Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 Rainbow siglir hingað á ný: Flytur vörur á grund- velli forgangslaganna SKIP frá Rainbow Navigation kom hingað til lands siðasta föstudag með vörur til vamar- liðsins. Skipið hélt aftur til Norfolk á laugardag og lestar um næstu mánaðamót vörur til íslands. Skipafélagið hefur ekki samið við bandaríska flotann um flutninga hingað, en byggir flutninga þessa á forgangslögun- um frá 1904. Að sögn Magnúsar Ármanns, hjá Skákmótið í Dubna: Jóhanní 4.-6. sæti Margeir vann Razuvajev JÓHANN Hjartarson gerði í gær jafntefli við sovéska stórmeistar- ann Dolmatov. Hann er nú í 4. til 6. sæti á skákmótinu í Dubna með 5,5 vinninga eftir 10 um- ferðir. Margeir Pétursson vann i gærmorgun biðskák sína við sovéska stórmeistarann Razuvajev eftir 130 leiki. Vinnan við biðskákina hefur þó greinilega komið niður á síðustu skákum Margeirs í mótinu og í gær tapaði hann fjórðu skákinni í röð, eftir slaka taflmennsku, að því er hann sagði sjálfur, gegn efsta manni mótsins, sovéska stórmeist- aranum Romanishin. Staða efstu manna eftir 10 um- ferðir af 13 er þessi: 1. Romanishin með 6,5 vinninga og biðskák. 2. Gurevich, 6,5 vinninga. 3. Malanjuk 6 vinninga. 4.-6. Jóhann, Benjamin og Lemer, 5,5 vinninga. Verðlækk- un á af- skornum blómum BLÓMAMIÐSTÖÐIN, sem selur blóm í heildsölu til langflestra blómaverslana, hefur lækkað verð á afskom- um blómum um allt að 21%. Einstaklega góð birtuskilyrði hafa verið undanfamar vikur. Það ásamt aukinni hagræðingu í rekstri, tæknivæðingu og meiri notkun lýsingar hefur gert blómabændum kleift að lækka verð blómanna. Tilbúin búnt með 7 rósum hafa lækkað um 21%, _en stakar rósir um 13—14%. í sumum verslunum á Reykjavíkursvæð- inu hefur verðið þegar lækkað, en mjög er misjafnt hversu vel sú lækkun skilar sér til neytenda enn sem komið er. Margar versl- anir munu lækka verð á afskom- um blómum næstu daga. Kviknaði í f eiti SLÖKKVILIÐIÐ var um níuleyt- ið í gærkvöldi kallað út að íbúð að Keilufelli 49 í Breiðholti. Þar hafði kviknað í feitipotti á elda- vél. Húseigendur höfðu snör handtök á og vom búnir að slökkva eldinn er slökkviliðið bar að en einhverjar skemmdir urðu á innréttingum í eldhúsinu. Húsráðandi var fluttur á sjúkrahús með snert af reykeitrun. Skipamiðlun Gunnars Guðjónsson- ar, sem hefur umboð fyrir Rainbow Navigation hér á landi, er það mál Bandaríkjamanna við hvaða skipa- félag þar í landi þeir skipta. „Eimskip hefur samið um 65% flutninganna og þó að enn sé ólok- ið samningum milli Rainbow Navigation og bandaríska flotans um 35% flutninganna, þá kemur það engum við nema Bandaríkja- mönnum," sagði Magnús. „Samn- ingaviðræður skipafélagsins við flotann hafa staðið yfir síðan í apríl/maí, en á meðan samningar takast ekki fara þeir eftir lögunum frá 1904. Það er svo flotans að ákveða hvort þetta skipafélag eða eitthvert annað flytur fyrir þá á meðan ósamið er. Áð áliti forsvars- manna Rainbow Navigation falla þau 35%, sem koma í hlut banda- ríska fyrirtækisins, undir þessi lög frá 1904,“ sagði Magnús Ármann. Fjölmenni safnaðist saman við Norræna húsið í gærkvöldi til að fagna Jónsmessunni Jónsmessa ídag í DAG er Jónsmessa, fæðingar- dagur Jóhannesar skírara. Dagurinn er hátíðisdagur bænda. Sumarsólstöður voru fyrir þrem- ur dögum en vegna skekkju í júlíanska tímatalinu var Jónsmessa lenp talinn lengsti dagur ársins. Samkvæmt þjóðtrúnni er Jóns- messunóttin mögnuð og margt undarlegt sem gerist þá. Þá er helst von til að finna svokallaða náttúrusteina svo sem óskasteina og hulinshjálmssteina. Einnig ýmis grös eins og brönugras sem á að vekja ástir milli fólks og drauma- gras. Ef menn baða sig berir í dögginni snemma morguns eiga þeir að læknast af ýmsum húðkvill- um og um leið má óska sér. Arsfundur þingmannasambands EFTA: Tollar af fiski og fisk- afurðum feUdir niður íslendingar standa nú betur að vígi gagnvart EB, segir Gunnar G. Schram ÁRSFUNDUR þingmannasam- bands EFTA, sem haldinn er í Hamar í Noregi, samþykkti sam- hljóða í gær að koma á algjöru viðskiptafrelsi á fisk og fiskaf- urðir innan EFTA-rílganna. Tillagan var flutt af undirnefnd um sjávarútvegsmál, að