Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 164. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987
Jón Baldvin Hannibalsson:
Ekki þörf á leið-
réttíngu misvægis
JON BALDVIN Hannibalsson
fjármálaráðherra segir að full-
yrðingar talsmanna atvinnurek-
Skrúðgarðurinn í
Laugardal:
Bætt aðstaða
fyrir fhtlaða
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að bæta úr aðstöðu fyrir fatiaða
í skrúðgarðinum í Laugardal.
Samþykkt var að koma upp sal-
ernisaðstöðu fyrir fatlaða og að
bæta aðkomu að garðinum þannig
að fólk í hjólastól komist leiðar
sinnar.
VEÐUR
enda og launþega þess efhis, að
um verulegt misvægi sé að ræða
niilli kauphækkana sem orðið
hafí á fyrri hluta árs hjá opin-
berum starfsmönnum og á
almenna markaðinum fái tæpast
staðist. „Það er ástæða til þess
að ætla að þessi uppstilling á
málum sé í höfuðatriðum röng,"
sagði fjármálaráðherra í samtali
við Morgunblaðið.
Jón Baidvin sagði: „Allt bendir
til, að það sem gerst hafi í kjölfar
desembersamninganna hafi gengið
í þveröfuga átt við markmið þeirra
samninga, bæði á almenna vinnu-
markaðnum og hjá opinberum
starfsmönnum. Desembersamning-
arnir áttu að lyfta lægstu laununum
og draga úr því að hækkanirnar
færðust upp allan launastigann, en
fyrstu sex mánuði þessa árs hækk-
uðu laun opinberra starfsmanna að
meðaltali um 18,69%, en á almenna
launamarkaðinum á sama tfma á
bilinu 13 til 17%."
Jón Baldvin sagði að þessar tölur
sýndu að launasprenging hefði átt
sér stað bæði á almenna markaðiri-
um og í opinbera geiranum samtím-
is. „Spurningin er hins vegar sú
hvort það er einhver sérstakur hóp-
ur, sem hefur setið eftir, og þar á
ég fyrst og fremst við fiskvinnslu-
fólkið," sagði fjármálaráðherra.
Fjármálaráðherra kvaðst því
telja, að tölur um einhverra tuga
prósenta leiðréttingarþörf á milli
opinbera geirans og almenna mark-
aðarins væru úr lausu lofti gripnar
og hann hefði engar staðreyndir
séð, sem styddu slíkar fullyrðingar.
/ DAG kl. 12.00:
Heímitd: Veðurstofa l'slands
(Byggt á veourspa kl. 16.15 i geer)
VEÐURHORFUR I DAG, 23.07.87
YFIRLIT á hádegi í gœr: Um 400 km vestur af Reykjanesi er 1008
miiiibara djúp lægð sem þokast aust-norðaustur. Vest-suðvestur
af írlandi er víðáttumikil 1030 millibara hæð.
SPÁ: Vestan og norðvestan gola um mest allt land. Smáskúrir á
annesjum norðan- og vestanlands, annars þurrt og bjart veður.
Hiti á bilinu 10 til 18 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Fremur hæg breytileg átt.
Lítílsháttar súld á annesjum vestanlands en víðast þurrt og bjart
veður annars staöar. Hiti á bilinu 10 til 18 stig.
x  Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/  /  /  /  Rigning
/  /  /
* / *
/ *  / # Slydda
/ *  /
*  * *
* * * * Snjókoma
10  Hrtastig:
10 gráður á Celsius
ý  Skúrir
#
V El
=  Þoka
=  Þokumóða
OO  Mistur
—J-  Skafrenningur
(7  Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UMHEIM
kl. 12.00 ígær að isl. tíma
hiti voíur
Akureyri 17 skýjað
Raykjavík_________13  rigning
Bergen
Helsinki
Jan Mayen
Kaupmannah.
