Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 52. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR

tfgunl)f*feifr

STOFNAÐ 1913

52.tbl.75.árg.

MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987

Prentsmiðja Morgunblaðsins

Reuter

Kreml. Til vinstri er Tómas Á.

Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á blaðamannafundi

Tómasson sendiherra í Belgíu.

Gorbachev ánægður með viðræðurnar við Steingrím

Moskvu, frá Birni Bjarnasyni.

SAMKVÆMT frásögn Prövdu

í gær, sem er að verulegu leyti

höfð eftir Mikhail Gorbachev,

aðalritara sovéska kommún-

istaflokksins, var hann mjög

ánægður með viðræður sínar

við Steingrím Hermannsson,

forsætisráðherra, í fyrradag.

Er birt mynd af ráðamönnun-

um  á  forsíðu  blaðsins  með

ítarlegri  frétt  af  viðræðum

þeirra.

Steingrímur Hermannsson og

fylgdarlið hans hélt frá Moskvu

síðdegis í gær. Hófst dagurinn

með heimsókn í geimvísindastofn-

un Sovétríkjanna. Þá efndi

ráðherrann til blaðamannafundar

og síðan snæddu hann og fylgdar-

lið  hans  hádegisverð  í  bústað

íslenska sendiherrans. Var snjó-

fjúk og 13 stiga frost þegar

Nikolai Ryzhkov, forsætisráð-

herra, kvaddi íslensku gestina á

Moskvuflugvelli með heiðurs-

göngu hermanna og lúðraþyt.

Hélt ráðherrann áleiðis til Kaup-

mannahafnar þar sem opinber

heimsókn hans í Danmörku hefst

í dag.          Sjá bls. 28.

Atti að ræna Willy

Brandt í Frakklandi?

MUnchen, AP.

GREINT var f rá því í þýska viku-

ritinu Quick í gær að frönsku

hryðjuverkasamtökin Action

Direct hefðu ætlað að ræna Willy

Brandt, formanni þýska jafnað-

armannaflokksins (SPD), í

suðurhluta Frakklands um pásk-

ana.

I blaðinu sagði að franska lög-

reglan hefði komið á snoðir um

þessar ráðagerðir þegar fjórir

grunaðir foringjar hryðjuverka-

samtakanna voru handteknir á

bóndabýli í Norður-Frakklandi 21.

febrúar.

Lögreglan sagði þá að eitt her-

bergjana í býlinu hefði virst til

þess ætlað að halda gíslum. í Quick

sagði að áætlun um að ræna Brandt

hefði verið skrifuð niður og geymd

í rauðri möppu sem fannst við

handtökuna. Þar hefði einnig verið

nákvæmt kort af þorpinu Gagniers.

I blaðinu stóð að Brandt hefði ætl-

að að dveljast þar um páskana

ásamt konu sinni, Brigitte. Hefðu

allar undankomuleiðir úr þorpinu

verið merktar með rauðum lit.

Heimildarmenn í þýsku lögregl-

unni sögðu að vestur-þýskir lög-

regluforingjar hefðu farið til

Frakklands eftir að hryðjuverka-

mennirnir voru handteknir.

í Quick sagði að nafn Brandt

hefði verið skammstafað W.B. og

einnig hefðu fundist bréf frá vest-

ur-þýsku hryðjuverkasamtökunum

Rauðu herdeildinni til Action

Direct, þar sem Brandts hefði verið

getið.

ítalía:

Afvopnunarviðræðurnar í Genf:

Bandaríkjamenn leggja

fram drög að samningi

— um fækkun meðaldrægra f lauga

Washington, Genf, Moskvu, AP, Reuter.

RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn

myndu leggja fram uppkast að samningi um fækkun meðaldrægra

eldflauga í viðræðunum við Sovétmenn í Genf á morgun.

Atlantshafsbandalagið  er  nú  að

koma fyrir 572 Pershing-flaugum

og stýriflaugum, sem hver hefur

einn kjarnaodd.

Craxi

biðst

lausnar

KóiM. AP, Reuter.

BETTINO Craxi, forsætisráð-

herra ítalíu, afhenti Francesco

Cossiga forseta launsnarbeiðni

sína og ríkistjórnarinnar í gær.

Forsetinn hefur enn ekki tekið

afstöðu til lausnarbeiðninnar og

hefur beðið Craxi að sitja áfram

þar til annað verður ákveðið.

Craxi sagði í ræðu á þingi að

deilur innan fimm flokka sam-

steypustjórnar hans hefðu magnast

mjög að undanförnu og að hún

væri óstarfhæf af þeim sökum.

Stjórnin hefur verið við völd í þrjú

og hálft ár, að undanskildum 35

dögum á síðasta ári, og hefur engin

stjórn ríkt svo lengi á Italíu frá lok-

um síðari heimsstyrjaldar.

Almennt er talið að Cossiga for-

seti muni skipa hinn reynda stjórn-

málamann Giulio Andreotti

forsætisráðherra. Hann myndaði

síðast stjórn árið 1979 og hélt hún

velli í 11 daga.

