Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 97. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Vestur-Þýskaland: Páfaheim- sókn hafin Köln, Reuter. Jóhannes Páll páfi II kom í gær til Vestur-Þýskalands í fimm daga heimsókn. í ferðinni mun páfi minnast sérstaklega tveggja fórnarlamba nasismans. Richard von Weizsácker, forseti, tók á móti páfa við komuna til Kölnar og bauð hann velkominn í nafni allra Vestur-Þjóðveija. Er þetta í annað sinn, sem páfi kemur til Vestur-Þýskalands og 34. utan- ferð hans síðan hann var kjörinn árið 1979. Hápunktur ferðarinnar verður blessun Edith Stein, konu af gyðingaættum, sem tók ka- þólska trú, gerðist nunna og lét loks lífið í útrýmingarbúðunum í Auschwitz, og föður Ruperts May- er, sem var fangelsaður vegna baráttunnar gegn nasistum. Bretland: Verður kos- ið 11. júní? London, Reuter. BRESKIR fjölmiðlar fluttu margir í gær þá frétt, að Marg- aret Thatcher, forsætisráð- herra, hefði ákveðið að efna til kosninga 11. júní nk. Nokkur dagblöð, t.d. Times, Independent og Sun og báðar helstu sjónvarpsstöðvamar kváð- ust hafa það eftir ýmsum heimild-1 um, að kosningamar yrðu 11. júní en embættismenn stjómarinnar sögðu, að engin ákvörðun hefði verið tekin enn. Að réttu lagi þurfa kosningar ekki að verða fyrr en 9. júní 1988 en vegna góðrar út- komu í skoðanakönnunum og uppgangs í efnahagslífínu er næsta víst, að stutt er í þær. Morgunblaðið/ÓI. K. M. 1. maí—hátíðisdagur verkalýðsins Stjórnir Bandaríkjanna og Japans: Boða samræmdar aðgerðir í gengis- og viðskiptamálum Washington, Reuter. STJÓRNIR Bandarikjanna og Japans skýrðu i gær frá sam- ræmdum aðgerðum til að stöðva gengisfall dollarans. Felast þær einkum i þvi að auka vaxtamuninn í löndunum tveimur. Fulltrúa- : ..................................... * Reuter AIDAILUXOR Óperan Aida eftir Verdi verður á sunnudaginn flutt í útileikhúsi, sem komið hefur verið upp í hinni fomfrægu borg faraóanna, Luxor, að viðstöddu mörgu stórmenni, m.a. Karólínu prinsessu af Mónakó og Hussein Jórdaníukonungi. Ekkert verður því sparað til öryggis- gæslunnar og hér em egypskir lögreglumenn með hunda, sem em þjálfaðir til að þefa uppi sprengjur. deildin samþykkti í gær frumvarp, sem skyldar forsetann til að gripa til vemdartolla gagnvart þeim ríkjum, sem selja Bandaríkjunum miklu meira en þau kaupa af þeim. Yasuhiro Nakasone, forsætisráð- herra Japans, sem nú er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, skýrði Ronald Reagan forseta svo frá, að hann hefði skipað japanska seðla- bankanum og fjármálaráðuneytinu að beita sér fyrir lækkun vaxta á skammtímalánum. Paul Volcker, bankastjóri bandaríska seðlabank- ans, gaf á sama tíma út yfirlýsingu um, að bankinn væri að vinna að því að hækka vexti i Bandaríkjunum til að styrkja dollarann og halda verð- bólgu í skefjum. Yfirlýsing Nakasones kom á óvart og hefur henni verið vel tekið vestra. Lægri vextir í Japan hleypa auknu lífi í efnahagsstarfsemina þar í landi og ýta undir meiri innflutning, m.a. frá Bandaríkjunum. Bandaríska fulltrúadeildin sam- þykkti í gær með 290 atkvæðum gegn 137 að skylda forsetann til að setja vemdartolla á vörur frá þeim ríkjum, sem hafa mjög hagstæðan viðskiptajöfnuð við Bandaríkin. Re- agan hafði hótað að beita neitunar- valdi gegn frumvarpinu nema á því yrðu gerðar verulegar breytingar. Fer það nú fyrir öldungadeildina og þykir víst, að þar verði það bæði klippt og skorið. Eins og fyrr segir ríkir ánægja með þann árangur, sem virðist ætla að verða af fundi þeirra Reagans og Nakasones, en sumir frammámenn í Bandaríkjunum segja sem svo, að dag skuli að kveldi lofa, Japanir hafi áður heitið ýmsu án þess að standa við það. Genf: Samkomulag um að vínna gegn eyðingu ósonlagsins Genf, Reuter. Visindamenn frá rúmlega 30 löndum hafa í meginatriðum náð sam- komulagi um fyrstu aðgerðir til að draga úr efnamengun, sem haft hefur alvarleg áhrif á ósonlagið um jörðu. Mostafa Tolba, yfirmaður um- hverfísvemdaráætlunar SÞ, kvaðst vonast til, að unnt yrði að undirrita samkomulagið á fundi i Montreal í Kanada í september þótt enn væri nokkur ágreiningur um framhaldsað- gerðir. Efnin, sem skaðanum valda, eru t.d. notuð í úðabrúsum og ísskápum og nú þegar hefur orðið vart við eyður í ósonlaginu jrfír sumum heimshlutum, t.d. suðurskautinu. Ósonlagið hlífir jörðu við útfjólublá- um geislum sólarinnar en vegna þess hve það hefur minnkað er húð- krabbamein orðið algengara en áður var, jafnvel í ungu fólki og einkum því, sem stundar mikil sólböð. Gert er ráð fyrir, að árið 1992 verði búið að draga úr framleiðslu efnanna um 20% frá því, sem nú er, en mörgum umhverfisvemdarsam- tökum finnst það alltof lítill árangur. Bandarílqamenn bönnuðu þessi efni fyrir tíu árum og Kanadamenn, Nýsjálendingar og Norðurlandabúar hafa staðið vel í stykkinu en það sama verður ekki sagt um Evrópu- bandalagsríkin 12. Þau hafa verið dragbítur í þessu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.