tilhlutan Islendinga í nefndinni, en í henni eiga sæti fyrir íslands hönd þeir Gunnar G. Schram og Kjartan Jóhannsson. Gunnar G. Schram sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að sam- þykktin fæli í sér að niður yrðu felldir allir tollar og aðrar hömlur á viðskipti með fisk og fiskafurðir innan EFTA-ríkjanna sem eru auk íslands: Svíþjóð, Noregur, Finn- land, Austurríki og Sviss. „Þetta er vissulega tímamótandi ákvörðun og þýðingarmikil fyrir okkur íslend- inga,“ sagði Gunnar. „Við gerðumst aðilar að EFTA árið 1970 og þetta hefur ekki náðst fram fyrr en núna, þannig að þessi ákvörðun er stórt skref fyrir Islendinga varðandi við- skipti okkar með fiskafurðir. Þetta þýðir meðal annars að engar höml- ur verða á sölu sfldar til Svíþjóðar, svo dæmi sé tekið,“ sagði Gunnar ennfremur. Hann sagði að þýðingarmest væri þó, að Islendingar, og reyndar öll EFTA-ríkin, stæðu nú mun betur að vígi í samningum við Evrópu- bandalagið, til að koma í veg fynr viðskiptahömlur á físk þar. „Eftir þessa samþykkt hafa EFTA-ríkin mun betri samningsaðstöðu til að koma í veg fyrir ýmsar aðgerðir og viðskiptahömlur Evrópubanda- lagsins, svo sem tolla á lýsi, sem rætt hefur verið um innan Evrópu- bandalagsins að undanfömu, svo dæmi sé tekið. Eins er þetta þýðing- armikil ákvörðun að því leyti, að þótt tollar af fiskafurðum hafi ekki verið verulegir innan EFTA felur þessi ákvörðun í sér að ekki verður hægt að koma slíkum tollum á í framtíðinni, en sá möguleiki var alltaf fyrir hendi áður en þessi sam- þykkt var gerð,“ sagði Gunnar G. Schram. Á fundinum í gær var einnig samþykkt að afnema tolla af full- unnum landbúnaðarvörum. Fram- kvæmdastjóri EFTA, Per Kleppe, flutti ræðu á fundinum eftir sam- þykktina og lýsti yfír ánægju sinni með að þessum áfanga hefði verið náð, að viðskiptahömlum á físk og fískafurðir, svo og fullunnar land- búnaðarvörur, hefði nú verið aflétt, til viðbótar iðnaðarvörum, sem áður nutu fulls viðskiptafrelsis innan EFTA. Lagabreytingar þarf til að samþykktin komi til framkvæmda og að sögn Gunnars G. Schram verður strax farið í að vinna að því máli. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að viðskiptafrelsið yrði að fullu komið til framkvæmda innan næstu íjögurra ára. Úrslit slj órnarmyndun- artilrauna ráðast í dag Fleiri þeirrar skoðunar að hún takist ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, voru sammála um það að loknum þingflokksfundum flokkanna í gær, að í dag myndu úrslit ráð- ast hvort af myndun ríkisstjórn- ar þessara flokka ásamt Alþýðuflokki verður. Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, var ekki jafnaf- dráttarlaus í máli og hinir formennirnir að þingflokksfundi Alþýðuflokks loknum, þvi hann sagði að úrslit myndu ráðast í síðasta lagi á föstudag. Af máli manna í gær var aug- ljóst að skoðanir eru skiptar um það hvort myndun þessarar ríkisstjóm- ar tekst eða ekki. Fleiri virðast þó þeirrar skoðunar að hún takist. Það sem menn telja einkum að geti strandað á nú er ágreiningur um uppstokkun ráðuneytanna, þar sem Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur vilja sameiningu landbún- aðar- samgöngu- og sveitarstjórna- mála í nýju byggðaráðuneyti, en sjálfstæðismenn vilja halda sig við þá hugmynd að stofna sérstakt byggðaráðuneyti sem undir heyri sveitarstjóma- og umhverfísmál ásamt samgöngumálum. Miklar umræður voru um þetta á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins í gær og varð niðurstaðan sú að formaðurinn hefði áfram fullt umboð til viðræðna, en ákveðnir þingmenn voru þó mjög andvígir þeim kosti sem framsóknarmenn og alþýðuflokksmenn hallast helst að. Benda alþýðuflokks- og fram- sóknarmenn á að sú hugmynd sem þeir telja besta kostinn sé ein þriggja tillagna sem nefnd flokk- anna þriggja lagði fyrir þingflokk- ana, undirskrifuð m.a. af Birgi ísleifí Gunnarssyni. Sjálfstæðis- menn útiloka ekki að samkomulag geti tekist á grundvelli þeirrar hug- myndar sem alþýðuflokks- og framsóknarmenn hallast að, en segjast þó hafa takmarkaðan áhuga fyrir henni. Formennimir þrír hittast á fundi kl. 10 í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.