Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 232. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987
Morgunblaðiö/Ámi Sæberg
Pjármálaráðherra og hagfræðingar kynna fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Lengst til vinstri er
Gunnar H. Hall skrifstofustjóri Fjárlaga og hagsýslustofnunar, næstur er Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra, næstur honum situr Magnús Pétursson hagsýslustjóri, þá Bolli Bollason sérfræðingur
fjármálaráðherra í efnahagsmálum og Marianna Jónasdóttir hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun.
landbúnað en 3,5% launaskattur á
verslun og þjónustu helst óbreyttur.
Breytingar eru boðaðar á skatta-
meðferð fjármögnunarleigu þannig
að afskriftir td. bíla verða eins og
af öðrum eignum. Þá eru framlög
til skatteftirlits aukin og viðurlög
hert gegn skattsvikum. Lækkun og
samræming tolltaxta er boðuð um
áramót og staðgreiðsla skatta.
Krafist verður að fiest ríkisfyrir-
tæki, sem hafa aðrar tekjur en bein
ríkisframlög, skili arði sem nemi
1-2% af nettóeign og á það að skila
um 150 milljónum í ríkiskassann,
Auk þess verður lagt sérstakt gjald
á varnarliðsverktala sem starfa í í
skjóli einokunaraðstöðu og á það
gjald að skiia um 40 milljónum.
Enginerlendlán
I fjórða lagi er gert ráð fynr
lækkun erlendra skulda og að ríkis-
sjóður taki engin ný erlend lán á
næsta ári. Því lækki erlendar skuld-
ir ríkisins úr 18% af landsfram-
leiðslu árið 1986 í 13% í árslok 1988.
I lánsfjáráætlun, sem skipt er í 3
Hallalaust fjárlagafrum-
varp lagt fram á Alþingi
Ríkisstjórnin ætlar að stjórna en ekki sitja, segir fjármálaráðherra
MEÐ fjárlagafrumvarpinu, sem lagt var fram á Alþingi í gær, og
ýmsum ráðstöfunum í peningamálum sem kynnar hafa verið á síðustu
dögum, segist ríkisstjórnin ætla að stjórna en ekki sitja. Þetta sagði
Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra á fundi með fréttamönn-
um í gær þar sem fjárlagafrumvarpið var kynnt. Jón Baldvin sagði
að framhaldið myndi hinsvegar ráðast af öðrum þáttum i hagkerf-
inu og hægt værí að kollvarpa forsendum frumvarpsins með óvarleg-
um kjarasamningum og gengdarlausum erlendum lántökum
atvinnufyrirtækja sem myndi sprengja ramma lánsfjárlaganna.
Niðurstöðutölur frumvarpsins eru
þær að tekjur ríkissjóðs nema
59,563 milljðrðum króna en gjöld
nema 59,536 milljörðum þannig að
gert er ráð fyrir 27 milljóna tekjuaf-
gangi. Forsendur frumvarpsins eru
þær sömu og þjóðhagsáætlunar. Þar
er gert ráð fyrir að kaupmáttur at-
vinnutekna á næsta ári verði
óbreyttur frá þessu ári ári og kjara-
samningar launþega verði á svipuð-
um nótum og samningar opinberra
starfsmanna sem gerðir voru sl.
vor. Samkvæmt því yrði almenn
launahækkun rúmlega 7% á næsta
ári. Þ6 er talið ljóst að meðal-
hækkun launa milli áranna 1987
og 1988 verði mun meiri eða um
17% þar sem hækkanir hafi verðið
miklar á síðari hluta þessa árs.
Gert er ráð fyrir að verðbólga
verði að meðaltali 17-18% á næsta
ári en hækkunin frá upphafi ársins
til loka þess verði mun minni eða
innan við 10% ef kjarasamningar
verða samkvæmt áætlun og hægt
verður að beita ríkisfjármálum gegn
þenslu eins og áætlað er.
Tímamótafrumvarp
Jón Baldvin sagði að það fjárlaga-
frumvarp sem lagt var fram í gær
markaði að mörgu leyti tímamót en
þyngst vægi að stefnt væri að halla-
lausum fjárlögum á næsta ári. Jón
sagði að ríkisstjórnin hefði sett sér
þau markmið að koma þessum halla
fyrir bí á þremur árum en í ljósi
aðstæðna í þjóðarbúskapnum nú
hefði verið tekin sú ákvörðun að
stíga skrefið til fulls vegna þess að
annað hefði ekki verið talið verjandi
f því þensluástandi sem nú ríkir.
Einnig væri gert ráð fyrir endur-
skipulagningu sem snerti flesta
þætti ríkisfjármálanna, gert væri
ráð fyrir stjórnkerfisbreytingum til
að auka sjálfstæði sveitárfélaga og
stefnubreitingu varðandi erlendar
lántökur ríkissjóðs og opinberra
aðila.
