Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 100. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32
'OOt  illl   U  ÍITT!">ArTTT*JTVm»í  (TTflí  TCIMTTnSIOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1987
Forseti íslands:
Ræðir við f ormennina
á morgun og f östudag
FORSETI íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, mun á morgun og
föstudag eiga viðrœður við for-
ystumenn stjórnmálaflokkanna,
sem fengu fulltrua kjörna á Al-
þingi í kosningunum 25. aprfl
síðastliðinn.
Forsetinn mun fyrst ræða við
Steingrím Hermannsson forsætis-
ráðherra í fyrramálið, samkvæmt
upplýsingum Kornelíusar Sig-
mundssonar, forsetaritara. Eftir
hádegi ræðir hún við Þorstein Páls-
son, formann Sjálfstæðisflokksins,
og að því búnu við formenn stjórn-
arandstöðuflokkanna í stafrófsröð.
Síðdegis á morgun ræðir forsetinn
við formann Alþýðubandalagsins,
Svavar Gestsson, og á föstudags-
morgun við Jón Baldvin Hannibals-
son, formann Alþýðuflokksins. Eftir
hádegi á föstudag á forsetinn við-
ræður við Albert Guðmundsson,
formann þingflokks Borgaraflokks-
ins, og síðdegis á föstudag ræðir
hún við fulltrúa Samtaka um
kvennalista, þær Guðrúnu Agnars-
dóttur og Kristlnu Karlsdóttur.
Kornelíus sagði að ekki hefði verið
ákveðið hvenær forsetinn myndi
ræða við Stefán Valgeirsson, efsta
mann J-listans í Norðurlandskjör-
dæmi eystra.
Kornelíus sagði að það réðist að •
sjálfsögðu af því sem kæmi út úr
viðræðum forsetans við stjórn-
málamennina, hvaða ákvörðun hún
tæki um það hverjum hún fæli
umboð til stjórnarmyndunar og
hversu fljótt það myndi gerast.
Albert Guðmundsson:
„Tel að Borgara-
flokkur eigi að vera
í stjórnarandstöðu"
Steingrímur Hermannsson, f orsætisráðherra:
„Hef ekki rætt við
neinn nema Þorstein"
ALBERT Guðmundsson, formað-
ur þingflokks Borgaraflokksins,
segist telja að það sé hlutverk
Borgaraflokksins á næsta
kjörtímabili að vera f stjórnar-
andstöðu. Hann kveðst ekki hafa
haft samband við fulltrua neins
annars stjórnmálaflokks, né hafi
aðrir haft samband víð hann.
„Ég hef ekki hugsað mér að gera
neitt fyrr en forseti íslands hefur
ákveðið hver fær umboðið til stjórn-
armyndunar, en ég er þeirrar
skoðunar að hlutverk okkar í Borg-
araflokknum sé að vera í stjórnar-
andstöðu  á  næsta  kjörtímabili,"
sagði Albert í samtali við Morgun-
blaðið. „Þetta tel ég vegna þess að
í lýðræðisþjóðskipulagi er stjórnar-
andstaða jafn mikilvæg og stjórnar-
sinnar, því ef ekki er um
málefnalega andstöðu að ræða þá
ríkir alræði hinna fáu."
Albert sagði þó að ef það skipti
sköpum í stjórnarmyndunarviðræð-
um, þá myndi Borgaraflokkurinn
ekki fírra sig ábyrgð. „Við munum
ekki hlaupa frá neinum vanda þó
að við sjáum að við blasi mikill
vandi t efnahagsmálum með allan
þann halla á ríkissjóði sem er í
dag."
