Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 175. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987
Myllubakkaskóli í Keflavík
stækkaður og lagfærður
jjfssssaas
gíldi
Keflavík.
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir
við að stækka Myllubakkaskóla
sem er barnaskólinn i Keflavík.
Nýja viðbyggingin verður með 8
kennslustofum og sagði Vilhjálm-
ur Ketilsson bæjarstjóri að stefnt
Póstur og sími:
Nyja gjald-
skráin í
li alls
staðar í
næstu viku
MORGUNBLAÐINU hefur borist
svohljóðandi   athugasemd   frá
PÓSt- Og «<n?a,niftl»«t/>fniininni;
„Vegna skrifa Helgarpóstsins 6.
ágúst sl. um 25% leyniafslátt Póst-
og sfmamálastofnunarinnar til íbúa
dreifbýlisins er við hæfi að eftirfar-
andi komi fram:
Þegar gerðar eru eins miklar
breytingar á gjaldskrá og urðu 1.
júlí sl. tekur það talsverðan t(ma að
framkvæma allar þær breytingar
sem gera þarf á símstöðvum um land
allt.
Til þess að notendur væru ekki
látnir greiða of hátt gjald ákveðinn
tíma var tekin ákvörðun um að gera
strax allar aðrar breytingar en þær
að taka upp þrískiptan taxta, þ.e.
dagtaxta, kvöldtaxta og næturtaxta,
en til þess þurfti búnað sem ekki var
til nema fyrir stærstu símstöðvar í
upphafi.
Nú eru þessar breytingar langt
komnar og er búist við að fram-
kvæmdum við þær ljúki á öllu landinu
í næstu viku. Þá verður alls staðar
farið eftir gildandi gjaldskrá."
væri að því að taka nýju viðbygg-
inguna í gagnið næsta haust.
Húsnæðisskortur skólans á und-
anförnum árum hefur verið leystur
með svokölluðum lausum kennslu-
stofum sem eru þrtr „kálfar" á
skólalóðinni. Þetta verður því vænt-
anlega síðasti veturinn sem þær eru
notaðar.
Guðmundur Sigurbergsson verk-
taki átti lægst boð í gröft, fyllingu
og girðingu í kringum grunninn,
1.413.490 kr. Alls bárust 4 tilboð í
þennan þátt og voru þau öll lítillega
hærri en kostnaðaráætlunin sem var
1.358.165 kr.
Á næstu dðgum verður svo boðið
út að steypa upp sökkul og í septem-
ber verður svo sjálf byggingin boðin
út.
Gamla skólahúsið sem átti 35 ára
vigsluafmæli á þessu ári er víða farið
að Iáta á sjá og á það sérstaklega
við um pússninguna á húsinu sem
er farin að flagna af. Hefur af þessu
stafað nokkur slysahætta því dæmi
er um að 2 til 3 fermetrar hafi flagn-
að af í einu. f sumar verður helmingur
hússins lagfærður og á næsta ári á
að ljúka viðgerð.         _ gg
Þetta verður síðasti veturinn sem
lausu kennsiustofurnar verða
notaðar, en „kálfarnir" hafa
leyst húsnæðisvandann að hluta
til.
MorgunblaðiA/Björn Blöndal
Framkvæmdir eru nú hafnar við að stækka Myllubakkaskóla og
þessa dagana er veríð að grafa grunninn að nýju viðbyggingunni.
Pússningin utan á gamla skólahúsinu er viða illa farin og stór slysa-
hætta af. Nú verður hún tekin af helming skólans og ný sett í staðin.
Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra:
Söluskattsundanþágum
verði fækkað enn frekar
ÞAÐ er óhjákvæmilegt f okkar
söluskattskerfi, þar sem eru
margar undanþágur frá skatt-
inum að upp komi erfið markatil-
felli og verður ekkert við þvi gert
nema undanþágur verði afnumd-
ar með öllu," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, fjármálaráðherra,
á blaðamannafundi þegar hann
var spurður álits á gagnrýni iðn-
rekenda um að undanþágur frá
söluskatti á matvæli mismunuðu
fyrirtækjum  í  samkynja fram-
leiðslu.
Jón Baldvin sagði það vera stefnu
ríkisstjórnarinnar að fækka undan-
þágum enn frekar en nú hefði verið
gert og leggja söluskatt á öll mat-
væli. Skattprósentan yrði þá
samtímis lækkuð. „Menn geta ekki
sagt í öðru orðinu að við búum við
skattakerfi sem er óframkvæman-
legt og býður upp á mjög viðamikil
vanskil á álögðum söluskatti og hins-
vegar að við gerum kröfu til þess
að hafa mjög viðamikið undanþágu-
kerfi. Þetta tvennt fer ekki saman.
Tekjujöfnunaráhrif skattakerfísins
eiga miklu fremur að koma á út-
gjaldahlið með beinum greiðslum til
þeirra hópa sem þarfnast aðstoðar,
t.d. barnmörgum fjölskyldum og
tekjulægstu hópa.
Varðandi þá gagnrýni að þessar
undanþágur núna feli í sér mismun-
un milli atvinnugreina er það að
segja að það er eðli allra undan-
þága. Ef menn vilja hafa hlutlaust
skattakerfi ber það að vera undan-
þágulaust."
Veröldin '87:
Drauma-
íbúð
Hófíar
HÓLMFRÍÐUR     Karlsdóttir
mun á sýningunni Veröldin '87
í Laugardalshöll sýna íbíið, sem
hún hefur innréttað og skreytt
alveg að eigin smekk og vali. Á
sýningunni, sem stendur frá 27.
ágústtíl 6. september 1987, mun
fólk geta barið augum allt það
sem við kemur heimilinu, þar
sem aðaláhersla verður lögð á
eldhús og bað.