Narssarssuaq
Nuuk
Osló
Stokkhólmur
Þórshöfn
18  léttskýjað
27  lóttskýjað
5  alskýjað
17  skúr
9  skýjað
4  alskýjað
27  léttskýjað
25  léttskýjað
13  súld
Algarve
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glaskow
Hamborg
LasPalmas
London
LosAngeles
Lúxernborg
Madríd
Malaga
Mallorca
Miami
Montreal
NewYork
Paris
Róm
V(n
Washington
Wmnipeg
21  þokumóða
20  mistur
35  hoiðskírt
22  lágþokublettir
24  hálfskýjað
23  mlstur
vantar
22  skýjað
20  mistur
22  skýjað
vantar
16  alskýjað
16  léttskýjað
16  skýjað
20  léttskýjað
28 hálfskýjað
28  skýjað
vantar
21  léttskýjað
23  léttskýjað
17  skýjað
vantar
25  lóttskýjað
28 léttskýjað
16  þrumuvoður
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Hafbeitarlax háfaður upp úr lóninu hjá Vogalaxi hf.
2800 laxar komnír
á land hjá Vogalaxi
Grindavik.
Nú er mesti annatími laxeldis-
stöðvanna sem stunda hafbeit en
heimtur eru misjafnar eins og geng-
ur. Hjá Vogalax hf. á Vatnsleysu-
strönd stefnir í metsumar að sögn
Sveinbjörns Oddssonar stöðvar-
stjóra.
„Við höfum fengið 2800 laxa það
sem af er sumri sem er um 8%
heimtur, en við slepptum í fyrra
36 þúsund seiðum. Besta sumarið
hingað til var 12,4% svo ég er mjög
bjartsýnn á að nú verði metsumar
því laxinn er að ganga inn í stöðina
út ágúst," sagði Sveinbjörn.
Sveinbjörn var spurður hvort lax-
inn gengi á milli þeirra og Pólarlax
og kvað hann svo vera, en í óveru-
legum mæli, svo slíkt skipti ekki
sköpum fyrir stöðvarnar.
„Ég hef hins vegar áhyggjur af
því þegar stöðvarnar Lindarlax og
Silfurlax, sem eiga land á milli okk-
ar, verða komnar í gang. Vatns-
rennslið undan hrauninu er svo
keimlíkt á öllu svæðinu að það á
eftir að rugla laxinn þannig að erf-
iðleikar eiga eftir að skapast milli
stöðvanna. Það vantar í löggjöfina
að kveðið sé á um hámarksfjarlægð
á milli stöðva," sagði Sveinbjörn
að lokum.
— Kr.Ben.
Leystur úr haldi
MAÐURINN, sem settur var í
gæsluvarðhald í byrjun mánaðar-
ins vegna gruns um kynferðis-
lega misnotkun á börnum, var
leystur úr gæsluvarðhaldi í gær.
Að sögn talsmanns rannsóknar-
lögreglunnar var ekki talin ástæða
til þess að hafa hinn grunaða leng-
ur í haldi vegna rannsóknarinnar.
Rannsókn málsins er á lokastigi.
Sveinn HelgiÞórðar-
son skattstjóri látínn
SVEINN Helgi Þórðarson fyrr-
um skattstjóri Reykjanesum-
dæmis lést að Landakotsspítala
í gærmorgun.
Sveinn var fæddur 21. febrúar
1916 á Hvammstanga í Vestur-
Húnavatnssýslu. Foreldrar hans
voru Þórður Sæmundsson símstöðv-
arstjóri á Hvammstanga og kona
hans Guðrún Karólína Sveinsdóttir.
. Sveinn varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1939 og
útskrifa^ðist sem viðskiptafræðingur
frá Háskóla íslands 1943.
Sveinn var verðlagsstjóri á Vest-
fjörðum frá mars 1943 til 1. apríl
1944. Frá 1. apríl 1944 til 1. jan-
úar 1966 starfaði hann sem fulltrúi
tollstjórans í Reykjavík. Hann var
aðalendurskoðandi Pósts og síma
frá 1961 til 1. júlí 1967, er hann
var skipaður skattstjóri Reykjanes-
umdæmis. Því embætti gegndi hann
til 1. júlí 1986, er hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Sveinn Helgi Þórðarson
Eftirlifandi eiginkona Sveins er
Þórunn Kristfn Helgadóttir deildar-
stjóri.
Y
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52