Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 51. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR  B
ttttmiIiIfifrUi
STOFNAÐ 1913
51.tbl. 75. árg.
ÞRIPJUDAGUR 3. MARZ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Steingrímur Hermannsson um viðræður við Gorbachev:
Einlægni í afvopnun og
breytingum innanlands
VIÐ UPPHAF
VIÐRÆÐNA
Mikhail S. Gorbachev, leið-
togi Sovétríkjanna, heilsar
Steingrími Hermannssyni
forsætisráðherra við upphaf
viðræðna þeirra í gær.
Moskvu, frá Birni Bjarnasyni.
„HONUM var greinilega kappsmál að sannfæra mig um einlægni
sína í afvopnunarmálum og að því er varðar þær breytingar, sem
nú er unnið að hér í Sovétríkjunum," sagði Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, eftir viðræður sínar við Mikhail Gorbachev,
aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, í Kreml síðdegis í gær.
„Til hamingju með afmælið," var
hið fyrsta, sem Steingrímur Her-
mannsson sagði í upphafi tveggja
klukkustunda langs fundar með
sovéska leiðtoganum. Gorbachev
varð 56 ára í gær. Auk þeirra
tveggja voru Tómas Á. Tómasson,
sendiherra, og Chernyev, aðstoðar-
maður Gorbachevs, á fundinum
ásamt túlki. Steingrímur Her-
mannsson sagði að fyrri hluti
fundarins hefði snúist um alþjóða-
mál en seinni hlutinn um málefni
Sovétríkjanna.
Steingrímur sagðist hafa vakið
máls á því hvort ekki yrði hugað
að  auknum  mannréttindum,  svo
sem ferðafrelsi, og hefði Gorbachev
svarað á þá leið að Sovétmenn vildu
ekki sitja undir þrýstingi. Þess yrði
ekki langt að bíða að merkileg
tíðindi gerðust á þessum vettvangi.
Frelsið yrði ekki minna í Sovétríkj-
unum en í Bandaríkjunum.
„Þetta var afar fróðlegur fundur
og það var mjög gott að ræða við
aðalritarann," sagði Steingrímur.
j,Gorbachev skýrði tillögur sínar um
brottflutning meðaldrægra eld-
flauga frá Evrópu og raunar
skammdrægra einnig. Hann lagði
áherslu á að einhvers staðar yrði
að hefjast handa við að fjarlægja
kjarnorkuvopn og hann vildi  að
þeim yrði útrýmt fyrir aldamðt."
Steingrímur sagði að Gorbachev
hefði ekki rætt sérstaklega um
kjarnorkuvopnalaust svæði á Norð-
urlöndum, né heldur fækkun
kjarnorkuvopna í hafi, sem forsæt-
isráðherra kvaðst hafa vakið máls á.
Um þróunina innan Sovétríkj-
anna sagði Gorbachev að sér þætti
miður að ýmsir virtust efast um
einlægni hans í viðleitninni til að
breyta sovésku efnahags- og stjórn-
kerfi. Þar væri stefnt ákveðið að
skýru marki. Þetta væri erfitt þar
sem viðurkenna þyrfti mistök á fýrri
tímum og takast á við kerfiskarla.
Á hinn bóginn nyti hin nýja stefna
mikils stuðnings meðal fólksins og
flokksins.
Sjá nánar um heimsókn forsætis-
ráðherrahjónannan á miðopnu
blaðsins.
í heimsókn hjá Andrei Sakharov og Yelenu Bonner:
Vera þeirra hjóna í Moskvu
er tákn um breytta túna
Moskvu, frá Birni Bjarnasyni.
FARÐU bara og bankaðu upp á hjá þeim, var niðurstaðan af vanga-
veltum um það, hvort ég gæti hitt Andrei Sakharov og Yelenu
Bonner, á meðan ég dveldist í Moskvu. Og þetta gerðum við tveir
blaðamenn frá íslandi í gærkvöldi, á meðan forsætisráðherrahjón-
in okkar ásamt fylgdarliði sátu veislu höfðingjanna í Kreml. Okkur
til aðstoðar Var Robert Evans, f orstöðumaður /ieuíers-skrif stofunn-
ar í Moskvu.
Það var heldur drungalegt við
Innri hringveginn í Moskvu, þar
sem Sakharov-hjónin búa, þegar
við lögðum bílnum i hliðargötu og
gengum síðasta spottann að gamla
fjölbýlishúsinu. Við fórum upp föl-
grænan ganginn upp á sjöttu hæð,
hringdum og Yelena Bonner tók á
móti okkur. Gamall maður gekk inn
í íbúðina svo til samhliða okkur.
Það var einn þeirra hundruða eða
þúsunda, sem hafa leitað fundar
við Sakharov frá því hann kom til
Moskvu 23. desember síðastliðinn
og borið upp við hann margvísleg
erindi en flest um það hvort þau
hjónin gætu hjálpað einhverjum
sem eru enn í fangabúðum eða
útlegð.