Jón Baldvin rakti síðan helstu
atriði frumvarpsins. í fyrsta lagi
væri gert ráð fyrir jöfnuði í ríkis-
fjármálum. Með hallalausum fjár-
lögum væri verulega dregið úr
lánsfjárpörf ríkissjóðs sem þýddi
minni spennu á lánsfjármarkaði og
lægri vexti. Einnig drægju minni
framkvæmdir á vegum hins opin-
bera úr eftispurnarþenslu.
Ný forgangsröð
verkefna
í öðru lagi sagði Jón að hlutverk
ríkisins væri skilgreint upp á nýtt
og verkefni sett í nýja forgangsröð.
Verulega væri dregið úr tilfærsl-
um á fjármagni til atvinnuvega og
fyrirtækja. Niðurgreiðslur og út-
flutningsbætur lækka að raungildi,
framlög samkvæmt jarðræktarlög-
um lækka úr 153 milljónum í 121
milljón, styrkir samkvæmt búfjár-
lögum eru afnumdir, framlag til
Búnaðarfélags íslands hækkar að-
eins úr 48 milljónum í 55 milljónir
og 120 milljóna framlag til Áburðar-
verksmiðju ríkisins er fellt niður.
Endurgreiðsla á uppsöfnuðum
söluskatti í sjávarútvegi verður
helmingi lægri fjárhæð en á þessu
ári og framlög vegna iðnráðgjafa
eru afnumin. Einnig verður afnumin
ríkisábyrgð á lántökum fjárfesting-
arlánasjóða og ríkisframlög til
þeirra felld niður sem Jón sagði að
hvetti til raunhæfara mats stjórn-
enda þessara sjóða.
Á móti er gert ráð fyrir auknum
framlögum til félags- og velferðar-
mála. Framlag ríkisins í bygginga-
sjóðina er aukið verulega, eða úr
1,3 milljarði i 1,75 milljarð sem jafh-
gildir 17% raunhækkun milli ára.
Ráðstöfunarfé Byggingasjóðs ríkis-
ins tvöfaldast úr 300 i 600 milljónir.
Framlög til vegamála og flugvall-
argerðar aukast um 18-19% að
raungildi. Framlag til vegamála
eykst úr 2,1 milljarði 1987 í 2,9
milljarða 1988. Gert er rað fyrir áð
bensíngjald hækki um 20% þann 1.
nóvember á móti. Framlög til flug-
málaframkvæmda nema 254,5
milljónum.
Stuðningur við Háskóla íslands
er aukinn, framlag til stuðnings- og
sérkennslu á grunnskólastigi aukið,
og framlög til Lanasjóðs fslenskra
námsmanna aukast úr 928 milljón-
um í 1,5 milljarð þannig að lántöku-
þörf sjóðsins verður aðeins tii að
standa undir afborgunum og vöxt-
um af eldri erlendum lánum.
Áhersla er lögð á málefni fatlaðra
Fjárlagafrumvarp 1988
Skipting tekna
6,5%  0,7%
4,7%
7,7%
5,0%
41,8%
13,8%
12.9%
Ráðstöfun tekna
¦	Söluskattur
a	Innflumingsgjöld
E3	lieinir skattar
?	Vörugjald
?	Launaskattar
e	Vaxtatekjur
n	Hagnaður ÁTVR
H	Ýmsirób. skattar
Ea	Ýmislegt
1,5%
3,0%
8,1%
41,3%
4,7%
15.5%
¦	Trygg- °gheilbr.
D	Fncðslumál
?	Samgöngumál
\n	Búnaðarmál
?	Niðurgr.
p	Dóms- og lögreglumál
m	Vextír
ta	Húsnæði
e	Útvegsmál
s	Annað
og framlag í framkvæmdasjóð
þeirra aukið úr 130 milljónum í 180
milljónir.
Tekjuöflunarkerfið
endurskoðað
Þriðja aðalatriðið f frumvarpinu
verður, að sögn Jóns Baldvins, að
fram fer heildarendurskoðun á
tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs. Stigin
væru fyrstu skref í endurskoðun
skattakerfisins með það að mark-
miði að gera skattheimtuna einfald-
ari. Jón sagði að að frekari
samræming söluskatts og fækkun
undanþága gerði það kleyft að
lækka skattstigið, sem þýddi verð-
lækkun á flestum neysluvörum og
undirbyggi upptöku virðisauka-
skatts um áramótin 1988/1989.
Tekinn verður upp 1% launaskatt-
ur  á  allar  atvinnugreinar  nema
hluta, er gert ráð fyrir að opinberir
aðilar taki 5,2 milljarða að láni á
næsta ári, þar af taki fyrirtæki f
eigu ríkissjóðs og sveitarfélög 900
milljónir að láni erlendis frá. Þar
eru stærstu liðirnir 600 milljóna
króna lán sem Landsvirkjun tekur
vegna Blönduvirkjunar. Rfkissjóður
tekur síðan 4,2 milljarða að láni
innanlands, þar af 3 milljarða með
sölu spariskfrteina og 1,2 milljarða
gegnum bankakerfíð.
Gert er ráð fyrir að opinberar
lánastofnanir taki 7,04 milljarða að
láni, þar af eru 350 milljónir erlend
lán sem Byggðastofnun tekur.
