Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1987, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING LISTIR FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987 BLAÐ Að lesa Laxness á leið upp í Breiðholt B/6 Líkami móðurinnar og lögmál föðurins Um kenningar táknfrceðingsins Juliu Kristevu í Ijósi nokkurra dœma úr íslenskum bókmenntum eftirHelgu Kress Julia Kristeva er tvímælalaust ein af áhrifamestu og virtustu fræðimönnum sem nú á dögum fást við rannsóknir í málvísindum og bókmenntafræðum. Hún er fædd í Búlgaríu árið 1941 þar sem hún ólst upp og stundaði nám við háskólann í Sofia. Árið 1966 fluttist hún til Parísar til að stunda framhaldsnám, og þar hefur hún búið síðan. Hún er nú kennari í málvísindum við Parísarháskóla, auk þess sem hún hefur menntað sig í sálfræði og starfar sem sálgreinandi. Eftir hana hafa komið út fjölmörg rit og ritgerðir um heimspeki tungumálsins, nútímabókmenntir og menningarsögu, þar sem hún sameinar á mjög frjóan hátt aðferðir málvísinda, sálgreiningar og bókmenntafræði. Julia Kristeva skrifar á frönsku, en flest verka hennar hafa svo til jafnharðan verið þýdd á ensku. Einnig hafa nokkur þeirra komið út á þýsku, og fáeinar greinar eru til eftir hana á Norðurlandamálum. B/2 JGESTGJAFANUM innihalda jafnvel auglýsingarnar mataruppskriftir. Rúmlega 60 uppskriftir að þessu sinni. Pottréttir, matarmiklar súpur, kjötkæfur og stórkostlegar tertur. Það er gagn að GESTGJAFANUM, tímariti um mat - tímariti sem aldrei verður úrelt - tímariti sem flett er aftur og aftur, ár eftir ár, í leit að skemmtilegum hugmyndum um mat sem gleður bæði fjölskylduna og vinina. (jestíi'jafinn cZJ tímarit um mat Áskriftarsími 5 0299 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.