Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 70. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR

STOFNAÐ 1913

70.tbl.75.árg.

MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ

Prentsmiðja Morgnnblaðsins

Hryðjuverk hjá breska

hernum í Þýskalandi:

írski lýðveldisher-

inn lýsir yfír ábyrgð

Rheindahlen, Bonn, London, AP, Reuter.

ÍRSKI lýðveldisherínn (IRA) lýsti

í gær yfir ábyrgð sinni á bíla-

sprengjunni við höfuðstöðvar

breska hersins í Vestur-Þýska-

landi. 31 maður særðist í spreng-

ingunni á mánudagskvöld.

„Breski herinn getur talist hepp-

inn að enginn skyldi særast alvar-

lega. Mönnum okkar var sagt að

greiða þungt högg, en forðast að

valda meiðslum almennra borgara,"

sagði í yfirlýsingu hryðjuverkasam-

takanna IRA.

Alexander Prechtel, talsmaður

ríkissaksóknara í Vestur-Þýska-

landi, kvaðst ekki geta staðfest

þetta. Hann kvað þýsku rannsókn-

arlögregluna, sem rannsakar málið,

ekki útiloka að vestur-þýsku

hryðjuverkasamtökin Rauða her-

deildin (RAF) hefði átt hlut að máli.

Prechtel staðfesti einnig að sam-

tök, sem nefhast Lýðræðisfylking

til   frelsunar   Vestur-Þýskalands,

hefðu lýst ábyrgð á sprengingunni

á hendur sér. Hann sagði að hér

virtist vera um hægri öfgasamtök

að ræða: „Við höfum aldrei heyrt

á samtökin minnst áður og tökum

yfirlýsingar þeirra því ekki alvar-

lega."

Írski lýðveldisherinn hefur áður

látið til skarar skríða utan Bret-

lands. IRA lýsti yfir ábyrgð á fjölda

smásprenginga í herbúðum Breta í

Vestur-Þýskalandi á síðasta áratug.

Sprengingin fyrir utan matskála

yfirmanna í Rheindahlen í Nord-

rhein-Westfalen var mjög öflug og

hrundi veggur í skálanum og tutt-

ugu bifreiðir, sem stóðu hjá,

gereyðilögðust. Sprengingin heyrð-

ist í 10 km fjarlægð og myndaðist

gígur, hálfur metri á dýpt og þrír

metrar á breidd. Hinir særðu voru

fyrst og fremst vestur-þýskir yfir-

menn og starfsmenn í matskálan-

um.

Reuter

Lögregla skoðar vegsummerki eftir sprengingu við höfuðstöðvar breska hersins í Vestur-Þýskalandi.

Þáttaskil í viðræðum um

ódýrari flugfargjöld í Evrópu

Brussel, Reuter.-

Samgönguráðherrar       aðild-

arríkja         Evrópubandalagsins

Skýrsla um vígbúnað Sovétmanna:

Takmarkalaus upp-

söfnun árásarvopna

- segir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna

Hrusscl, Washin(rton, Reuter, AP.

CASPAR Weinberger, varnar-

málaráðherra Bandaríkjanna,

kveðst ekki sjá nein merki þess

að Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi

Sovétríkjanna, hyggist laga boð-

aða umbótastefnu sina að stefnu

Sovétstjórnarinnar í vígbúnaðar-

málum. Weinberger lét þessi orð

falla á fréttamannafundi er hann

kynnti nýja skýrslu varnarmála-

ráðuneytisins um hernaðarupp-

byggingu Sovétmanna á síðasta

ári.

Sovéska fréttastofan TASS for-

dæmdi í gær skýrslu bandaríska

varnarmálaráðuneytisins. Sagt var

að hún væri uppfull af lygum, sem

til þess væru ætlaðar að eitra and-

rúmsloftið í viðræðunum í Genf um

kjarnorkuvígbúnað.

Fréttamannafundi Weinbergers

var sjónvarpað beint til sex landa

á vegum Upplýsingastofnunar

Bandaríkjanna. Aðspurður sagði

Weinberger að stefna Sovétstjórn-

arinnar í vígbúnaðarmálum hefði

ekki breyst þótt Gorbachev hefði

komist til valda fyrir tveimur árum.

Franskir

bændur

mótmæla

Bændur í

Vannes í

Frakklandi

mótmæltu í

gær og stilltu

þeir upp af-

skornu nauts-

höfði fyrir

utan skrif-

stofu samtaka

sinna. Mót-

mælin beind-

ustgegn

landbúnaðar-

stefnu frönsku

sljórnarinnar

ogtókumilli

fjögurog

fimm þúsund

bændur þátt i

þeim.

Reuter

„ímynd Sovétleiðtoganna kann að

breytast — aldur þeirra og klæða-

burður og þeir kunna að reynast

heilsuhraustari en forverar þeirra.

Stefnan er hins vegar öldungis

óbreytt. Gífurlegum fjölda hefð-

bundinna árásarvopna og kjarn-

orkuvopna er safnað upp og ekkert

bendir til þess að uppbyggingunni

muni linna," sagði Weinberger.

Weinberger kvaðst telja að auð-

veldast yrði að vinna upp yfirburði

Sovétmanna á sviði skammdrægra

kjarnorkuvopna með því að breyta

meðaldrægum flaugum í Evrópu í

skammdrægar. Sagði hann þetta

einkum eiga við ef Sovétstjórnin

reyndist ófáanleg til að fækka

skammdrægum vopnum þar eð

ríkisstjórnir Evrópuríkja væru treg-

ar til að veita auknum fjármunum

til varnarmála.

