Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 64. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR

STOFNAÐ 1913

64.tbl.75.árg.

MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987

Prentsmiðja Morgunblaðsins

Reuter

REIÐUBUNIR TIL B ARDAGA

Drengir þessir eru liðsmenn í samtökum, sem

nefnast Tadtad og berjast gegn skæruliðum

kommúnista á Filippseyjum. Myndin var tekin í

gær í afskekktu þorpi í Davao del Sur-héraði.

Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hvatti til

þess á mánudag að sanitök borgara, sem barist

hafa við hlið hersins gegn skæruliðum, yrðu

þegar í stað leyst upp. Fidel Ramos, yfirmaður

herafla Filippseyja, ráðlagði forsetanum að

heimila hersveitum þessum ad starfa þar til

skæruliðar legðu niður vopn. I gær tilkynnti

Aquino að sérstök áætlun yrði gerð um að leggja

borgaralegar hersveitir níður.

Verkföll í Júgóslavíu:

Valdhafar harð-

lega gagnrýndir

Belgrad, AP, Reuter.

EMBÆTTISMENN í kommúnistaflokki Króatíu hafa gagnrýnt júgó-

slavneska ráðamenn, einkum forsætisráðherra landsins, fyrir að hafa

gripið til „frystingar" launa. Janko Obocki atvinnumálaráðherra sagði

að stjórnvöld hygðust ekki hverfa frá þessari ákvörðun.

Rúmlega 11.000 júgóslavneskir

verkamenn hafa tekið þátt í skyndi-

verkföllum frá því stöðvun launa-

hækkana var leidd í lög þann 27.

fyrra mánaðar.

Launastöðvunin er liður í baráttu

stjórnvalda gegn verðbólgu, sem er

tæp 100 prósent. Laun verða „fryst"

og miðuð við framleiðni fyrirtækja.

Talsmenn verkamanna í Króatíu

segja að aðgerðir þessar þýði í raun

helmingslækkun launa. I gær birti

júgóslavneskt dagblað viðtal við

verkalýðsleiðtoga einn, sem sagði

að svo virtist sem fáeinir embættis-

menn hefðu tekið ákvörðun þessa

án þess að leiða hugann að hverjar

afleiðingarnar yrðu.

Tanjug, hin opinbera fréttastofa

Júgóslavíu, skýrði frá ályktun mið-

nefndar kommúnistaflokksins í

Króatíu, þar sem stjórnvöld eru gerð

ábyrg fyrir verkföllunum. Sagði

einnig í tilkynningu fréttastofunnar

að verkamenn hefðu lagt niður stðrf

í velflestum landshlutum í síðustu

viku. Þá skýrðu fjölmiðlar frá því

að búast megi við frekari skæruverk-

föllum um næstu mánaðamót þegar

áhrifa aðgerðanna tekur að gæta í

lýðveldinu Serbiu.

Fjárlagafrumvarp bresku ríkisstjórnarinnar:

Lækkun skatta bend-

ir til sumarkosninga

Vextir lækka síðar í vikunni

London, Reuter, AP.

NIGEL Lawson fjármálaráðherra

lagði í gær fram fjárlagafrum-

varp bresku ríkisstjórnarinnar

fyrir næsta ár. Talið er að frum-

varpið muni mælast vel fyrir þar

eð tekjuskattur verður lækkaður

um tvö prósent og vextir munu

lækka. Breskir stjórnmálaskýr-

endur kváðust í gær telja að

Margaret Thatcher forsætisráð-

herra myndi boða tíl kosnínga á

þessu ári, jafnvel í júnfmánuði.

Samkvæmt frumvarpinu verður

tekjuskattur í lægsta þrepi lækkaður

um tvö prósentustig og verður fram-

vegis 27 prósent. í umræðum á þingi

benti Lawson á að tekjuskattur hefði

verið lækkaður um átta prósent frá

því Thatcher komst til valda árið

1979. Thatcher hefur heitið að lækka

tekjuskatt enn frekar tryggi kjósend-

ur henni brautargengi í næstu

þingkosningum, sem almennt er talið

að boðað verði til á þessu ári.

