Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 141. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR  B/C
*fttttnM*Mfe
STOFNAÐ 1913
141.tbl.75.árg.
FOSTUDAGUR 26. JUNI 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stefnuræða Margaret Thatcher:
Umbylting í mennta-
og húsnæðismálum
London, Reuter.
RÍKISSTJÓRN       Margaret
Thatcher,     forsætisráðherra
Bretlands, hyggst koma á rót-
tækum breytingum á húsnæðis-
og menntakerfinu auk þess sem
!ög um útsvar til sveitarfélaga
verða tekin til endurskoðunar.
Kom þetta fram í stefnuræðu
forsætisráðherrans í gær sem
Elisabet Bretadrottning flutti
samkvæmt venju við upphaf
þinghalds. Neil Kinnock, leiðtogi
Verkamannaflokksins, gagn-
rýndi harðlega stefnu stjórnar-
innar.
Thateher hyggst afnema eignar-
skatt sveitarfélaga og taka þess í
stað upp nefskatt á alla þá sem
orðnir eru l'ullra 18 ára. Að auki
Suður-Afríka:
Níu náma-
menn farast
Jóhannesarborg, Reuter.
NÍU verkamenn létust og 25
slösuðust í námuslysi skammt
frá Jóhannesarborg í gær.
Mennirnir voru við stSrf f
Western Deep Levels-nám-
unni, sem er dýpsta gullnáma
heims, er jarðskjálfti reið
yfir.
Átta hörundsdökkir verka-
menn og einn hvítur létust er
loft námunnar hrundi yfir þá.
Slysið varð nærri botni námunn-
ar, sem er rúmir þrír kflómetrar
að dýpt, og tókst giftusamlega
að ná öllum verkamönnunum
upp á yfirborðið. Enginn þeirra
25 sem slösuðust er talinn í
lífshættu.
Slys eru tíð í gullnámum í
Suður-Afríku og hafa talsmenn
verkalýðsfélags námamanna
fullyrt að öryggiskröfum sé ekki
fylgt.
munu ríkisreknir skólar geta komist
beint undir breska menntmálaráðu-
neytið í stað þess að heyra undir
sveitarfélögin. Þá vill stjórnin gefa
því fólki sem nú býr í leiguhúsnæði
kost á að eignast það.
Neil Kinnock fordæmdi þá stefnu
að taka upp nefskatt og gagnrýndi
stjórnina harðlega fyrir að ætla að
neyða almenning til að greiða fyrir
læknisþjónustu og menntun. Þá
gagnrýndi hann stefnu stjórnarinn-
ar í húsnæðismálum og sagði að
með henni væru réttindi leigjenda
fyrir borð borin.
Denis Healey, fyrrum ráðherra
Verkamannaflokksins og einn helsti
talsmaður hans í utanríkis- og ör-
yggismálum, tilkynnti í gær að
hann hygðist hætta beinum afskipt-
um af stjórnmálum.
Sjá  enafremur  „Róttækustu
breytingar ..." á bls. 20 og 21.
Reutcr
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, kemur til setningar
þingsins f gær. Til vinstri við hana er Neil Kinnock, formaður Verka-
mannaflokksins, og fyrir aftan þau er Sir Geoffrey Howe utanríkis-
ráðherra.
Norrænir bankar:
Samvinna
við Rússa
Helsinki, Reuter.
ÁKVEÐIÐ hefur veríð að fjórír
norrænir bankar veiti ráðgjöf
varðandi fyrirhuguð samstarfs-
verkefni norrænna og sovéskra
fyrirtækja.
Talsmaður finnska Alþýðubank-
ans skýrði frá því í gær að sérstakur
samningur þar að lútandi hefði þeg-
ar verið undirritaður. Auk finnska
bankans eru Bergens Bank, Privat-
banken í Danmörku, og Skandinav-
iska Enskilda Banken í Svíþjóð
aðilar að samningnum.
Norrænu bankarnir munu veita
ráðgjöf um val á samstarfsverkefn-
um norrænna og sovéskra fyrir-
tækja. Að auki munu þeir kanna
hvernig fyrirtækin geta best nýtt
sér þá fjárfestingarmöguleika sem
fyrir hendi eru.
Mikhail Gorbachev á miðstjórnarfundi:
Skriffinnska og aftur-
hald hindra umbætur
Kref st róttækra hagkerfisbreytinga
Moskvu, Reuter.
MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi
sovéska kommúnistaflokksins,
krafðist þess f gær að þegar f
stað yrði hrundið f framkvæmd
gruudvallarbreytingum á hag-
kerfi Sovétríkjanna. Gorbachev
ávarpaði miðsljóra kommúnista-
flokksins og sagði skriffinnsku
og aftuíhald standa f vegi um-
bóta. Tass-fréttastofan sagði
leiðtogann hafa boðað aukna
sjálfsstjórn ríkisfyrírtækja og
ýmsar aðgerðir tU að tryggja
aukið lýðræði.
