Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 136. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SÍÐUR OG LESBÓK
tmmltfapifr
STOFNAÐ 1913
136.tbl.75.árg.
LAUGARDAGUR 20. JUNI 1987
Prentsmiðja Morgimblaðsins
Suður-Kórea:
Hertar aðgerðir ef
óeirðum línnir ekki
Reuter
Almenningur f Suður-Kóreu hefur ekki farið varhluta af átökunum
undanfarna daga. Á þessari mynd sést móðir ásamt tveimur sonum
sínum leita skjóls eftir að táragasi hefur verið sprautað yfir mann-
fjölda. í baksýn eru óeirðalögreglumenn.
Seoul, Waahington, Lausanne. Reuter.
LÖGREGLUMAÐUR beið bana í
götuóeirðum í Suður-Kóreu í gær
og var það fyrsta mannslátið í
óeirðum þeim er staðið hafa þar
yfir undanfarna 10 daga. Nokkr-
um klukkustundum áður hafði
forsætisráðherra landsins lýst
þvi yfir að stjórn sin myndi grípa
til róttækra ráðstaf ana ef átök-
unum linnti ekki.
Lee Han-key, forsætisráðherra,
hvatti þjóðina í sjónvarpsávarpi til
þess að sýna stillingu svo ekki
þyrfti að grípa tii sérstakra ráðstaf-
ana til að koma á friði. Ekki til-
greindi hann hverjar þessar
ráðstafanir væru, en undanfarna
daga hefur gengið sá orðrómur að
stjórnin myndi lýsa yfir herlögum
í landinu. Til átaka kom þó víða í
Suður-Kóreu í gærkveldi. Meðal
þeirra sem gagnrýnt hafa stjórn-
völd er yfirmaður kaþólsku kirkj-
unnar þar í landi, Kim Sou-hwan,
kardináli. í viðtali við virt dagblað
í Seoul sakaði hann stjórnvöld um
að berja niður réttlátar óskir fólks-
ins um Iýðræði. „Rætur vandans
Iiggja í því að stjórnvöld brjóta lög,
en ekki t því að fólkið lætur í ljósi
andstöðu við þau lögbrot," sagði
Kim.
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
Spánn:
15 létust í spreng-;
ingu í stórmarkaði
Barcelona. Reuter.
SRENGJA sprakk í bifreiða-
geymslu stórmarkaðs í borginni
Barcelona á Spáni i gær. 15
manns biðu bana og 30 særðust,
Þýsk-frönsk
herdeild
á döfinni?
lionn, Iteuter.
HELMUT Kohl, kanslari Vest-
ur-Þýskalands, varpaði fram
þeirri hugmynd f gær að stof n-
uð yrði herdeild sem skipuð
yrði bæði f rðnskum og vestur-
þýskum hermitnnum undir
einni stjóru. Hann telur að
þetta gæti styrkt f ramlag
ríkjanna tíl varna Atlantshafs-
bandalagsins (NATO).
Frakkar og Vestur-Þjóðverjar
hafa unnið mjög náið saman í
Evrópubandalaginu og raddir
orðið sífellt háværari í báðum
löndunum um nauðsyn víðtækari
samvinnu. Kohl sagði ljóst að
hugmyndin stofnaði á engan hátt
í voða samvinnunni við Banda-
ríkjamenn þar sem þeir hefðu oft
hvatt til aukinnar samvinnu
Evrópuríkja á hernaðarsviðinu.
margir mjög illa. Aðskilnaðar-
samtök Baska, ETA, segjast bera
ábyrgð á nryðjuverkinu, sem er
hið versta á Spáni siðan árið
1985. Felipe Gonzalez, forsætis-
ráðherra Spánar, sneri þegar
heim úr óopinberri heúnsókn
sinni til Brasilíu er hann frétti
um atburðinn.
Sprengjunni hafði verið komið
fyrir í bifreið í bifreiðageymslu Hip-
ercor-markaðarins, sem er í eigu
El Corte Ingles-verslunarhringsins.
Var hún mjög öflug og tðk.það
slökkviliðsmenn tvo klukkutíma að
brjótast í gegn um eld og eitraðan
reykjarmökk til að komast niður í
geymsluna. Átta karlar, fimm kon-
ur og tvö börn létu lífíð og 18 hinna
særðu eru sögð illa haldin. íbúar
hverfisins, þar sem verslunin er, eru
aðallega verkamenn og hengdu þeir
í gær svört sorgarbönd á fána Kata-
lóníu, til að sýna samúð sína með
fórnarlömbunum.
Yfirvöld borgarinnar sögðu að
45 mínútum áður en sprengjan
sprakk hefði verið hringt í lögregl-
una og sagt að sprengja myndi
springa í borginni, en ekki hvar.
