Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 123. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR  B
STOFNAÐ 1913
123.tbl.75.árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. JUNI 1987
Prent smiðja Morgunblaðsins
Evrópubandalagið og Norðmenn:
Aðild f orsenda
fyrir fríðindum
Osló, Reuter.
EMBÆTTISMENN         Evrópu-
bandalagsins fögnuðu í gær
ákvörðun Norðmanna um að
hefja á ný almenna umræðu um
það hvort Noregur ætti að ganga
í bandalagið. Aftur á móti var
skýrt tekið fram að Norðmenn
fengju ekki að njóta sérstakra
f ríðinda í viðskiptum ef þeir yrðu
áfram fyrir utan EB.
Willi de Clercq, sem fer með ut-
anrfkismál fyrir Evrópubandalagið,
hélt blaðamannafund í Osló í gær-
morgun. Sagði hann að viðræður
Spenna milli
Indlands
ogSriLanka
Colombo, Níju Delhi, Reuter.
STJÓRNVOLD á Sri Lanka fyr-
irskipuðu herjum sínum að vera
viðbúnir að verja landhelgi eyjar-
innar. Indverjar segjast vera
reiðubúnir tíl að senda af stað
skipalest með vistir til að dreifa
á Jaffna-skaga á Sri Lanka, þar
sem skæruliðar tamila berjast við
stjórnarherinn.
Talsmaður Rauða krossins á
Indlandi segir að skipalestin muni
ekki sigla inn í landhelgi Sri Lanka
nema að stjórnvöld samþykki. Tals-
maður indversku stjórnarinnar
sagði að skipin myndu láta úr höfn
í dag hvað sem stjórnvöld á Sri
Lanka segðu.
Indverjar segja að íbúar á
Jaffna-skaga, sem flestir eru tamíl-
ar, líði skort og mörg hundruð
menn séu dauðvona vegna sóknar
hersins á skaganum.
I gær gerðu skæruliðar strætis-
vagni fyrirsát á öðrum hluta
eyjarinnar og voru 29 Búdda-
munkar og fjórir borgarar úr röðum
sinhalesa, sem eru í meirihluta á
Sri Lanka, myrtir.
Sjá   „Gagnkvæmar   ásakanir
um fjöldamorð" á síðu 29.
sínar við ráðamenn í minnihluta-
stjórn norska Verkamannaflokksins
hefðu greitt úr misskilningi, sem
varð til þess að Norðmenn höfnuðu
aðild að Evrópubandalaginu í þjóð-
aratkvæðagreiðslu árið 1972.
„Norðmenn hefðu hag af því að
gerast aðiljar að stórum markaði.
Slíkt myndi að hluta til leysa þann
vanda, sem norskur iðnaður á við
að glíma á sviði samkeppni," sagði
de Clercq í viðtali við Reuter-frétta-
stofuna. „Ríki getur ekki bæði verið
í bandalagi og utan þess."
Þegar olíuverð snarlækkaði á
síðasta ári hrikti í stoðum efna-
hagslífs Norðmanna, sem eru næst
stærstu olíuframleiðendur í Vest-
ur-Evrópu. Einnig hefur hnignunar
gætt í öðrum helstu útflutnings-
greinum Norðmanna.
Stjórn Gro Harlem Brundtland
hefur áhyggjur af viðskiptum við
ríki Evrópubandalagsins, sem kaup-
ir um tvo þriðju af útflutningsvörum
Norðmanna. í maí bað hún stjórn-
málaflokka og almenning um að
taka samskipti við Evrópubanda-
lagið til rækilegrar endurskoðunar.
Verdens Gang
Norska lögreglan gagnrýnd fyrir ofbeldi
Norska lögreglan var í gær gagnrýnd fyrir að beita
ofbeldi í aðgerðum sínum. Á mánudag kom í þriðja
skipti á skömmum tíma til átaka er lögregla rýmdi
hús, sem hústökumenn höfðu lagt undir sig í mið-
borg Osló, og voru 68 menn handteknir. Á myndinni
sjást lögregluþjónar halda einum hústökumanna.
Skurðgrafan var notuð til að brjóta gatið, sem sést
á vegg hússins. Fyrir þremur vikum lá við uppþoti
þegar menn mótmæltu fyrir utan bandaríska sendi-
ráðið. Hörðust var gagnrýnin á lögregluna eftir áflog
á kaffihúsi þegar lögregluþjónar réðust inn til að
handtaka forsprakka mótmælenda. Þá slasaðist
fjöldi saklausra gesta, sem þar voru staddir. Níu
þingmenn og yfir 30 samtök hafa undirritað kröfu
um að rannsókn verði gerð á aðgerðum lögreglunn-
ar. Vilja þeir að óháðir aðiljar rannsaki málið og
lögreglan komi þar hvergi nærri.
