Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 55. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR OG LESBOK

ffgmiItibiMfe

STOFNAÐ 1913

55. tbl. 75. árg.

LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987

Prentsmiðja Morgunblaðsins

Frakkland:

Lögmaður njósnaði

um skjólstæðing sinn

Paris, AP, Reuter.

LOGFRÆÐINGUR í París viðurkenndi í gær að hann hefði njósnað

um skjólstæðing sinn George Ibrahim Abdallah, sem dæmdur var í

lífstíðarfangelsi í síðustu viku, fyrir frönsku leyniþjónustuna (DGSE).

Jean-Paul Mazurier hefur komið

af stað deilum meðal lögfræðinga

með játningu sinni. Hann er talinn

hafa brotið allar siðareglur fransks

réttarfars og hefur verið fyrirskipuð

rannsókn á málinu.

Mazurier var lögfræðingur Abd-

allahs eftir að hann var handtekinn

í Lyon í október 1984, en Jacques

Verges, einn þekktasti lögfræðingur

Frakka, tók við máli hryðjuverka-

mannsins í fyrra.

Mazurier sagði í viðtali við franska

sjónvarpið að hann hefði látið DGSE

hafa efni skilaboða, sem Abdallah bað

hann um að koma til stuðningsmanna

sinna.

„Ég er ekki aðeins lögfræðingur,

ég starfa einnig fyrir frönsku leyni-

Þýzkir gísl-

ar í sendi-

ráði Irans

Bonn, AP.

TVEIR Vestur-Þjóðverjar,

sem rænt var í Líbanon í jan-

úar, eru í haldi í sendiráði

írans i Beirút og gæta iransk-

ir hermenn þeirra, að sögn

þýzka blaðsins Die Welt

Að sögn Die Welt telja sér-

fræðingar ríkisstjórnarinnar að

mennirnir, Rudolf Cordes og

Alfred Schmidt, séu í haldi í

sendiráði írans. Hermennirnir,

sem gæti þeirra, séu í starfsliði

sendiráðsins.

Talsmenn stjórnarinnar í

Bonn vildu ekki tjá sig um fregn

Die Welt til þess að rjúfa ekki

fréttabann, sem stjórnin setti

vegna gíslatökunnar.

þjónustuna," sagði Mazurier í við-

talinu. „Eg sveik ekki aðeins

Abdallah, heldur sveikst ég undan

öllum þeim skyldum, sem fylgja starfi

mínu."

Abdallah er grunaðar um að vera

yfirmaður vinstri sinnaðrar, líbanskr-

ar byltingarhreyfingar (FARL) og var

hann dæmdur 28. febrúar í París

fyrir aðild að morðum á bandarískum

hernaðarráðunaut og (sraelskum

stjórnarerindreka, sem og tilraun til

að taka Bandaríkjamann af lífi.

Mazurier, sem þekktur var fyrir

að styðja málstað vinstri manna,

kvaðst hafa hafið störf fyrir frönsku

lpyniþjónustuna eftir að Abdallah

sýndi honum áætlanir um að gera

árásir í París.

Játning Mazuriers verða birtar í

bókinni „Svarti útsendarinn" og

komu kaflar úr henni fyrir almenn-

ingssjónir í vikublaðinu L'Express í

gær.

Sjúkraliðar taka á móti fólki, sem tókst að bjarga úr ferjunni Herald of Free Enterprise. Ferjunni

hvolfdi er hún rakst á hafnargarð í höfninni í Zebrugge í Belgíu í gærkvöldi.

Ferju hvolfdi með fimm

hundruð manns um borð

Um þrjátíu látnir — yfir tvö hundruð manna saknað

Zeebrugge, Lundon, AP, Reuter.

BRESKRI ferju hvolfdi í gær-

kvöldi með mörg hundruð manns

um borð í hafnarmynninu í bæn-

um Zeebrugge í Belgíu, að sögn

embættismanna. Breska útvarpið

BBC sagði að staðfest hefði ver-

ið að 295 manns hefði verið

bjargað og einn maður hefði ver-

ið látinn þegar komið var á

sjúkrahús. Farþegar eru fastir

inni í ferjunni. Sjúkraliði, sem

Rcuter

Knut Frydenlund borinn til grafar

Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, flytur minn-

ingarræðu við útför Knuts Frydenlund utanríkisráðherra í

dómkirkjunni í Osló í gær. Ólafur Noregskonungur situr með

staf uppi við altarið. Frydenlund var á leið frá Norðurlandaráðs-

þingi í Helsinki þegar hann fékk heilablóðfall á Fornebu-flugvelli

í Osló. Degi siðar gaf hann upp öndina.

tók þátt í björgunaraðgerðum

sagði að hann hefði fundið scx

látna menn og að minnsta kosti

tuttugu væru látnir um borð.

