Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 282. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987
33
Albert Guðmundsson fyrrum fjármálaráðherra:
Hótaði stöðvun fjarlagafrumvarps
með upplestri úr Islendingasögxim
ALBERT Guðmundsson, f ormað-
ur Borgaraflokksins, lét þau
ummæli falla á fundi sameinaðs
þings í gær, ad fengju fulltrúar
minnihlutans í fjárveitinganefnd
ekki þær upplýsingar, sem þeir
bæðu um, myndi hann fara í
pontu og lesa upp úr íslendinga-
sögum, þannig að engin mál
tækist að afgreiða fyrir jól.
Á' fundi sameinaðs þings í gær
voru á dagskrá svör ráðherra við
fyrirspurnum þingmanna. Áður en
sú umræða hófst, kvaddi ÓIi Þ.
Guðbjartsson (B/Sl), fulltrúi Borg-
araflokksins í fjárveitinganefnd, sér
hljóðs um þingsköp. Hann mót-
mælti vinnulagi sem viðhaft hefði'
verið við afgreiðslu fjárlaga. Sagði
hann að nefndarmenn hefðu unnið
mikla vinnu í gjaldahlið fjárlag-
anna, en tekjuhliðin væri alveg í
lausu lofti. Beindi hann þeim til-
mælum til forseta að hann beitti
sér fyrir því að fulltrúar í fjárveit-
inganefnd gætu fengið upplýsingar
um mat Þjóðhagsstofnunar á áhrif-
um breytinga tekna stofnana ríkis-
sjóðs. Taldi hann óeðlilegt að
ríkisstjórnin væri að vinna að skipt-
ingu tekna í fjárlögunum, þegar
búið væri að leggja fjárlagafrum-
varpið fyrir fjárveitinganefnd.
Hann gagnrýndi það einnig að á
sama tíma og bæði stjómarsinnar
og stjórnarandstæðingar í fjárveit-
inganefnd væru bundnir þagnareiði
um þau störf, sem fram færu í
nefndinni, væru ráðherrar með yfir-
lýsingar í fjölmiðlum um skiptingu
tekna í fjárlögum, jafnvel áður en
tillögur þessar væru kynntar fjár-
veitinganefnd. Taldi hann það og
vera móðgun við fjárveitinganefnd
að ríkisstjórnin væri að ráðskast
með skiptingu tekna, þegar frum-
varpið væri komið fyrir fjárveit-
inganefnd.
MÞinci
Stuttar þmgfréttir
Sighvatur Björgvinsson, (Afl/
Vf) formaður fjárveitinganefndar,
sagði að með þessari umræðu um
þingsköp, sem Óli hefði ekki hirt
um að segja sér frá að stæði til,
væri enn verið að tefja vinnu við
gerð fjárlaga. Ef takast ætti að
taka frumvarpið til annarrar um-
ræðu á mánudag, þyrftu tillögur
fjárveitinganefndar að vera komnar
í prentun á hádegi á fimmtudag.
Kvaðst Sighvatur hafa átt að vera
á fundi með hópi þingmanna þá um
morguninn, en orðið að fresta því.
Sighvatur kvað þetta upphlaup Óla
furðu sæta. Vissulega hefði verið
mikið álag í fjárveitinganefnd, þar
sem erindum hefði fjölgað gífur-
lega, en samvinna í nefndinnni hefði
verið mjög góð og lítið af kvörtun-
úm borist.
Albert Guðmundsson (B/Rvík)
kvaðst ekki þekkja til þess að áður
hefði tekjuhlið fjárlaganna ekki leg-
ið fyrir við framsetningu fjárlaga.
Hið upphaflega fjárlagafrumvarp
hefði að því er tekjuhliðina varðar
aðeins verið þingmannafrumvarp
og rétt áður en fjárveitinganefnd
hefði afgreitt frá sér frumvarpið
hefði ríkisstjórnin breytt því um
1000 milljónir. Þrátt fyrir þetta
væri áfram gert ráð fyrir hallalaus-
um fjárlögum og væri því eðlilegt
að beðið væri um upplýsingar.
