Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 229. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						-f
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987
UTGAFUR KRONU-
SEÐLANNA1941
Mynt
Ragnar Borg
Seðlar voru fyrst prentaðir hér á
landi er ríkisprentsmiðjan Guten-
berg prentaði árið 1922 einnar
krónu seðla fyrir ríkissjóð. Er út-
gáfa þessara seðla enn órannsökuð
og kemur ef til vill eitthvað spenn-
andi í ljós, þegar náið hefir verið
skoðað.
Á kreppuárunum, fram að 1940,
ríkti hér mikil deyfð og atvinnu-
leysi en með heimsstyrjöldinni,
hernámi landsins og auknum um-
svifum á öllum sviðum varð fljótlega
mikill skortur á skiptimynt. Hafa
ber í huga, að hér voru svo margir
hermenn, að stundum voru þeir jafn
margir og landsmenn allir. Þessir
menn voru hér aðeins stuttan tíma
í einu og margir tóku með sér smá-
peningaí vasanum er þeir fóru
héðan. Ákveðið var því að reyna
að létta á vandanum með því að
prenta nýja útgáfu krónuseðla í
Gutenberg, eftir nýrri teikningu
Halldórs Péturssonar, teiknara og
listmálara.
Fram að þessu hefir verið óljóst
hvert var heildarupplag seðlanna, í
hve mörgum litum þeir voru prent-
aðir, pappírsgerðir, letur o.fl. Nú
hafa þeir myntfræðingar Freyr Jó-
hannesson og Anton Holt svör við
öllum spurningum varðandi útgáfu
krónuseðlanna.
Hinn 7. nóvember árið 1941 stað-
festi þáverandi ríkisstjóri íslands,
Sveinn Björnsson, lög um útgáfu
einnar krónu seðla. Heimildin náði
til útgáfu á 500.000 krónum í einn-
ar krónu seðlum. Skyldu seðlar
þessir vera innkallaðir, er nægar
birgðir væru af einnar krónu málm-
skiptimynt. Undirbúningur laganna
hófst hinn 5. nóvember og seðla-
prentunin hófst svo hinn 7. Þann
10. nóvember tók fjármálaráðu-
neytið við( fyrstu 20.000 seðlunum,
sem tilbúnir voru til notkunar.
Ég er svo heppinn að eiga seðil
úr þessari fyrstu prentun, seðil nr.
17. Hann er eins og nýr og er grænn
að lit, prentaður á sæmilegasta
pappír. Síðar voru þessir seðlar
prentaðir í ýmsum litum, pappírinn
var ljósgrænn, ljósbrúnn, hvítur eða
gulur. Prentlitir voru margir. Dökk-
grænn, grænn, brúnn, dökkbrúnn,
Skrá yfir útgáfur krónuseðlanna 1941-1947  bsllw
Útg.	Prentun nr.	Raónúmer	Dagsetning tölusetningar	Litur	Tölustafir iradnúmeri	Pappír	
						GerÖ	Litur
1	1	1-200.000	8-16/11'41	Dökkgrxnn	Lillir	Þykkur	Ljósgrænn
	2	200.001-250.000	20-22/2 1942	Grænn	.    -	-	-
	3	250.OOI-35O.OOO	7-13/31942	Brúnn	-	Inrnnur	Ljósbraúnn
	4	350.001-500.000	14/9-25/10. 1942	-	-	-	Hvítur
	5	500.001-6.16.000	25/1-2/61943	-	-	-	
	6	636.001-1.000.000	27/6-27/8 1943	Dökkbrúnn	Slórir	-	
2	1	1-216.000	26/5-2/111944	Blágrxnn	Litlir	-	-
	2	216.001-332.000	11-13/111944	Dókkblar	Stórir	-«.	-
	3	332.001-152.000	13/l2'44-9/l 1945	-	-	-	-
	4	452.001-576.000	10-13/2 1945	Dókkbl.ir	-	-	-
	* 5	576.001-760.000	21-28/61945	-	r	-	Gulur   |
	6	760.001-1.000.000	18-25/6 1946	Blágrxnn	-	-	Hvítur
3	1	1-268.000	26/11-4/12 1946	-	-	-	.  !
	2	268.001-558.000	25/4-Í/5 1947	Blágrxnn	-	-	I -
	3	558.001-806.000	20/6-2/7 1947	Blár	-		
blár, blágrænn eða dökkblár.
