branduglan við húsið á Logafold 141.
Morgunblaðið/Ester Sigurðardóttir
Atti von á öllu
öðru en að fá
uglu á gluggann
- sagði Ester Sigurðardóttir sem fékk
óvenjulega heimsókn á suimudaginn
„ÉG átti von á öllu öðru en að fá uglu á gluggann hjá mér,"
sagði Ester Sigurðardóttir, sem býr á Logafold 141 í Grafarvogi
í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið en brandugla flaug á
stofugluggann á heimUi Esterar um miðjan dag á sunnudaginn.
Ester býr ásamt fjölskyldu sinní   sennilega verið dösuð eftir brot-
á jarðhæð í tveggja hæða húsi við
Logafold. Hún sagðist hafa setið
í stofunni við lestur en dóttir henn-
ar horfði á sjónvarp. „Allt í einu
kvað við heilmikill dynkur á
glugganum og okkur dauðbrá báð-
um," sagði Ester. „Ég leit upp og
sá fuglinum bregða fyrir við
gluggann. Þegar ég fór að svipast
eftir honum úti sá ég hann sitja á
stillansi við húsið og þar sat uglan
hátt í tvo klukkutíma. Hún hefur
lendinguna."
Brandugla er eina uglan sem
vitað er með vissu að verpir nú á
íslandí. í bók Hjálmars R. Bárðar-
sonar, Fuglar íslands, segir að
íslenskar branduglur séu sennilega
að mestu leyti farfuglar og er því
líklegt að uglan sem flaug á
gluggann á Logafoldinni hafi lent
í einhverjum erfiðleikum í haust
og orðið eftir hér á landi.
Magnús Torfi Ölafsson kem-
ur í staðinn fyrir Jón Baldvin
JÓN Baldvin Hannibalsson hefur sagt sig úr stjórnarskrárnefnd og
þingflokkur Alþýðuflokksins hefur tílnefnt Magnús Torfa Ólafsson,
blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar sem sinn fuUtrúa í nefndina í Jóns
Baidvins stað.
Jón Baldvin ritaði forsætisráð-
herra bréf í nóvembermánuði og
baðst lausnar frá störfum í stjórnar-
skrárnefnd frá og með 1. desember
sl. og tilkynnti um leið að þingflokk-
ur Alþýðuflokksins hefði tilnefht
Magnús Torfa Ólafsson blaðafull-
trúa, sem fulltrúa sinn í nefndina, í
hans stað.
Magnús Torfi var í gær spurður
hvort hann væri genginn í Alþýðu-
flokkinn: „Nei, ég hef tekið að mér
fyrir þingflokk Alþýðuflokksins að
vera fulltrúi í stjómarskrárnefnd."
Aðspurður hvort hann hygðist ganga
í Alþýðuflokkinn svaraði Magnús
Torfí: „Ég er ekki genginn í flokk-
inn. Við Jón Baldvin Hannibalsson
erum fornkunningjar og höfum
stundum áður verið samherjar. Ég
tók fúslega boði að taka við starfi
i stjórnarskrárnefnd, þar sem Jón
Baldvin hverfur frá."
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins var spurður
hvers vegna Magnús Torfi hefði ver-
ið tilnefndur sem fulltrúi þingfíokks
Alþýðuflokksins í stjórnarskrár-
nefnd: „I fyrsta lagi vegna þess að
hann er að mati okkar þingflokks
prýðilega til þess hæfur. Af viðræð-
um við hann, var ljóst að hann hafði
mikinn áhuga á þessu málefhi, að
ljúka þessu mikla verki. endurskoð-
un stjórnarskrárinnar. I annan stað
veldur því annríki formanns Al-
þýðuflokksins, ég tala nú ekki um í
þeirri kosningabaráttu sem fyrir
höndum er, þannig að sá maður sem
vill reka á eftir störfum þessarar
nefndar þarf að hafa góðan tíma
sjálfur, en nefndin hefur að mínu
mati verið allt of starfslítil hingað
til, seinustu tvö árin, fundir strjálir
og stopulir og verkstjórn bág," sagði
Jón Baldvin.
Jón Baldvin var spurður hvort það
fælist ekki í þessari tilnefningu að
þingflokkur Alþýðuflokksins liti á
Magnús Torfa sem sinn liðsmann:
„Eru ekki allir kratar nú til dags?"
spurði flokksformaðurinn á mðti.
Meinatæknadeilan:
Boðnir tveir launaflokkar
STARFSMANNAFÉLAG Reykjavíkurborgar, sem fer með samnings-
umboð fyrir meinatækna á Borgarspftalanum, gerði f gær bráðabirgða-
samkomulag við borgaryfirvöld um lausn f kjaramálum meinatækna.
Samkomulagið felur í sér tveggja launaflokka hækkun gegn því að
meinatæknar á Borgarspítalanum dragi uppsagnir sfnar tíl baka. Sam-
komulagið er háð samþykki meinatækna, en fundi þeirra um máUð
var ólokið er Morgunblaðið fór í prentun í gærkvoldi.
Meinatæknar á Borgarspítalanum
höfðu áður boðist til að fresta upp-
sógnum sínum um tvo mánuði gegn
því að fá áðurnefnda hækkun, en
því   höfðu   borgaryfirvöld   hafnað.
Hins vegar höfðu meinatæknar áður
hafnað því að falla alfarið frá upp-
sögnum sínum gegn tveggja launa-
flokka hækkun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48