Kvaðst hann myndu koma í veg
fyrir afgreiðslu mála í Alþingi fyrir
jól, ef umbeðnar upplýsingar kæmu
ekki fram.
Stefán Valgeirsson (Sl/Ne)
þakkaði Óla Þ. fyrir að hefja um-
ræðuna um afgreiðslu fjárlaga.
Beindi hann þeirri fyrirspurn til
forseta sameinaðs þings, hvort
hann teldi það ekki forkastanleg
vinnubrögð að leggja fram á síðustu
dögum þingsins til meðferðar 340
síðna flókið frumvarp um tollamál,
sem vegna anna væri vart tími til
að lesa yfir, hvað þá að meta áhrif
þess. „Ef einhvern tíma hefur verið
ástæða til þess að fresta jólum og
áramótum fram til páska, þá er það
núna," sagði Stefán og bætti því
við .að á tuttugu ára þingmanns-
ferli sínum hefði hann kynnst
mörgu vitlausu, en þetta væri það
vitlausasta.
Fastráðning
óperusöngvara
Birgir  ísleifur  Gunnarsson,
menntamálaráðherra, sagði í svari
við fyrirspurn Geirs H. Haarde (S/
Rvk) um málefni operusöngvara, að
hann telji rétt að fastráða nokkra
íslenzka óperusöngvara, með sama
hætti og dansarar væru ráðnir til
hins íslenzka dansflokks. Sú væri og
niðurstaða nefndar, sem Sverrir Her-
mannsson, fyrrverrandi mennta-
málaráðherra, skipaði til að fjalla um
framtíð óperusöngs á íslandi, og
skilaði áliti fyrir skömmu, að stofna
bæri til sérstaks óperuflokks fyrir
atvinnusöngvara.
Geir Haarde (S/Rvk) fagnaði já-
kvæðum svörum menntamálaráð-
herra. Kvaðst hann binda vonir við
að á þessu máli yrði tekið eins og
sæmdi fslenzku menningarríki.
Fræðsluútvarp —
fjarkennsla
Menntamálaráðherra sagði í
svari við fyrirspurn Danfríðar Skarp-
héðinsdóttur (Kvl/Vl.), að útvarpsráð
hefði jákvæða afstöðu til starfrækslu
fjarkennslu í útvarpi/sjónvarpi, ef
fáist fjármunir á fjárlögum til þeirrar
starfsemi, samanber ákvæði útvarp-
slaga frá 1985. Ráðherra greindi og
frá störfum framkvæmdanefndar um
fjarkennslu, sem teldi mögulegt að
hefja fjarkennslu með litlum fyrir-
vara, ef fjármagn fengist, S a.m.k.
fjórum greinum: endurmenntun
kennara, íslenzkukennslu fyrir al-
menning, kennslu í tölvufræðum
fyrir almenning, sem og fræðslu um
meðferð/vinnslu sjávarfangs.
Ráðherra sagði að hann hafi tjáð
framkvæmdanefnd um fjarkennslu
að hann teldi að móðurmálskennsla
ætti að hafa forgang. Það væri skoð-
un sfn að stefna ætti að fslenzku-
kennslu á þessum vettvangi þegar á
næsta hausti.
Starfsleyfi erlendra
leiðsögumanna
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra, sagði f svari við
fyrirspurn frá Kristínu Einarsdóttur
og Danfríði Skarphéðinsdóttur, þing-
mönnum Kvennalista, að sömu
reglur giltu um starfsleyfi erlendra
leiðsögumanna hér á landi og starfs-
leyfi útlendinga í öðrum atvinnu-
greinum. Veitt hafi verið að meðaltali
fjögur slík leyfi á ári undanfarið, flest
fyrir milligöngu íslenzkra ferðaskrif-
stofa. Hinsvegar væru nokkur brögð
að því að erlendir ferðahópar kæmu
hingað, með eigin leiðsögumenn, án
samráðs við fslenzka ferðamálaaðila.