Undirbúningur sýningarinnar
er á lokastigi og munu þar um
100 aðilar sýna vöru sína. Nær
allt sýningarsvæðið er þegar selt
og eru mörg fyrirtækjannna að
kynna sínar vörur í fyrsta sinni.
Eitt af aðalatriðum sýningar-
innar er svokölluð „Draumaíbúð
Hófíar". Hönnuð hefur verið rúm-
lega 200 fermetra íbúð á tveimur
pöllum með bílskýli, inni í aðalinn-
ganginum og tók Hólmfríður að
sér að velja inn í hana innrétting-
ar og húsbúnað. Aðspurð sagðist
Hófí vera búin að velja innrétting-
ar og stærstu muni í húsið. Enn
ætti hún eftir að útbúa barnaher-
bergið og velja bílinn í bílskúrinn.
Kvað hún það vera verulega erfitt
að velja, það sem sér þætti falleg-
ast. Hófí verður síðan í íbúðinni á
ákveðnum tímum, meðan á sýn-
ingunni stendur. Mun hún þar
Morgunblaðið/KGA
Hólinfríður Karlsdóttir og Guðmundur Jónsson framkvæmdastjóri
sýningarínnar Veröldin '87.
upplýsa um það hvar viðkomandi
vörur fást og hvert verð þeirra er.
Meðal annarra nýjunga á sýn-
ingunni má nefna sérstaka leiser-
sýningu,  sem  breskt  sérhæft
fyrirtæki mun standa fyrir.
Kaupstefnan hf. stendur fyrir
sýningunni Veröldin '87.
Flateyjarkirkja:
60 ára vígslu-
afmælis minnst
Stykkishólmi.
HÁTÍÐARMESSA var haldin í Flateyjarkirkju á Breiðafirði sunnudag-
inn 26. júlf sl. Veður var hið ákjósanlegasta, sól og andvarí og
umhverfið tjaldaði sínu fegursta. Þar voru mættir prestarnir séra
Gísli H. Kolbeins, sóknarprestur í Stykkishólmi, Bragi Benediktsson,
sóknarprestur á Reykhólum, og Sigurður Kr. Sigurðsson, guðfræði-
nemi, sem í sumar starfar með prestum Mýra-, Borgarfjarðar-, Dala-
og Snæfellsnessóknum.
Tilefni þessarar hátíðarguðsþjón-
ustu var að minnast þess að 60 ár
eru liðin síðan Flateyjarkirkja var
byggð og vígð en það var 26. desem-
ber 1926 og einnig hins að 65 ár
eru síðan Kirkjan í Flatey hvarf úr
bændaeign sem hún hafði verið um
aldir og söfnuðurinn tók formlega
við henni. Um þær mundir var sókn-
arprestur í Flatey séra Halldór
Kolbeins sem þjónaði Flateyjarsókn
til ársins 1926, var búið að vinna
að því máli um skeið en séra Hall-
dór beitti sér fyrir framkvæmd
málsins og fékk á safnaðarfundi á
Brjánslæk árið 1921 samþykki fyrir
þessari breytingu. Með þvi að sóknin
var orðinn formlegur aðili kirkjunnar
og kirkjan var orðin það hrörleg að
hún þjónaði ekki sinum tilgangi,
bæði hvað stærð og rými tilheyrði,
var þegar farið að huga að smíði
nýrrar kirkju og eins að velja henni
stað annarstaðar, eða þar sem hún
stendur nú og er mikil prýði eyjar-
innar. Reikningshald kirkjunnar
hefst svo árið 1922. Á þessum árum
var fjölmennt á þeirra tíma mæli-
kvarða í Flatey, verslanir 4 eða 5
og póstur sér á bát og slminn eins,
en hann byggðist á talstöðvarþjón-
ustu milli Flateyjar og Stykkishólms,
en verslun og atvinna var góð og
má einnig geta þess að athafhamað-
urinn Guðmundur Bergsteinsson
stóð þá bæði í miklum framkvæmd-
um og var sjálfskipaður foringi
eyjamanna og mun hans starfsævi
lengi minnst af þeim sem til þekktu
og nutu. Verulegur skriður kemst
svo á byggingu kirkjunnar um 1925.
Þá var Sigvaldi Kaldalóns skipaður
héraðslæknir í Flatey snemma árs
1926 og um það leyti kom séra Sig-
urður Einarsson þangað sem prest-
ur. Mæddi mjög á þeim félögum, en
Sigvaldi var organisti í kirkjunni,
að koma þessu kirkjubyggingarmáli
í höfn. Þeir héldu meðal annars
skemmtanir með söng og öðru góði
ívafi til öflunar fjár og kunnugir
menn hafa sagt fréttaritara Morgun-
blaðsins að nettótekjur af tveim
þannig fjáröflunum hafi verið tals-
vert á þriðja hundrað krónur og
jafnvel meira en öll sóknargjöld
þessa árs og því miklir fjármunir sem
skiluðu byggingunni langt. Og því
var hægt að vígja kirkjuna á þeim
tíma sem fyrr segir.
Það mun vera staðreynd að við
kirkjuvfgsluna hafi Sigvaldi leikið í
fyrsta sinn opinberlega eitt af sínum
snilldarlögum: Kirkjan ómar öll, við
ljóð Stefáns frá Hvftadal. Og um það
leyti samdi hann lagið ísland ögrum
skorið og eru menn ekki sammála
um hvort hann hafí einnig leikið það
þá, eða um áramótin. Hitt er vitað
að ekki var Sigvaldi lengi búinn að
vera í Flatey þegar honum var hugs-
að til Eggerts Ölafssonar og örlaga
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52