ítalska tölfræðistofnunin birti í

gær skýrslu þar sem fram kemur

að verðbólga í febrúar var 4,2 pró-

sent á ársgrundvelli. Hefur verð-

bólga á Italíu ekki verið minni

undanfarin 18 ár.

Reagan kom stuttlega fram í

Hvíta húsinu í gær og kvaðst hann

ætla að kveðja Max Kampelman

sendiherra og aðra samningamenn

Bandaríkjanna í afvopnunarmálum

heim síðar í þessari viku til skrafs

og ráðagerða. Myndu þeir síðan

snúa aftur til Genfar til að semja

um afvopnun í smáatriðum.

Reagan fagnaði boði Mikhails

Gorbachev, aðalritara sovéska

kommúnistaflokksins, um að semja

um meðaldrægar eldflaugar án til-

lits til geimvarnaráætlunar Banda-

ríkjamanna (SDI).

„Ég hef falið samningamönnum

okkar að leggja fram uppkast að

samningi um meðaldrægar kjarn-

orkuflaugar í Genf á morgun,"

sagði Reagan í sjónvarpsútsend-

ingu. Hann kvaðst vilja leggja

áherslu á að mikilvægasti þátturinn

í að semja um meðaldrægar flaugar

væri eftirlit með því að ákvæðum

samningsins verði fylgt.

Forsetinn sagði að Bandaríkja-

menn hefðu haft náið samstarf við

bæði Evrópu- og Asíumenn um til-

lögu að samkomulagi um að fækka

þessum vopnum með það fyrir aug-

um að útrýma þeim algerlega. Hann

kvað uppkastið vera reist á þeim

hugmyndum sem fram komu í við-

ræðum hans við Gorbachev á

Reykjavíkurfundinum. Þá var málið

lagt til hliðar vegna þess að sovéski

leiðtoginn krafðist að samið yrði

um meðaldrægar flaugar ásamt

geimvarnaráætluninni og gagneld-

flaugum (ABM).

Gorbachev lagði til á laugardag

að ný tilraun yrði gerð til að útrýma

meðaldrægum flaugum í Evrópu.

Hann mæltist til þess að viðræðurn-

ar í Genf yrðu framlengdar.

Bæði Kampelman og Yuly Vor-

ontsov, helsti samningamaður

Sovétmanna, sögðu að viðræðunum

í Genf um meðaldrægar kjarnorku-

flaugar í Evrópu, sem ljúka átti í

dag, yrði haldið áfram, þrátt fyrir

að ekki hefði samist um frekari

viðræður um langdrægar eldflaugar

og geimvarnir.

Að sögn vestrænna embættis-

manna hafa Sovétmenn 441

færanlega SS-20 flaug, sem hver

hefur þrjá kjarnaodda, í Evrópu.

Bandaríkin:

Reagan tilnefnir William

Webster yf irmann CIA

Washington, AP, Reuter.

RONALD Reagan Bandaríkjaforseti útnefndi í gær William

Webster, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), yfir-

mann bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), að því er tilkynnt var

í Hvíta húsinu. Forsetinn var staðráðinn í að fá mann, sem nýtur

virðingar og hefur hvorki flækst í vopnasölumálið, né verið viðrið-

inn greiðslur til skæruliða í Nicaragua, í starfið.

Marlin Fitzwater, talsmaður

forsetans, sagði í gærkvöldi að

Reagan hefði hringt í Webster í

gær og boðið honum starfið.

„Webster kvaðst vilja umhugsun-

arfrest, en hann myndi hringja

aftur eins fljótt og mögulegt

væri," bætti Fitzwater við. Webst-

er hringdi átta klukkustundum

síðar og kvaðst þiggja starfið.

I yfírlýsingu frá Reagan sagði

að FBI hefði tekið miklum fram-

förum bæði á sviði gagnnjósna

og baráttu gegn hryðjuverkum

undir stjórn Websters: „Ég vona

að hann nái sama árangri sem

yfirmaður CIA."

Reagan er nú að undirbúa

ræðu, sem hann ætlar að flytja í

kvöld. Búist er við að forsetinn

reyni að sýna fram á að hann

haldi um stjórnvölinn í Hvíta hús-

inu. Skýrsla Tower-nefndarinnar

um vopnasölumálið ber því vitni

að Reagan hafi ekki vitað hvað

starfsmenn í þjóðaröryggisráðinu

höfðust að.

John Poindexter, sem sagði af

sér embætti öryggisráðgjafa

vcgna vopnasölumálsins, hefur

verið lækkaður í tign í sjóhernum

til að komast hjá átökum á Banda-

ríkjaþingi. Poindexter neitaði að

bera vitni í málinu. Hann var skip-

aður aðstoðaraðmiráll árið 1985

og hefði Reagan þurft 'að leggja

fyrir þingið hvort hann ætti að

halda stöðunni til frambúðar.

Missti Poindexter eina stjörnu úr

barmi sínum og mun hann fást

við langtímaáætlanir framvegis.

Sjá bls. 29 og 32 og 33.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64