Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
13. tbl. 75. árg._________________________________LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afganistan:
Átök þrátt fyrir
einhliða vopnahlé
Kabúl, Peshawar, Islamabad, AP og Reuter.
LEIÐTOGAR afganskra skæruliða í Pakistan sög'ðu í gær að tugir
afganskra stjórnarhermanna hefðu beðið bana i árásum skæruliða
þrátt fyrir einhliða vopnahlé kommúnistastjórnarinnar í Kabúl. Mik-
ill viðbúnaður var hjá sovéska hernum í höfuðborg Afganistan.
Skriðdrekar voru á hveiju horni og gengu hermenn um götur gráir
fyrir járnum.
v A
Snjór á Mallorca
AP/Símamynd
I Evrópu eru nú válynd veður. Kuldinn hefur teygt sig alia Ieið til Mallorca og segja eyjarskeggjar
að þar sé genginn í garð „Síberíuvetur“. Karlinn og konan, sem hér sjást vaða hnédjúpan snjóinn
á sólbaðseynni, gætu án efa tekið undir það. Varla hefur þó verið jafn kalt á Mallorca og í Noregi.
Þar fraus í tíu þúsund viský-flöskum, sem geymdar voru í járnbrautarvagni á hliðarspori, og
sprungu þær allar er vökvinn þandist út. Viský-farmurinn átti að fara í áfengisverslun í Lillehamm-
er, en hafði verið geymdur á hliðarsporinu í fimm daga. Áfengi, sem er 40 prósent að styrkleika,
frýs þegar frost mælist 23 gráður á Celsíuskvarða. sjá bls. 32.
Ecuador:
Forsetínn í gíslingu
hjá herforingjum
Quito, Noew York, AP.
YFIRMENN í her Ecuador tóku Leon Febres Cordero forseta og
Medardo Salazar varnarmálaráðherra í gislingu eftir skotbardaga
á herflugvelli skammt frá borginni Guayaquil. Yfirmennimir kröfð-
ust þess að stjórn Ecuador léti lausan leiðtoga herbyltingar, sem fór
út um þúfur á síðasta ári, og hefur verið ákveðið að verða við þeirri
kröfu.
' Þrír dagar eru síðan lýst var yfir
vopnahlénu og kváðust embættis-
menn stjómarinnar ekki hafa
upplýsingar um að átök hefðu brot-
ist út í gær. Ekki var vitað hvers
vegna herinn var í viðbragðsstöðu
Kína:
Stúdenta-
mótmælin
felldu Hu
Peking. AP, Reuter.
HU YAOBANG, formaður kín-
verska kommúnistaflokksins,
sagði af sér embætti í gær og
játaði um leið á sig margvísleg
„mistök“. Zhao Ziyang, forsætis-
ráðherra, hefur verið skipaður
eftirmaður hans. Ókyrrðin meðal
stúdenta að undanförnu varð Hu
að falli og er honum kennt um,
að hún var ekki kveðin niður í
tíma.
Fréttastofan Nýja Kína skýrði
svo frá, að á næstum fullskipuðum
fundi stjómmálaráðsins hefði Hu,
sem var sérstakur skjólstæðingur
Deng Xiaoping, valdamesta ráða-
manns í Kína, gagnrýnt sjálfan sig
og viðurkennt að hafa brotið þær
meginreglur flokksins að hafa fullt
samráð við aðra leiðtoga hans.
Varla hafði verið frá því skýrt,
að Hu hefði sagt af sér, þegar til-
kynnt var, að engar verðhækkanir
yrðu á nauðsynjavörum á þessu ári.
í Kabúl í gær og sögðu vestrænir
stjómarerindrekar að slíkt hefði
aðeins gerst einu sinni undanfama
átta mánuði. Þá kom sendinefnd frá
Kreml til borgarinnar. Einnig hefði
herinn vaktað öll helstu gatnamót
í Kabúl þegar Babral Karmak, fyrr-
um leiðtoga Afganistan, var vikið
úr embætti leiðtoga kommúnista-
flokksins í maí í fyrra og Najibullah
tók við. Ekkert þótti þó benda til
þess að deilur innan stjómarinnar
væm í aðsigi.
Erlendir blaðamenn em nú í
Kabúl til að fylgjast með sáttaum-
leitunum Najibullahs við skæmliða
og vopnahlénu.
Skæmliðar sögðu að árásum
þeirra linnti ekki. Einnig hefðu átök
harðnað og vildu skæmliðar með
þvi sýna að þeir höfnuðu vopna-
hlénu. Leiðtogar sjö hreyfinga
skæmliða, sem saman mynda
Mujaheddin-hreyfinguna, ætla að
halda fund í bænum Peshawar í
Pakistan í dag. Þar ætla þeir að
greina frá svari sínu við tilboði afg-
önsku stjómarinnar um sex mánaða
vopnahlé og þjóðarsátt eftir átta
ára stríð. Allir sjö höfnuðu tilboði
um vopnahlé, sem gert var 1. jan-
úar.
I Moskvu vom sýndir afganskir
hermenn, sem breiddu strigadúka
yfir byssur sínar, skriðdreka og
bryndreka, í fréttatíma sjónvarps.
Sovésk sendinefnd kemur í dag
til Pakistan til viðræðna við stjóm-
ina um Afganistan. Anatoly Gavr-
ilovitch Kovalyev, aðstoðamtanrík-
isráðherra, fer fyrir nefndinni og
mun hún ræða við embættismenn
utanríkisráðuneytisins og Zia-ul-
Haq forseta.
