Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Stj órnmálamenn svara áramótaspurningunum Morgnnblaðið hefur snúið sér til forystumanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Borgaraflokks, Framsóknarflokks og Sam- taka um kvennalista og lagt fyrir þá nokkrar áramótaspurningar. Þær birtast hér ásamt með svörum forystiiinannanna. 1. Hvert telur þú brýnasta verkefniö viÖ stjórn efna- hagsmála á þessum áramótum? íW 2. Spáir þú rikisstjórninni langlifi? Finnst þér, aÖ þeir þrir flokkar, sem aÖ henni standa, hafi stillt saman strengi sina? 3. Hcestiréttur hefur veriö gagn- rýndur fyrir aö draga of taum rikisins og hins opinbera i dómum sinum. Hver er þin skoöun á þessari gagnrýni? 4. Rikisendurskoðun hefur gert úttekt á kostnaÖi viÖ smíöi flugstöövar Leifs Eirikssonar. Finnst þér aÖ gera cetti slika opinbera úttekt aÖ reglu um framkvœmdir á vegum hins op- inbera? 5. Finnst þér sú skoöun eiga viö rök aÖ styöj- ast, aÖ meö nýgeröum samningi um upprcet- ingu meðaldrcegra og skammdrcegra eldflauga aukist hcettan á klofningi milli Evrópu og Bandarikjanna i öryggismálum og á því aö varnarstaöa Vestur-Evrópu veikist? STEINGRÍMUR HERMANNSSON, UTANRÍK3SRÁÐ- HERRA, FORMABUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS: Fátt mikilvægara en stöðug- leiki í stjórnmálum i Ég tel mikilvægast að ná stjórn á peningamarkaðnum í heild og lækka þannig vexti og annan fjármagns- kostnað. Á undanfömum árum og sérstak- lega á síðustu mánuðum hafa sprottið upp alls konar fjármagns- viðskipti, sem em utan þess íjár- magnsmarkaðar sem er undir eftirliti og einhverri stjóm Seðla- bankans. Um marga þætti þessarar starfsemi gilda engin lög eða- regl- ur. Ósamræmi er því mikið og afar hættulegt. Á meðan viðskiptabank- amir em í skrúfstykki fjármagns- bindingar og kröfu um lausafjár- stöðu, greiða hundmð milljóna í refsivexti og sektir, leikur sá mark- aður, sem er utan bankakerfisins, lausum hala. Þetta ástand getur ekki svo verið lengur. Það mun leiða til vaxandi vandræða í efnahags- málum, ef hóflegu aðhaldi verður ekki viðkomið á fjármagnsmarkað- inum öllum. 2 Þótt flokkamir þrír hafi náð sam- an um ítarlega stefnuyfirlýsingu fer því þó nokkuð íjarri að þeir hafí stillt saman sína strengi. Svo er til dæmis ekki, að því er virðist, á sviði peningamála. Ég tel hins vegar, að þjóðinni sé fátt mikilvægara, en stöðugleiki í stjómmálum. Því ber að vinna markvisst að langlífi þessarar ríkis- stjórnar. Til þess þurfa flokkarnir að vinna vel saman. Það mun kreíj- ast mikillar vinnu. Það er einlæg von mín að svo verði. 3 Ég skil vel, að ýmsum þyki Hæstiréttur snúast æði oft á sveif með ríkisvaldinu. Ég hef ekkert á móti því, að slíkt sé skoðað og gagn- rýnt, ef ástæða þykir til. Hins vegar tel ég mikilvægt að Hæstiréttur fái starfað sem mest í friði og án utan- aðkomandi þrýstings, bæði frá ríkisvaldi og einstökum lögmönn- um. Því treysti ég mér ekki til að Steingrímur Hermannsson taka undir þá gagnrýni, sem fram hefur komið, án þess að kynna mér málin langtum betur en ég hef haft tök á. 4 Það er og á að vera verkefni ríkis- endurskoðunar að athuga vandlega fjármál allra opinberra fram- kvæmda. Því svara ég spurningunni játandi. Nú hefur ríkisendurskoðun jafnframt verið flutt undir Alþingi, og hún er því orðin óháðari fram- kvæmdavaldinu og á því að geta ijallað um opinberar framkvæmdir og aðra ráðstöfun Qármagns án nokkurs óeðlilegs þrýstings. 