Pappírinn var einnig misþykkur.
Vegna pappírsskorts á stríðsárun-
um var sagt, að mikið af seðlunum
hafi verið prentað á afritunarpappír
Stjórnarráðsins. Tölustafir í rað-
númeri voru litlir eða stórir.
Manna á meðal gengu þessir
seðlar undir nafninu „Kvislingar".
Hvers vegna var nú það? Jú, það
var vegna þess, að á þessum árum
var ríkjandi í Noregi Vidkun Quisl-
ing, sem hafði verið nasistum
handgenginn fyrir stríð, og er Þjóð-
verjar hernámu Noreg gjörðist hann
forsvarsmaður þeirra. Þótti Islend-
ingum þessi maður, sem og öðrum,
illa hafa brugðist þjóð sinni. Þegar
svo þessir einnar krónu seðlar komu
í umferð, prentaðir á þunnan pappír,
kom nafnið á þeim fram, þeir voru
nefndir Kvislingar. Ástæðan var ein-
föld. I þá daga var fiskur seldur í
fiskbúðum, sem voru mjög algengar
hér í Reykjavík en úti á landi var
fiskurinn yfírleitt seldur í vörinni eða
uppi á bryggju. Þegar menn svo
greiddu með þessum nýju og þunnu
seðlum fyrir fiskinn, réttu menn fisk-
salanum svo og svo margar krónur
í þunnum krónuseðlum. Um leið og
þunnur seðillinn kom í blautar hend-
ur fisksalans eða sjómannsins,
vöðlaðist seðillinn, varð nánast að
engu, og hvarf. Fékk hann því nafn-
ið Kvislingur.
Útgáfa þessara krónuseðla hefir
til þessa verið nokkuð óljós, af
ýmsum orsökum. Vegna litaaf-
brigða, vegna númera, vegna
lagasetningar o.fl. Nú hefir verið
tekið á málinu. Myntfræðingarnir
Freyr Jóhannesson og Anton Holt
hafa farið í seðlana, liti, pappír og
annað, sem aðskilur hinar ólíku
útgáfur, og gjört um þetta allt
greinargerð. Semsagt; það er komið
system í galskapið.
Um seðlana fjalla þeir í nýjasta
hefti af tímaritinu „Grúsk", sem er
blað safnara. Þar er tekið á þessum
seðlum af þekkingu og reynslu,
enda hafa þeir farið í gegnum
fjöldamörg seðlasöfn og varið
hundruðum klukkustunda í að skrá
alla sögu þeirra. Fyrir okkur mynt-
og seðlasafnara er þessi vinna
þeirra félaga ómetanleg og er þess
sannarlega virði að hennar sé getið.
Ég hefi heyrt, að von sé á því, að
saga þessarar útgáfu verði einnig
birt í blaði Norræna myntsam-
bandsins. Er það vel, því ekki hafa
birst þar greinar, frá því Kristján
Eldjárn leið, en hann ritaði nokkrar
greinar í þetta merka rit. Norrænir
myntsafnarar hafa margir mikinn
áhuga á söfnun á íslenskri mynt
og seðlum. Athyglisvert er það, sem
fram kemur í grein þeirra félaga,
er þeir upplýsa að það var fyrst
hinn 27. nóvember 1947 sem fjár-
málaráðherra var heimilað að auka
seðlaprentunina í eina milljón seðla,
en þá var bara óvart búið að prenta
2.800.000 stykki.
Einn stofnenda Myntsafnarafé-
lagsins sagði mér, að hann ætti
rauðan krónuseðil. Prentunin hefði
mistekist, en konan hans, sem vann
í Gutenbergprentsmiðjunni, hefði
tekið með sér eintak heim. Hann
var búinn að gleyma því hvar seðill-
inn var en hann lofaði að láta mig
vita þegar hann fyndist aftur. Svo
kom að því, að hann sagði mér, að
seðillinn væri fundinn, en skömmu
síðar fóí hann á spítala og dó.
Kannski liggur þessi merki seðill
einhvers staðar nú í óreiðu, og eng-
inn veit að hann er mikils virði.