Belgísk yfirvöld sögðu að 240

manna væri saknað.

Belgíska strandgæslan sagði að

þyrlur hefðu bjargað fjölda fólks

úr ísköldum sjónum. Breska sjón-

varpið sagði að sextíu manns hefðu

verið fluttir á sjúkrahús og hefðu

margir slasast alvarlega.

Talsmaður hollenska sjóhersins

staðfesti að fólk væri lokað inni í

ferjunni. í fréttum BBC var haft

eftir sérfræðingi um sjóslys að kaf-

arar væru að reyna að ná fólki, sem

lokast hefði um borð, út um kýr-

augu og dyr. Breska sjónvarpið

sagði að kafarar hefðu séð fólk á

lífí inni í ferjunni inn um kýraugu.

Að sögn talsmannsins var ferjan

að tveimur þriðju hlutum í kafi.

Hann sagði að ekki væri vitað um

slys á mönnum.

Sjóslysasérfræðingur sagði að

ferjan væri hætt að sökkva og nóg

væri af lofti inni í henni. Fólk, sem

enn væri um borð, væri því ekki í

hættu.

í breska sjónvarpinu var viðtal

við Rosinu Summerfield, sem bjarg-

aðist. „Skyndilega varð árekstur og

ferjan féll á hliðina. Við héldum að

hún kæmist aftur á réttan kjöl, en

hún hallaðist æ meira þar til hún

lá á hliðinni. Fólk öskraði og hróp-

aði," sagði Summerfield. Hún sagði

að sér hefði verið bjargað eftir tutt-

ugu mínútna bið í myrkum stiga

og allan tíma hefði vatn fossað inn

í ferjuna. „Ljósin slokknuðu og það

heyrðist aðeins hvernig ferjan fyllt-

ist af vatni ... og fólk flaut út um

allt."

Hún var spurð hvort konur og

börn hefðu farið frá borði fyrst:

„Góður guð, nei. Menn reyndu að

forða sér hver sem betur gat."

Björgunarsveitir frá Belgíu, Hol-

landi, Frakklandi og Bretlandi taka

þátt í björgunaraðgerðum. Til allrar

mildi var gott veður og lygn sjór

þegar slysið varð og auðveldar það

björgunarstörf.

Talsmaður strandgæslunnar í

Dover á Englandi sagði að 590 far-

þegar hefðu verið um borð í bílaferj-

unni „Herald of Free Enterprise"

og sextíu manna áhöfn. Franska

strandgæslan sagði að 463 menn

hefðu verið um borð.

Ferjan hafði rétt leyst festar og

var á leið til Dover þegar hún rakst

á hafnargarðinn í Zeebrugge

skömmu fyrir klukkan sjö að

íslenskum tíma í gærkvöldi. Tals-

maður skipafélagsins Townsend

Thoresen, sem gerir skipið út, sagði

að innkeyrslan í skut ferjunnar

hefði opnast við höggið og sjór

komist inn í bílageymluna. Við það

hefði ferjunni hvolft.

Meðaldrægar f laugar í Evrópu:

Samningar innan

fjögurra mánaða?

Shultz f er til viðræðna í Moskvu

London, Reuter

SOVÉTMENN tilkynntu í gær

að mikill árangur hefði náðst í

afvopnunarviðræðum og Ronald

Reagan       Bandaríkjaforseti

greindi frá því að George Shultz

utanríkisráðherra færi til

Moskvu og myndi ræða við Shev-

ardnadze, starfsbróður sinn, 13.

til 16. april.

Yuli Vorontsov, helsti samninga-

maður Sovétmanna í afvopnunar-

málum, sagði í París í gær að

mikill árangur hefði náðst í viðræð-

um Bandaríkjamanna og Sovét-

manna í Genf um að fækka

meðaldrægum kjarnorkuflaugum í

Evrópu. Hann kvaðst bjartsýnn á

að samningur yrði tilbúinn til undir-

ritunar innan þriggja til fjögurra

mánaða.

Reagan tilkynnti, eftir að hann

ræddi við Max Kampelman, aðal-

samningamann Bandaríkjanna, í

Hvíta húsinu, að hann ætlaði að

senda Shultz til Moskvu til að hitta

Shevardnadze. Heimildarmenn í

Bandaríkjunum sögðu að búist væri

við að viðræður þeirra myndu aðal-

lega snúast um takmörkun vígbún-

aðar, þótt einnigyrði rætt um önnur

deiluatriði Bandaríkjamanna og

Sovétmanna.       ___.............

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72