Danfriður Skarphéðinsdóttir
sagði að óheillaþróun hafi orði, að
þessu leyti, í starfi íslenzkra leið-
sögumanna. Víða væri bundið í lög
að innlendur leiðsögumaður skuli
fylgja erlendum ferðahópum.
Hreggviður Jónsson (B/Rn)
sagði að mikiU fjöldi íslenzkra ferða-
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, sagði að nú reyndi meira á
samstarf meiri- og minnihluta en
oftast áður. Nú væri verið að setja
í lög viðamiklar kerfisbreytingar f
skatta- og tollamálum, sem langan
tíma hefði tekið að undirbúa og
þess vegna hefðu frumvörpin komið
svo seint. Hefðu þau vissulega
mátt koma fyrr. Þorsteinn kvaðst
hins vegar ekki vera sammála því,
að ríkisstjórnin gæti ekki komið
með tilmæli til fjárveitinganefndar
hvernig hún vildi sjá skiptingu
tekna í fjárlögum. Það hefði löngum
tíðkast að fulltrúar meirihlutans í
fjárveitinganefnd leituðu álits ríkis-
stjórnar og ráðherra. Alls ekki væri
verið að reyna að skerða völd Al-
þingis.
Þorsteinn viðurkenndi aftur á
móti að það hefðu verið mistök af
hálfu ríkisstjórnarinnar að kynna
hugmyndir sínar fyrir fjölmiðlum á
undan þingmönnum. „Fjármálaráð-
herra hefur tekið undir þessi
sjónarmið þingmanna og beðist af-
sökunar." Þorsteinn gat þess og að
Þjóðhagsstofnun hefði metið
tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins
og að hefð væri fyrir því að þær
upplýsingar kæmu fram við þriðju
Albert Guðmundsson
umræðu fjárlagafrumvarpsins. „Að
sjálfsögðu munu þingmenn fá þess-
ar upplýsingar þegar þær koma,"
sagði forsætisráðherra.
Kerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar í skatta- og tollamálum:
Skattbyrði og framfærslu-
kostnaður óbreytt eftír sem áður
- sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra
JÓN BALDVIN Hannibalsson,
fjármálaráðherra, mælti i neðri
deild Alþingis i gær f yrir þremur
frumvðrpum ríkisstjórnarinnar
um breytingu á lögum um sölu-
skatt, vörugjald og tolla. Vegna
mikilla anna á Alþingi flutti hann
frumvörpin í samfellu, enda málin
svo nátengd að hans mati.
Jón Baldvin telur að hér séu á
ferðinni einhverjar viðamestu kerfis-
breytingar, sem gerðar hafa verið á
skattakerfinu. Feli þessar breytingar
meðal annars f sér eftirfarandi:
Lækkun tolla og afnám sex annarra
gjalda, verulega fækkun undanþága
og samræmdan- söluskatt, öruggari
tekjuöflun rfkissjóðs, stórbættskatt-
skil og lækkun verðbólgu. Áætlað
er að þessar breytingar komi til fram-
kvæmda um leið og tekið verður upp
staðgreiðslukerfi skatta.
Mikilvægur þáttur þessara kerfis-
breytinga felst að sögn Jóns Baldvins
í vfkkun núverandi söluskattsstofns,
þ.a. söluskattur leggst á allar neyslu-
vörur og með því dregið úr söluskatt-
sundanþagum og ofnýtingu
skattstofna, sem aftur leitt hefur til
meiri ásóknar í undanþágur. Einnig
verður allt eftirlit með þessum breyt-
ingum mun einfaldara.
manna færi ár hvert utan í fylgd
fslenzkra leiðsögumanna. Hann
spurði hvort ekki þyrfti að vera gagn-
kvæmni og samræmi f reglum um
starf fslenzkra leiðsögumanna er-
lendis og erlendra leiðsögumanna
hérlendis.