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra verður fyrstur
flokksformannanna til þess að
ganga á fund forseta íslands í
fyrramálið. Hann segist ekki
taka það sem neina vísbendingu
um það hvað forsetinn hafi í
huga. „Ég gegni starfi forsætis-
ráðherra og það er ekki ólíklegt
að það sé þess vegna sem f orset-
inn kallar mig fyrstan á fund
sinn," sagði Steingrímur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Steingrímur kvaðst ekki hafa
gert upp hug sinn hvort hann myndi
mæla með því við forsetann að hún
fæli einhverjum flokksformannanna
umboð til stjórnarmyndunar. Að-
spurður hvort hann hefði átt í
óformlegum viðræðum við Albert
Guðmundsson, eða aðra fulltrúa
Borgaraflokksins, eins og Þjóðvilj-
inn greinir frá í forsíðufrétt sinni í
gær, sagði Steingrímur: „Ég hef
ekki rætt eitt einasta orð við Al-
bert Guðmundsson, eða nokkurn
annan í Borgaraflokknum. Þessi
frétt Þjóðviljans er hreinn uppspuni
að minnsta kosti hvað mig varðar."
Forsætisráðherra var þá spurður
hvort einhverjir aðrir framsóknar-
menn hefðu átt í viðræðum við
Guðrún Agnarsdóttir,
þingmaður Kvennalista:
„Það eru málefnin
sem við leggjum
til grundvallar"
GUÐRÚN Agnarsdóttir þing-
maður Kvennalista segir að það
séu fyrst og fremst málefnin sem
kvennalistakonur muni leggja til
grundvallar þegar þær hefja
þátttöku í formlegum stjórnar-
myndunarviðræðum.
„Ég er fjarskalega ánægð með
það svigrúm sem forseti gaf stjórn-
málaflokkum og samtökum til þess
að átta sig og meta stöðuna eftir
kosningarnar, áður en einhverjum
er formlega falið umboð til stjórnar-
myndunar," sagði Guðrún í samtali
við Morgunblaðið.
- Telur þú ekki að forsetinn
hafi meðal annars haft það í huga
þegar hún veitti þennan frest, að
óformlega viðræður og þreifingar á
milli flokka ættu sér stað, þar til
hún fæli ákveðnum aðila umboðið?
-  „Það kann vel að vera. Ég
býst við að þeir sem hafi skilið þenn-
an frest þannig, hafi notað hann á
þann veg. Við vörðum honum fyrst
og fremst til þess að undirbúa okk-
ur fyrir stjórnarmyndunarviðræð-
urnar og við munum byggja þær
fyrst og fremst á málefnum. Þess
vegna varðaði það okkur öllu að
vera vel undirbúnar hvað varðar
málefnin, af því að það eru þau sem
við leggjum til grundvallar. Það
verður síðan að ráðast hverjir vilja
vinna með okkur að þeim málefn-
um. Við höfum engan útilokað og
munum ekki gera það nema á mál-
efnum."
Guðrún sagði að þær kvennalis-
takonur myndu segja forsetanum
hug sinn og hvernig þær mætu stöð-
una út frá þeim sjálfum, en að öðru
leyti vildi hún ekki gefa frekar upp
um hvað þær myndu ræða við for-
setann, og þá ekki hvort þær myndu
gera tillögu um að einhverjum
ákveðnum aðila yrði falið umboð til
stjórnarmyndunar.
„Satt og segja veit ég ekki hverju
ég á að spá um það hversu langan
tíma það mun taka að mynda ríkis-
stjórn," sagði Guðrún, „en það
kæmi mér ekki á óvart þótt það
tæki töluverðan tíma."
- Teljið þið að þær niðurstöður
sem þið eruð komnar að, séu líkleg-
ar til þess að þið verðið aðilar að
næstu ríkisstjórn?
„ Við höfum ekki borið þessi
málefni okkar undir neinn ennþá,
og þar af leiðandi höfum við ekki
fengið nein viðbrögð við þeim. Að
vísu eru mörg þessara málefna
málefni sem allir hafa tálað fagur-
lega um á einum tíma eða öðrum.
Hins vegar er samaspurning við
hæfi og var þegar við mynduðum
Kvennalistann, en hún er sú hvaða
mál eru sett í forgang þegar til
kastanna kemur. Það er ekki nóg
að hafa þau á stefnuskránni ef þeim
er ekki hrint í framkvæmd," sagði
Guðrún.
