Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 143. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						¦
s
88 SIÐUR    B
tiqpmlMbiMfe
STOFNAÐ 1913
143.tbl.75.árg.
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Júgóslavía:
Fjöldi Serba
handtekinn
Belgrad, Reuter.
LÖGREGLA fjarlægði hundruðir
serbneskra mótmælenda með
valdi frá þinghúsinu f Belgrad,
höfuðborg Júgóslaviu, síðdegis á
föstudag. Serbarnir voru meðal
þeirra tveggja þúsunda, sem
söfnuðust saman til að mótmæla
ofríki albanska meirihlutans í
Kosovo-héraði gagnvart minni-
hlutahópum.
Að sögn sjónarvotta höfðu um
tvö þúsund manns hópast saman
fyrir framan þinghúsið, þar sem
miðstjórn kommúnistaflokks Júgó-
slavíu fundaði um ófriðinn milli
þjóðarbrota í héraðinu. Þeir sögðu
að lögregla hefði ruðst inn á svæð-
ið og handtekið fjölda manns.
Fólkinu hefði síðan verið hrúgað inn
í langferðabíla og ekið til sfns heima
í Kosovo.
Fundi miðstjórnarinnar var slitið
í skyndi er mótmælin færðust í
aukana og hundruðir Belgradbúa
bættust í hóp Serbanna.
MorgunblaðiA/Helena
I sól og sumaryl
Góða veðrið hefur leikið við ísiendinga það sem af er sumri, á meðan I í veðurblíðunni er freistandi að fá sér ís og það hafa börnin gert er
regnhlífin hefur verið fastur förunautur margra annarra Evrópubúa. | ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Laugardalnum fyrir skömmu.
Suður-Kórea:
Hillir undir stiórn-
arskráitreytíngar?
EFTIR tveggja vikna harðar mótmælaaðgcrðir stjórnarand-
stæðinga virðist stjórnarflokkur Suður-Kóreu, Lýðræðislegi
réttlætisflokkurinn, (DJP), ætla að gefa eftir og sagði einn
af forystumönnutn hans í gær að ólíklegt væri að næsti
forseti landsins yrði kosinn eftir núgildandi stjórnarskrá.
Það var  aðalritari flokksins, | júní sl. hver yrði forsetaframbjóð-
Lee Choon Koo, er gaf þessa yfír-
lýsingu en vitað er að undanfarna
daga hefur þeirri skoðun vaxið
fylgi innan stjórnarflokksins að
komast þyrfti að samkomulagi
við stjórnarandstöðuna um breyt-
ingar á stjórnarskrá landsins, þar
sem m.a. yrði tryggt að forsetinn
verði kosinn í almennum lýðræð-
islegum kosningum. Samkvæmt
núgildandi stjórnarskrá hefur
forsetinn rétt til að útnefna eftir-
mann sinn og síðan er sú útnefn-
ing staðfest af sérstakri nefnd,
sem eingöngu er skipuð stuðn-
ingsmönnum núverandi forseta.
Hefur þetta fyrirkomulag lengi
verið umdeilt.
13. apríl sl. bannaði Chun Doo
Hwan, forseti, allar umræður um
breytingar á kosningafyrirkomu-
lagi fram yfir Olympíuleikana er
halda á í Suður-Kóreu næsta
sumar. Er hann svo tilkynnti 10.
andi DJP, þegar hann sjálfur léti
af störfum í febrúar 1988, brut-
ust út óeirðir. Hafa þær magnast
dag frá degi og náðu hámarki
sl. föstudagskvöld er a.m.k.
3.500 manns voru handtekin vítt
og breitt um landið..
Eftir fund með Kim Young
Sam, einum helsta forystumanni
stjórnarandstæðinga, sl. mið-
vikudag aflétti forsetinn um-
ræðubanninu. Stjórnarandstæð-
ingar sögðu það ekki nóg og
kröfðust breytinga á kosninga-
fyrirkomulaginu, annars myndu
þeir halda áfram mótmælaað-
gerðum. Forsetinn hefur haldið
áfram viðræðum við stjórnarand-
stæðinga og trúarleiðtoga og
sagði talsmaður hans í gær að
Chun legði áherslu" á að ná sam-
komulagi um breytingar á stjórn-
arskránni. Ef slíkt tækist ekki
kæmi til greina að rjúfa þing og
efna til kosninga. Nýkjörnir þing-
menn myndu sjðan hefja enn eina
samningalotuna um stjórnar-
skrárbreytingar.
