Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Fjármálaráðherra um lánsfjárlög: Ríkissjóður tekur eng- in ný erlend lán 1988 FJÁRMÁLARÁÐHERRA mælti í efri deild í gær fyrir frumvarpi til lánsfjárlaga. Kom i máli hans fram að ríkissjóður mun ekki taka nein ný lán erlendis á næsta ári. Hafði fjármálaráðherra meiri áhyggjur af lántökum ein- staklinga en ríkisins. Sagði hann einnig að aukið aðhald yrði við veitingu ríkisábyrgða en ástæða þess væru þau áfföll er ríkissjóð- ur hefði orðið fyrir á þessu ári, s.s. í tengslum við Útvegsban- kann. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, sagði að stefnt væri að miklum samdrætti í erlend- um lántökum. Ríkissjóður tæki engin ný erlend lán og erlendar lántökur opinberra aðila lækkuðu úr 3 milljörðum króna á yfirstand- andi ári í 900 milljónir króna. Heildarlánsfjáröflun allra opinberra aðila lækkaði verulega á árinu 1988 eða um 3,6 milljarða. í heild myndu erlendar skuldir ríkisins lækka úr 18% af landsframleiðslu á árinu 1986 í 13% í árslok 1988, gengju þessar áætlanir eftir. Dregið úr ríkisafskipt- um af atvinnurekstri í samræmi við stefnu ríkisstjóm- arinnar að draga úr ríkisafskiptum . af atvinnurekstri hefði ríkisábyrgð- um af lántökum fjárfestingalána- sjóða verið aflétt til að ýta undir sjálfstæðara áhættumat og auknar arðsemiskröfur. Þrátt fyrir aukna áherslu á innlenda lánsfjáröflun væri hlutdeild opinberra aðila á inn- lendum lánamarkaði heldur minni að raungildi en á síðasta ári ef frá væru taldir samningar bygginga- lánasjóðanna við lífeyrissjóðina vegna fjármögnunar húsnæðislána- kerfísins. Stefnt væri að því að breyta starfsháttum og stjóm fjárfestinga- lánasjóða. Horfíð yrði frá skiptingu þeirra eftir hefðbundnum atvinnu- greinum þannig að nýjar greinar . stæðu jafn vel að vígi og gamlar hvað varðaði aðgang að lánsfé. Þegar hefði verið skipaður starfs- hópur til að undirbúa þessar tillög- ur. Ennfremur hefði verið skipaður starfshópur til að endurskoða lög og reglur um erlent áhættufjár- magn í íslensku atvinnulífi. Að því væri stefnt að áhættufé gæti í vax- andi mæli komið í staðinn fyrir erlent lánsfé við fjármögnun at- vinnufyrirtækja hér á landi. Fjármálaráðherra sagði að sam- anborið við endurskoðaða áætlun 1987 lækkaði lánsfjárráðstöfun op- inberra aðila á næsta ári um 3,6 milljarða. Helsta skýringin væri sú að afkoma ríkissjóðs batnar úr ca. • 2,3 milljarða tekjuhalla 1987 í jöfn- uð á næsta ári. Af þeim 5,2 milljörð- um sem opinberir aðilar myndu afla með lánum á næsta ári yrðu 4,3 milljarðar teknir að láni innanlands en einungis 900 milljónir erlendis. Áætlaðar endurgreiðslur af erlend- um skuldum næmu alls 2,25 millj- örðum og væru því afborganir Júlíus Sólnes umfram lántökur opinberra aðila áætlaðar 1,35 milljarðar á árinu 1988. Þrátt fyrir þessa aðhaldssemi í opinberum lántökum sagði Jón Baldvin heildamiðurstöðuna samt vera þá að hreint innstreymi er- lendra lána til þjóðarbúsins næmi 1.800 millj. króna. Taldi hann það ekki vera nógu góðan árangur eftir tveggja ára góðæri og fyrst og fremst á vegum einkaaðila. Þannig mætti að þessu sinni segja að hið opinbera gengi að þessu sinni á undan öðrum með góðu fordæmi. Fjármálaráðherra kom í ræðu sinni inn á að ríkissjóður hefði á undanfömum árum þurft að taka yfír verulegar skuldbindingar af orkugeiranum en með því, sagði ráðherra, væri raunverulega verið að færa greiðslubyrðina frá orku- greiðendum til skattborgara. Væri