Þrátt fyrir tuttugu gráðu gadd-
inn er leðja á götunum í Moskvu
og frú Bonner sagði að nágrann-
arnir í stigaganginum væru farnir
að kvarta undan óþrifum og hún
yrði ein að sjá um að halda tröppun-
um hreinum. Við fórum síðan úr
skónum, áður en við gengum inn
í fábrotna stofu. Það var kveikt á
sjónvarpinu. Þau voru að horfa á
fréttir. Brátt kom Sakharov og við
sátum hjá þeim í rúman klukku-
tíma. Robert Evans túlkaði fyrir
okkur en með því skilyrði að ekki
yrði um viðtal að ræða.
Margt bar á góma. Þegar rætt
var um fanga afhentu þau okkur
lista yfir pólitíska fanga, sem þau
sögðust ekkert vita um. Þau sögðu
að Demrikh Altunyan, sem var
handtekinn 1969 fyrir baráttu í
þágu mannréttinda og var einn
þeirra fjórtán manna, sem Sakh-
arov nefndi við Gorbachev, þegar
honum var sleppt frá Gorkí, hefði
hafið hungurverkfall í gær, ótíma-
bundið.
Sakharov lét þau orð falla, að
sér þættu tillögur Gorbachevs um
að fjarlægja skyldi meðaldrægu
eldflaugarnar frá Evrópu góðar.
Hann hefði verið andvígur þeirri
niðurstöðu í Reykjavík að binda
allt við geimvarnaáætlunina í
kjarnorkumálum. Sagðist hann
hafa lýst þessari skoðun sinni á
nýlegri friðarráðstefnu í Moskvu
og fengið skömm í hattinn frá sov-
éskum vísindamönnum. Nú væri
þetta að gerast; Vesturlönd yrðu
að bregðast við með skynsamlegum
hætti og síðan yrðu Sovétmenn að
fækka langdrægum eldflaugum.
Andrei Sakharov og Yelena Bonner.

Sakharov leit vel út en Yelena
Bonner var þreytuleg. Á þeim
klukkutíma sem við vorum þarna
heima hjá þeim hringdi síminn einu
sinni og var það ABC-sjónvarps-
stöðin. Heimili þeirra er fábrotið
og næsta fornlegt á okkar mæli-
kvarða. Bækur eru um alla veggi,
flestar á rússnesku en einnig á
ensku og þýsku, og myndir úr öllum
áttum og mikið af alls kyns minja-
gripum. Ég afhenti þeim bók
Guðmundar Magnússonar blaða-
manns um leiðtogafundinn og lýsti
frú Bonner ánægju sinni eftir að
hafa flett henni. Sakharov spurði
á hvaða tungumáli bókin væri rituð
og við útskýrðum fyrir honum
stöðu  íslenskunnar  meðal  nor-

rænna tungumála.
Umræðurnar snerust um listir
og bókmenntir og frú Bonner lýsti
því yfir að hún væri ekki ánægð
með þá kvikmynd sem hér er sýnd
um þessar mundir og þykir marka
nokkur tímamót, kvikmyndina Iðr-
un, og er gagnrýni á harðstjórn
Stalíns. Hún sagði að það væri
merkilegur atburður að myndin
væri sýnd en frekar ætti að kenna
hana við hefnd en iðrun. Sjálf hefði
hún orðið að þola mikið á Stalíns-
tímanum og meðal annars standa
í biðröðum við fangabúðir í leit að
föður sínum. Svo tók hún vingjarn-
lega í hönd á manni sínum og sagði
að þau væru ekki alltaf sammála
um allt að því er snerti listir og
. jg iifi>iii " -
bókmenntir, hann væri mun raun-
særri en hún. Sjálfri þætti henni
til að mynda ekki mikið til skáld-
sagna Solzhenitsyns koma en
Gulageyjaklasinn væri mikið og
merkilegt verk vegna þess hve
mikið heimildagildi það hefði.
Frú Bonner hafði orðið oftar í
samtalinu og sagði meðal annars
að hún væri orðin svo gömul að
hún þyrfti ekki lengur að láta sér
líka allt sem öðrum líkaði.
Við spurðum hvort við mættum
taka mynd af þeim hjónum og var
því vel tekið. Eftir að Árni Þórður
Jónsson, fréttamaður á Bylgjunni,
hafði smellt af nokkrum myndum
var kominn tími til að kveðja. Við
höfðum ætlað að líta inn í nokkrar
mínútur en tíminn flaug hraðar en
okkur óraði fyrir. Sakharov fylgdi
okkur til dyra, látlaus og vingjarn-
legur: Auf wiedersehen sagði hann
á þýsku og við tókum undir það.
Raunar var það svo ótrúlegt að
hafa átt þess kost að hitta þau
hjón í eigin persónu að það gæti
alveg eins gerst að við fengjum
tækifæri til að hitta þau aftur.
Hvergi var nokkra gæslu að sjá
við hús þeirra og við gengum aftur
út í Moskvu-kuldann með þá vissu
að það væri ekki tilviljun að jafn
auðvelt væri og raun bar vitni að
heimsækja þennan einstakling og
þessa einstaklinga sem gátu látið
allt sovéska kerfið nötra fyrir að-
eins fáeinum mánuðum með þvi
að láta leyniboð berast frá Gorkí.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56