Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Sendibréf frá skáldum Bókmenntir Sigurjón Björnsson Bréf skáidanna til Guðmundar Finnbog’asonar. Finnbogi Guð- mundsson bjó til prentunar. Bókaútgáfan Öm og Orlygur hf. Reykjavík. 1987. 269 bls. Dr. Guðmundur Finnbogason (1873—1944), prófessor og síðar landsbókavörður, var einn af kunn- ustu og smekkvísustu bókmennta- mönnum þjóðarinnar á einni tíð. Hann var mikiivirkur rithöfundur um skólamál, sálarfræði og heim- spekileg efni, Skrifaði fjölda rit- gerða og flutti erindi um fagurbókmenntir og sér í lagi skrif- aði hann geysimikinn fjölda rit- dóma. Hann var ritstjóri þekktasta og virtasta bókmenntatímarits ís- lands, Skímis, í ein 22 ár (1905-07, 1913-20 og 1933—1943). Dr. Guðmundur var því kunnugur flestum ef ekki ölluní skáldum sinnar samtíðar og náinn vinur sumra þeirra. Milli Guðmund- ar og skáldanna fóru mörg bréf — því að þetta var á þeim árum þegar menn skrifuðust á — einkum meðan hann ritstýrði Skími. Tilefnið var oft kvæði eða grein sem menn vildu koma á framfæri, beiðni um álit á einhverju nýju bókmenntaverki, aðstoð við útgáfu eða prófarkalest- ur — en þar við bættust margvísleg skoðanaskipti bókmenntalegs og heimspekilegs eðlis og margt annað öllu persónulegra. Guðmundur mun hafa varðveitt flest eða öll bréf sem honum bár- ust. Nú hefur sonur Guðmundar, dr. Finnbogi landsbókavörður, tekið sér fyrir hendur að velja úr þessu mikla bréfasafni til útgáfu. Hann hefur valið bréf frá 22 skáldum og birtast þau hér í þessari bók. Þau skáld sem um ræðir eru: Matthías Jochumsson, Einar Hjörleifsson, Guðmundur Friðjónsson, Einar Benediktsson, Benedikt Gröndal, Gunnar Gunnarsson, Hannes Haf- stein, Guðmundur Magnússon (Jón Trausti), Indriði Einarsson, Sigurð- ur Sigurðsson (í Amarholti), Ólöf Sigurðardóttir (frá Hlöðum), Steph- an G. Stephansson, Káinn, Gutt- ormur J. Guttormsson, Jóhann M. Bjamason, Kristmann Guðmunds- son, Magnús Ásgeirsson, Stefán Vagnsson, Hulda, Guðfinna Jóns- dóttir (frá _ Hömrum), Magnús Stefánsson (Om Amarson) og Kol- beinn Högnason. Mjög er bréfafjöldi skáldanna misjafn. Mér telst til að nálega helmingur bréfanna sé frá tveimur mönnum einungis, þ.e. Matthíasi, Jochumssyni og Guðmundi Frið- jónssyni, um fímmtíu bréf frá hvoram. Frá öðram skáldum era bréfin mun færri, eða frá 19 og niður í eitt_ Sum bréfín era geysi- löng og oft mjög persónuleg, en í öðram tilvikum er aðeins um stutt- ar orðsendingar að ræða, eins og frá Hannesi Hafstein og Benedikt Gröndal. Finnbogi hefur samið inngang að bréfum hvers skálds. Er þar gerð grein fyrir samskiptum skálds- ins og Guðmundar og er birtur kafli úr ræðu eða erindi sem Guð- mundur hefur flutt um skáldið af einhverju tileftii eða birtur er rit- dómur sem hefur þá orðið tilefni bréfaskriftanna. Era þessir inn- gangar, svo og formáli ritsins, mjög gagnlegir og mæta vel gerðir. Þá hefur Finnbogi samið skýringar við bréfin, þegar þess þurfti með. Ekki ætla ég mér hér að fara að gera neina grein fyrir efni þess- ara bréfa eða leggja mat á efni þeirra. Þau era að sjáifsögðu rituð við hinar margvíslegustu aðstæður og af margs konar tiiefni. En að * Arbók knattspymimnar Guðmundur Finnbogason sjálfsögðu lýsa þau jrfírleitt höfund- um sínum vel, einkum ef mörg bréf eru frá sama manni. Matthías og Guðm. á Sandi standa t.a.m. nokk- uð ljóst fyrir hugarsjónum manna eftir lesturinn. Að öllu samanlögðu þykir mér þessi bók skemmtileg aflestrar og ég held að hún hljóti að vera nokk- urt innlegg í íslenska bókmennta- sögu þess timabils sem hér um ræðir. Vel er frá útgáfunni gengið í alla staði og verður ekki að því verki fundið. Steinar J. Lúðvíksson íslensk knattspyrna 1987 Höfundur: Víðir Sigurðsson Útgefandi: Skjaldborg 160 bls. Árbók Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspymu