Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 90. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987
Hvers vegna að ganga til
liðs við Borgarafiokkinn?
Líf sverndarmálið í öndvegi
eftirJón VaJ
Jensson
Þeir atburðir hafa nú gerzt, að
fjöldi sjálfstæðismanna hefur gefizt
upp á að fylgja því forystuliði, sem
heldur um valdataumana í Valhöll.
Flokkurinn er svo sannarlega „klof-
>#ji í herðar niður", því að á sama
tíma og Borgaraflokkurinn telst
vera þriðja stærsta stjórnmála-
hreyfing landsins samkvæmt
nýbirtri skoðanakönnun Hagvangs,
þá eru 77% stuðningsmanna hans
fyrrverandi kjósendur Sjálfstæð-
isflokksins (Mbl. 14. apríl).
Fráleitt er að ímynda sér, að hér
sé aðeins um eitthvert „lausafylgi"
Sjálfstæðisflokksins að ræða, enda
er framboð Borgaraflokksins
líklega hvergi tekið eins alvarlega
og í Valhöll.
Að mínu mati er sjálfsagt, að
frambjóðendur Borgaraflokksins,
sem áður störfuðu í Sjálfstæðis-
flokknum, geri fyrrverandi sam-
iterjum sínum grein fyrir því, hvers
vegna þeir bjóða nú fram undir
merki nýrrar hreyfingar.
Ástæður manna fyrir stuðningi
við Borgaraflqkkinn eru vafalaust
margvíslegar. í þessari grein verður
atlagan að Alberti Guðmundssyni
ekki aðalumræðuefnið, heldur allt
önnur ástæða, sem hjá mér réð
úrslitum um það, að ég gekk til liðs
við Borgaraflokkinn og lýsti þeim
stuðningi opinberlega með því að
taka sæti neðárlega á lista hans í
^ %ykjavík.
Verndun mannslífa er
frumskylda rikisins
Frá því vorið 1975 hafa hátt á
sjöunda þúsund ófæddra barna týnt
lífinu af völdum s.k. fóstureyðingar-
Iaga hér á íslandi (þar af nál. 5.860
frá júní 1975 til ársloka 1985).
Þetta er í mínum huga og margra
annarra langsamlega stærsta sið-
ferðis- og þjóðarmein okkar íslend-
inga. Með þessu er ég ekki að
áfellast neina konu, sem farið hefur
í fósturnámsaðgerð, enda er van-
þekking á eðli fóstursins geysimikil
og útbreidd meðal almennings, og
því hefur „frelsi" kvenna til þessar-
ar aðgerðar orðið til þess, að þær
hafa verið beittar miklum þrýstingi
til að grípa til svo „auðveldrar
lausnar" á vandkvæðum sínum.
Alls konar utanaðkomandi aðilum
hefur gefizt tækifæri til að ráðsk-
ast með líkama konunnar og það
líf, sem hún ber undir belti — oft
til óbætanlegs tjóns fyrir hana
sjálfa (t.d. þegar ófrjósemi hefur
hlotizt af aðgerðinni og eins vegna
langvarandi þunglyndis og eftirsjár
eftir barninu). „Frelsi" kvenna í
þessum efnum hefur því iðulega
snúizt upp í að verða þeim helsi.
Ef haldið væri uppi réttmætri
fræðslu um fóstrið og þroskaferil
þess hygg ég, að marga myndi óa
við því úrræði, sem nú er verið að
ota að konum. Eftir að hafa lesið
mrgvísleg fræðirit og greinar eftir
vísindamenn frá ýmsum löndum um
eðli, hæfileika og þroskastig
ófæddra barna í móðurkviði er ég
Jón Valur Jensson
„En sitjum ekki auðum
höndum! Við skulum
tryggja líf sverndar-
sinnum örugga kosn-
ingu á Alþingi, hvar í
flokki sem þeir standa,
en sneiða hjá hinum,
sem þora ekki að taka
upp hanzkann fyrir
hina varnarlausustu
allra."_______________
hreint út sagt miður mín vegna
þeirrar miskunnarlausu meðferðar,
sem þau hafa mátt sæta af hendi
sérþjálfaðra lækna með fulltingi
ríkisvaldsins. Það leikur ekki
minnsti vafi á því í mínum huga,
að þau fostur, sem grandað er hér
á landi með fósturnámsaðgerð, eru
að miklum meirihluta fullkomlega
mannlegar lífverur — sem lifa,
skynja og athafna sig með mennsk-
um hætti. Þetta kemur greinilega
í ljós, þegar tölfræðilegar upplýs-
ingar frá landlæknisembættinu eru
bornar saman við upplýsingar
lækna og vísindamanna um þroska-
feril fóstursins. Þess vegna er það
prófsteinn á sjálfa virðinguna fyrir
helgi mannlífsins, hvort við bregð-
umst við þessari þekkingu með því
að ganga fram til varnar hinum
ófæddu og mæðrum þeirra eða
vörpum af okkur allri ábyrgð í
nístandi þögn.
Vitur maður hefur sagt: „Um-
hyggja fyrir mannlegu lífi og
hamingju, gagnstætt eyðingu
þess, er hið eina rétta og lög-
mæta markmið góðrar ríkis-
stjórnar." Sá, sem þetta mælti, var
Thomas Jefferson, þriðji forseti
Bandaríkjanna og aðalhöfundur
sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra. Þess
væri óskandi, að sem flestir stjórn-
málamenn okkar gætu tekið undir
þessi orð og sýnt og sannað þá af-
stöðu sína í verki.
