Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 230. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR  B/C
tfgomliIaMfr
STOFNAÐ 1913
230.tbl.75.árg.
SUNNUDAGUR 11. OKTOBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fossá í klakaböndum
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Uppræting kjarnorkuflauga í Evrópu:
Leggur Evrópuríkjum
meiri ábyrgð á herðar
- segir Carring-
ton lávarður
Haag, Reuter.
CARRINGTON lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, kveðst telja að
hugsanlegt samkomulag risa-
veldanna um upprætingu meðal-
og skammdrægra kjarnorku-
flauga muni verða til þess að ríki
Vestur-Evrópu taki í auknum
mæli að annast eigin varnir. Seg-
ir hann einnig að hlutverk
herafla Bandaríkjamanna í Evr-
ópu kunni að breytast undirriti
leiðtogar risaveldanna afvopn-
unarsáttmála síðar f haust eins
og almennt er talið.
Carrington lávarður lýsti þessum
skoðunum sínum á föstudag er
hann ávarpaði fund áhugamanna
um vestræna samvinnu í Haag,
höfuðborg Hollands. „Eftir að sam-
komulag hefur verið undirritað um
meðal- og skammdrægar flaugar
álít ég að ríki Vestur-Evrópu muni
sæta vaxandi þrýstingi um að taka
virkari þátt í eigin vörnum einkum
með tilliti til ójöfnuðar á sviði hefð-
bundins vígbúnaðar" sagði lávarð-
urinn í ræðu sinni.
Ríki Atlantshafsbandalagsins
hafa fallist á samkomulagsdrög
risaveldanna um útrýmingu flaug-
anna, sem nú liggja fyrir. Hins
vegar eru stjórnvöid í mörgum
ríkjanna uggandi um að samkomu-
lagið verði til þess að veikja fæling-
arstefnu bandalagsins. Þá þykja
yfirburðir Sovétmanna á sviði hefð-
bundins vígbúnaðar vera sérlega
ógnvænlegir. Hans van den Broek
utanríkisráðherra Hollands hnykkti
á þessu er hann ræddi stöðu af-
vopnunarmála á fundinum í Haag.
Lýsti hann þeirri skoðun sinni að
ekki væri unnt að gera frekari af-
vopnunarsáttmála við Sovétríkin
fyrr en að Vestur-Evrópuríkin
hefðu treyst varnir sínar.
Samningamenn risaveldanna f
Genf vinna nú hörðum höndum að
gerð afvopnunarsáttmálans. Enn
hefur ekki náðst samkomulag um
á hve löngum tíma flaugarnar skuli
upprættar. Vladimir Suslov, einn
helsti afvopnunarsérfræðingur Sov-
étstjórnarinnar, sagði á föstudag
að Sovétmenn þyrftu fímm ár til
að fjarlægja flaugarnar en Banda-
ríkjamenn hafa lagt til að þær verði
eyðilagðar á þremur árum. „Við
höfum náð samkomulagi um hvern-
ig standa
flauganna,
muni taka
Suslov.
beri að eyðileggingu
en við teljum að það
nokkurn tíma," sagði
Sjá ennfremur forystugrein, „Ár
frá leiðtogafundi", á bls. 32 og
grein um leiðtogafundinn, „Braut-
in rudd í átt að þýðingarmiklu
samkomulagi", á bls. 60-63.
Líbanon:
Loftárás
á búðir
skæruliða
Tel Aviv, Beirút, Reuter.
ÍSRAELAR gerðu loftárás á
stöðvar skæruliða á yfirráða-
svæði Sýrlendinga við vatnið
Qaroun í Beka-dalnum í suður-
hluta Líbanons í gær.
Talsmaður ísraelsku herstjórnar-
innar sagði að fjórar orrustuþotur
hefðu varpað sprengjum á þjálfun-
arbúðir fyrir hryðjuverkamenn.
Manntjón   varð   er   öflug
bílsprengja sprakk í Trípolí í norður-
hluta Líbanons í gær.
—---------« » i>
Bretar
kaupa
bandarísk
fyrirtæki
London, Reuter.
BREZKIR aðilar fjárfestu fyrir
24 milljarða dollara, eða jafnvirði
960 miUjarða islenzkra króna, í
bandarískum fyrirtækjum á
fyrstu 9 mánuðum ársins, að sögn
brezks fjárfestingarfyrirtækis,
Hoare Govett.
Um er að ræða gífurlega aukningu
frá fyrri árum því fjárfestingar
brezkra aðila í bandarískum fyrir-
tækjum allt árið 1986 námu 14
milljörðum dollara og 5 milljörðum
árið 1985. Er því spáð að upphæðin
nemi 27 milljörðum dollara í ár, eða
um 1.050 milljörðum íslenzkra
króna.
Mestu kaupin á þessu ári voru
gerð er British Petroleum (BP) keypti
hluta bandaríska olíufyrirtækisins
Standard Oil fyrir 7,6 milljarða doll-
ara, eða 30 milljarða króna. BP hlaut
ekki meirihluta í Standard við kaup-
in. Þessu næst koma kaup Hanson
Trust á Kidde-fyrirtækinu fyrir 1,7
milljarða dollara. Imperial Chemical
Industries (ICI) keypti efnafram-
leiðslufyrirtækið Stauffer Chemicals
fyrir 1,69 milljarða dollara og vinnu-
miðlunin Blue Arrow keypti fyrirtæki
í sömu grein, Manpower, fyrir 1,3
milljarða dollara.
Grænland:
Nýlendutímanum er lokið
— sagði Jonathan Motzf eldt við setningu landsþingsins
Nuuk, frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
Grænlenska landsþingið  var   skildum heilbrigðismálunum,
sett í gær og var Poul Schlilter,
forsætísráðherra Danmerkur,
viðstaddur setninguna. Fer hann
nú sjálfur með málefni Græn-
lands í dönsku stiórninni eftir
að Grænlandsmálaráðuneytíð
var lagt af 8. september sl.
Jonathan Motzfeldt, formaður
landstjórnarinnar, sagði f setning-
arræðunni, að nú þegar Græn-
landsmálaráðuneytið hefði verið
lagt niður litu Grænlendingar svo
á; að nýlendutímanum væri lokið.
Öll eigin mál Grænlendinga væru
komin í þeirra hendur að undan-
landstjórnin tekur við 1. janúar
árið 1989. Sagði hann, að nokkur
ágreiningur hefði verið uppi þegar
landstjórnin tók við húsnæðismál-
unum og svo væri einnig með
heilbrigðismálin. Hefði landstjórnin
því ekki áhuga á að taka við þeim
nema danska stjórnin legði fram
nægilegt fé til endurbóta og upp-
byggingar í þeim efnum.
Motzfeldt sagði í ræðu sinni, að
í efnahagsmálunum yrði lögð mest
áhersla á uppbyggingu fiskiðnaðar-
ins og nefndi það einnig, að
grænlenska þjóðin ætti undir högg
að sækja þjóðum, sem lifðu á kjöti
af ferfætlingum. Nú væri komið
að því að ræða nánar um hvalveið-
arnar og boðaði hann nánara
samstarf við íslendinga og Færey-
inga um þau mál.
Mennirnir lifa þó ekki á brauði
einu saman, sagði Motzfeldt.
Grænlensk tunga og menning eru
þessari þjóð sálin sjálf og um-
heimurinn gefur henni engin grið.
„Þess vegna verðum við að vera á
varðbergi fyrir erlendum áhrifum,"
sagði Motzfeldt. „Ef við týnum
sjálfum okkur er til einskis barist
í þessu landi."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64