er nú komin út í sjöunda sinn. Bækumar hafa fyrir löngu skipað sér sess meðal knattspymuáhugafólks sem vönduð og ábyggileg heimild um íslenska knattsp\rmu. Árbókin 1987 er engin undantekning frá þessu. Hún hefur að geyma flest það sem markvert gerðist í þessari vinsælu íþrótta- grein hérlendis á því herrans ári og vafalaust munu flestir þeirra sem komu við sögu á einn eða annan hátt fletta þessari bók oftsinnis — kannski þeim mun oftar sem árin líða en það er eðli góðra bóka af þessari gerð að vaxa að gildi með áranum. Víðir Sigurðsson hefur lagt mikla alúð við samningu bókarinnar. Það hlýtur að vera meira en lítil þolin- mæðisvinna að tína til úrslit úr öllum Státíim var Sturla Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði: Sturla frá StekJgarflöt- um Útg. Skjaldborg 1987 Sturla er ungur og myndarleg- ur bóndasonur. Hann er líka viðkvæmur og listfengur. Hann hefur unun af því frá bamsaldri að draga upp dásamlega fallegar myndir og hann er svo viðkvæm- ur, að hann klökknar stöðugt út af minnstu smáatriðum. Það er þó ekki að undra þótt hann klökkni, þegar faðir hans drukknar og hann sér lista- mannsdraumana verða að engu. Það er viðbúið að hann verði nú að hjálpa móður sinni, Matthildi ekkju að sjá fyrir heimilinu. Þá er betra en ekki að eiga Ögmund útgerðarmann að. Hann ræður hann í skipsrúm og á leiðinni út í þorpið villist Sturla og lendir þó fyrir mikið lán á góðum bæ, þar sem heimasætan Sólrún heill- ar hann upp úr skónum. En hann klökknar þó meira en lítið þegar hann heyrir, óvart að vísu, að hún kallar hann - Sturlu sjálfan frá Stekkjarflötum, umrenning. Þessu er erfítt að kyngja fyrir jafn viðkvæman mann og Sturlu. Og Sturla stendur sig eins og sönn hetja á sjónum og Matthild- ur ekkja og yngri systkinin ákveða að flytja í þorpið og það líður að því að heilladísin brosi við Sturlu á ný; hann heldur sem sagt til Danmerkur með velgjörð- armanni sínum að fást við að mála. Um hæfíleika hans er ekki að tvíla, en þó sækir hann nokkra tíma, svona til vonar og vara, hjá þekktasta listmálara Danmerkur. Sturla selur myndimar grimmt og efnir til sýninga hér og hvar. Lánið leikur við hann, en samt, það er einhver leiði í honum. Skyldi það vera Sólrún, sem rask- ar sálarró hans. Ekki laust við það. Sólrún er nú meiri stúlkan. Fyrst er hún að vafstra með syni Ögmundar útgerðarmanns og svo er hún allt í einu gift Albert. Það er fátt sem bendir til að ástar- dæmið gangi upp. Ögmundur og Matthildur ekkja ganga í hjónaband og eru væntanlega allar áhyggjur henn- ar úr sögunni. Sturla fréttir af íslenzkri konu á sjúkrahúsi í Danmörku og fer að heimsækja hana til að hughreysta hana. Og hver skyldi þá íslenzka stúlkan vera, sem þama berst við voða- legan sjúkdóm. Nú væri ráð að geta þrisvar. Aðalheiður Karlsdóttir hefur ijmdi af að skrifa. Hún er fjálg í orðum og ekki dytti mér í hug að segja, að sögur hennar séu f takt við tímann. Enda virðist hún ekki vera að sperra sig við það. Skrifar eins og. henni hugnast bezt. Það er í sjálfu sér heiðar- legt. þeim fjölda leikja sem fram fara hérlendis ár hvert, skrá niður leik- menn í hveijum leik og færa síðan upplýsingamar saman í töflur. Þótt skýrslur eigi að skrifa um alla leiki er vafalaust misbrestur á áreiðan- leika þeirra, frágangi og skilum. Kemur raunar fram hjá Víði að stundum hafí skort á upplýsingar. En það era einmitt nostursleg vinnu- brögð, vandvirkni og góður próf- arkalestur sem ljá bókinni hvað mest gildi — hlutlaus frásögn hvort heldur er af leikjum eða leikmönnum gerir bókina trúverðuga og skapar lesandanum traust á höfundinum. Það eykur líka gildi bókarinnar að Víðir einskorðar sig ekki við keppni þeirra bestu — við 1. deildina heldur rekur úrslit og liðskipan í öllum deildum auk þess sem yngri flokk- unum era gerð