í skýrslu varnarmálaráðuneytis-

ins segir að gífurleg uppbygging

herafla Sovétmanna á síðasta ári

ógni vörnum vestrænna ríkja og

dragi úr fælingarmætti vígbúnaðar

Bandaríkjamanna. Segir að sovésk-

ir vísindamenn vinni að smíði

öflugri kjarnorkuflauga og að brátt

verði komið fyrir færanlegum lang-

drægum kjarnorkuflaugum af

gerðinni SS-X-24, sem geta borið

tíu kjarnaodda og draga 10.000

kílómetra. Þá er einnig fullyrt að

Sovétmenn hafi þegar beitt leysi-

vopnum gegn tilraunaskotmörkum

í lofti og á jörðu niðri.

Sjá nánar um skýrslu banda-

ríska varnarmálaráðuneytis-

ins á síðu 28.

komust í gær að samkomulagi

um ódýrari flugfargjöld í Evr-

ópu. Jiirgen Warnke, samgöngu-

ráðherra Vestur-Þýskalands,

Iauk lofi á sainkomiilagið og

sagði það marka þáttaskil.

Hermann De Croo, samgöngu-

ráðherra Belgíu, sagði að ráðherr-

arnir tólf hefðu komist að

samkomulagi um það með hvaða

skilyrðum koma eigi á afsláttarfar-

gjöldum í Evrópu eftir margra

mánaða viðræður.

Samkomulagið á við hluta af

flóknum tillögum, sem fram-

kvæmdanefnd Evrópubandalagsins

lagði fram um aukið frjálsræði í

flugmálum. Markmið tillagnanna

er að binda enda á viðskiptahætti,

sem viðgengist hafa meðal flugfé-

laga. Þar má nefna samkomulag

um föst fargjöld.

Warnke sagði blaðamönnum að

hann byggist við að allsherjarsam-

komulag næðist á fundi samgöngu-

ráðherra Evrópubandalagsins í lok

júní. Framkvæmdanefndin setti

ríkisstjórnum bandalagsríkja frest

til þess tíma til að ganga frá sam-

komulagi, sem við yrði unað.

Nefndin hefur sagt að tilboð um

að veita tímabundna undanþágu frá

því að fara eftir reglum bandalags-

ins um samkeppni verði dregið til

baka ef ráðherrarnir geta ekki kom-

ist að samkomulagi fyrir settan

tíma, eða þeir samþykkja ráðstafan-

ir, sem ekki ganga nógu langt í átt

að raunverulegri samkeppni.

Ganga þarf frá ýmsum atriðum

samkomulagsins, en De Croo

kvaðst ekki sjá að vandkvæði yrðu

á því.

Sérfargjöld verða notuð sem

mælistika á ódýr fargjöld. Sam-

kvæmt samkomulaginu, sem gert

var í gær, má bjóða 65 til 90 pró-

sent afslátt af almennum sérfar-

gjöldum. Þá er talað um „meiri

afslátt" og samkvæmt því mættu

flugmiðar kosta 45 til 65 prósent

af sérfargjöldum.

Raf sanjani varar

Bandaríkjamenn við

Nicosia, London, AP, Reuter.

FORSETI íranska þingsins, Has-

hemi Rafsanjani, varaði Banda-

ríkjamenn við í gær og sagði að

„Bandaríkjamenn yrðu hvergi

lmlt.it* í heiminum, ef þeir gera

árás í Persaflóa".

„Atburðirnir í Líbanon gætu end-

urtekið sig um heim allan," sagði

Rafsanjani í viðtali við útvarpið í

Teheran. Átti hann þar við sjálfs-

morðsárásir síta, sem styðja írana,

á bandaríska sendiráðið í Beirút og

höfuðstöðvar bandaríska sjóhersins

árið 1983, þar sem 300 menn biðu

bana. Síðan þá hafa öfgamenn úr

röðum síta rænt fimmtán Banda-

ríkjamönnum. Átta eru enn í haldi.

Rafsanjani sagði einnig að íranar

myndu sjá til þess að mannræningj-

ar létu gísla sína lausa ef Banda-

ríkjamenn gæfu þær eignir írana,

sem eru í bönkum vestra, lausar.

íranar skutu í gær tveimur Silk-

worm-skeytum, sem framleidd eru

í Kína og ætluð eru til að granda

skipum, upp í tilraunaskyni skammt

frá Bandar Abbas-flotastöðinni, að

því er haft var eftir heimildarmönn-

um í breska sjóhernum. Hafa Iranar

nú komið upp tveimur skotpöllum

við Hormuz-sund til að skjóta þess-

um flugskeytum, sem þeir keyptu

nýlega af Kínverjum, eins og

Bandaríkjamenn greindu frá í

síðustu viku.

Caspar Weinberger, varnarmála-

ráðherra Bandaríkjanna, sagði á

sunnudag að Bandaríkjamenn væru

reiðubúnir til að verja olíuskip gegn

árásum írana og hafa þeir boðið

Kuwait að láta bandarísk herskip

fylgja olíuskipum fram hjá flug-

skeytastóðvunum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64