Stærsti lántakandinn er Byggingar-
sjóður ríkisins sem tekur 4,8 millj-
arða að láni, að langmestu leyti frá
lífeyrissjóðunum sem haupa skulda-
bréf Húsna?ðisstofnunar. Bygging-
arsjóður verkamanna tekur 1,36
milljarða að láni og Framkvæmda-
sjóður 280 milljónir.
Atvinnufyrirtæki og sjóðir taka
sfðan 8,01 milljarð að láni, þar af
6,75 milljarða erlendis frá. Jafn-
framt er gert ráð fyrir að ríkis-
ábyrgðir þessara sjóða verði
afnumdar frá áramótum á nýjum
lánum.
Heildarlántökur eru þvf 20,25
milljarðar, þar af eru 12,25 milljarð-
ar fengnir að láni innanlands og 8
milljónir erlendis. Gert er ráð fyrir
að erlendar afborganir verði 6,2
milljarðar á næsta ári og nettóinn-
streymi erlends fjármagns verði 1,8
milljarður.
I fjárlagafrumvarpinu kemur
fram að í árslok 1986 skuldaði rfkis-
sjóður 44,2 milljarða sem var 27%
af landsframleiðslu það ár. Að auki
voru skráðar ríkisábyrgðir í lok þess
árs 22,7 milljarðar og samtals sams-
vöruðu þessar skuldir 40,7% af
landsframleiðslu. Til viðbótar er
ríkissjóður skuldbundinn af sjálf-
virkum ríkisábyrgðum sem eigandi
rikisbanka og opinberra fjárfesting-
alánasjóða og eru viðbótarskuld-
bindingar ríkissjóðs vegna þessa
reiknaðar 48 milljarðar. Samtals
gerir þetta 115 milljarða í árslok
1986 eða sem svarar 70% af lands-
framleiðslu ársins.
S veitarf íúög fá
aukna sjálfsstjórn
Valddreifing til sveitarfélaga
sagði Jón Baldvin að væri ein merk-
asta breytingm sem fjárlagafrum-
varpið gerir ráð fyrir. Miðað er við
að tónlistarskólar, dagvistarheimili,
bygðasöfn, málefni fatlaðra, vatns-
veitur, landshafhir og heimaþjón-
usta aldraðra færist að fullu yfir á
verksvið sveitarfélaganna. Aukin
útgjöld sveitarfélaganna vegna
þessa eru áætluð 200 milljónir króna
en gert er ráð fyrir að þau fái 350
milljónir til baka gegnum Jöfnunar-
sjóð sveitarfélaga, en í undirbúningi
eru breytingar á lögum um hann.
Rekstarformi ríkis-
stofnana breytt
í sjötta lagi er í frumvarpinu
gert ráð fyrir kerfisbreytingu í ríkis-
rekstri og sagði Jón Baldvin að þar
væru fyrstu skref stigin til að draga
úr sjálfvirkni í ríkisútgjöldum. Gerð-
ar væru auknar kröfur um sjálfstæði
og rekstarábyrgð ríkisstofnana og
auknar sértekjur þjónustustofhana.
Gerð er ráð fyrir að breytt verði
rekstrarformi þriggja stofnana, þe.
Iðntæknistofnunar, Veiðimálastofn-
unar og Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaöarins og launagreiðslur til
þessara stofnana lagðar niður.
Jón sagði að skipaður hefði verið
starfshópur til að undirbúa sölu á
ríkisfyrirtækjum sem talin eru betur
komin f einkaeign og einnig nefndi
hann fyrirhugaðar breytingar á Bif-
reiðaeftirliti ríksins og Sjóefha-
vinnslunni.
Jón Baldvin nefndi einnig 6. grein
fjárlaga sem dæmi um róttækar
breytingar. Samkvæmt hefð ættu
þar að vera margvíslegar heimildir
til fjármálaráðherra til að veita al-
mennar undanþágur frá lögum um
til dæmis tollinnheimdu, söluskatt
eða aðflutningsgjöld. Þetta hefði að
langmestu leyti verið þurkað út í
nafni bættrar stjórnsýslufram-
kvæmdar því ef halda ætti ein-
hverjum undanþágum frá skatti
ætti það að gerast í lögum um tolla
og söluskatt og því væri það „haust-
hreingerning í ríkisfjármálum" að
koma þessu á.
Fjárlög-efId sem
hagstjórnartæki
Jón Baldvin lauk yfirliti um fjár-
lagafrumvarpið með þeim orðum að
hann hefði lengi litið svo á að beita
verði fjárlögum rfkisins með öflugri
hætti sem hagstjórnartæki. „Við
búum í mjög sveiflukenndu hag-
kerfi. Við erum tæknivædd veiði-
mannaþjóð, við lifum á sjávarfangi
og eigum allt okkar undir einfaldri
jöfnu um aflamagn og verð á eriend-
um mörkuðum. Þetta þýðir að við
þurfum að hafa óbundnar hendur f
fjármálastjórn til að breyta til, jafn-
vel með litlum fyrirvara, hvernig við
beitum opinberri fjármálstjórn,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra.
¦                                             ......
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68