„Við göngum að þessum viðræð-
um með mjög opnum huga á okkar
eigin forsendum," sagði Guðrún,
„en það kemur ekki til greina og
það er enginn metnaður til stjórnar-
þátttöku sem slíkrar af okkar hálfu
ef að ákveðnum skilyrðum er ekki
fullnægt. Við erum í þessari baráttu
fyrir ákveðin málefni."
Borgaraflokksmenn: „Mér þykir
það ákaflega ólíklegt að þeir geri
það, án þess að ég viti um það og
ég veit að engir ráðherranna hafa
verið í slíkurn viðræðum," sagði
Steingrímur.
„Fyrirfram vil ég ekki segja að
formlegar stjórnarmyndunarvið-
ræður leggist illa í mig, nema helst
það að hugsanlega ráða fordómar
ferðinni hjá einhverjum mönnum.
Mér finnst að það ætti að vera
hægt að ná saman þriggja flokka
ríkisstjórn, ef vilji er fyrir hendi,"
sagði Steingrímur.
Steingrímur var spurður hvort
hann hefði þá ekki átt í óformlegum
könnunarviðræðum við forystu-
menn neins stjórnmálaflokks: „Ég
hef ekki rætt við neinn nema Þor-
stein Pálsson. Ég ræddi við hann
strax á mánudeginum eftir kosning-
ar og í gær, viku síðar, hittumst
við og töluðum saman lengi vel.
Við ræddum almennt um málin og
viðhorf stjórnarflokkanna til fram-
haldsins á grundvelli þeirra funda
sem báðir flokkarnir hafa haldið."
Svavar Gestsson, f ormaður
Alþýðubandalagsins:
Sigurvegarar kosning-
anna eiga að reyna
að mynda stjórn
SVAVAR Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins, segir þá af-
stöðu sína óbreytta, að þeir sem
unnu sigur í alþingiskosningun-
um þann 25. april sl. eigi að sýna
hvað f þeim býr og reyna að
mynda stjórn. Alþýðubandalagið
eigi ekki að koma inn i stjórnar-
myndunarviðræður, a.m.k. ekki
fyrst um sinn.
„Ég tel að það sé aðalatriðið,
eins og ég hef áður sagt, að þeir
sem unnu sigra í þessum kosningum
syni hvað í þeim býr og kanni hvað
hægt er að gera varðandi stjórnar-
myndun," sagði Svavar í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Miðstjórnarfundur Alþýðubanda-
lagsins verður haldinn 16. og 17.
þessa mánaðar. Svavar var spurður
hvort það væri rétt að afstaða Al-
þýðubandalagsins til þátttöku í
stjórnarmyndunarviðræðum myndi
ekki liggja fyrir, fyrr en að þeim
fundi loknum: „Það hefur ekkert
verið rætt um það að hann fjalli
neitt sérstaklega um það mál, en
við höfum ákveðið fyrir okkar leyti
að við teljum að þjóðin hafi kveðið
upp tiltekinn dóm í kosningunum
og teljum því að þeir sem bættu
við sig fylgi í þeim kosningum eigi
að byrja," sagði Svavar og kvaðst
hann því telja eðlilegt að flokkar
eins og Alþýðubandalagið og Sjálf-
stæðisflokkurinn væru fyrir utan
stjórnarmyndunarviðræður, að
minnsta kosti til að byrja með.
Jón Baldvin Hannibalsson, f ormaður Alþýðuflokksins:
„Þriggja flokka ríkisstjórn
ekki án aðildar Sjálfstæðisflokks"
„ÉG tel að aðferð forsetans, að
gefa tíma og tækifæri til óform-
legra könnunarviðræðna, hafi
verið laukrétt," sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins, í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði að við
venjulegar kringumstæður ættí
þessi aðferð að skila tilætluðum
árangri, „það er að segja að for-
ystumenn flokkanna mæti til
viðræðna við forseta með mótað-
ar hugmyndir um samstarfs-
möguleika á grundvelli viðræðna
um málefni," sagði Jón Baldvin.
Hann sagðist telja slika aðferð
mun árangursrikari en þá, að
kalla formennina til viðtals eða
fela þeim formlegt umboð áður
en nokkuð lægi fyrir um sam-
starfsvilja þeirra.