ágæt skil bæði í máli og myndum. I formála bókar- innar víkur Víðir að atriði í keppni yngri flokkanna sem vert er að gefa gaurn, en þar segir hann m.a.: „Síðan era það yngri flokkamir, grasrótin, sem allt byggist á. Keppnin sjálf og áherslan sem lögð er á að ná árangri er komin út í öfgar hér á landi. Frammistaða er mæld í meistaratitlum strax í 6. flokki — sjálfri kennslunni er fómað á altari gull- og silfurpeninga. Mik- ill fjöldi ungmenna er hrakinn frá knattspymunni á þeim forsendum að einungis ellefu geti skipað liðið og fyrir aðra era engin verkefni. Keppni b-liða er tilviljunarkennd og ómarkviss." Flestir sem eitthvað koma nálægt knattspymu og raunar öðram íþróttum unglinga geta tekið undir þessi orð. Það vill gleymast að íþróttir eru ekki aðeins keppni held- ur einnig og ekki síður hafa þær áhrif á uppeldi og þroska fyjölda ungmenna og slíkt á hlutverk þeirra ekki síst að vera. Oft heyrist um það talað að gera þurfi eitt eða annað til þess að beina íþróttum unglinga meira inn á þessa braut, en það er rétt sem fram kemur hjá Víði að þegar á hólminn kemur — félagametnaðurinn fer að segja til sín — þá sannast hið fomkveðna, „að ekki er viljinn einhlítur". Uppsetning árbókarinnar 1987 URÐARBUINN Blómin í heimmum Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Önnubók. Fynn tók saman Papas teiknaði Sverrir PáU Erlendsson þýddi Fyrir fímm áram sendi ísafold frá sér fyrri Önnubókina „kæri herra Guð, þetta er hún Anna.“ Þar sagði frá því, þegar þau hitt- ast Fynn og Anna, á dimmu kvöldi fyrir fimmtíu árum í fátækrahverf- um Lundúna. Hann var þá nítján ára unglingur og hún fjögurra ára. Mörgum áratugum seinna færði Fynn minningar sínar og Önnu í letur. Hann studdist við bréf sem hún skrifaði og ótal minnismiða, sem hún var einlægt að pára á. Önnu var hugleiknast alls að velta fyrir sér herra Guði. Til hans bar hún innilega elsku, og djúpa. Hún er með ákefð bamsins að reyna að mynda sér skoðun á hvemig hann lítur út „Herra Guð er eins og blýantur en ekki eins og blýantur sem er hægt að sjá, heldur eins og blýantur sem er ekki hægt að sjá. Utlitið á honum sést ekki en það er samt hægt að teikna með honum hvaða utlit sem er og þetta er eins og herra Guð.“ En hún veltir fyrir sér fleira en herra Guði, þótt hann sé jafnan nálægur. Hún gerir sér hugmyndir um móður sína, sem hún virðist aldrei hafa þekkt. Og þó ekkert frekar um móður sína, heldur móð- urina. Sem sjíka. Heilabrot Önnu í búningi Fynn era þó hugsanir lftiUar stúlku. Stúlku sem hafði áhuga á öllu í kringum sig, fordómalaus og for- vitin, bamsleg og einlæg. Mér fannst óneitanlega meiri kraftur í fyrri Önnu bókinni. Það er ekki laust við, að sú seinni sé Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Jón Gísli Högnason. Kápumynd og teikningar: Hans T. Christíansen. Prentverk: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Útgefandi: Bókaforlag Odds Bjömssonar. Efni bókarinn er ákaflega hug- ljúft fyrir sveitastrák eins og mig. Refum í urð og slægð þeirra er lýst af mikilli innlifun. Ein einn yrðling- anna þetta vorið er öðravísi litur en systkini hans, auk þess pervisinn vesalingur sem verður bæði undir í leik og áti, já, svo útundan, að foreldramir hirða ekki um að bjarga honum er þeir skynja hættu og flytja til nýs felustaðar. En það er vor, og ung telpa, Kristín, döttir Ásdísar og Harðar, fer í Ástaðadali með kvíaær og hefír hvolpinn Kátínu sér við hlið. Stína fínnur yrðlinginn og í sál hennar hefst barátta um að segja til hans og löngunar að reynast vesalingnum vinur. Víst verður þessi viðureign Teikning af Ónnu samtíningsleg og orðin til vegna þess að Fynn getur ekki losnað við Ónnu-minninguna úr huga sér. • Þýðing Sverris Páls Erlendsson- ar er fágætlega vel gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.