Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 60
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Vestfirðir: Togaraflotinn . -endurnýjaður Tveir nýir togarar á döf inni og tveimur verður breytt mikið Morgunblaðið/RAX Ares Klootwyk gengur inn á Borgarspítalann með stuðningi Sigurðar L. Gíslasonar og Bjarka Þórarinssonar. Hefði ekki lifað af tutt- ugn mínútur í viðbót ÁKVEÐIÐ hefur verið að smíða tvo nýja togara fyrir Vestfirð- inga, gagngerar breytingar standa yf ir á einum togara þeirra og ákveðin hefur verið lenging á þeim fjórða. Útboðsgögn eða umræður um viðkomandi verk hafa farið fram og tilboð byijuð að berast. Talsvert er nú um endumýjun á fiskiskipaflotanum — i kjölfar góðrar afkomu síðustu misserin, en samdráttur í þorsk- afla á þessu ári hefur þegar verið ákveðinn. Ákveðið hefur verið að smíða ný skip í stað Bessa frá Súðavík og Júlíusar Geirmundssonar frá ísafirði. Guðbjörgin frá ísafirði verður lengd um rúma 11 metra og verið er að endurbyggja Pál Pálsson frá Hnífsdal í Póllandi. y Ingimar Halldórsson hjá Frosta hf. á Súðavík sagði í samtali við Morgunblaðið, að 8 tilboð hefðu borizt í smíði nýs togara fyrir Bessa. Eitt þeirra væri innlent, frá Slippstöðinni á Akureyri, en önnur Bönnuð í Bandaríkjunum: Engin torfæru- þríhjól á skrá hérlendis GUÐNI Karlsson forstöðu- maður Bifreiðaeftirlits ríkis- ins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hon- um væri ekki kunnugt um að torfæruþríhjól, eins og bönn- uð hafa verið í Bandaríkjun- um, séu til á skrá hérlendis. Engar reglur banna hins veg- ar að þau fáist skráð eins og önnur torfæruhjól. Guðni sagðist vita til þess, að fyrir nokkrum árum hefðu verið til torfæruþríhjól hérlendis en innflutningi þeirra hefði verið hætt, líklega vegna þess að þau voru í öðrum og hærri tollflokki en fjórhjól. Þessi fáu hjól sagði Guðni líklega vera komin úr umferð, en hann vissi ekki til að neitt þeirra hefði verið fært til skráningar í kjölfar reglu- gerðar um torfærutæki sem sett var á síðasta ári. kæmu að utan. Samanburði á til- boðunum væri ekki lokið og því ekki hægt að segja til um smíða- verð eða hvaða tilboði yrði tekið. Um væri að ræða skip um 59 metra að lengd og yrði það fyrst og fremst hugsað sem ísfisktogari. Það væri að svipaðri stærð og Sjóli, sem kom til landsins á síðasta ári og stefnt væri að því að fá það á seinni hluta næsta árs. Bessi er smíðaður í Nor- egi 1973 og hefur ekki verið breytt síðan. „Hann er orðinn gamall og þreyttur,“ sagði Ingimar. Guðbjörgin verður lengd um 11,40 metra og hefur verkið verið boðið út, bæði hér heima og erlend- is. Breytingamar miða fyrst og fremst að því að bæta aðstöðu við notkun 660 lítra fískikara í lest skipsins og aðstöðu á millidekki. Frysting er ekki fyrirhugðuð um borð. Ákvörðun um skipasmíðastöð liggur væntanlega fyrir um mán- aðamótin og stefnt er að því að vinna við lenginguna hefjist í apríl. Guðbjörgin var smíðuð í Noregi 1981. Loks er ákveðið að smíða nýtt skip í stað Júlíusar Geirmundssonar ■og mun það skýrast í næstu viku hvaða tilboði í smíðina verður tekið. Að öðm leyti fengust ekki upplýs- ingar um gang mála hjá útgerðinni. Júlíus var smíðaður í Noregi 1979. UNG KONA fannst látin í íbúð við Klapparstíg 11 í Reykjavík á sunnudagskvöld. Ekki er enn ljóst hvernig dauða konunnar bar að eða hversu langt var síðan hún lést. Nokkrir áverkar fund- ust á líkinu og var eiginmaður hennar handtekinn á staðnum. í gær lagði Rannsóknarlögregla ríkisins fram kröfu í Sakadómi Reykjavíkur um að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn, sem er 51 árs, hringdi til lögreglunnar í Reykjavík