Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 130. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR  B
STOFNAÐ 1913
130.tbl.75.árg.
FOSTUDAGUR 12. JUNI 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kosningarnar á Bretlandi:
Örugmir simir Thateher
Lundúnum, Reuter.             ^^^^^ ^^^^^                                   ^^^^^
LJÓST var að Margaret Thatcher, leiðtogi breska íhaldsf lokks-
ins, hafði unnið afdráttarlausan kosningasigur þegar Morgun-
blaðið fór í prentun f nótt. Þetta er í fyrsta sinn á þessari
öld, sem sami sijórnmálaleiðtogi á Bretlandi situr þrjú kjörtíma-
bil f röð sem forsætisráðherra. Þegar úrslit í 522 kjördæmum
voru ljós hafði Ihaldsflokkurinn fengið 326 þingmenn kjörna,
Verkamannaflokkurinn 191, Bandalagið aðeins 12, en aðrir
þrjá. Samkvæmt því hafa íhaidsmenn tapað '/2% frá í kosning-
unum 1983, Verkamannaflokkurinn unnið á 3'h%, en Bandalag-
ið tapað 3%. í spám bresku sjónvarpsstöðvanna klukkan hálf
tvö í nótt kom fram að íhaldsflokkurinn myndi vinna meira
en 100 sæta meirihluta, en í síðustu kosningum hafði hann 144
sæta meirihluta. „Ég er mjög ánægð með þær tölur sem ég
hef heyrt, en ég fagna ekki sigri fyrr en meirihlutinn er ljós,"
sagði Thatcher þegar þar var komið sögu.
í kosningaspám
Margaret
Thatcher.
var Thatcher spáð
mismiklum meiri-
hluta allt frá því
hún  boðaði   til
kosninga,  en  á
kjördag jókst bilið
á  ný  og  þegar
fyrstu  úrslit  frá
Torbay  f  Devon
bárust var ljóst að
sigur Thatcher var
umtalsverður. „Hún á eftir að halda
um stjórnartaumana í dágóðan tíma
í viðbót," var haft eftir Douglas
Hurd, innanríkisráðherra, en sjálf
sagði Thatcher í upphafi kosninga-
baráttunnar að hún gæti vel hugsað
sér að sitja í embætti „langalengi
enn".
Kjörstaðir voru opnaðir klukkan
sjö í gærmorgun og kusu um 76%
kjósenda að þessu sinni og var það
töluvert meira en búist var við.
Alls voru um 43,6 milljónir Breta
á kjörskrá, en kosið var um 650
þingsæti í neðri deild þingsins í jafri-
mörgum kjördæmum.
Þegar Neil Kinnock, hinn 45 ára
gamli leiðtogi Verkamannaflokks-
ins, kom á kjörstað í gærmorgun
stóð hann á því fastar en fótunum
að þegar úrslitin væru orðin ljós
yrði Thatcher „að flytja út í fyrra-
málið", og bætti því við að 11. júní
yrði síðasti dagur „thatcherism-
ans".
Sigur Thatcher var því mikið
áfall fyrir Kinnock, en flokkurinn
lagði mest upp úr persónu hans í
kosningabaráttunni. „Ég held að
tapið megi rekja til þess að staðan
var frá upphafi mjög erfið," sagði
Bryan Gould, kosningastjóri Verka-
mannaflokksins, en breskir frétta-
skýrendur töldu að helst hefði riðið
baggamuninn vantraust bresks al-
mennings á flokkinn hvað varðar
varnarmál. Tillögur flokksins í þeim
efhum voru að gera landið kjarn-
orkuvopnalaust.
Kosningabandalag jafnaðar-
manna og frjálslyndra á einnig um
sárt að binda eftir kosningarnar og
fór Bandalag jafnaðarmanna sér-
lega illa út úr kosningunum, því
þrír stofnenda þess, þau Shirley
Williams, Bill Rodgers og Roy Jenk-
ins, náðu ekki kjöri.
Upplýsingaþjónusta NATO
Það fór sýnilega vel á með þeim Matthfasi Á. Mathiesen, utanríkisráðlierra íslands, og Sir Geoffrey
Howe, utanrfkisráðherra Bretlands, þegar þeír biðu þess fyrir framan Höfða í blfðviðrinu f Reykjavík
f gær að tekin yrði hefðbundin mynd af ráðherrum NATO-ríkjanna. Fyrir aftan þá standa (t.v.) Vahit
Halefoglu, utanrfkisráðherra Tyrklands, og (t.h.) Giulio Andreottí, utanrfkisráðherra ítalíu.
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshaf sbandalagsins:
Uppræting Evrópuflaug-
anna staðf est í Reykjavík
Ágreiningur um sérstakar viðræður um hef ðbundinn herafla
Utanrfkisráðherrar     aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins
náðu f gær munnlegu samkomu-
lagi um að veita Ronald Reagan
Bandaríkjaforseta vilyrði fyrir
þvf að halda áfram sainningavið-
ræðum við Sovétmenn um að
uppræta meðaldrægar og skamm-
Noregur:
Atlagan gegn stjórn-
inni rann út í sandinn
Ósló. Frá fréttaritara Morffunblað»in», Jon Erik Laure.