— Hefur þessi aðferð forsetans
þá borið þann árangur, sem þú
hafðir gert þér í hugarlund?
¦ „Því miður ekki sem skyldi.
Ástæðurnar fyrir því eru m.a. þær
að þeir flokkar sem töpuðu í kosn-
ingunum hafa haldið sig nokkuð til
hlés, en þó fyrst og fremst vegna
þess að einn flokkur úr hópi sigur-
vegaranna, Kvennalistinn, virðist
ekki hafa tekið tillit til þessara
óformlegu skilaboða. Engu að síður
hefur þessi tími nýst þeim sem hafa
viljað nýta hann. Þrír flokksfor-
menn, þ.e.a.s. formenn Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks og
Alþýðuflokks hafa allir lýst því yfir,
að þeir vilja reyna stjórnarmyndun
þriggja flokka. Pjórflokka ríkis-
stjórn komi ýmist ekki til greina,
eða hljóti að skoðast sem neyðarúr-
ræði. Það er grundvallarstaðreynd
í þessum stjórnarmyndunarviðræð-
um að þriggja flokka ríkisstjórn
verður ekki mynduð án þátttöku
Sjálfstæðisflokksins. Sú staðreynd
skiptir meira máli en hitt, að flokk-
urinn tapaði í kosningum. Framhjá
henni verður nefnilega ekki geng-
ið."
Jón Baldvin sagði að leiðrétta
þyrfti þann misskilning, sem eink-
um hefði komið fram í máli forsæt-
isráðherra, að til þessara stjórnar-
myndunarviðræðna yrði gengið á
þeim forsendum að fyrrverandi
stjórnarflokkar væru að leita sér
að þriðjá hjóli undir vagninn.
„Þetta er misskilningur. Fráfar-
andi ríkisstjórn féll í kosningum og
það er afar ólíklegt, ef ekki með
öllu útilokað, að nokkur aðili vilji
gerast þriðja hjól undir vagni, með
ef til vill einni undantekningu,"
sagði Jón Baldvin, en hann kvaðst
vilja láta það liggja á milli hluta,
hver sú undantekning væri. „Það
er augljóst," sagði hann.
Hann sagði að til þessara við-
ræðna yrði því gengið á nýjum
forsendum, á grundvelli nýs mál-
efhasamnings, þar sem allt hlyti
að vera til umræðu: málefni, verka-
skipting og stjórnarforysta.
„Tveir flokksformenn hafa opin-
berlega lýst yfir samstarfsvilja og
lýst hugmyndum um forgangsröð
viðræðna í þriggja flokka viðræð-
um," sagði Jón Baldvin og kvaðst
eiga við formenn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks. „Þá á ég við ríkis-
stjórn þessara flokka, ásamt
Alþýðubandalagi eða Kvennalista,"
sagði formaður Alþýðuflokksins.
- Ertu með þessum orðum að
útiloka stjórnarsamstarf Alþýðu-
flokks við Framsóknarflokk?
„Nei, ég er ekki að útiloka eitt
eða neitt. Eg er bara að lýsa mínum
niðurstöðum, bæði að því er varðar
túlkun á kosningaúrslitum og
pólitískri forgangsröðun - það er
að segja mati mínu á því hvers
konar ríkisstjórn ég teldi æskileg-
asta."
„Ef eftir verður leitað," svaraði
Jón Baldvin spurningu þess efnis
hvort hann mýhdi gera tillögu um
það við forsetann á fundi með henni
á föstudag, hverjum hún feli umboð
til stjórnarmyndunar.
Jón Baldvin kvaðst því miður
telja að flest benti til þess að stjórn-
armyndunarviðræður þær, sem
framundan væru, yrðu langdregn-
ar. „Það ræðst auðvitað af stað-
reyndum kosningaúrslitanna. Það
er mun seinlegra að koma á þriggja
flokka ríkisstjórn en tveggja. Mér
þætti ekki ólíklegt að tveggja flokka
ríkisstjórn hefði mátt koma saman
á einu síðdegi eða tveimur. Þess
er ekki kostur og menn verða að
taka afleiðingum af því," sagði Jón
Baldvin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56