um kl. 19.30 á sunnudagskvöld og sagði að eiginkona hans, Gréta Birgis- dóttir, 26 ára gömul, væri látin í íbúð þeirra við Klapparstíg 11. Sjúkrabifreið var þegar send á vett- vang og Rannsóknarlögreglu ríkis- ins gert viðvart. Þegar lögreglan kom á vettvang skömmu síðar fann hún Grétu látna og voru áverkar á líkinu, meðal annars á hálsi og höfði, en ekki er enn ljóst hvemig hún hlaut áverka þessa eða hvort þeir drógu hana til dauða. Eiginmaðurinn var einnig í íbúð- inni, en hann var ölvaður og frásögn hans af atburðum mjög óljós. Mað- urinn var handtekinn og í gær yfírheyrði Rannsóknarlögregla BRESKI ferjuflugmaðurinn Ares Klootwyk, sem nauðlenti lítilli einshreyf ils flugvél sinni skammt undan Svörtuloftum á Snæfells- ríkisins hann. Þá var lögð fram krafa í Sakadómi Reykjavíkur síðdegis í gær um að hann yrði AFGREIÐSLA tollskjala hefur gengið treglega hjá tollstjóra- embættinu eftir að nýtt tölvuvætt afgreiðslukerfi var tekið upp um áramótin. Tafir í afgreiðslu má meðal annars rekja til bfeyttra tolla frá áramótum, bilana í tölvukerfi og að tollskýrslur frá innflytjendum eru rangar að sögn Björns Hermannssonar toll- stjóra. „Við erum að fara inn í algerlega nýtt kerfí og svo komu breytingar á tollgjöldum ansi seint frá Al- þingi, ekki fyrr en á gamlársdag. Það var því ekki búið að fá þær úr prentun fyrr en langt var liðið á vikuna," sagði Bjöm. „Vikan sem leið var því afar stopul til allra hluta þar sem innflytjendur höfðu ekki nesi á laugardag segist ekki munu hafa lifað af 20 mínútur í viðbót i sjónum. Hann var orðinn mjög kaldur og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Dóm- ari hefur sólarhrings frest til að taka afstöðu til kröfunnar. fengið nein gögn og því ekki tilbún- ir til að láta okkur hafa skýrslur. Þegar við svo fengum þær, þá vom þær ekki rétt fylltar út sem meðal annars má rekja til þess að við emm hætt að tala mannamál og höfum tekið upp tölvumál, en það er nokk- uð sem menn verða að laga sig að.“ Gefnar hafa verið út leiðbeining- ar um hvemig fylla á út tol’.skýrslur og liggja þær frammi hjá tollstjóra. Fleiri þúsund skýrslur lágu inni hjá embættinu frá því fyrir áramót en þær gilda ekki lengur og verður að vinna á ný. Bjöm sagði að dagur- inn í gær hafi verið sérlega erfiður dagur og mikið að gera, en auk fyrrgreindra erfiðleika em eyðublöð uppurin eftir að prentsmiðjan varð pappírslaus. máttfarinn er honum var bjargað, en braggaðist aðeins í upphitraðri þyrlu Landhelgisgæslunnar, og gat hann gengið úr þyrlunni inn á Borg- arspítala með stuðningi Sigurðar L. Gíslasonar, sem seig eftir honum úr þyrlunni, og Bjarka Þórarinsson- ar, læknis. Sjá samtöl og frásagnir á bls. 3 og 24. Halldór Ásgrímsson: Hlynntur sameiningu aflakvóta áskip „ÞAÐ felst í lögunum um fisk- veiðistjórnun að leitað verði hagkvæmni i útgerð. Samein- ing aflakvóta á skip er liður í því og ég er henni hlynnt- ur,“ sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið skýrði frá því á laugardaginn, að uppi væm hugmyndir um sameiningu aflakvóta á skip með þeim hætti að skipum íjölgaði ekki í flotan- um. Halldór Asgrímsson sagði, að erindi sem þessi fæm í ráðu- neyti hans fyrir svokallaða samráðsnefnd, sem skilaði áliti til sjávarútvegsráðuneytisins. Það væri meðal annars undir áliti hennar komið hvaða ákvörðun í þessu máli yrði tek- in. Hann gæti því ekki sagt til um niðurstöðu þeirra erinda um þetta, sem fyrir lægju hjá ráðu- neytinu. Ung kona finnst látín á heimili sínu Farið fram á gæsluvarðhald eiginmanns hennar Tölvuvætt afgreiðslukerfi: Tafir á tollslgölum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.