Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 145. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
145.tbl.75.árg.
MTOVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Evrópubandalagið:
Leiðtogafundur-
inn árangurslítiU
Brussel. Ri'iiter.
MINNI árangur náðist á fundi I ins  (EB)  sem  haldinn  var  f
leiðtoga ríkja Evrópubandalags- I Brussel í gær og fyrradag, en
Reuter
Weinberger, varnarmálaráðherra og Shultz, á blaðamannaf undi í gær.
Akvörðun f orsetans stendurr
Bandarí skur fáni
á skip frá Kuwait
Washington, Bahrain, Reuter.
TILKYNNT var í Hvita húsinu í Washington f gær að Bandaríkja-
stjórn myndi um miðjan júlfmánuð leyfa skipum frá Kuwait að sigla
undir bandarískum fána, þrátt fyrir vaxandi andstöðu bandarískra
þingmanna við þá ákvörðun.
Fram til þess tíma verður tíminn
notaður til þess að fá þjóðir heims
til að sameinast um aðgerðir til að
knýja írani og íraka til þess að
semja frið. Undanfarna sex mánuði
hefur Bandaríkjastjórn reynt að fá
meðlimi Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna til að samþykkja tilmæli
til stríðsaðila um að binda enda á
ófriðinn. Að öðrum kosti myndu
aðildarríki SÞ hætta að selja Irön-
um og írökum vopn. Sagði Marlin
Fitzwater, talsmaður Ronalds
Reagan, í gær að stjórn sín vildi
að Öryggisráðið hittist í byrjun júlí-
mánaðar og hefði forsetinn beðið
George Shultz, utanríkisráðherra,
að vera sérlegan fulltrúa sinn á
þeim fundi. Einnig yrði rætt við
fulltrúa annarra ríkja er aðild eiga
að SÞ og mun Vernon Walters,
hershöfðingi, ferðast til ýmissa
landa á næstunni til þess að kynna
sjónarmið Bandaríkjamanna. Kom
hann þessara erinda til Moskvu í
gærkveldi.
íranir réðust í gær á skip frá
Kuwait, enginn um borð slasaðist
og skemmdir á skipinu voru sagðar
óverulegar. Var þetta 44. árasin á
skip á Persaflóa á þessu ári. Aðstoð-
arutanríkisráðherra íran, Javad
Larijani, ítrekaði í gær í Vínarborg
þá skoðun Teheranstjórnarinnar,
að aukin umsvif Bandaríkjamanna
á flóanum myndi leiða til aukinna
hernaðarátaka.
Vaxandi andstöðu hefur gætt á
Bandaríkjaþingi við þá ákvörðun
stjórnarinnar að leyfa skipunum frá
Kuwait að sigla undir bandarískum
fána ög áttu fulltrúar frá báðum
deildum þingsins fund með Banda-
ríkjaforseta og helstu ráðgjöfum
hans í gærmorgun. Að þeim fundi
loknum sagði Fitzwater að aðilar
hefðu orðið sammála um að hags-
munir Bandaríkjamanna á Persa-
flóa væru það mikilvægir að ekki
væri hægt að sætta sig við það að
óvinveitt ríki segðu stjórnvöldum í
Washington fyrir verkum.
vonir stóðu tíl. Ekki náðist sam-
staða um langtímaaðgerðir f
fjármálum bandalagsins og var
ákveðinni andstöðu Margaret
Thatcher,     forsætisráðherra
Breta, kennt um. .
Thatcher neitaði að leggja meira
fé til EB fyrr en fjármálum banda-
lagsins, sem verið hafa í ólestri um
langt skeið, yrði komið í betra horf.
Var haft eftir henni að ekki væri
rétt að skrifa ávísun fyrir þann sem
orðið hefði gjaldþrota fyrr en hann
hefði komið sínum fjármálum í lag.
Sagðist Thatcher ekki kunna að
meta þau vinnubrögð sem Wilfred
Martens, forsætisráðherra Belga,
er var í forsæti á fundinum, hefði
viðhaft. Hann hefði lagt fram skjal
þar sem m.a. var gert ráð fyrir
auknum greiðslum EB til þeirra
aðildarríkja sem verr eru staéð, án
þess að málið hefði verið útrætt.
Verða langtímaaðgerðirnar því
ræddar aftur á fundi leiðtoga EB
er haldinn verður í Kaupmannahöfn
í desember á þessu ári.
Samkomulag tókst um aðgerðir
vegna fjárlagahalla bandalagsins,
sem á þessu ári nemur 6 milljörðum
dollara. Um 70% þeirra fjármuna
fara til niðurgreiðslna á landbúnað-
arvörum. Um tíma leit út fyrir að
ekki næðist samkomulag um þetta
atriði, en eftir næturfund þýskra
og franskra embættismanna og
morgunverðarfund Francois Mitter-
rand, Frakklandsforseta, og Helmut
Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands,
í gærmorgun, fannst málamiðlun
er allir leiðtogarnir gátu sætt sig
við. Landbúnaðarráðherrum EB-
ríkjanna var síðan falið að ganga
frá lokasamkomulagi og sátu þeir
enn á fundi er Morgunblaðið fór í
prentun í gærkveldi.