Dregið verður verulega úr lántök-

um hins opinbera og munu þær alls

nema fjórum milljörðum punda (um

240 millj. ísl. kr.) á fjárlagaárinu. Á

síðasta ári tók ríkissjóður sjö millj-

arða punda að láni. Forsenda þessar-

ar lækkunar er óvenju góð staða

ríkissjóðs. Tekjur hafa farið verulega

fram úr áætlun vegna aukinnar

neyslu almennings, olíuverðslækkun-

ar og sölu á ríkisfyrirtækjum. Dregið

verður úr skattlagningu fyrirtækja,

skattleysismörk erfðaskatts hækkuð

og bresk olíufyrirtæki munu fá frá-

drátt vegna kostnaðar við rannsókn-

ir.

Búist er við að grunnvextir verði

lækkaðir um eitt prósentustig strax

í þessari viku svo og vextir á lánum

til húsnæðiskaupa. Neil Kinnock,

leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði

í gær að tilgangur frumvarpsins

væri eingöngu sá að auka vinsældir

stjórnarinnar en ekki að taka á

stærsta vanda þjóðarinnar, sem væri

misskipting auðs og atvinnuleysi.

Níu sovéskir and-

ófsmenn látnír laus-

ir úr vinnubúðum

Moskvu, AP.

NÍU andófsmenn hafa verið látn-

ir lausir úr vinnubúðum og leyft

að snúa aftur til Moskvu, að sögn

Yelenu Bonner, eiginkonu Andr-

eis Sakharov.

Bonner sagði vestrænum frétta-

mönnum á mánudagskvöld, að

fimm andófsmönnum hefði verið

sleppt í síðustu viku og þremur til

viðbótar á mánudagsmorgun. Í gær

sagði hún að hinum níunda, Sergei

Khodorovich að nafni, hefði verið

sleppt og myndi hann snúa til

Moskvu í dag, miðvikudag.

Meðal þeirra, sem sleppt var í

síðustu viku, voru Ivan Kovalyou

Bjargað

á síðustu

stundu

Norsk stúlka, Hilda 01-

stad að nafni, var hætt

komin í gær er hún var

við köfun í Oslóarfirði í

nístingskulda. Vökin

lokaðist yfir höfði henn-

ar og var súrefniskútur

hennar nærri tómur er

henni tókst að rjúfa gat

á ísinn og gera vart við

sig. Slökkviliðsmenn

komu á vettvang og

beittu þeir haka til að

losa stúlkuna úr ísnum.

og Tanya Osipov, en þau hjónin

voru dæmd fyrir undirróðursstarf-

semi. Að sögn Yelenu Bonner var

þeim tjáð, að þau mættu flytjast

úr landi.

Bonner sagði, að Galinu Barats,

Alexei Smirnov og Mikhail Rifkin,

sem einnig afplánuðu dóma fyrir

undirróðursstarfsemi, hefði verið

sleppt á mánudag.

A áttunda áratugnum var Rifkin

ákærður fyrir leynilega útgáfu-

starfsemi og Smirnov fyrir að gefa

út fréttabréf um málefni andófs-

manna.

Yelena Bonner og Andrei Sakh-

arov halda skrá yfir andófsmenn,

sem sleppt hefur verið frá því þau

sneru til Moskvu úr útlegðinni í

Gorkí í desember. Bonner sagði, að

alls hefði 86 andófsmönnum verið

sleppt á þessum tíma.

Reuter

Líbanon:

Aftöku gísls-

ins frestað

Beirút, Reuter.

Mannræningjar sem halda

Frakkanum Jean-Louis Norm-

andin í gíslingu í Beirút kváðust

í gær hafa frestað aftöku hans

um viku.

Samtök, sem nefnast „Bylting-

arsinnuðu          réttlætissamtökin",

höfðu tilkynnt að Normandin yrði

tekinn af lífi á mánudag ef franska

ríkisstjórnin yrði ekki við kröfum

þeirra. í gær komu samtökin þeim

skilaboðum á framfæri við dagblað,

sem gefið er út í Beirút, að aftök-

unni hefði verið frestað vegna

tilmæla leiðtoga múhameðstrúar-

manna í Líbanon og leynilegra

loforða frönsku ríkisstjórnarinnar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56