Blasco Penaherrera, varaforseti
Ecuador, sagði að Febres Cordero
yrði látinn laus þegar Frank Vargas
Pazzos hershöfðingi kæmi á flug-
völlinn. Febres Cordero braut á bak
aftur byltingartilraun hersins í mars
á síðasta ári. Vargas var settur í
fangelsi eftir byltingartilraunina.
I útvarpinu sagði að fjórir her-
menn hefðu fallið þegar fallhlífar-
hermenn á flugstöðinni náðu
forsetanum á sitt vald eftir bardaga
við lífverði hans. Einnig námu þeir
nokkra lífverði forsetans og þijá
fréttamenn á brott. Forsetinn var
viðstaddur heiðursathöfn á vellin-
um.
Útvarpsstöð ein sagðist hafa tek-
ið viðtal við forsetann: „Ég vil
fullvissa Qölskyldu mína og fjöl-
skyldur þeirra, sem með mér em,
um að ég og vamarmálaráðherrann
emm heilir á húfi,“ var haft eftir
Febres Cordero.
Andres Vallejo, forseti þingsins
í Ecuador, og German Carrion, for-
seti hæstaréttar, hafa fordæmt
brottnám forsetans og lýst yfir skil-
yrðislausum stuðningi við stjórnar-
skrána og lög í landinu.
í útvarpi sagði að Penaherrera
hefði fundað með háttsettum her-
foringjum og talið væri líklegt að
hann myndi setjast í forsetastól um
skeið og lýsa yfir neyðarástandi í
landinu.
Febres Cordero er auðugur kaup-
sýslumaður og kemur hann frá
stærstu borg Ecuador, Gayaquil.
Hann er talsmaður frjáls markaðs-
kerfis og hefur reynt að auka
hagvöxt í Ecuador með því að af-
nema ýmis höft og lokka erlent
flármagn inn í landið.
Hann er andvígur stjórn sandin-
ista í Nicaragua og hefur hlotið lof
Bandaríkjastjómar fyrir stefnu
sína. Andstæðingar hans saka hann
aftur á móti um að hygla hinum
ríku á kostnað fátækra. I Ecuador
búa 9,2 milljónir manna og býr
meirihluti þjóðarinnar við fátækt.
Spánn:
Sex hryðju-
verkamenn
handteknir
Madrid, AP.
SPÁNSKA lögreglan handtók í
gær sex baska, sem grunaðir eru
um hryðjuverk.
Heimildarmenn innan spönsku
stjórnarinnar sögðu að hér væri um
þijá menn og þijár konur úr sér-
sveit aðskilnaðarhreyfingar Baska
(ETA) að ræða. Sérsveit þessi hefur
verið kölluð „Madrid-sveitin" og
sagði embættismaður innanríkis-
ráðuneytisins í gær að hin hand-
teknu væm talin hafa myrt 25
manns og tekið þátt í níu árásum
í höfuðborginni.
Sviþjóð:
Ólga í sjóher vegna
ummæla ráðherra
Stokkhólmi, AP.
SJÓHERINN og þingmenn stjórnarandstöðunnar eru æfareiðir
vegna ummæla Roines Carlsson vamarmálaráðherra þess efnis
að Corvette-kafbátaleitarskip séu peningasóun.
„Svo virðist sem vamarmála-
ráðherrann haldi að við höfum
lystisnekkjur í sjóhernum,“ sagði
Karl Andersson, skipherra í
sænska sjóhemum, í viðtali í gær.
Carlsson sagði að eftirlitsbát-
amir, sem sjóherinn vill nota til
að efla eftirlit í sænskri lögsögu,
væru skrímsl úr deigum málmi
og „yfirmenn sjóhersins vilja
standa í brúnni og láta ljós sitt
skína: bátamir eru ekki þess virði
að eyða í þá peningum."
Sjóherinn á nú tvo Corvette-
báta og hefur pantað flóra til
viðbótar, sem kosta 400 milljónir
sænskra króna hver (2.400 millj-
ónir ísl. kr.).
Sjóherinn og stjómarandstaðan
segja að bátar þessir séu nauðsyn-
legir til þess að koma í veg fyrir
að erlendir kafbátar séu á ferð í
sænska skeijagarðinum.
„Yfirlýsing ráðherrans er hrein
ögmn og ber fáfræði vitni," sagði
Anderson skipherra í viðtali við
Svenska Dagbladet.
Deilur þessar sigla í kjölfar
samkomulags minnihlutastjómar
jafnaðarmanna og fijálslyndra,
sem eru í stjómarandstöðu, um
aukin fjárframlög til vamarmála
frá þessu ári til ársins 1997. Þar
voru vonir sjóhersins, Hægra
flokksins og Miðflokksins um að
tvö kafbátaleitarskip og ein deild
af Viggen oirustuþotum yrðu
keypt að engu gerðar.
Eins og málum er nú komið
geta Svíar aðeins fylgst með ein-
um kafbát í einu, en sjóherinn
telur ákjósanlegt að geta fylgst
með tveimur.
„Yfírlýsing varnarmálaráðherr-
ans mun hafa alvarlegar afleið-
ingar innan hersins og má hann
síst við því nú,“ sagði Carl Bildt,
formaður Hægra flokksins, í gær.