„Breytinga" hefur  þegar  orðið
vart í þessa veru en þær hafa enn
ekki verið djúpstæðar," sagði Gorb-
achev. Hvatti hann til endurskipu-
lagningar efnahagslífsins og
fráhvarfs frá miðstýringu. Þá
kvaðst hann ennfremur telja nauð-
synlegt að breyta framleiðsluskipu-
lagningu ríkisfyrirtækja á þann veg
að tekin yrði upp aukin sjálfsstjórn.
Nafngreindi hann þá menn sem
hann taldi að hefðu gerst sekir um
mistök í starfi og lét að því liggja
Waldheim í Páfagarði:
„Þetta er svívirða"
- segir Yitzhak Shamir
London, Páfagarði, Reuter.
FYRRUM fangar í útrýmingar-
búðum nazista höfðu uppi
mótmæli í Róm og gyðingaleið-
togar víða um heim mótmæltu f
gær harðlega opinberrí heim-
sókn Kurts Waldheim, forseta
Austurríkis, til Páfagarðs. Töldu
þeir heimsóknina verða til að
skaða samskipti gyðinga og kaþ-
ólsku kirkjunnar en þau hafa
batnað verulega síðastliðna tvo
áratugi. Forsætisráðherra ísra-
els, Yitzhak Shamir, var mjög
harðorður.
„Þetta er svívirða. Það er hægt
að túlka þetta sem réttlætingu á
þeim glæpum sem Waldheim hefur
verið ásakaður um", sagði forsætis-
ráðherrann við fréttamenn í gær.
Israel Singer, aðalritari Alheims-
sambands gyðinga, sagði það
ótrúlegt að páfi skyldi ekki minnast
á þær skelfilegu þjáningar sem
gyðingar hafa þurft að þola.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, er staddur í opinberri heim-
sókn í Frakklandi. „Þegar tekið er
tillit til vissra efasemda varðandi
hlutverk Páfagarðs í helför gyðinga
í stríðinu og þess að ríkið hefur
ekki stjórnmálasamband við ísrael
þá finnst okkur að páfi ætti að
íhuga stefnu síná vandlega," sagði
Peres.
Kaþólskir biskupar í Frakklandi
hafa gagnrýnt heimsóknina og hol-
lenski sendiherrann í Páfagarði var
ekki viðstaddur móttöku til heiðurs
Waldheim.
Talsmenn Páfagarðs segjast
undrandi og hryggir yfir þessum
viðbrögðum; heimsóknin sé aðeins
liður í eðlilegum samskiptum við
Austurríki.
Sjá einnig „Ileimsókn Wald-
heims..." á bls. 22.

SsjfttölÁk
mÍ<*§
\„
'ii4{rnNMl£
Reuter
Hópur gyðinga heldur á loft spjöldum tíl að mótmæla opinberri
heimsókn Kurts Waldheim tíl Páfagarðs í gær.
að andstaða við umbótaherferðina
yrði ekki liðin.
Fjölmargir sovéskir hagfræðing-
ar hafa að undanförnu haldið því
fram að gera þurfi róttækar breyt-
ingar á miðstýrðu efhahagslífinu
ef bæta eigi iðnframleiðslu og
neysluvarning. Ræða Gorbachevs í
gær gefur til kynna að sjónarmið
þeirra hafi orðið ofan á en vitað
er að embættismenn innan stjórn-
kerfisins eru margir hverjir andvígir
því að horfið verði frá miðstýringu
þar eð völd þeirra munu óhjákvæmi-
lega skerðast. „Byltingarkenndar
umbætur hafa leitt í ljós þær and-
stæður sem eru milli krafna um
endurnýjun og uppbyggingu annars
vegar og íhaldssemi, sjálfsdekrunar
og stöðnunar hins vegar," sagði
Gorbachev.
Miðstjórnin hefur fjallað um
lagafrumvarp um breytt rekstrar-
fyrirkomulag ríkisfyrirtækja. Þegar
frumvarp þetta var fyrst kynnt
vísuðu fylgismenn Gorbachevs því
á bug þar eð þeim þótti það ekki
ganga nógu langt. Hagfræðingar
sem fylgja umbótaherferð Gorbach-
evs telja að enn hafi stefna leið-
togans ekki haft tilætluð áhrif og
hafa þeir bent á að sjálft valdakerf-
ið standi í vegi fyrir framförum.
Harðlínumenn og umbótasinnar
takast því á og bíða menn spenntir
eftir því hvort miðstjórriin samþykki
að takmarka völd embættismanna
í Moskvuborg og taki upp verðlags-
og framleiðslukerfi sem byggist á
framboði og eftirspurn.
Sjá ennfremur „Uppgjöríð við
arfinn" á bls. 22.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48