þetta sett fram sem val milli orku- verðs eða skattgreiðslna hefði greiðslubyrði ríkissjóðs, ef ríkissjóð- ur hefði ekki tekið yfír lánin, verið 1,9 milljörðum lægri og verið hægt að lækka tekjuskatt einstaklinga um þá upphæð eða 20%. Ef orku- geiranum yrði afhent „skuldasúp- an“, um 8,4 milljarðar frá næstu áramótum, vextir væru 6,5% og lánstími 20 ár, þyrfti að hækka gjaldskrá almennrar raforkunotk- unar um fímmtung til að bera uppi þessi lán. Allar þessar yfírtökur ríkissjóðs af orkugeiranum gerðu það að verkum að raforkuverð í landinu væri „falsað“, það endur- speglaði að engu leyti þann kostnað sem lægi að baki þess. Rétt væri Ásmundur Stefánsson líka að minna á að ekki væri séð fyrir endann á yfirtökum ríkissjóðs af orkugeiranum. Aukið aðhald í veitingn ríkisábyrgða í frumvarpi til lánsfíárlaga væri lögð aukin áhersla á þær skuld- bindingar sem væru fólgnar í ríkisábyrgðum. Ástæða þess væru þau áföll sem ríkissjóður hefði orðið fyrir á þessu ári og horfur á næst- unni. Nægði þar að nefna tæpar 800 milljónir vegna Útvegsbankans í ár. Þá væri útlit fyrir nokkur hundruð milljóna króna áfall í tengslum við Sjóefnavinnsluna. Aukið aðhald í veitingu ríkis- ábyrgða væri brýnt. Oft hefði verið þörf en nú væri nauðsyn. Ásmundur Stefánsson (Abl.- Rvk.) sagði ekki vera deilt um það að hafa jöfnuð á fjárlögum heldur væru það leiðimar sem famar væru sem ágreiningur væri um. Rétta leiðin væri ekki að leggja á t.d. matarskatt. Það sem þyrfti að gera væri einfalt. Skattleggja þyrfti fyr- irtæki og stórar eignir meira. Ásmundur dró í efa forsendur lánsfjárlaga. Sagði hann þau byggja á fjárlögum og Þjóðhagsá- ætlun en þar væri á báðum stöðun- um óvissan ríkjandi. Forsendur um laun væru mjög óvissar í Þjóð- hagsáætlun og einnig vantaði mikilvægar pólitískar ákvarðanir s.s. varðandi aflaskiptingu. Taldi hann líka margt benda til að verð- bólga yrði ekki eins og gert væri ráð fyrir. Hún væri nú þegar líklega Guðmundur H. Garðarsson 2% hærri en þegar fmmvarpið var samið. Lánsfjárlögin sagði hann gefa mjög takmarkað yfírlit yfir pen- ingamarkaðinn. Þar vantaði inní bankana og verðbréfasjóðina. Með verðbréfasjóðunum væri takmarkað eftirlit af hálfu hins opinbera og þeir bæm engar skyldur, líkt og bankamir, en þetta nýja svið færi nú ört vaxandi. Vitnaði Ásmundur Stefánsson til Sigurðar B. Stefáns- sonar, hagfræðings, og sagði líklegt að þessir sjóðir tækju nú þegar til sín um 10% af peningamarkaðinum. Hin harða samkeppni á peninga- Bjórinn: Þriðja lota fyrstu umræðu HÆGT virðist ætla að ganga að koma hinu nýja bjórfrumvarpi í gegnum neðri deild. í gær hélt fyrsta umræða um málið áfram í þriðja sinn og fékkst það ekki útrætt. Málinu var því frestað enn á ný. Sjö þingmenn tóku til máls um bjórinn í gær, þeir Ólafur Þ. Þórðar- son (F.-Vf.), Stefán Valgeirsson, Ámi Gunnarsson (A.-Ne.), Ingi Bjöm Albertsson (B.-Vl.), Ellert Eiríksson (S.-Rn.), Sverrir Her- mansson (S.-Al.) og Hreggviður Jónsson (B.-Rn.). Tveir þeirra tóku tvisvar til máls í gær, þeir Ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Valgeirsson, og Sverrir Her- mannsson hafði áður talað í fyrstu umræðu. AIMnCI Ný þingmál Dagvinnulaun og tekjur Aðalheiður Bjamfreðsdóttir (B.- Rvk.) og aðrir þingmenn Borgara- flokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um um samanburð á dagvinnulaunum og tekjum á ís- landi og nágrannalöndum okkar. Lífeyrisréttindi hús- mæðra Málmfríður Sigurðardóttir (Kvl- Ne.) og þijár aðrar þingkonur Kvennalista hafa lagt fram frum- varp til laga um lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra. Geislavirkni í sjávaraf- urðum Ragnhildur Helgadóttir (S.