5 Svar mitt er nei. Meðaldrægum eldflaugum var fyrst og fremst beint að Evrópu og skapaði í þeim löndum verulega hættu, ef til átaka kemur. Að mínu mati eiga engar þjóðir meira undir fækkun kjarn- orkuvopna en Vestur-Evrópuþjóð- imar. Hitt er svo jafnframt mikilvægt að samkomulag náist um jafnvægi í hefðbundnum herafla. Ef það er tryggt virðist mér sú þróun sem sýnist framundan í fækkun kjamorkuvopna jákvæð fyrir Vestur-Evrópulöndin. Ef þannig er haldið á málum og jafnvægi tryggt sýnist mér ekki hætta á því að samstaða Vestur- Evrópu og-Bandaríkjanna raskist. JON BALDVIN HANNIBALSSON, FJARMALARAÐ- HERRA, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS: Almennir kjarasamning- ar brýnasta verkefnið í bráð er brýnasta verk á sviði efnahagsmála tvímælalaust að niður- staða fáist tafarlítið um nýja kjara- samninga á almennum vinnumarkaði. Sú óvissa sem nú ríkir í efnahagsmál- um stafar öðru fremur af því að ekki hefur tekist að ganga frá nýjum samningum. Þessir samningar hljóta einkum að markast af þrennu: í fyrsta lagi liggur það fyrir að raun- hækkun tekna er meiri á þessu ári en dæmi eru um og hlutur launa- tekna í þjóðartekjum er nú meiri en nokkru sinni. í öðru lagi er það við- urkennt, að sumir hópar launafólks hafa borið skarðan hlut frá borði. Loks er nú fyrirsjáanlegt, að ytri skilyrði þjóðarbúsins verða með þeim hætti á árinu 1988, að ekki er að vænta aukins afrakstrar í þjóðarbú- skapnum. Á sama hátt er ekki unnt að reikna með vaxandi kaupmætti launatekna. Langvarandi óvissa á sviði kjara- mála grefur undan afkomu heimila og atvinnuvega. Þessi óvissa á ríkan þátt í geypiháum vöxtum á fjár- magnsmarkaði, svo dæmi s4-tekið. Óvissan er því landsmönnum öllum æði dýrkeypt. Niðurstaða samninga getur nú sem fyrr orðið afdrifarík bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Ætla verður að hún ráðist af dómgreind en ekki draum- órum, af raunverulegum hagsmun- um en ekki sókn í stundarávinning. Breytt vinnubrögð verkalýðshreyf- ingar og atvinnurekenda á síðustu árum hafa skilað miklum árangri. Þennan árangur verður að treysta, honum má ekki kasta fyrir róða. í tæplega tvö ár hafa landsmenn búið við svokallaða fastgengisstefnu. Þessi stefna var tekin upp í kjölfar kjarasamninganna í febrúar í fyrra, þegar menn brutust út úr þeim víta- hring verðbólgu og gengislækkana sem hafði haldið þjóðinni í heljar- greipum um langt árabil. Það rofaði til í þjóðlífinu, það var sem nokkru fargi væri létt af. Miklar hræringar á erlendum gjaldeyrismörkuðum hafa leitt til þess að Bandaríkjadollar stendur nú lægra gagnvart íslenskri krónu en fyrir fjór- um árum. Evrópumyntir ýmsar og japanskt jen hafa hækkað að sama skapi. Þessi þróun hefur valdið erfið- leikum í framkvæmd fastgengisstefn- unnar. Hitt skiptir þó ekki minna máli, að kostnaðarþróun innanlands hefur ekki verið í neinu samræmi við breytingar á framleiðslu- og launa- kostnaði í helstu viðskiptalöndum okkar. Til lengri tíma litið getum við ekki vænst þess að viðhalda föstu gengi ef verulegt misræmi er í verð- lagsþróun hér og erlendis. En það er líka önnur hlið á gengis- stefnunni. Gengið er ekki og má ekki verða afgangsstærð sem menn laga jafnharðan að síbreytilegum aðstæð- um innanlands. Fast gengi á að marka efnahagslífinu ákveðinn ramma. Gengið á að vera umgjörð sem heimili og fyrirtæki laga sig að. Markmið fastgengisstefnunnar á að vera að skapa aðhald, atvinnulífið og allur almenningur verður að geta treyst gengisstefnunni. Á síðustu mánuðum hafa þær raddir gerst stöðugt