A fundinum var samþykkt -að
leggja 5,9 milljarða dollara til há-
tæknirannsókna til að freista þess
að gera útflutningsvörur EB-ríkj-
Reuter
Thatcher á blaðamannafundi eft-
ir leiðtogafundinn.
anna samkeppnisfærari við vörur
frá Bandaríkjunum og Japan.
í Brussel átti Margaret Thatcher
fund með nýkjörnum forsætisráð-
.terra írlands, Charles Haughey og
var þetta fyrsti fundur þeirra í fírnm
ár. I yfirlýsingu sem þau sendu frá
sér sagði að áfram yrði unnið að
þvi að ná markmiðum Ensk-irska
samningsins, sem undirritaður var
árið 1985 og fól m.a. í sér sameigin-
legar aðgerðir gegn hryðjuverka-
mönnum á Norður-írlandi. Þykir
þetta merkileg yfirlýsing, því Haug-
hey gagnrýndi mjög forvera sinn í
embætti, Garret FitzGerald, í kosn-
ingabaráttunni fyrir þingkosning-
arnar á írlandi fyrr á þessu ári,
fyrir að undirrita þetta samkomu-
iag.
Æðsta ráðið:
Samþykkti
efnahags-
frumvarp
Gorbachevs
Moskvu, Reuter.
í GÆR samþykkti Æðsta ráð
Sovétríkjanna, sem í.orði kveðnu
er löggjafarþing þeirra, frum-
varp um róttækar breytingar f
efnahagsmálum. Er því ætlað að
örva efnahag landsins með því
að auka sjálf stjórn fyrirtækja og
minnka miðstýringarvald ráðu-
neyta í Moskvu.
Samþykkt Æðsta ráðsins kom
reyhdar ekki mikið á óvart, þar sem
Miðstjórn Kommúnistaflokksins
hafði lagt blessun sína yfir frum-
varpið í síðustu viku.
Það var forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, Nikolai Ryzhkov, sem
kynnti frumvarpið og sagði hann
að öll fyrirtæki skyldu hafa sjálf-
stæðan fjárhag. Gengi reksturinn
ekki sem skyldi yrðu þau lýst gjald-
þrota.
Þá verður hlutverki „Gosplan",
Áætlunarnefndar ríkisins, breytt á
þann veg að nú verður stofnuninni
ætlað að fást við almenna efna-
hagsáætlanagerð, en ekki beina
stjórnun fyrirtækja. Það hefur hún
gert með „Fimm-ára áætlunum"
sínum til þessa.
Sjá grein á bls. 28.
Suður-Kórea:
Forsetinn sam-
þykkti úrbætur
Seoul, New York, Reuter.
CHU DoO Hwan, forseti Suður-
Kóreu, lýsti því yfir í sjónvarps-
ræðu í nótt að hann samþykktí
allar tillögur Roh Tae Woo, for-
manns stjórnarflokksins (ÐJP),
Reuter
Loks sól í Englandi
Eftir langvarandi rigningar hefur nú stytt upp í Englandi. Á myndinni sjást makindaleg-
ir áhorfendur sóla sig og fylgjast með tennisleik á Wimbledon-vellinum í gær.
um umbætur f lýðræðisátt í
landinu. Hann sagði að kosningar
yrðu haldnar f landinu snemma
á næsta ári samkvæmt nýrri
stjórnarskrá, sem stjórn og
stjórnarándstaða myndii skipa
nefnd til að semja.
Kim Dae Jung, helsti forsvars-
maður stjórnarandstöðunnar, sagði
á fundi með stuðningsmönnum
sínum í gær að hann vonaðist til
þess að hlutlaus ríkisstjórn skipuð
ráðherrum úr núverandi stjórnar-
og stjórnarandstöðuflokkum tæki
bráðlega við völdum. Sú stjórn ætti
síðan að undirbúa kosningar og sjá
til þess að þær færu vel fram. Kim
kvaðst ekki búast við því að verða
í framboði til forseta þótt tillögur
Rohs geri ráð fyrir að hann fái
framvegis að taka þátt í stjórn-
málum.
Roh lýsti því yfir að hann myndi
segja af sér sem formaður DJP og
ekki vera í framboði til forseta ef
tillðgur hans yrðu ekki samþykkt-
ar. Búist er við að gerðar verði
miklar breytingar á starfsemi
stjórnarflokksins síðar i þessari viku
og lét fjöldi forystumanna af störf-
um í fyrradag til þess að auðvelda
formanninum að endurskipuleggja
flokksstarfið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64