Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 2. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR    B
STOFNAÐ 1913
2.tbl.76.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afgaaistan:
Franskur blaðamaður
dæmdur fyrir njósnir
Islamabad, Reuter.
FRANSKUR blaðamaður, sem
komst inn fyrir landamæri Afg-
anistans í fylgd með afgönskum
f relsissveitum, var í gær dæmdur
í tíu ára fangelsi fyrir njósnir.
Sérstakur „byltingardómstóll"
kvað dóminn upp og sagði út-
varpið í Kabúl, höfuðborg
Afganistans, að blaðamaðurinn
hefði verið staðinn að því að afla
hernaðarlega mikilvægra upp-
lýsinga fyrir erlendar leyniþjón-
ustur.
Saudi-Arabía:
Tekjur út-
lendinga
skattlagðar
Riyadh, Reuter.
TEKJUR útlendinga sem starfa
í Saudi-Arabíu verða skattlagðar
á þessu ári samkvæmt konung-
legri tilskipun, sem birt hefur
verið í fjöhniðlum. Síðustu tólf
árin hafa útlendingar ekki þurft
að greiða tekjuskatt í Saudi-
Arabíu og hefur fjöldi erlendra
sérfræðinga látið freistast af
skattleysinu.
Frá og með 21. janúar verður
útlendingum gert að greiða skatt
af launum sínum og munu þeir sem
hafa yfir 620.000 Id. kr. í árslaun
lenda í efsta skattþrepinu, sem
kveður á um að þriðjung tekna
beri að greiða í ríkissjóð.
íbúar Saudi-Arabíu munu eftir
sem áður njóta skattleysis. Að sögn
starfsmanna erlendra sendiráða
voru símalínur rauðglóandi í gær
er fréttir bárust um ákvörðun yfir-
valda. Var því almennt spáð að
menn myndu flykkjast úr landi en
talið er að um fjórar milljónir út-
lendinga búi og starfi í Saudi-
Arabíu.
Alain Guillo var handtekinn 12.
september sakaður um njósnir og
fyrir að hafa hvatt skæruliða til
áframhaldandi baráttu gegn afg-
anska stjórnarhernum, sem nýtur
stuðnings innrásarliðs Sovétmanna.
Fjöldi vestrænna blaðamanna og
ljósmyndara hefur komist inn yfir
landamæri Afganistans í fylgd með
frelsissveitum á þeim níu árum sem
liðin eru frá því átök blossuðu upp
í landinu. Landið hefur verið lokað
frá því Sovétmenn gerðu innrás
árið 1979 og fátt er um áreiðanleg-
ar fréttir af gangi styrjaldarinnar.
Á sunnudag staðfesti óvilhallur
heimildarmaður iteuíers-fréttastof-
unnar að stjórnarhernum og innrás-
arliðinu hefði tekist að koma
hjálpargögnum til bæjarins Khost,
sem skæruliðar höfðu setið um í
þrjá mánuði. Skæruliðar segjast
enn sitja um bæinn.
Egypskir lögfræðingar efndu í gær tíl mótmæla í Kairó vegna þeirrar ákvörðunar ísraelsstjórnar að
visa níu Palestinumönnum úr landi. Mennirnir kveiktu í pappaspjaldi með mynd af ísraclska fánanum
en mótmælin fóru friðsamlega fram.
ísraelar hyggjast vísa níu Palestínumönnum úr landi:
Egyptar vara við versn-
andi samskiptum ríkjaiina
Aininaii, A-Ram, Damaskus, Tel Aviv, Kuwait, Beirut, Reuter.
RÍKISSTJÓRNIR flestra arabaríkja hafa fordæmt þá ákvörðun
stjórnvalda í Israel að visa níu Palestínumönnum úr landi. Mennirn-
ir eru sakaðir um að hafa hvatt til mótmæla Palestínumanna á
hernumdu svæðunum í síðasta mánuði. Baiidaríkjastjórn hefur lagst
gegn ákvörðun þessari.og Egyptar, sem einir arabaríkja hafa gert
friðarsáttmála við ísraela, hafa varað við því að þetta kunni að
spilla samskiptum rikjanna. Óeirðir brutust út á vesturbakkanum Í
gær og samtök öfgafullra Palestínumanna hafa hótað grinimilcgimi
hefndum fyrir loftárásir ísraela á Líbanon um helgina.
Sagnfræðingar segja ísraels-
stjórn beita fyrir sig 40 ára gömlu
lagaákvæði sem leitt var í gildi er
Bretar réðu þessu landsvæði sem
þá hét Palestína. Yitzhak Yzern-
itsky, leiðtogi skæruliðahreyfingar
gyðinga, sem nú er betur þekktur
sem Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, var þá rekinn úr landi
í samræmi við lagaákvæði þetta.