Framfaraflokkiiriiin neitaði f
gærkvöldi að styðja væntanlega
vantrauststillðgu á rfkisstjórn
Verkamannaflokksins vegna til-
lagna stjórnarinnar um lækkun
niðurgreiðslna og styrkja til
bænda. Carl Hagen, formaður
Framfaraflokksins,     tílkynnti
þetta á fréttamannafundi f gær
og sagði bændastyrkina ganga
þvert á stefnu flokks síns.
„Verkamannaflokkurinn hefur
sýnt mikið pólitískt hugrekki með
tillögum sfnum í landbúnaðarmálun-
um," sagði Hagen. Hann sagði
jaftiframt að rfkisstjórn borgara-
flokkanna þriggja myndi fylgja
svipaðri stefnu og stjórn Brundt-
lands og væri því ekki raunverulegur
kostur gegn sitjandi stjórn.
Formaður Miðflokksins, Johan J.
Jakobsen, sló því fostu í gærkvöldi
að flokkur hans myndi gera land-
búnaðarmálin að úrslitaatriði en ekki
taka þátt f að fella stjórnina. Það
er þvf ljóst að stjórnin heldur velli.
drægar kjarnorkuflaugar f
Evrópu eða hina svokölluðu „tvö-
földu núlllausn". Háttsettur
ítalskur embættísmaður sagði
blaðamöhnum f fréttamiðstöðinni
f Hagaskóia að Reagan fengi eft-
ir Reykjavfkurfund ráðherranna
ákveðin skilaboð um að halda
áfram samníngaviðræðum við
Sovétmenn.
Búist er við að formleg yfirlýsing
þess efnis verði gefin út að loknum
fundi ráðherranna f Reykjavík á
hádegi í dag. Helstu ágreiningsefnin
á fundinum varða yfirburði Sovét-
manna á sviði hefðbundins herafla
og hvort binda beri stuðning Atlants-
hafsbandalagsins við samkomulag
um eldflaugarnar því skilyrði að
þegar í stað verði hafnar viðræður
um efnavopn, jafnvægi í hefðbundn-
um herafla, kjarnorkuvopn á vígvöll-
um og helmingsfækkun langdrægra
flauga.
Fundur utanríkisráðherranna var
settur í Háskólabfói klukkan ellefu
f gærmorgun og fluttu Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra,
Matthfas Á. Mathiesen utanríkisráð-
herra, Guilio Andreotti, heiðursfor-
seti Atlantshafsráðsins og utanríkis-
ráðherra  ítalfu,  og  Carrington
lávarður,  framkvæmdastjóri  Atl-
antshafsbandalagsins, ávörp.
Klukkan hálfþrjú hófst lokaður
fundur utanrikisráðherranna og stóð
hann til klukkan sex. Skömmu áður
en fundinum lauk hélt Sir Geoffrey
Howe, utanríkisráðherra Bretlands,
af landi brott. Sagði hann við brott-
fðrina að samkomulag um uppræt-
ingu Evrópuflauganna væri innan
seilingar. Hins vegar lét hann að því
liggja að mistekist hefði að leysa
ágreining um það hvort Atlantshafs-
bandalagið ætti að eiga frumkvæði
að viðræðum austurs og vesturs um
niðurskurð hefðbundins herafla á
nýjum vettvangi.
Frakkar og Bandaríkjamenn hafa
deilt um hvernig taka beri á hefð-
bundna heraflanum. Frakkar óttast
að slfkar viðræður, sem flest aðild-
arríki NATO eru hlynnt, skerði
sjálfstæði þeirra á sviði vígbúnaðar-
mála. Vilja þeir að viðræður um
þessi mál verði einskorðaðar við
Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu
í Evrópu (CSCE), sem haldin er inn-
an ramma Helsinki-sáttmálans.
Háttsettur aðstoðarmaður Hans-
Dietrich Genscher, utanríkisráð-
herra Vestur-Þýskalands, sagði
aftur á móti á lokuðum blaðamanna-
fundi í Hagaskóla eftir fund ráð-
herranna á Hótel Sögu, að f dag
yrði gengið frá formlegu skjali um
þessar nýju viðræður og myndu ráð-
herrarnir allir geta sætt sig við
orðalag þess.
Aðstoðarmaður Genschers sagði
að jafnframt samningaviðræðum um
Evrópuflaugarnar yrðu þegar hafnar
viðræður um helmingsfækkun lang-
drægra kjarnorkuflauga, bann við
framleiðslu efnavopna, jafnvægi á
sviði hefðbundins herafla og fækkun
kjarnorkuvopna á vígvöllum. Haft
er eftir áreiðanlegum heimildum að
Thorvald Stoltenberg, utanríkisráð-
herra Noregs, hafi tekið f sama
streng á fundi með norskum blaða-
mönnum.
Matthías Á. Mathiesen utanrfkis-
ráðherra boðaði til fundar með
fslenskum blaðamönnum í Haga-
skóla til að greina frá fundi ráð-
herranna og einkaviðræðum sfnum
við Genscher utanrfkisráðherra.
Kvaðst Matthías einkum hafa rætt
við Genscher um hvalkjötsgámana,
sem kyrrsettir voru í Hamborg.
Fundi ráðherranna lýkur á hádegi
í dag og heldur Carrington lávarður
þá fund með blaðamönnum og grein-
ir frá niðurstöðum ráðherranna.
Sjá bls. 2, 3 og 22 og forystu-
grein og ræður frá setningarat-
höfn f gær á bls. 28 til 30.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56