-Rvk.) hefur lagt fram tillögu til þings- ályktunar um mælingar á geisla- virkni í sjávarafurðum og umhverfi. markaðinum ætti eftir að gera opinbera lánsíjáröflun erfíðari. Spara á í heil- brigðiskerfinu Júlíus Sólnes (B.-Rn.) sagðist efa að jafn auðvelt myndi reynast að ná hallalausum fjárlögum og fjármálaráðherra gæfí í skyn. Þær leiðir sem famar væru væru vara- samar. Smáfjárveitingar væru skomar niður en látið vera að ráð- ast á stóm liðina s.s. heilbrigðis- kerfið. Sagði þingmaðurinn að fjárlagahailann mætti þurrka út með 10% spamaði í þeim geira. Engar skýringar væm heldar gefnar á því hvað væri átt við með annarri innlendri lánsfjáröflun en sölu spariskírteina. Taldi hann ríkið ætla sér of mikið og myndi það þurrka upp allt lánsfé á næsta ári á kostnað atvinnulífsins. Einnig væri hætta á vaxtahækkunum vegna aukinnar samkeppni á pen- ingamarkaðinum. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.- Rvk.) sagði Kvennalistann í sjálfu sér alltaf hafa lagt til að dregið yrði úr erlendum lántökum. Þær óttuðust þó nú að samkeppnin um lánsfé innanlands yrði svo hörð að ríkissjóður myndi ekki standast t.d. verðbréfasjóðum snúning, en ríkið hefði „dekrað“ við þá á undanföm- um ámm. Með því alvarlegasta sem lagt væri til væm aðgerðir gegn þenslu en þær væm ekki í takt við tímann. Margt benti til þess að samdráttur yrði í vetur og þyrfti þá síst að draga úr þenslu. Hún hefði líka verið mjög staðbundin og kæmu þessar aðgerðir illa niður á lands- byggðinni. Atvinnulífinu vantreyst? Guðmundur H. Garðarsson (S.-Rvk.) sagði of mikið vera um það að mönnum í atvinnulífinu væri vantreyst en í staðinn treyst á forsjá hins opinbera. Til dæmis væri gefið í skyn að verðbréfasjóð- imir stunduðu einhver vafasöm viðskipti. Meginstofninn í sjóðum þessum væm ríkisskuldabréf. Það væri ekki neitt fagnaðarefni ef drægi úr kaupum á ríkisskulda- bréfum en þar ættu ekki bara einkaaðilar hlut að máli. Byggða- sjóður hefði t.d. nýlega auglýst skuldabréf til sölu á mjög háum vöxtum. Sagði Guðmundur H. stjómvöld þurfa að taka afstöðu til þess að sparifé í lífeyrissjóðunum yrði að einhveiju leyti að fara aftur út í atvinnulífið. Það mætti ekki ein- blína á það sem allherjarlausn varðandi lánsfjárlög og húsnæðis- kerfí. Halldór Blöndal (S.-Ne.) sagði það vera áhyggjuefni að ekki væri gert ráð fyrir að Byggðastofnun fengi að taka lán vegna skipasmíða- stöðva. Nauðsynlegt væri að sá iðnaður fengi að halda sinni stöðu. Þessi lán hefðu hingað til verið til skamms tíma og ávallt endurgreidd að fullu. Samfelldur skóladagur Unnur Stefánsdóttir (F.-Sl.) spyr menntamálaráðherra um samfelld- an skóladag barna á gmnnskóla- stigi. Samfélagsþj ónusta Salome Þorkelsdóttir (S.-Rn.) spyr dómsmálaráðherra um sam- félagsþjónustu sem úrræði í viður- lagakerfínu. Jóhann Einvarðsson (F.-Rn.) spyr heilbrigðis- og t.ryggingarmálaráð- herra um tryggingar farþega. Skilatrygging vegna úreldingar Guðmundur H. Garðarson (S.- Rvk.), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.- Rvk.) og Jóhann Einvarðsson (F.-Rn.) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að undirbúið verði lagafmmvarp um skilatrygg- ingu vegna úreldingar bifreiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.