háværari sem kalla á gengisfellingu, segja gengið fallið eða að gengið muni falla í næstu viku eða næsta mánuði. Á sama tíma og þessar raddir heyrast vantar þúsundir og aftur þúsundir manna til vinnu víðs vegar um land. Er þetta til marks um atvinnulíf á heljarþröm? Nei. Er líklegt að breyt- ing á gengisskráningu nú gagnist til frambúðar þeim fyrirtækjum, einkum á sviði frystingar, sem eiga undir högg að sækja vegna breytinga á gengisskráningu dollars? Nei og aftur nei. Tal manna um gengisfellingu nú í aðdraganda kjarasamninga er berg- mál þeirra tíma þegar gengið var til þess að fella það. Vissulega getur komið til þess að einhver leiðrétting á gengisskráningu krónunnar verði óhjákvæmileg. Sá tími er ekki kom- inn. Þegar litið er lítið eitt lengra fram á veginn er hvað mikilvægast að ljúka þeirri endurskoðun á tekjuöflunar- kerfi ríkisins sem ríkisstjómin einsetti sér og nú er langt á veg komin. Virðisaukaskattur, endurskoðun á Jón Baldvin Hannibalsson skattlagningu fyrirtækja og sam- ræming á skattlagningu eignatekna þarf að ljúka og koma til fram- kvæmda frá ársbyijun 1989. Þessar og aðrar mikilsverðar umbætur á tekjuöflunarkerfinu, sem verið hafa til umfjöllunar á Alþingi nú á aðvent- unni, treysta ekki aðeins afkomu ríkissjóðs, heldur munu þær til lengri tíma vera efnahagsstarfseminni mik- ilvægur rammi, stuðla að tryggari skattskilum, réttlátara skattakerfi og bættri samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja. Efnalega hafa landsmenn um skeið búið við afbragðs árferði. Öll skilyrði til Iands og sjávar og í viðskiptum okkar við önnur lönd hafa til skamms tíma verið okkur einkar hagstæð. Vandamálin sem við höfum átt við að glíma hafa ekki verið vandamál harðæris eða hallæris, en þau hafa sum reynst okkur ofviða úrlausnar. Að loknu einstöku góðæri þurfum við nú að sýna að við kunnum fótum okkar forráð í venjulegu árferði. 2 Þeir sem lífsins njóta segja gjaman að til þess sé lífíð að því sé lifað. Þetta á ekki við um ríkisstjómir. Ríkisstjóm sem ekki hefur verk að vinna á sér ekki langra lífdaga auðið og hún á ekki að lifa. Öllum er kunnur aðdragandi þess að núverandi ríkisstjóm var sett á laggimar. Stefnur þeirra stjómmála- flokka sem að henni standa eru ólíkar. Hún var óskastjóm fárra en jafnframt eini kosturinn til þess að koma á starfhæfri ríkisstjóm. Það er vitað mál, að fyrstu mánuðir stjórnarsamstarfsins hafa á stundum verið nokkuð erfiðir. Ekkert er eðli- legra þegar á allt er litið. Ríkisstjórnin hefur verið að fást við mál sem eðli síns vegua em erf- ið, flókin og umdeild. Aðstæður í efnahagsmálum við myndun ríkis- stjómarinnar vom með þeim hætti að á þeim varð að taka. Vandamálin sem við var að glíma reyndust mun meiri en séð varð á miðju ári. Ríkis- stjómin hefur borið gæfu til þess að .taka á þessum vandamálum í stað þess að láta skeika að sköpuðu. Því markmiði sem ríkisstjórnin hafði sett sér að ná hallalausum ríkisbúskap á þremur ámm var snúið í það að ná jöfnuði í ríkisfjármálum þegar á næsta ári, þegar ljóst var hvert stefndi. Ríkisstjómin náði saman um víðtækustu og flóknustu uppstokkun á tekjuöflunarkerfinu sem fram hefur farið um áratuga skeið. Ríkisstjómin náði í höfuðdráttum samstöðu um fiskveiðistefnuna sem verið hefur gríðarlegt hitamál, enda hagsmunir ákaflega misjafnir. Þannig mætti áfram telja. Þrátt fyrir stormasama sambúð á köflum hefur tekist að ná samstöðu um mikilvæg stórmál. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.