Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987
Hef opnað
læknastofu
í Læknastöðinni, Landakoti, Marargötu 2.
Tímapantanir í síma 26133 kl. 09.00-18.00.
ÓSKAR ARNBJARNARSON, læknir.
Sérgr.: Lyflækningar,
krabbamei nslækn i ngar.
Hljómplata Seítnu Kaldalóns
semberheitið
„Má ég ífangþérfæra“
með 24 sönglögum
eftirhana,
fluttafsjöþjóðkunn-
um listamönnum
fæst víða í hljómplötu-
verslunum.
Hljómplatan erfalleg
gjöftilþeirra sem
unnaljúfumlögum.
Gull ermahnappar
og bindisnœlur fyrir
herrann.
Gull og demantar
Kjartan Ásmundsson, gullsmiður.
Aðalstrœli 7. sími 11290.
Lífshættir í Reykjavík
eftirJón Gíslason
Signrður G. Magnússon.
Lífshættír ( Reykjavík
1930—1940. Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs 1985.
Hér er á ferðinni mjög merki-
legt rit er lýsir lffsháttum fólks í
Reykjavík á kreppuárunum. Höf-
undur lýsir lífsvenjum fímm §öl-
skyldna í Reykjavík allítarlega.
Hann fer ofan í saumana á fjöl-
skyldulífí, atvinnu, lífsvenjum,
menntun, skemmtanalífí og jafn-
vel lífsskoðunum. Allt er þetta
reist á nákvæmum rannsóknum
og staðgóðri þekkingu. Höfundur
rekur efnið eftir hinum bestu
heimildum sem honum eru tiltæk-
ar. Láfsviðhorf ijölskyldnanna eru
misjöfn, enda reynir Sigurður að
setja á svið sem breiðasta svip-
mynd af borgarlífinu á umræddu
tímabili. Honum tekst það vel og
sumt af lýsingum hans eru mjög
vel gerðar og raunsæjar. Val hans
á ijölskyldunum er raunsætt og
leiðir fram skýra mynd.
í raun réttri er Sigurður G.
Magnússon að rista þverskurð um
ævistarf fólks úr fímm stéttum
höfuðborgarinnar. Lýsingamar
eru gerðar af raunsæi og rann-
sókn, nánu sambandi við sögu-
fólkið, án öfga, án fyrirfram
gerðra ákveðinna skoðana, eins
og oft vill verða í ævisögum. Höf-
undurinn gerir grein fyrir sögu-
fólkinu af fullum skilningi og
könnun, sumt þekkir hann af stað-
föstum kynnum, en hann lætur
það ekki vera um of augljóst, sög-
urakningin er leiðin til að gera
könnun á viðfangsefninu. Það er
Sigurður G. Magnússon
aðalatriðið. Sagan er hér í fíjóum
og réttum farvegi.
Viðhorf og svið sögunnar er líf
og starf — lífsbarátta fjölskyldn-
anna fímm. Þær skipa ólíkar
þjóðfélagsstöður en allar þýðing-
armiklar fyrir heiidina. Sigurður
reynir að lýsa samfélagsháttunum
eins vel og kostur er. Hann leitar
víða fanga til heimilda, jafnt í
persónulegum viðtölum og margs-
konar heimildum, bæði úr opin-
berum skýrslum, blaðagreinum og
bókum. Hann birtir teikningar af
húsakynnum viðkomandi og er
það mikils virði og nýlunda í slíku
riti sem þessu. Lýsingar hans á
húsakynnum verkstjórans, iðnað-
armannsins og verkamannsins,
sýna greinilega baráttu þeirra við
erfíðleika kreppunnar og frumbýl-
isára í nýju umhverfi höfuðborg-
arinnar.