Landshlutaútvarp
Menntamálaráðherra sagði svæð-
isútvarp hafa starfað á Akureyri með
góðum árangri sfðan 1982. Lands-
hlutaútvarp hafi og hafið störf á
Egilsstöðum f nóvembermánuði
síðastliðnum. Þá væri unnið að svæð-
isútvarpi á ísafirði. Ekki væru
áætanir um fleiri svæðisútvörp á
vegum RÚV í bráð. Þetta kom fram
í'svari ráðherrans við fyrirspurn frá
Danfríði Skarphéðinsdóttur.
Ráðherra las greinargerð frá
Markúsi Erni Antonssyni, útvarps-
stjóra, um þetta efhi. Þar kom fram
að miklar breytingar á dreifikerfi eru
nauðsynlegur undanfari þess að
hrinda í framkvæmd hugmyndum
um svæðisútvarpi í öllum kjördæm-
um landsins.
Ólögleg myndbönd
Vegna fyrirspurnar Guðrúnar
Agnarsdóttur (K/Rvfk) um niður-
stöðu skyndileitar lögreglunnar í
myndbandaleigum, sagði Jón Sig-
urðsson dómsmálaráðherra að þau
mál væru öll enn á rannsóknarstigi.
Ákvörðun um málshöfðun byði úr-
slita prófmáls sem nú væri fyrir
Breytingarnar, sem söluskatts-
frumvarpið felur í sér, eru eftirfar-
andi:
1. Matvæli verða á ný að fullu sölu-
skattsskyld.
2. Söluskattur verður að nýju lagður
á heilsuræktarstofur, nuddstofur,
Ijósastofur, aðgangseyri að íslensk-
um kvikmyndum og fleiri undan-
þegnum skemmtunum, og kaup á
einkaflugvélum og eldsneyti fyrir
þær.
3. Fallið frá skiptingu sölugjalds í
almennan söluskatt, söluskattsauka,
orkujöfnunargjald og húsnæðisgjald.
4. Undanþágugreinar laganna sam-
einaðar og gerðar fyllri.
5.  Undanþáguheimildir f fjárlögum
og sérlögum verði framvegis í lögum
um söluskatt.
Jafhhliða þessum breytingum á
söluskatti eru fyrirhuguð lækkun
tolla og sex mismunandi vöru- og
aðflutningsgjöld lögð niður. í stað
þeirra verði tekið upp eitt vörugjald,
14%, sem leggist á nokkuð skýrt
afmarkaða vöruflokka. Jafnframt
þessu eru hæstu tollar lækkaðir úr
80% í 30%, að tóbaki og bensíni
undanskildu. Þá er og gert ráð fyrir
því að fella matartolla niður, svo og
Hæstarétti. f svari dómsmálaráð-
herra kom og fram að lagt var hald
á samanlagt 14.199 myndbönd á
höfuðborgarsvæðinu; flest vegna
gruns um brot á höfundarréttarlög-
um, en einnig talsverður fjöldi vegna
ólöglegrar fjölföldunar og kláms og
ofbeldis. Dómsmálaráðherra útilok-
aði ekki frekari skyndileitir.
Geðsjúkir fangar
í tilefni af fyrirspurn Guðrúnar
Helgadóttur, (Abl/Rvfk) til heil-
brigðisráðherra, hvort vistun geð-
veiks fólks í fangelsum samrýmdist
lögum um heilbrigðisþjónustu, sagði
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra að í lögum um heilbrigðis-
þjónustu væru engin ákvæði um
vistun geðveikra fanga á heilbrigðis-
stofnunum. Benti hann og á að
ákvæði 3.gr. laga 38/1973 um fang-
elsi og vinnuhæli gerði ráð fyrir deild
fyrir geðveika. „Það er því f full-
komnu samræmi við ákvæði þessara
laga að vista geðsjúkt fólk í fangels-
um," sagði Guðmundur.