Sjá „Átök milli lögreglu og hústökumanna á
síðu 28.
Fyrstu drög að sáttmála um Evrópuflaugarnar í Genf:
Mikilvægt skref og brautin
ruddfyrirfrekariárangur
- sagði háttsettur samningamaður Sovétmanna
Genf, Moskvu, Bonn, Reuter.
Samninganefndir Bandarikja-
manna og Sovétmanna i Genf
hafa lagt lokahönd á f yrstu drög-
in að sáttmála um að fjarlægja
meðaldrægar   kjarnorkuflaugar
í Evrópu, að því er Alexi Obuk-
hov, einn helstí samningamaður
Sovétmanna, sagði í gær.
Obukhov sagði við blaðamenn að
enn væri margt ógert og hvorir
Vika
sorgarí
Líbanon
Líbanar syrgja nú Rashid Kar-
ami, forsætisráðherra Líbanons,
sem lét Iífið er sprengja sprakk
undir sæti hans í þyrlu á mánu-
dag. Opinber sorgarvika hófst í
gær með verkfalli um landið allt.
Fánar voru dregnir í hálfa stöng
og verslanir, skólar og skrifstofur
í Líbanon voru lokaðar. Þessi
mynd af sýrlenskum hermanni var
tekin í Trípolí, fæðingarborg Kar-
amis, sem borinn verður til grafar
í dag. Þar var allt í lamasessi
vegna morðsins á Karami. Selim
Hoss, sem settur hefur verið for-
sætisráðherra, sagði í gær að
hann ætlaði að fylgja stefnu for-
vera síns og reyna að sætta hin
stríðandi öfl í landinu.
Rcuter
tveggju þyrftu nú að einbeita sér
að fjarlægja ýmsa „sviga" úr hinu
sameiginlega skjali. Þessir „svigar"
eiga við um þá þætti, sem ágrein-
ingur er um.
Obukhov sagði að samninga-
nefndirnar ættu eftir að gera annað
uppkast að sáttmálanum og yrði
þar reynt að brúa bilið milli risaveld-
anna og leysa þann ágreining, sem
enn ríkir.
Terry Shroder, talsmaður banda-
rísku samninganefndarinnar, stað-
festi síðar í gær að gengið hefði
verið frá fyrstu drögum að sameig-
inlegum sáttmála á mánudag.
Obukhov sagði að Bandaríkja-
menn tefðu fyrir samningum. Þeir
vildu breyta Evrópuflaugum sínum
í önnur vopn, en Sovétmenn vildu
eyðileggja flaugarnar.
Hann kvað Bandaríkjamenn
krefjast þess að 100 kjarnaoddar,
sem risaveldin ættu samkvæmt
sáttmálanum að fá að hafa utan
Evrópu, yrðu í Alaska. Þá væru
flaugarnar í skotfæri við Sovétríkin
og því eru Sovétmenn andvígir.
Sovétmenn kveðast ætla að hafa
sína 100 kjarnaodda í Asíu, þar sem
flaugarnar drægju hvorki til Evrópu
né Bandaríkjanna. „Stjórnvöld í
Moskvu vilja að þeir kjarnaoddar,
sem Bandaríkjamenn fá að halda,
verði fjarlægðir frá Alaska," sagði
Obukhov.
Að hans sögn verður sáttmáli,
sem hvorir tveggju hafa að fullu
samþykkt, „tilbúinn í haust og und-
irritaður á næsta leiðtogafundi" ef
Bandaríkjamenn falla frá fyrr-
greindum kröfum.
Obukhov sagði að á mánudag
hefði verið „stigið mikilvægt skref,
sem ryður brautina fyrir frekari
árangur". Áttunda lota viðræðna
stórveldanna í Genf hófst 23. apríl
og sagði Obukhov að samninga-
menn myndu halda áfram störfum
út sumarið.
Vestur-þýska stjórnin samþykkti
á mánudag afvopnunartillögur risa-
veldanna og lýstu ríki Atlantshafs-
bandalagsins í gær yfir ánægju
sinni með það. Þriggja flokka stjórn
Helmuts Kohls kanslara hefur í sex
vikur deilt um tillögurnar, en nú
hefur verið ákveðið að fylgja for-
dæmi annarra aðildarríkja banda-
lagsins. Stjórnin í Bonn sagði þó
að 72 Pershing Al-flaugar, sem eru
í eigu vestur-þýska flughersins,
yrðu ekki taldar með og gagnrýndi
sovéska fréttastofan TASS þetta í
gær. Samningamenn Sovétmanna
sögðu í Genf 28. apríl að Pershing
Al-flaugarnar yrðu að vera hluti
af samkomulagi vegna þess að í
þeim væru bandarískir kjarnaoddar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64