En Alþingi flýtur
sofandi að f eigðarósi
Allt frá 1975 hefur Þorvaldur
Garðar Kristjánsson alþingismaður
barizt hetjulegri baráttu fyrir mál-
stað mannhelginnar með breyting-
artillögum og lagafrumvörpum á
Alþingi. Þar hefur hann lagt til, að
heimildir til fósturnámsaðgerða af
félagslegum ástæðum verði af-
numdar og að í stað þeirra verði
stóraukin félagsleg aðstoð við ein-
stæðar mæður eða foreldri. í þessu
sambandi skulum við minnast þess,
að yfir 90% allra barna, sem farg-
að er með s.k. fóstureyðingu, eru
heilbrigð börn heilbrigðra mæðra.
(Aðeins 4,8% aðgerðanna eru af
heilsufarsástæðum móður eða fóst-
urskaðaástæðum og einungis 4,4%
af samantvinnnuðum heilsufars- og
félagslegum ástæðum, samkvæmt
síðustu útgefnum tölum frá land-
læknisembættinu. Afgangurinn,
þ.e. megnið af öllum fósturnámsað-
gerðum, er af hreinum félagslegum
ástæðum.)
Á síðari árum hafa þrír sjálfstæð-
ismenn í efri deild staðið að
frumvarpinu með Þorvaldi, þau
Salóme Þorkelsdóttir, Árni Johnsen
og Egill Jónsson. Frumvarp þeirra
hefur þó aldrei komizt lengra en
að verða svæft í nefnd. Slíkur hefur
vilji þingmanna verið til að gangast
við lífsrétti hinna ófæddu.
Þykir mönnum heillavænlegt, að
svo haldi fram sem horfir? Um 700
ófædd börn týna nú lífinu á hverju
ári í sjúkrahúsum landsins — það
eru tvö mannslíf á dag. Á meðan
því fer fram, heldur fæðingum
áfram að fækka og það svo mjög,
að þeir árgangar, sem nú eru á
ungbarnaaldri, eru of fámennir til
þess að geta komið í veg fyrir beina
fækkun þjóðarinnar á 21. öldinni,
nema fæðingartíðni eigi eftir að
stóraukast á, ný. Austur-Evrópu-
þjóðirnar, sem eiga að baki enn
lengri feril í tortímingu hinna
ófæddu en við, eru nú þegar farnar
að stríða við vinnuaflsskort af þess-
um sökum. Það boðar frekari
efnahagsþrengingar fyrir bæði
vinnufæra menn og hina fjölmennu
kynslóð ellilífeyrisþega. Þannig
bera jafnvel praktískir hlutir því
vitni, að það er aldrei affarasælt
að brjóta gegn lögmálum Iífsins.
Þjóðarhagur okkar eftir næstu
aldamót er að sönnu ekki kjarni
þessa máls, en engu að síður er
þetta atriði, sem ábyrgðarmenn
þjóðar okkar ættu að hafa hugfast.
Lífsverndarmál
i profkjori
Viðnám almennings gegn útskúf-
un hinna ófæddu hefur verið með
i'
CITROEN AX MEÐ ORÐ

CITROÉN
AX
CITROÉN
AX
CITROÉN
AX
FÆR GLYMRANDI
UMSAGNIR
Þegar nýir bílar koma á markaðinn fá þeir iðulega harða
og óvægna gagnrýni.
Sjaldan hefur nýr bíll komist eins glæsilega frá slíkri
gegnumlýsingu og nýjasta bifreiðin frá Citroén,
CITROÉN AX.
Þessa smábíls hefur verið beðið með óþreyju í Evrópu
og miðað við glymrandi umsagnir virtra bílasérfræðinga
og viðtökur kaupenda eiga Islendingar von á góðu.
GULLNA STÝRIÐ í
FYRSTU TILRAUN
Eins og sjá má hér til hliðar hefur CITROÉN AX þegar
skapað sér svo góðan orðstír að það kemur ekki á óvart
að hann skuli hafa hlotið eina virtustu viðurkenningu sem
nokkur bíll getur státað af: GULLNA STÝRIÐ!
Og það í fyrstu tilraun.
HINKRAÐU MEÐ
BÍLAKAUPIN
Eftir að hafa lesið gagnrýni um CITROÉN AX er skynsam-
legt að hinkrá rneð bílakaupin þaf til þú færð tækifæri til
að sjá hann óg sánnreyria hér heima fljótlega.
Þú mátt þó ganga út frá því strax að verðið og kjörin
eiga ekki eftir að standa í veginum.
¦|1r1r, ^manna bíllmeð
A&ÍDÍLgX -- -SS frábæru útsýni.
Farangursrym.0 er got¦  B frá  ngur er
nýtt út í ystu æsar . . ¦ *»
til fyrirmyndar.
MOTOR GB 25110 1*»

A krókóttum skógarvegum í
I SP"íf L'svXib efin, fyrirfram um
bað hvwn g svo léftw bffl mynd, Svara
?kröpp"m beygjum. Rauuar genr
'„•[ÆögmáfiS ráo fynrW ab ,ata
i^tt„r híll ætti að hafa minm veggnr-
lettur Diu Æiii c."              cama
r/ySul^nrSabuÍ'afUafréuurur
Þe'r"Hei,damiaurS.aoaersú.ac>hér|
?SSrat«ki o6 6d6»r búnaður. . .
Globusp
Lágmúla 5 Reykjavík  Sími 681555
DV Sept. 1986
W.7:~.:.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84