Ég er alveg viss um, að sú
kynslóð, sem nú er að vaxa úr
grasi og jafnvel búin að sigra
þessa örðugleika, skilur þessa
baráttu ekki eins og vera ber. Hér
er mikið bil á milli baráttu braut-
jyðjendanna og þeirra er njóta
afrakstursins. Staða læknisins og
kaupmannsins er önnur í þessum
efnum eins og kemur fram í bók-
inni. En þeir urðu líka að heyja
baráttu hörðum höndum, en þjóð-
félagið var þeim hagstæðara. En
hinna er líka sigur og á stundum
fullur og traustur eins og hjá
Ragnari Jónssyni.
Lífshættir í Reykjavík er próf-
ritgerð í sagnfræði við Háskóla
íslands undir leiðsögn háskóla-
kennara. Það er mjög lofsvert, að
verðandi sagnfræðingar taka sér
viðfangsefni úr lífí og starfí fólks-
ins, sérstaklega þess fólks, sem
leggur grunninn undir verðandi
fí-amfarir og leggur alla krafta
sína, vilja og festu í að byggja
undirstöðuna að traustu þjóðfé-
lagi. Að sjálfsögðu er það svo að
við sjáum afrek þessa fólks í raun
umhverfís okkur, en við skiljum
ekki né vitum, hvað það lagði
mikið af sjálfu sér í uppbygging-
una, hve miklar fómir það færði
á altari vonarinnar, að verða nýt-
ir þegnar og öðlast hamingju á
trausti komandi daga.
Sigurði Magnússyni tekst vel
að rekja sögu flölskyldnanna
fímm. Hann sýnir með henni sann-
an þverskurð samfélagsins. Það
er árangur af dugnaði og þreki
margra samfélagsborgara okkar.
Ég hafði mikið yndi af að lesa
þessa bók, og ég er viss um að
það verður svo um fleiri.
Það hefur orðið svo síðustu
áratugina, að ungir sagnfræðing-
ar hafa í æ ríkara mæli lagt sig
eftir hagsögu og efnahagssögu
einstaklinganna í þjóðfélaginu.
Sem betur fer eru til talsverðar
heimildir um þessi efni í opin-
berum söfnUm og gögnum
margskonar, sé vel leitað. I þess-
ari bók kemur það greinilega
fram. Sigurði tekst mjög vel að
afla sér heimilda um efnahag
sögufólks síns, allskonar skýrslur
hafa þar orðið á leið hans, sumar,
sem lítt hafa verið notaðar áður.
A undanfömum áratugum hafa
oft orðið slíkar heimildir á leið
minni um dugnaðar- og atorku-
menn í höfuðborginni, heimildir
til að hafa fært mér heim sanninn
um viðbrögð þessara sömu til
uppbyggingar þess komandi, sérs-
taklega í sambandi við nýjungar
og verktækni. Þetta kemur vel
fram í Lífshættir í Reykjavík. Von
mín er öll, að ungir sagnfræðingar
haldi áfram slíkri söguritun.
Lífhættir í Reykjavík
1930—1940 er 7. bindið í ritröð
er Bókaútgáfa Menningarsjóðs
gefur út og nefnist: Sagnfræði-
rannsóknir. Ritstjóri verksins er:
Bergsteinn Jónsson. Ég vil vekja
athygli á útgáfunni, því ég hef
orðið var við að hún hefur farið
fyrir ofan garð og neðan hjá fólki
sem gjaman vill lesa hana og
kynnast.
Þessi bók er vel gefín út og til
hennar vandað. Myndir prýða
hana nokkrar auk fyrrgreindra
uppdrátta af húsum, íbúðum og
húsgögnum. Ég óska höfundi til
hamingju með bókina.
tfskuhús
auglýsir:
Eiginmenn athugið:
Stórkostlegar jólagjafir fyrir konuna.
Laugardaginn 12. desember verða sýning-
arstúlkur í búðinni og máta eftir óskum
viðskiptavina.
Pósthússtræti 13, sími 23050.
OTDK
HUÓMAR
BETUR