Yitzhak Shamir sagði í viðtali í
gær að brottvisun væri þyngsta
refsing sem unnt væri að beita
gegn verstu óeirðaseggjunum og
því væri ákvörðun stjórnvalda fylli-
lega réttlætanleg. Um 1.200
Palestínumenn voru handteknir í
óeirðum á hernumdu svæðunum í
síðasta mánuði en 240 hefur verið
sleppt. 24 féllu fyrir byssukúlum
ísraelskra hermanna í óeirðunum.
Talsmaður stjórnvalda í Egypta-
landi sagði í gær að ísraelskum
ráðamönnum hefði verið tilkynnt
að brottvísun Palestínumannanna
gæti haft alvarlegar afleiðingar fyr-
ir samskipti ríkjanna. Fréttir herma
að stjórnvöld hafi ueitað að ræða
við fulltrúa Israelsstjórnar um
ástandið á hernumdu svæðunum.
Frelsissamtök Palestínu (PLO) hafa
hvatt Egypta til að.loka sendiráði
ísraela í Kaíró og hryðjuverkasam-
tök, sem kennd eru við Abu Nidal,
hafa lýst yfír því að þess verði hefnt
grimmilega geri ísraelar mennina
brottræka. Fleiri arabaríki hafa for-
dæmt ísraelsstjórn fyrir ákvörðun
þessa.
Palestínumenn á vesturbakkan-
um grýttu ísraelska hermenn í gær
sem beittu gúmmíkúlum og tára-
gasi til að dreifa mannfjöldanum.
Gífurleg reiði ríkir í röðum Pal-
estínumanna vegna þess að ísra-
elskur hermaður skaut 25 ára
gamla konu til bana í óeirðum á
sunnudag. Þá hafa samtök öfga-
fullra Palestínumanna, sem njóta
stuðnings Sýrlendinga, hótað að
hefna loftárása ísraela á búðir Pal-
estínumanna og drúsa í Suður-
Líbanon um helgina, sem urðu 19
manns að bana.
Sjá einnig „Israelar gera loft-
áráair . . ." á bls. 28.
Gaslindir finn-
ast í Barentshafí
Snjólaust íþýsku Ölpunum
Reuter
Einmana fjallageit horfír yfir skíðasvæðið í Oberstdorf í Vestur-
Þýskalandi, en undanfama daga hefur fjölmörgum skíðamótum verið
frestað í Ölpunum vegna snjóleysis. í Oberstdorf neyddust menn til
að nota gervisnjó til þess að keppni í skíðástökki gæti farið fram,
en engu að síður mættu þúsundir mannátil að fylgjast með mótinu.
iMíi, Reuter.
TALSMAÐUR norska olíufyrir-
tækisins, Statoil, skýrði frá því í
gær að gaslindir hefðu að likind-
um fundist á hafsbotni í austan-
verðu Barentshafi.
Fundur þessi hefur orðið til þess
að vekja vonir manna að nýju um
að í Barentshafi leynist verulegar
olíu- og gaslindir. Hákon Larvik,
talsmaður Statoil, sagði í viðtali við
iZeuíers-fréttastofuna að tilrauna-
boranir á þessum slóðum lofuðu
góðu en kvað enn of snemmt að
segja til um hversu mikið gas væri
þar að finna. Á síðasta ári voru
fimm holur boraðar á botni Barents-
hafs en þar reyndist engar auðlindir
að finna.
Að sögn Larviks hefur gas ekki
fundist svo austarlega áður en
bæði Norðmenn og Sovétmenn hafa
borað í fcilraunaskyni á þessum slóð-
um á undanförnum árum.
Hlutabréf
hækkaí
New York
New York, Reuter.
HLUTABRÉF snarhækkuðu
í verði á fjármálamarkaðin-
um í Wall Street í gær og
er þetta fjórða mesta hækk-
un í sögu hlutabréfaviðskipta
í New York.
Dow Jones-hlutabréfavísital-
an hækkaði um 76,42 stig og
var hún skráð á 2.015,25 stig
er viðskiptum lauk í gærkvöldi.
Sérfræðingar voru sammála
um að hækkun á gengi dollars
í gær hefði valdið mestu um
verðhækkun hlutabréfanna auk
þess sem jákvæðar hagtölur
bárust frá Bandaríkjunum.
Dollarinn styrktist í gær gagn-
vart helstu gjaldmiðlum er
seðlabankar Sviss, Vestur-
Þýskalands og Japans gripu til
samræmdra aðgerða til að
forða frekara falli hans.
Sjá einnig „ Aðgerðir seðla-
banka . . ." á bls. 29.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64