Það skal tekið fram, að allir
seðlarnir bera ártalið 1941, þótt
þeir hafí verið prentaðir á hverju
ári frá 1941 til 1947. Ekki þótti
ásl æða til að breyta ártalinu^ því
það kostaði ríkið bara peninga. Er
þetta ein ástæðan til þess, hve mik-
ið verk það hefir verið að finna út
hve margar útgáfurnar voru og
hvenær seðlarnir voru prentaðir og
þá í hvaða lit eða tegund af pappír.
Annað atriði mætti einnig minnast
á en það er að ekki var skjaldar-
merkinu breytt eftir Lýðveldisstofn-
unina 17. júní 1944. Kórónan er á
öllum seðlunum. I lögunum frá
1941 var gert ráð fyrir því, að
seðlarnir yrðu prentaðir, þar til
nægar birgðir væru af málmskipti-
mynt. Árið 1946 komu í umferð
2.175.000 stykki af krónupening-
um, sem slegnir voru á Bretlandi.
Samt voru krónuseðlarnir prentaðir
bæði árin 1946 og 1947. Hvers
vegna þetta var gjört veit ég ekki.
Ríkissjóður skyldi þó ekki hafa ver-
ið blankur og fundið að það var
billegra að prenta seðlana heldur
en að láta slá mynt? Hitt gæti svo
verið, að þótt krónupeningarnir beri
ártalið 1946, hafi þeir ekki komið
hingað fyrr en ári síðar, eða rúm-
lega það, til landsins. Þetta kemur
væntanlega í ljós síðar, þegar mynt-
handbók safnara, „íslenskar
myntir", verður endurskoðuð.
Frumteikningar Halldórs Péturs-
sonar af seðlunum eru til. Eru þær
varðveittar í safni Seðlabankans og
Þjóðminjasafnsins við Einholt 4.
Safnið er opið á sunnudögum milli
klukkan 2 og 4. Vonandi fáum við
safnarar fljótlega að sjá á safninu
allar hinar mismunandi útgáfur
krónuseðlanna frá 1941 uppsettar
á spjald svo við getum flokkað söfn
okkar í rétta útgáfuröð.
Fundur verður í Myntsafnarafé-
lagi íslands. Hefst hann klukkan
14.30 á morgun, sunnudaginn 11.
október, og verður í Templarahöll-
inni. Á uppboðsskránni eru mörg
spennandi númer.
REYKTUR LAX
í FORRÉTT
Heimllishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Reyktur lax er góðgæti sem
men kaupa til hátíðabrigða, þ.e.
a.s. þeir sem ekki veiða sjálfir
og setja í reyk.
Fyrir þá sem ekki eiga slíkan
varning í frystikistunni er vart
hægt að bjóða upp á betri for-
rétt né fyrirhafnarminni.
Laxinn er auðvitað góður eins
og hann kemur fyrir, en það er
líka gaman að bera hann fram
ásamt einhverju meðlæti. Ristað
brauð er alveg ómissandi með
slíkum forrétti.
Laxarúllur með
kryddsmjörí
8 sneiðar reyktur lax
125 g smjör
pipar
sítrónusafi
dill
Smjörið látið standa úti til að
mýkjast, síðan hrært með pipar,
sítrónusafa og söxuðu dilli, allt
eftir smekk.
Smjörinu er smurt varlega á
laxasneiðarnar og þeim rúllað
saman. Rúllunum er pakkað inn
Laxarúllur með kryddsmjöri.
Laxarúllur með sósu.
í álpappír og þær geymdar í
kæliskáp fyrir neyslu. Bornar
fram heilar eða skornar í sneiðar
með vel beittum hníf. Ristað
brauð borið með ásamt einhverj-
um kryddjurtum. Ætlað fyrir
fjóra.
Laxarúllur
ísósu
400 g reyktur lax í sneiðum
dálítið spínat, fryst eða niðursoð-
ið
1 msk. saxað kjörvel
4 dl sýrður rjómi
salt og pipar
dill
Laxasneiðunum er rúllað upp,
vökvinn pressaður vel úr spínat-
inu og það saxað smátt ásamt
kjörveli. Þessu er síðan hrært
saman við sýrðan rjómann og
kryddað að smekk. Sósan sett á
forréttardiskana og rúllurnar þar
ofan á. Skreytt með dillkvisti.
Ristað brauð borið með. Ætlað
fyrir fjóra.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64