J6n Sigurðsson, dómsmálaráð-
herra sagði í tilefni fyrirspurnarinnar
að í væntanlegu frumvarpi um fang-
elsismál, sem hann hygðist leggja
fram innan tíðar, yrði gert ráð fyrir
því annars vegar að geðsjúklingar
dveldust ekki f fangelsum og hins
vegar að þeir fangar, sem yrðu geð-
veikir meðan á afplánun stæði, gætu
fengið vist á geðsjúkrahúsum og að
sú vist kæmi til frádráttar fangavist-
verða felld niður gjöld og tollar af..
tækjum og varahlutum ýmiss konar
til landbúnaðar og þjónustuiðnaðar.
„Þessi breyting hefur í för með
sér talsverða röskun á verðhlutföllum
innanlands. Eru þess jafnvel dæmi •
að einstakar vörutegundir lækki um
meira en helming meðan aðrar
hækka um 15-20%," sagði Jón Bald-
vin. Taldi Jón erfitt að komast bjá
þessu nema með þvf að gangá þvert
á megintilgang breytingarinnar um
einföldun og bætt eftirlit.
Jón benti og á að með lækkun
aðflutningsgjalda lækkaði sölu*"
skattsstofn og það eitt sér þýddi
tekjuminnkun. Sagði Jón að áætíað
væri að ríkissjóður yrði af 4,5 millj-
örðum með þessum tollalækkunum
og niðurfellingum gjalda. Þessu
tekjutapi verður mætt með upptöku
nýs vörugjalds og breikkun sölu-
skattsstofns.
Um auknar skattbyrðar almennt
sagði Jón: „Það er mikilvægt að það
komi skýrt fram, að þessar kerfis-
breytingar fela ekki f sér aukna
skattbyrði á almenning frá þvf sem
gert var ráð fyrir í fjárlagafrum-
varpinu, heldur er einungis verið að
færa tekjuöflunina á milli einstakra
tekju- og gjaldstofna. Með öðrum
orðum, þeir rúmlega tveir núUjarðar
króna, sem kerfisbreytingin skilar
umfram áætlun fjáriagafrumvarps,
fara rakleiðis út aftur f auknum nið-
urgreiðslum á helstu nauðsynjavör-
um, hærri ellilffeyri og auknum
barnabótum. Skattbyrðin er þvf
óbreytt fyrir og eftir breytinguna."
Um áhrifín á verðlag f landinu og
kostnað heimilanna sagði Jón Bald-
vin að framfærsluvfsitalan breyttist
ekki, byggingarvísitala lækkaði um
rúmlega 2% og lánskjaravfsitala
lækkaði um tæplega 1%. Verð á
búvöru hækkaði ekki og aðrar mat-
vörur ýmist hækkuðu, lækkuðu eða
stæðu f stað. Tollalækkanir og afnám
vörugjalds hefði og í för með sér
' verðlækkun ýmissa vara.
Jón kvaðst ekki vildu draga dul á
það að matarútgjöld heimilanna
hækkuðu með þessum breytingum.
Argasta blekking væri að halda þvf
fram að þau hækkuðu um fjórðung,
hið rétta væri 7%. Þetta samsvaraði
1.800 krónum á mánuði hjá vísitölu-
fjölskyldu. Hann benti hins vegar á
að framfærslukostnaður héldist samt
sem áður óbreyttur, enda vigtuðu
matvælakaup aðeins þriðjung hjá
vfsitölufjölskyldunni og önnur útgjöld
lækkuðu um sömu krónutölu. „Þrátt
fyrir að þessar aðgerðir komi út á
sléttu gagnvart meðafjölskyldunni,
þá hefur ríkiss^órnin ákveðið að tíT
viðbótar komi auknar niðurgreiðslur
upp á 600 milljónir f auknar lífeyris-
greiðslur og barnabætur," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson fjármálarað-
herra ríkisstjórnar Þorsteins Páls-
sonar og lagði til að frumvarpinu
yrði vísað til annarrar umræðu og
fjárhags- og viðskiptanefhdar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56