Reuter.
Forystumenn hinna ýmsu tr<j-
flokka hafa látið í ljósi andstöðu
við stjórnvöld og á þessari mynd
sjást nunnur í borginni Pusan
taka þátt í einni mótmæla-
göngunni.
Flugslys á
Filippseyjum:
50manns
f órust
Maiiiln, Reuter.
AÐ SÖGN bandariskra björgun-
arsveita komst enginn lífs af er
filippeysk flugvél hrapaði að-
faranótt föstudags. 50 manns
voru með véliruii.
Flugvélin rakst á fjall á norðan-
verðri Luzon-eyju. Hún átti um
fimmtán mínútna flug eftir á
áfangastað, er flugstjórinn sendi
út neyðarkall. Að sögn sjónarvotta
lækkaði vélin skyndiiega flugið og
síðan heyrðu þeir háværa spreng-
ingu.
Þoka,   myrkur  og  frumskógur
töfðu fyrir björgunarsveituiii & leifl
á slysstað. Að sögn yfirmanns
björgunarsveita Bandaríkjahers
fupdust 50 lík í vélinni.
Að sögn talsmanns fílippeyska
ríkisfiugfélagsins PAL, en vélin var
í eigu þess, er líklegt að slæmt
veður hafí valdið slysinu.
Persaflói:
Iranir ráðast á norskt skip
Bahrain, Reuter.
ÍRANSKIR faUbyssubátar réðust
á norskt risaolíuskip á Persaflóa
í fyrrakvöld. Einn af áhöfninni
týndi lífi. Einnig var gerð árás
á olíuskip frá Líberiu. Þetta eru
fyrstu árásir írana á skip á flóan-
um í fimm vikur.
Að sögn L/oyd's-tryggingafé-
lagsins urðu allmiklar skemmdir á
norska skipinu Mia Margarethe.
Vélarrúmið varð fyrir skemmdum
og skömmu eftir árásina sendi skip-
ið frá sér neyðarkall, þar sem beðið
var um dráttarbát og læknishjálp.
Árásin var gerð um 30 sjómflur
norð-austur af strönd Arabíuskaga.
Að sögn talsmanns norska skipafé-
lagsins féll yfírvélstjóri skipsins í
árásinni og tveir aðrir af áhöfninni
særðust.
Um klukkustundu eftir árásina á
Mia Margarethe réðust íranskir fall-
byssubátar á líberíska skipið Stena
Concordia í hér um bil tíu sjómflna
fjarlægð frá norska skipinu. Einnig
urðu skemmdir á vélarrúmi
líberiska risaolíuskipsins og tveir
áhafnarmeðlimir særðust.
Árásir Irana voru greinilega
gerðar til að endurgjalda tvær árás-
ir íraka á olíuskip á leið til íran í
síðustu viku. írakar hófu árásjr á
olíuskip á siglingaleiðum til íran
árið 1984, og íranir hafa einkum
ráðist á olíuskip Kuwait-búa í
hefndarskyni     vegna     stuðnings
Kuwait við íraka. Meira en 300
skip hafa orðið fyrir árás á Persa-
flóa síðan 1984.
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið vildi ekkert segja um árásirn-
ar, en Bandaríkjamenn hafa nú
ákveðið að senda risaorrustuskipið
Missouri til gæslu á Persaflóa. Með
því vilja þeir tryggja að siglingaleið-
inni inn á flóann um Hormúz-sund
verði haldið opinni. Að sögn banda-
rískra embættismanna hafa íranir
fest kaup á að minnsta kosti tutt-
ugu kínverskum eldflaugum, sem
þeir ætla að setja upp við sundið
og ógna þannig siglingum. í fylgd
með Missourí verða fjögur skip, þar
af eitt eða tvö nýtískuleg beitiskip.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56