Fyrr í þessari viku var sent aukalið
lögreglu- og þjóðvarðliðsmanna til
Katalóníu þar sem búist var við
aðgerðum skæruliða ETA. Sagði
innanríkisráðherra Spánar, Jose
Barrionuevo, i gær á blaðamanna-
fundi skömmu fyrir sprenginguna
að vitað væri að sveit hryðjuverka-
manna á snærum ETA væri í
Barcelona. Kvaðst hann hafa hvatt
ýmis fyrirtæki til þess að herða
öryggisráðstafanir vegna þessa.
seti, sagði í gær í Washington að
hann hefði miklar áhyggjur af
ástandinu í Suður-Kóreu. Talsmað-
ur forsetans, Marlin Fitzwater,
sagði að Bandaríkjastjórn hefði
hvatt stjórnina í Seoul til þess að
taka upp viðræður við stjórnarand-
stöðuna og reyna að finna friðsam-
lega lausn deilumálanna. Er
Fitzwater var spurður hvort Reagan
hefði sent Chun Doo Hwan, forseta
Suður-Kóreu, bréf þar sem ráðið
væri frá þvi að beita mótmælendur
hörku, sagði hann að viss bréfa-
skipti hefðu átt sér stað. í Wash-
ington vex þeirri skoðun fylgi að
Bandaríkjastjórn eigi að beita
Seoul-stjórn þrýstingi svo komið
verði á lýðræðislegum stjórnarhátt-
um í Suður-Kóreu. Hafa Edward
Kennedy, öldungadeildarþingmaður
frá Massachusetts, og 6 aðrir öld-
ungadeildarþingmenn lagt fram
frumvarp um að beitt verði efna-
hagsþvingunum í þessu skyni.
Sagði Fitzwater að slíkt kæmi ekki
til greina.
Michele Verdier, talsmaður al-
þjóðlegu ólympíunefhdarinnar,
sagði í gær í Lausanne í Sviss að
staðið yrði fast við þá ákvörðun að
halda ðlympíuleikana í Seoul, þrátt
fyrir óeirðirnar í landinu undan-
farna daga. Borgarstjóri Los
Angeles, Tom Bradley, hefur lýst
því yfir að með stuttum fyrirvara
sé hægt að færa leikana til Los
Angeles þar sem þeir voru haldnir
árið 1984.
Hawke
sigurviss
BOB Hawke, forsætisráðherra
Ástralíu brosti sigurviss til við-
staddra er hann heimsótti sjúkra-
hús eitt í Mclbourne í kosningabar-
áttunni á dögunum. Þingkosningar
fara fram í Ástralíu 11. júlí og er
flokki hans, Verkamannaflokkn-
um, spáð sigri. Sagði Hawke í
útvarpsviðtali að þetta væri þægi-
legasta kosningabarátta er hann
hefði háð. Deildar meiningar eru
innan Frjálslynda flokksins, aðal-
stjórnarandstöðuflokksins, um
skattalækkunartillögur, sem Verið
hafa aðalkosningamál flokksins cg
sagði talsmaður hans í gær að þær
væru gallaðar og þyrftu endur-
skoðunar við.
Reuter
Reuter
Mikill rcy kjarmökkur steig upp úr bifreiðageymslunni eftir sprenginguna.
Sovétríkin:
Námsmaður leidd-
ur fyrir aftökusveit
Moskva, Reuter.
TVÍTUGUR námsmaður hefur
verið dæmdur til dauða í borg-
inni Alma Ata í Kazakhstan i
tengslum við uppþot í borginni
17.-18. desember sl. Fjórir menn,
þar af tveir ungir háskólanemar,
hafa verið dæmdir til allt að 15
ára erf iðisvinnu i þrælkunarbúð-
um vegna óeirðanna.
Hinn dauðadæmdi heitir K.
Ryskulbekov og stundaði nám við
arkitektaskólann í Alma Ata. Hann
verður leiddur fyrir aftökusveit.
Honum er gefið að sök að hafa
verið valdur að dauða tæknimanns
sovézka sjónvarpsins, sem gerst
hafði lögreglumaður í sjálfboða-
vinnu og tekið þátt í að binda endi
á óeirðirnar í Kazakhstan.
Um 3.000 manns tóku þátt í
óeirðunum. Tveir menn biðu bana
og 200 særðust. Uppþotin leiddu
til þess að leiðtogi Kommúnista-
flokks Kazakhstan, Dinmukhamed
Kunyaev, var settur af og Rússinn
Gennadv Kolbin settur í hans stað.
SkýrslaOECD:
Launakostn-
aður hár á
Norðurlöndum
París, Reuter.
I NÝÚTKOMINNI skýrslu Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar,
OECD, kemur meðal annars fram
að kjarasamningar á Norðurlönd-
um muni koma niður á útflutn-
ingsatvinnuvegum landanna.
Spáð var að þjóðarframleiðsla ykist
lítillega í Svíþjóð og Finnlandi og að
atvinnuleysi yrði svipað. í Danmörku
og Noregi er hins vegar gert ráð
fyrir að þjóðarframleiðslan minnki
og atvinnuleysi aukist sem og verð-
bólga.
Sjá grein á síðu 28.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64